Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A L A N D SMA N N A 2000 ■ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR BLAÐ Gummersbach bjargað fyrir hom GUMMERSBACH-aðdáendur geta andað létt- ar um stund. Stórfyrirtækið SMM tilkynnti um helgina að fyrirtækið myndi hjálpa Gummers- bach áfram til loka þessa tímabils í hand- knattleik og greiða ákveðna upphæð sem ætti að duga til að bjarga rekstrinum fyrir hom. Forráðamenn liðsins sögðu samt sem áður, að allir yrðu að færa fórnir og að leikmenn yrðu að gefa eftir hluta Iauna sinna svo endar næð- ust saman. Þá sögðu stjórnendumir jafnframt að þeir réra lífróður til að fínna nýja stuðn- ingsaðila en þeir væm vandfundnir og viss svartsýni ríkir um framhald næsta tímabil. Þá er Amo Ehret, þjálfari liðsins, sagður ákveðinn að fara til svissneska landsliðsins, orðinn þreyttur á óvissunni og ráðleysinu öllu sem einkennir Gummersbach um þessar mund- ir. Morgunblaðið/Kristinn Stund milli stríða á La Manga á Spáni. Landsliðsmennirnir í knattspyrnu brugðu sér í golf í gær, en La Manga er mikil paradís fyrir kylfinga. Hér eru þeir Helgi Kolviðsson, Tryggvi Guðmundsson og Rúnar Kristinsson að munda kylfurnar. Essen vill Pál áfram FORRÁÐAMENN þýska 1. deildarliðsins TUSEM Ess- en hafa boðið Páli Þórólfs- syni að Ieika áfram með lið- inu næsta vetur. Samning- ur Páls rennur út í vor en hann hefur leikið með Iið- inu undanfarin tvö ár. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að félagið hefði lýst áhuga á að hann yrði áfram hjá því, en hann ætti síður von á aðhann gerði nýjan samning. „Ég hef ekki leikið mikið með lið- inu síðustu vikur og svo gæti farið að ég færi eitt- hvað annað. En hlutirnir eru fljótir að breytast og ef ég fengi fleiri tækifæri yrði staðan kannski önnur í lok tímabilsins.“ Páll sagði það alveg koina til greina að flytja aftur til Islands. Páli bauðst að ganga til liðs við TBV Lemgo, sem er íþriðja sæti deildarinnar, áður en frestur til að skipta um félag rann út í janúar, en samningar náðust ekki milli liðsins og Essen, sem er í áttunda sæti deildar- innar. Patrekur Jóhannes- son landsliðsmaður leikur einnig með Essen. Ein æfing oggolf Islenska landsliðið í knattspyrnu tók lífinu með ró í gær enda voru menn stífir og þreyttir eftir leikinn við Norðmenn á mánudaginn. Tæp- lega tveggja klukkustunda löng æf- ing var í gærmorgun og síðan gaf Atli leikmönnum frí fram að fundi klukkan átta. Eftá æfinguna var far- ið í mat og síðan fóru fjórir í golf; Ríkharður Daðason, Rúnai- Kristins- son, Helgi Kolviðsson og Tryggvi Guðmundsson. Þeir léku einn af þremur 18 holu golfvöllum á La Manga-svæðinu. Nokkrir fóru á vipp- og pútt-golfvöllinn og reyndu fyrir sér í íþróttinni. Veðrið í gær var með eindæmum gott, ríflega 20 stiga hiti og aðeins andvari og nýttu menn það, fóru í golf, spiluðu póker við sundlaugina og þjálfararnir, Atli Eð- valdsson og Guðmundur Hreiðars- son, fóru í tennis með þeim Asgeiri Sigurvinssyni og Gunnari Sverris- syni sjúkraþjálfara. Svo virtist sem öll liðin tækju líf- inu með ró í gær því á golfvellinum hittu íslensku „kylfingarnir" meðal annars Bo Johansson, landsliðsþjálf- ara Dana, sem virtist kunna þónokk- uð fyrir sér. Alltént var upphafs- höggið gott hjá honum. Færeyska liðið lék minigolf og allir virtust skemmta sér konunglega enda að- stæður allar hinar bestu. Fimm breytingar á íslenska liðinu ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur gert fimm breytingar á byrjunarliðinu, sem mætir Finnum í dag á Norður- landamótinu á La Manga á Spáni. Þeir Birkir Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson, Sverrir Sverrisson, Þórður Guðjónsson og Bjarki Gunn- laugsson koma inn í liðið í stað Árna Gauts Arasonar, Auðuns Helgasonar, Indriða Sigurðssonar, Sigurðar Arnar Jónssonar og Tryggva Guðmundssonar sem léku gegn Noregi á mánudaginn. Leikurinn við Finna er annar leikur íslands á mótinu en lið- ið gerði jafntefli 0:0 við Norðmenn. Þá unnu Finnar sigur á Færeying- um 1:0 og Svíar sigruðu Dani 1:0. Byrjunarlið íslands verður skip- að eftirtöldum leikmönnum: Á milli stanganna stendur Birkir Kristinsson. Varnarmenn eru Arn- ar Þór Viðarsson, Hermann Hreið- arsson, Pétur Hafliði Marteinsson og Sverrir Sverrisson. Miðvallar- leikmenn verða Bjarki Gunnlaugs- son, Helgi Kolviðsson, Rúnar Kristinsson og Þórður Guðjónsson. Fremstir verða Heiðar Helguson og Ríkharður Daðason. Varamenn verða þeir Árni Gaut- ur Arason, Tryggvi Guðmundsson, Einar Þór Daníelsson, Sigurður Örn Jónsson, Ólafur Örn Bjarna- son, Haukur Ingi Guðnason og Þórhallur Hinriksson. Þeir sem hvíla í dag eru Auðun Helgason, Bjarni Þorsteinsson, Sigþór Júlíus- son og Indriði Sigurðsson, en þeir tóku allir þátt í leiknum gegn Norðmönnum. Fyrsti leikur Bjarka í tvö ár Bjarki Gunnlaugsson leikur í dag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. Hann spilaði síðast gegn Slóvakíu á Kýpur í febrúar 1998 og skoraði þá mark Islands í 1:2 ósigri. Eftir þann leik kom upp ósætti milli hans og Guðjóns Þórðarsonar, þá- verandi landsliðsþjálfara, og Bjarki tilkynnti, að hann myndi ekki leika framar undir stjórn Guð- jóns. Leikurinn hefst kl. 11.30 og verður honum lýst beint á mbl.is. Norðmenn mæta Dönum í dag og Svíar leika við Færeyinga. ■ Ríkharðurfarinn.../C4 AUKIN SAMKEPPNI HJÁ GUÐMUNDI BENEDIKTSSYNI í GEEL/C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.