Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 4

Morgunblaðið - 02.02.2000, Page 4
KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er hér í fararbroddi á æfingu á La Manga ásamt Ríkharði Daðasyni. Heine Brandt bjartsýnn HEINE Brandt, landsliðs- þjálfari Þýskalands í hand- knattleik, reynir að blása lífí í glæður landsliðsins eftir ófarirnar í Króatíu og segir að þessi lélegasti árangur þýsks landsliðs á stórmóti hafí verið einstök óheppni sem ekki muni endurtaka sig. Hann er hinn bjartsýnasti á getuna fyrir Olympíuleikana í Sydney í haust. Þá er hon- um jafnframt létt að hafa fengið Pólveija sem mót- herja fyrir HM í Frakk- landi í janúar 2001. Pólverjar voru einmitt mótherjar Þjóðveija fyrir EM í Rróatíu - þar sem Þjóðveijar unnu tvo létta sigra, og telja sig örugga nú að komast til Frakk- lands. Hermann nærfýrri hálfleiknum HERMANN Heiðarsson þarf að fljúga til Englands klukkan fjögur í dag að staðartíma og nær því varla nema fyrri hálfleiknum á móti Finn- um. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og fyrri hálfeikurinn ætti að vera búinn um klukkan 13.15 og síðan þarf hann að skipta um föt og koma sér út á flugvöll, en þangað er ríflega kiukku- stundar akstur. Þangað þarf hann að vera kominn í síðasta lagi klukku- stund fyrir flug, eða klukkan þrjú, og þá veitir honum ekkert af þessum tíma. „Kom mér ekki á óvart“ Ríkharður farinn að —wwnmiMi—ii—nw——i—Mi—ihí —Bnri~—nirnniiirTiTTTwrr i imn r «i« iimi ii.im huga að efri árum „ÉG er alveg hættur að hugsa um þetta HSV-mál enda hættu for- ráðamenn félagsins við að kaupa mig þegar þeir komust að því að ég gæti ekki rétt alveg úr öðrum fætinum. Ég fór til læknis norska landsliðsins fyrir tveimur vikum, en hann er sérfræðingur í svona meiðslum, og hann sagði að þetta myndi ekkert há mér,“ sagði Ríkharður Daðason, leikmaður með Viking í Noregi, en þýska liðið Hamburger Sportverein ætlaði að kaupa hann á dög- unum en ekkert varð af því eftir læknisskoðun. Birkir Kristinsson hefur verið að- almarkvörður íslenska lands- liðsins í knattspyrnu síðustu ár, en hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Norðmönnum. „Ég átti von á öllu í þeim málum. Það er nýr þjálf- ari og væntanlega nýjar áherslur með honum. Atli vill trúlega sjá sem flesta leikmenn og hrista síðan sam- an góðan hóp. Arni [Gautur Arason markvörður] hefur verið að leika vel og það var sérstaklega gaman fyrir hann að vera í markinu á móti Nor- egi, því han þekkir svo marga leik- menn sem leika með norska liðinu. Þetta var bara mjög jákvætt," sagði Birkir Kristinsson í spjalli við Morgunblaðið. „Eg veit í raun ekki mikið um Finna en þó fylgdist ég vel með þeim í síðustu keppni því varamark- vörður þeirra lék með mér hjá Bol- ton og því reyndi ég að fylgjast dá- lítið með þeim. Finnar eru sterkir og það er ekkert gefíð í þeim mál- um,“ sagði Birkir. Hann sagði aðstæðurnar vera frá- bærar. „Þetta er auðvitað algjör draumur; veðrið, vellirnir og allur aðbúnaður getur ekki verið betri. Við erum í íbúðum og það er góð til- breyting frá því að vera á hóteli. Það er allt til alls hjá okkur, mynd- bandstæki á hverri íbúð og svo get- ur maður eldað sér eitthvað ef áhugi er fyrir því. Þetta er frábær til- breyting frá hótelum. Það versta við þetta er að þurfa svo að fara heim og reyna að æfa á mölinni í kuldanum, það verður erf- itt,“ sagði Birkir, sem verður í marki Islands í leiknum við Finna í dag. Ríkharður sagðist halda að rekja mætti þessi meiðsli sín til þess er hann meiddist á liðþófa árið 1991 og er síðan meiddur ■■■■■■I sumarið á eftir og þá Skúli Unnar kom í Ijós skemmd í s^e'PSf°n brjóski í hnénu og eru Spáni m meiðsli hans rakin til þessa tímabils. Þetta háir mér ekkert, en þegar mikið álag er þá finn ég að ég þreyt- ist aðeins í hnénu og þetta er aumt svæði þannig að ég þarf að hugsa um þetta. Ég get ekki rétt alveg úr hnénu en það háir mér ekkert inni á vellinum og það er alveg ljóst að ég hefði ekki getað spilað alla þessa leiki ef það hefði háð mér. Ég væri löngu hættur ef ég íyndi stöðugt til í hnénu.“ Samningur Ríkharðs við Viking rennur út í haust. „Forráðamenn liðsins hafa rætt við mig og vilja að ég gefi þeim svar síðar í mánuðinum varðandi áframhaldandi samning. Við komum hingað til La Manga aft- ur í lok febrúar og þá vilja þeir fá svar enda þurfa þeir að skipuleggja næsta tímabil hjá sér. Ég er ekki búinn að gera endanlega upp við mig hvað ég geri, en það kitlar óneitan- lega að fara eitthvert annað og reyna fyrir sér þar. Mér líkar mjög vel í Noregi og ég færi ekki eitthvað bara til að fara. Það er engin ástæða til að breyta til breytinganna vegna. Svo þegar maður er að komast á efri ár í þessu þá fer maður að hugsa öðruvísi, ef maður sér fram á að hækka verulega í launum og geti tryggt sig fjárhagslega. Maður er aðeins farinn að hugsa svona enda ekki svo ýkja mörg ár eftir af knatt- spyrnuferlinum hjá mér,“ segir Rík- harður sem verður 28 ára á þessu ári. En eruð þið ekki á svo góðum launum að þið séuð búnir að tryggja ykkur fjái-hagslega fyrir ellina ? „Jú, launin eru að vísu ágæt í þessu og hafa hækkað verlega síð- ustu árin, en það er mikill munur á laununum í Skandinavíu og Englandi og á meginlandinu. Þegar maður er búinn að fá smjörþefinn af þeim launum sem ég get fengið þá hugsar maður sig tvisvar um áður en sagt er nei við samningi á þessum stöðurn," sagði Ríkharður. Veit lítið um íslenska liðið ANTTI Muurinen, landsliðsþjálf- ari Finna, segist vita afskaplega lítið um fslenska landsliðið og þvi sé ekki um neitt annað að ræða en leika þá knattspymu sem þeir séu vanir og sjá til hvað það dugi. Heyrst hafði að Finnar ætluðu að fá Jari Litmanen, leikmann Barcelona, til liðs við sig en þjálfarinn neitaði því, sagðist ætla að ljúka mótinu með þeim mönnum sem hann hefði valið í upphafí. „Ég ætla ekki að gera neinar breytingar á leikmannahópnum. Ég er með 19 leikmenn hérna, einn er í banni á móti íslending- um og annar er veikur þannig að ég hef úr 17 manna hópiað vclja og það verður að duga. Ég veit afskaplega lftið um fslenska iiðið, annað en að leikmenn þess gefast aldrei upp og ég veit þetta verð- ur erfíður Ieikur fyrir okkur. Ég veit líka að margir fslenskir leik- menn leika í Skandinavíu og að íslensk knattspyma er á hraðri leið upp á við,“ sagði Muurinen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.