Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 1
i
'
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
JltoratitilMbiMfc
2000
m FOSTUDAGUR 4. FEBRUAR
BLAÐ
Landslið
Zambíu
horfið
Slakur árangur í Afríkukeppni landsliða í
knattspymu er greinilega háalvarlegt mál.
Landslið Zambíu virðist hafa látið sig hverfa
í heilu lagi eftir að því mistókst að komast í
8-Iiða úrslit keppninnar sem fram fer í
Ghana og Nígeríu. Það átti að koma heim á
miðvikudag en ekkert hefur spurst til þess.
Lið Fílabeinsstrandarinnar var sett í ein-
angrun af herforingjastjórn landsins þegar
það féll úr keppninni í byrjun vikunnar,
eins og sagt var frá í gær. Liðið var sent
með rútu til höfuðborgarinnar, Abidjan, í
gær en leikmennirnir vora þó ekki endan-
lega Iausir úr prísundinni því þeir áttu þá
eftir að hitta leiðtoga stjórnarinnar.
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur fordæmt
aðgerðir herforingjastjórnarinnar en Inter
Milano á Ítalíu leitaði til FIFA til að fá laus-
an einn leikmanna sinna, Cyril Domoraud.
Varamönn-
um verði
fjöigað í
efstu deild
TILLAGA um að fjölga varamönnum
á leikskýrslu hjá liðum í efstu deild
karla og kvenna og í leikjum liðanna í
bikarkeppnum verður lögð fram á ár-
sþingi Knattspyrnusambands ís-
lands, sem verður haldið um aðra
helgi. Tillagan er frá Knattspymufé-
laginu Fram, um að leikmönnum á
leikskýrslu verði fjölgað úr 16 í 18.
Venslasamningar félaga
Þá hyggst miiliþinganefnd KSÍ
leggja fyrii- ársþingið tillögu um að
leikmaður geti einungis skipt einu
sinni um félag eftir að hann hefur
spilað í bikarkeppni eða í deild í stað
þess að hann geti skipt tvívegis á
tímabilinu, eins og heimilt var á síð-
asta leiktímabili. Taldi nefndin að
þessu ákvæði í reglum KSÍ hafi verið
misbeitt á þann hátt að leikmenn voru
uppvísir að því að leika einn leik með
félagi og hverfa síðan á braut í sitt
gamla félag eða annað félag.
Þá leggur nefndin til að félög í efstu
deild og í neðri deildum geti gert
venslasamninga sín á milli um að leik-
menn liða geti gengið á milli þeirra án
félagaskipta, en lagt er til að á slíkum
samningum verði ákveðnar takmar-
kanir en að stjórn KSÍ verði falið að
vinna úr hugmyndinni.
Morgunblaðið/ristinn
Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins, sem tekur þátt í Norðuriandamótinu á La Manga á Spáni, í hvíldarstöðu við spil - Sigurður Örn
Jónsson, Bjarki Gunnlaugsson, Þórhallur Hinriksson og Einar Þór Daníelsson.
Ósigur
kemur ekki
til greina
„ÉG veit að Færeyingar ætla sér
að vinna okkur, enda hafa þeir
beðið ansi lengi eftir því, en það
kemur ekki til greina að tapa fyrir
þeim. Reyndar má segja að við
séum með hálfgert hækjulið því
það eru þrír famir heim og Pétur
Marteinsson er eitthvað tæpur. En
það skiptir ekki máli hveijir leika;
við töpum ekki fyrir Færeying-
um,“ sagði Sigurður Orn Jónsson
um leikinn við Færeyinga í dag.
„Ég hef bara spilað einu sinni við
Færeyinga, það var á Höfn 1997
þar sem við unnum 1:0 í miklum
baráttuleik. Þar var leikið mjög
fast og ég geri fastlega ráð fyrir að
það verði vel tekið á því hér þegar
þjóðimar mætast, enda verður
bara gaman að taka aðeins á Fær-
eyingum," sagði Sigurður Öm.
Hann sagði aðstöðuna á La
Manga þá bestu sem hann hefði
séð. „Ég hef farið í svona ferðir til
Kýpur og Portúgals en þetta slær
öllu við. Eg hef aldrei séð svona
góða aðstöðu," sagði Sigurður
Om.
Eysteinn og
Bjarki ÍKR
í skiptum fyrir Gunnleif Gunnleifsson
Keflvíkingarnir Eysteinn Hauks-
son og Bjarki Guðmundsson
markvörður eru á leið til ís-
lands- og bikarmeistara KR í
knattspyrnu. Þeir fara þangað í
skiptum fyrir Gunnleif Gunn-
leifsson, markvörð KR-inga,
sem mun verja mark Keflavíkur
í sumar. Viðræður milli félag-
anna um skiptin hafa staðið
undanfarna daga, eftir að Kefl-
víkingar óskuðu eftir að fá
Gunnleif í sínar raðir, og eru nú
á lokastigi.
Eysteinn er 25 ára miðjumaður
frá Egilsstöðum sem hefur ver-
ið lykilmaður í liði Keflavíkur undan-
farin ár. Hann hefur leikið 84 leiki
með félaginu í efstu deild og skorað í
þeim 14 mörk en Eysteinn lék með
Hetti áður en hann gekk í raðir Kefl-
víkinga.
Bjarki er 23 ára og hefur varið
mark Keflavíkur frá miðju sumri
1997. Áður lék hann hálft tímabil
með Þrótti í Neskaupstað. Hann á að
baki 44 leiki í deildinni, auk þess sem
hann var hetja Keflvíkinga í bikar-
úrslitunum 1997 þegar hann varði
þijár vítaspyrnur Eyjamanna, eina í
leiknum sjálfum og tvær í vítaspyrn-
ukeppni, og tryggði liði sínu bika-
rinn.
Gunnleifur er 24 ára og spilaði
lengst af með HK en hefur leikið 11
leiki í marki KR í úrvalsdeildinni, tíu
þeirra sumarið 1998. Hann var vara-
markvörður fyrir Kristján Finn-
bogason síðasta sumar og Bjarki fær
nú það hlutskipti að keppa við Kri-
stján um stöðuna hjá KR.
Regensburg
vill Alexander
Þýska handknattleiksfé-
lagið Regensburg vill fá
Alexander Amarson, línu-
mann úr HK, til liðs við sig
fyrir næsta tímabil og
reiknað er með að félagið
geri tilboð í hann fljótlega.
Alexander fór til Þýska-
lands um síðustu helgi, lék
tvo leiki með liðinu, og
skoraði 6 mörk í hvorum.
Regensburg, sem er í
harðri baráttu um sæti í 2.
deild, hefur einnig sýnt
Hlyni Jóhannessyni, mark-
verði HK, áhuga.
i
1
MIKIÐ BREYTT BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS GEGN FÆREYJUM/C3