Morgunblaðið - 04.02.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2000 C 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Sjö leikmenn Leicester sakaðir um miðabrask
Amar yfirheyrður
ENSKA knattspyrnusambandið hyggst yfirheyra Arnar Gunn-
iaugsson og sex félaga hans í úrvalsdeildarfélaginu Leicester
City fyrir ólöglega dreifingu á aðgöngumiðum á úrslitaleik
liðsins í deildabikarkeppninni á síðasta ári. Þrír starfsmenn
félagsins eru sakaðir um samskonar athæfi.
Astæðan fyrir rannsókn enska
knattspymusambandsins er
sú að til óláta kom á Wembley-
leikvanginum á úrslitaleik Totten-
ham og Leicester í fyrra er hópur
stuðningsmanna Tottenham kom
sér fyrir þar sem stuðningsmenn
Leicester voru staðsettir á áhorf-
endapöllum. Til átaka kom milli
hópanna en lögregla og vallar-
starfsmenn náðu að skakka leik-
inn. Svo virtist sem þeir sem lentu í
átökum hafi komist yfir miða sem
voru komnir frá Leicester, en
enska knattspymusambandið lítur
málið alvarlegum augum.
Þeir leikmenn sem enska knatt-
spymusambandið hyggst yfir-
heyra vegna málsins em auk Arn-
ars, Steve Guppy, Neil Lennon,
Graham Fenton, Stuart Campell,
Tony Cottee og Andy Impey. Yfir-
heyrslur fara fram 15. mars.
Arnar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að leikmenn og starfs-
menn Leicester hefðu keypt allt að
því 75 miða og gefið eða selt þá til
fjölskyldumeðlima og vina. „En
svo virðist sem að nokkrir af þeim
sem fengu merkta miða frá And-
rew Impey og Tony Cottee hafi
lent í átökum við stuðningsmenn
Leicester. Þá vora aðdáendur
Tottenham með merkta miða frá
leikmönnum Leicester, meðal ann-
ars 15-20 manns með miða frá
mér. Ég veit ekki betur en að þeir
hafi hegðað sér vel, en ég hef látið
enska knattspymusambandið vita
að um stuðningsmenn Tottenham
væri að ræða. Forsvarsmenn
enska sambandsins hafa gert við
það einhverjar athugasemdir. Auð-
vitað hefði verið æskilegt að láta
einungis stuðningsmenn Leicester
fá þessa miða en enginn velti því
fyrir sér á sínum tíma. En ég get
ekki séð að um sé að ræða neitt
stórmál. Ég svara spurningum
sambandsins þegar kemur að þess-
um fundi með þeim í mars.“ Amar
sagðist ekki eiga von á að hann
mundi lenda í vandræðum af þess-
um sökum innan síns eigin félags,
en sagði að málið væri litið alvar-
legum augum innan þess. „Ef ein-
hverjir verða sakfelldir fá þeir sekt
og fá ekki að kaupa miða í einhvem
tíma en ég vona að ég lendi ekki í
þeim hópi.“
Enska knattspymusambandið
hefur tilkynnt að leikmenn og
starfsmenn Tranmere og Leicest-
er, sem leika til úrslita í deildabik-
arkeppninni 27. febrúar, fái ein-
ungis að kaupa 25 miða hver í stað
75. Félögin verða einnig að gefa
skriflega yfirlýsingu um hvemig
miðunum verður varið.
Tíðindi ef
Morgunblaðið/Porkell
Bragason, besti leikmaður Hauka,
iáað
igham
ná góðum leik,“ sagði Brenton Birm-
ingham. Birmingham sagði að KR væri
sýnd veiði en ekki gefin, liðið væri eitt af
bestu liðunum í deildinni og hefði leikið
vel það sem af væri vetri. „Þeir urðu fyr-
ir áfalli er þeir misstu Jónatan Bow en
þeir hafa sýnt fram á að þeir geta brúað
bilið og því held ég að það komi Grinda-
vík ekkert til góða þó að hann verði fjar-
verandi í úrslitaleiknum. Þeir munu
sjálfsagt leggja sig enn frekar fram og
reyna að vinna leikinn fyrir hann.“
Grindavík komst í úrslitaleikinn eftir
að liðið lagði Hauka með sigurkörfu á
síðustu sekúndunum. Birmingham
kvaðst ekki vonast eftir að leikurinn
gegn KH yrði á sömu nótum. „Við vorum
um 20 stigum undir í hálfleik gegn
Haukum og á tímabili í leiknum fór ég að
velta því fyrir mér hvort við væram bún-
ir að tapa leiknum, það sama hafa áhorf-
endur án efa haldið. En þá tóku félagar
mínir í liðinu af skarið og við fóram
áfram. Ég vona að við lendum ekki í öðr-
um eins leik gegn KR og ég geri mér
vonir um að við getum knésett þá fyrr í
leiknum en það er ekki hægt að spá fyrir
um úrslit, ekki síst í bikarúrslitaleik. Það
má búast við miklum atgangi liða á milli
áður en yfir lýkur.“
tryggja okkur titilinn. Við höfum
mætt þeim þrisvar í vetur og unnið
í öll skiptin. En sigrar okkar á þeim
vora langt frá því að vera öruggir,
sem sýnir að Keflavíkurliðið verður
að leggja sig fram til þess að hampa
bikartitlinum," sagði Kristín Blön-
dal, leikmaður og varafyrirliði Kefl-
víkinga um úrslitaleikinn gegn ÍS.
„Við verðum að leika eins-og við
eigum að okkur og það skiptir máli
að allir hlutir smelli saman. Annars
verður leikurinn erfiður eins og
þeir leikir sem við höfum leikið
gegn þeim. Síðast er við mættum
IS í deildinni unnum við að vísu
með 10 stigum, 68:58, en voram að-
eins einu stigi yfir þegar fimm mín-
útur vora eftir af leiknum. Við náð-
um ekki að hrista þær af okkur í
leiknum en ég vona að við lendum
ekki í svipaðri aðstöðu í úrslita-
leiknum. Þá bjóðum við hættunni
heim.“
Kristín sagði að miðað við stöðu
liðanna í deildinni yrðu það tíðindi
ef ÍS bæri sigur úr býtum og að
margir hefðu talað um að hinn eig-
inlegi úrslitaleikur hefði farið fram
er Keflavík mætti KR í undanúrslit-
um. „En stelpurnar í ÍS hafa sýnt
að þær geta barið frá sér og eiga
sjálfsagt eitthvað inni. Við eram
ekki búnar að vinna leikinn en
leggjum áherslu á að bikartitillinn
verði sá fyrsti af þremur sem liðið
hampar i vetur.“
ÍS-konur hungrar í titil
„Ef tekið er mið af þeim fjölda
landsliðskvenna sem eru í Keflavík
ætti liðið að vinna okkur í ÍS auð-
veldlega. Þær era til að mynda með
fimm landsliðsmenn en við engan,
en það skiptir litlu máli þegar út í
bikarúrslitaleik er komið því þá get-
ur allt gerst,“ sagði Hafdís Helga-
dóttir, fyrirliði ÍS, um úrslitaleikinn
í bikarkeppninni gegn Keflavík.
Hafdís sagði að miklar breyting-
ar hefðu orðið hjá ÍS undanfarin ár,
ekki síst síðastliðinn vetur, og að
hún væri eini núverandi leikmaður
liðsins sem hefði unnið bikarinn
með ÍS fyrir níu áram. Hún sagði
að þrátt fyrir breytingar hefði liðið
sýnt að það gæti vel staðið í Kefla-
vík og benti á síðasta leik liðsins
gegn Keflavík.
íslenska
knattspymu-
sprengjan
ENSKA dagblaðið The Guardian fjallaði í gær ítarlega um íslenska
knattspyrnumenn og ótrúlegan framgang þeirra f breskri og
evrópskri knattspyrnu á undanförnum árum. Með tæplega heillar
siðu grein er birtur listi yfir þá 22 leikmenn frá islandi sem eru á
mála hjá breskum félögum, sagt frá þeim helstu sem leika á
meginlandi Evrópu, og rætt er við Kristin Rúnar Jónsson, þjálf-
ara IBV, Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegan ráðgjafa KSÍ, Guðna
Kjartansson, þjálfara unglingalandsliðsins, Omar Smárason,
starfsmann KSÍ, Ólaf Garðarsson, umboðsmann, og Magnús
Orra Schram hjá KR um hinarýmsu hliðar á íslenskri knattspyrnu
og ástæðurnar fyrir velgengni landsliðsins og leikmannanna.
Greinina prýðir síðan stór mynd
af íslenskum knattspyrnu-
mönnum á æfingu barna að vetrar-
lagi, tekin af Ragnari Axelssyni,
ljósmyndara Morgunblaðsins. Tals-
vert er fjallað um hinar erfiðu að-
stæður sem leikmenn búa við á Is-
landi, sérstaklega á undirbúnings-
tímabilinu. Þær, lítil fjárráð
íslenskra félaga og erfið veðurskil-
yrði hafi staðið þeim mest fyrir þrif-
um.
ísland markar spor vítt
og breitt um Evrópu
í greininni segir meðal annars:
„Sem betur fer er nýjasta spreng-
ingin á íslandi ekki af völdum eld-
fjallanna, heldur hefur hún orðið í
búningsklefum og knattspymuvöll-
um landsins. Ótrúleg frammistaða
íslands á knattspyrnusviðinu hefur
leitt til þess að ein minnsta og ein-
angraðasta þjóð Evrópu hefur
markað spor sín í íþróttinni vítt og
breitt um álfuna."
í viðtölum við íslendingana kem-
ur m.a. fram að breyttar áherslur í
þjálfun, sérstaklega í menntun þjálf-
ara, eigi drjúgan þátt í þessari þró-
un.
Þá kemur fram að íslenskir knatt-
spyrnumenn séu ódýrir en félög hafi
ekki verið svikin af því að semja við
þá. Verð á þeim fari þó hækkandi og
Ólafur Garðarsson bendir á að Heið-
ar Helguson hafi kostað Watford
180 milljónir en félagið hefði getað
fengið hann fyrir um eða innan við
50 milljónir fýrir fáeinum misseram.
FOLK
■ ERICH Ribbeck, landsliðsþjálfari
Þýskalands í knattspymu, segist
ekki útiloka það að hann velji And-
reas Möller og Thomas HSssler í
landslið sitt fyrir Evrópukeppnina
næsta sumar.
mARSENE Wenger, knattspym-
ustjóri Arsenal, hefur í hyggju að
bjóða Lee Dixon og Nigel Winter-
bum áframhaldandi samning en
núverandi samningar þeirra renna
út í sumar. „Báðir eiga leikmenn-
imir talsvert eftir,“ segir Wenger.
■ ARSENE Wenger segir að ekk-
ert sé hæft í þeim sögum að Arsenal
hafi í hyggju að gera Manchester
United tilboð í David Beckham eins
og sögur hafa gengið um í vikunni.
„Við höfum ekki gert tilboð í Beck-
ham og það stendur ekki til,“ sagði
Wengerígær.
rnJOHN Elsom, forseti Leicester,
neitar því að Stan Collymore sé á
leið til félagsins frá Aston Villa.
John Gregory, knattspymustjóri
Aston Villa, sagði eftir leik félags-
ins við Leicester í undanúrslitum
deildabikarsins í fyrrakvöld að Coll-
ymore væri að leið til Leicester.
■ ÞÁ þvertekur Martin O’NeilIfyr-
ir að Émile Heskey sé á leið til Li-
verpool frá Leicester fyrir 12 mil-
Ijónir punda.
■ NEVILLE Southall, hinn 41 árs
fyrrum markvörður Everton og
velska landsliðsins, er orðinn vara-
markvörður þjá úrvalsdeildarliði
Bradford. Honum var sagt upp hjá
3. deildarliði Torquay í vikunni en
Southall hefur verið í herbúðum
Torquay síðan 1998 og var valinn
leikmaður félagsins á síðustu leik-
tíð. Hann á 977 deildaleiki að baki.
■ SERGEI Bubka, heimsmethafi í
stangarstökki karla, keppti í Va-
lencia í fyrrakvöld. Það var hans
fyrsta móta í 17 mánuði. Bubka
stökk manna hæst í Valencia, 5,60
metra, 55 sentímetrum frá heims-
meti sínu.
mMERLENE Ottey segist vera
staðráðin í að keppa á Ólympíuleik-
unum í Sydney í haust. Það verði
hennar síðasta mót enda sé nú mál
til komið að rifa seglin. Ottey verð-
ur fertug í maí og á yfir höfði sér
keppnisbann hjá Alþjóða fijáls-
íþróttasambandinu, IAAF, vegna
ólöglegrar lyfjaneyslu. Verður mál
hennar tekið fyrir hjá IAAF síðar í
þessum mánuði.
■ OTTEY segist vera saklaus af
notkun ólöglegra lyfja og vera sann-
færð um að hún verði ekki dæmd í
keppnisbann og geti þar með tekið
þátt í Ólympíuleikunum í Sydney,
20 áram eftir að hún tók fyrst þátt í
þeim, í Moskvu 1980.
■ DANIEL Stephan, leikmaður
Lemgo og handknattleiksmaður ár-
sins í heiminum 1999, gengst undir
uppskurð á hendi þann 15. febrúar.
Hann leikur ekki meira eftir það á
þessu tímabili, missir af leikjum
Þýskalands og Póliands í júní um
sæti á HM og óvíst er að hann verði
búinn að ná sér fyrir Ólympíuleik-
ana í Sydney í haust.
Pétur ekki með í dag
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
í knattspymu, gerði fímm breyt-
ingar á byijunarliði íslands sem
mætir Færeyingum á Norður-
landamótinu á La Manga í dag.
Það er þriðji og síðasti leikur Is-
lands í þessari töm en liðið er
með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina
og hefur ekki fengið á sig mark.
Pétur Marteinsson og Bjami
Þorsteinsson geta ekki leikið
vegna meiðsla. Hermann Hreið-
arsson, Heiðar Helguson og
Þórður Guðjónsson em farnir til
sinna félagsliða, þannig að 16
leikmenn em leikfærir og verða
allir í hópnum. Ólafur Öm
Bjarnason leikur sinn fyrsta leik
í ferðinni, Helgi Kolviðsson fer af
miðjunni í stöðu miðvarðar og
Tryggvi Guðmundsson verður
frammi með Ríkharði. Byijunar-
Uðið er þannig:
Birkir Kristinsson í markinu,
Auðun Helgason, Helgi Kolviðs-
son, Þórhallur Hinriksson og
Amar Þór Viðarsson í vöminni,
Bjarki Gunnlaugsson, Ólafur Öm
Bjarnason, Rúnar Kristinsson og
Einar Þór Damelsson á miðjunni
og frammi em Ríkharður Daða-
son og Tryggvi Guðmundsson.
Ámi Gautur Arason leysir Birki
af hólmi í markinu í hálfleik.
Fjarvera Péturs Marteinsson-
ar er nokkurt áfall. „Þetta byrj-
aði á innanhússmóti um daginn
þar sem leikið er á geiwigrasi. Ég
missteig mig en kláraði leikinn
og síðan tvoaðra leiki næstu
Qóra daga. Ökklinn bólgnaði all-
af í leikjunum en ég náði mér
góðum á milU, nú vfrðist mér
þetta hins vegar vera að versna
og þvi best að reyna að ná sér
góðum,“ sagði Pétur í gærkvöldi.
Leikurinn hefst kl. 13 og er
lýst beint á mbl.is.