Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.2000, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 C 3^ FERÐALÖG FERÐALOG m mm mm ■■■■■ mm Ferðamenn í Katalóníu geto valið úr 400 sveitasetrum til að gista á Frá f jallakofum ar hallir Með nóttúruno oð vopni hofa ferðamálasamtök Barcelona und- anfarin ár keppst við að markaðs- setjo nýja ímynd Spánar fyrir sól- þyrsta ferðalanga. IViargrét Hlöðversdóttir segir að ekki sé eingöngu um sól og strandlengjuOr að ræða, heldur einnig stórbrotna nóttúrufegurð og sögulegar minjar. Gistimöguleikamir eru óendan- legir, allt frá fjallakofum upp í gulli skrýddar hallir. Ferðamálasamtök Katalóníu, sem eru í höfuðborginni, Barcelona, hafa verið iðin við að kynna innlendum sem erlendum ferðamönnum hin mörgu, ólíku og litríku sveitahéruð svæðisins, sem mótvægi við hina þekktu ímynd Costa Brava-strand- lengjunnar. 400 sveitasetur Ferðamenn sem koma til Katalón- íu geta valið á milli ríflega 300 tjaldsvæða, 1.000 mismunandi hótela , 400 sveitasetra, hátt í 90 „para- dora“ sem eru oft gömul klaustur eða hallir auk þess sem hótelin á vin- sælustu ferðamannastöðunum, eins og t.d. á Costa Brava ,bjóða upp á séríbúðir eða hús til leigu. Vilji menn komast fjær helstu ferðamannastöðunum og nær náttúr- unni, staðarfólkinu og menningu þess er fátt sniðugra en að gista á spænskum sveitasetrum sem oftar en ekki búa yflr mörg hundruð ára „sjarma". í Katalóníu er hægt að velja á Ljósmynd/Francesc Tur Sveitagistihúsið Senia de Don Pedro í Katalóníu. milli um 400 sveitasetra, eða þess sem oft er kallað bændagisting. Þau eru hinsvegar jafn mismunandi og þau eru mörg og ýmist hægt að leigja þau í heild sinni eða leigja her- bergi með tiltekinni þjónustu. Cemma Carol, verkefnisstjóri hjá ferðamálaráði Katalóníu, hefur stýrt markaðsátaki á sveitasetrum sem nefnast einu nafni GITES DE CATALUNA. Hún segir að undir þennan hóp heyri 50 sveitasetur, sem hafi verið sérstaklega valin af ferðamálaráði og uppfylli því ákveðnar gæðakröfur. Þau eigi það sameiginlegt að vera staðsett í litlum bæjum eða þorpum þar sem um- hverfið sé fallegt, hönnunin vönduð í upprunalegum stíl og við setrin séu stórir garðar og oft sundlaug. Þá sé kappkostað að veita á hverjum stað persónulega þjónustu og upplýsingar um nálægar skoðunar- eða skemmti- ferðir. 20.000-25.000 krónur vikan Ekki spillir svo fyrir að verðið er yfirleitt í lægri kantinum, allt frá 40- 50.000 pesetum vikan sem eru um það bil 20.000-25.000 krónur. Þó er ekki hægt að gefa neitt meðalverð. Á hundasleða um Hellisheiði Hundornir spangóluðu eins og úlfar hver í kapp við annan og Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur fannst hún vera í rniðju ævintýri þegar hún ferðaðist ó hundasleðo um Hellisheiði. H | undamir era ákafir, þeir virðast skynja að nú fái þeir að spreyta sig. Það er níu ára stúlka með mér í för sem fer að klappa ferfætl- ingunum sem kunna auðsjáanlega að meta vinahótin. Andrúmsloftið er framandi þegar fátt heyrist annað en spangólið í hundunum og danskar skipanir eiga- ndans Denis Pedersens. Hann stjórn- ar hundunum með tóntegundinni, kallar á þá með nafni og hrósar í létt- um tón þegar vel gengur og vandar um við þá með annarri tóntegund. Denis er vanur hundasleðaferðum. Hann var í tólf ár í danska hernum og bjó þar af tvö ár á Grænlandi. Einnig þjónaði hann í lífvarðasveit Margrét- ar Danadrottningar um skeið. Á Grænlandi fór hann m.a. í 2.500 km ferð á hundasleða. „Við vorum tveir sem ferðuðumst saman á hunda- sleða með ellefu hunda. Þetta ferða- lag tók okkur fjóra mánuði. Við sváf- um í tjöldum og á hálfs mánaðar fresti komum við að kofa þar sem hægt var að fá birgðir af hundamat, mat fyrir okkur og olíu. Þetta var lengsta ferðin sem ég hef farið í á hundasleða en í fyrra fór ég í mánaðarferð með vini mínum og við fórum m.a. á Vatnajök- ui, í Jökulheima og við komum niður skammt hjá Egilsstöðum. Með 6 hunda til íslands Þegar Denis er spurður hvernig honum hafþupphaflega dottið í hug að koma til Islands með grænlenska hunda í þessum tilgangi segist hann hafa þurft að hafa eitthvað fyrir stafni þegar ljóst lá fyrir að hann myndi flytja til íslands með konunni sinni, Berglindi, sem er íslensk. „Berglind var líka viss um að Is- lendingar og erlendir ferðamenn kynnu að meta þessar ferðir. Eg kom með sex grænlenska hunda með mér og síðan hef ég verið að rækta þá og nú eru þeir orðnir þrjátíu,“ segir Dennis Það var fyrst í fyrra sem hann hóf að bjóða upp á hundasleðaferðir af al- Sveitrasetrið Mas Els Bot- ins sem er eitt af 50 sveita- gistihúsum sem ferða- málaráð Katalóníu mælir með. Ekki eru nema 3 ár síðan farið var að markaðssetja sérstaklega þessa tegund húsa og segir Cemma að í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi sé þetta þegar orð- ið mjög vinsælt. Fram að þessu hafi menn ekki verið með hugann við ísland, en vissulega sé það spennandi markaður. Fjölmörg önnur sveitasetur, oft í sambærilegum gæðaflokki, bjóða herbergi til leigu, þar sem persónuleg þjónusta er í fyrir- rúmi og oftar en ekki boðið upp á heimatilbúinn og hefðbundinn mat og vín viðkomandi svæðis. Klaustur og hallir Auk sveitasetranna er víða í fallegum sveitahéruðum Spánar, borgum og bæjum, að finna spænsku paradorana, sem eru oftast sögulegar byggingar eins og klaustur eða hallir sem hafa verið gerðar upp sem fjögurra- eða fimmstjarna gististaðir. Ríkir Ameríkanar hafa lengi verið með- al helstu viðskiptavina parador- anna, auk Spánverjanna sjálfra, og verðið því svipað og á hótel- um. Aðalsmerki paradora er fal- legt umhverfi, stórfenglegt út- sýni, gómsætur og hefðbundinn matur og persónuleg þjónusta. Þeir sem heimsækja Barcelona þurfa ekki að fara langt til að upplifa ekta, spænska sveita- menningu í bland við hin hröðu klukknaslög borgarinnar. Allt er þetta jú spurning um tíma og peninga. Ljósmynd/Robert Peöa Upplýsingar um sveitagistingu í Katalóníu: (GÍTES og fl): • Turisverd Pl. Sant Josep Oriol, 4 08002 Barcelona T: +34 93 412.69.84 Fax: +34 93 412.50.16 Netfang: info@turisverd.com • Upplýsingar um sveitagistingu f Girona (Costa Brava og fl. staöir) Turisme Rural Girona Balmes, 6,2n 17002 GIRONA S: +34 972 22.60.15 Veffang: http://www.cbrava.es/ rural/ • Upplýsingar um „Paradora" á Spáni Paradores De Turismo De Espana Requena, 3 28080 Madrid S: +34 91.516.66.66 Fax: +34 91.516.66.57 • Upplýsingar um ferða- og gisti- möguleika f Barcelona: Barcelona Tourist Information Centre Plaza de Cataluna 17, soterranis 08002 Barcelona S: +34 933.04.34.21 / 906.30.12.82 Fax: +34 933.04.31.55 Veffang: http://www.tourspa- in.es/ • Upplýsingar um ferða- og gisti- möguleika í Katalóníu: Generalitat of Catalonia Information Centre Pg. De Grácia, 107 08008 Barcelona S: +34 932 384 000 Veffang: http://www.gencat.es/ probert probert Uppáhaldsferð Arndísar Jónsdóttur var sigling á ánni Thames Sigling, saga og stemmn ing með barnanörnunum Á borðstofuborðinu hjá Arndísi Jdnsdóttur er gjarnan búið að breiða úr landabréfi. Þá er kom- inn ferðahugur í hana og Valdim- ar Jörgensson, eiginmann hennar, og fáar vikur þar til lagt verður í hann. Stundum er kortið frá íslandi, stundum erlendis frá. í fyrra var kortið á borðinu af ánni Thames í Englandi. Stefnt var á siglingu um ána á litlum fljótabáti. „Þrjú elstu barnabörnin okkar fdru með okkur,“ segir Arndís, sem er 7 barna amma og býr í Grafarvogi í Reykjavík. „Við boð- uðum þau á fund í fyrravor, fórum með þau inn í herbergi og sögðum þeim að við þyrftum að fá þau til að hjálpa okkur við mikilvægt verkefni þegar þau væru búin í prófunum." Ætla þau kannski að mála Barnabörnin, Ásgeir og Arndís Halldórsbörn og Viktor Jörgens- son, voru heldur betur til í að hjálpa til, enda vön því að taka til hendinni með afa sínum og ömmu. Kannski amma og afi ætli að mála í sumar, sögðust þau hafa hugsað, áður en hulunni var svipt af leynd- armálinu. Það kom þeim því alveg í opna skjöldu hversu viðamikið verkefnið reyndist vera: 10 daga ferðalag í útlöndum. Langamma þeirra, sem lést á Þorláksmessu árið áður, hafði látið eftir sig svo- lítinn sjóð og hann höfðu Arndís og Valdimar ákveðið að nota í þágu barnabarnanna. Arndís og Valdimar skipuleggja ferðalög sín gjarnan sjálf. „Við er- um vön að taka eintak af ferða- bæklingum sem verða á vegi okk- ar,“ segir Arndís. Þegar heim er komið er bæklingunum fundinn vís staður og þeir síðan dregnir fram þegar næsta ferðalag nálg- ast. Meðal bæklinga sem hjónin höfðu viðað að sér var einmitt einn frá breska fyrirtækinu Blakes Holiday Boating. Þau höfðu sam- band þangað, fengu nýjar og betri upplýsingar og myndabæklinga og ákváðu síðan að leigja sér fimm manna bát í lok maí. „Við gátum líka pantað kort og ferðabækur; þá borgar maður eitthvað smáveg- is í viðbót," segir Arndís. Heilabrot við Windsor í Iok maí flugu ferðalangarnir fimm af stað til London þar sem þau lentu á Heathrow-flugvelli. „Við völdum staðinn þar sem við tókum við bátnum þannig að við kæmumst þangað með leigubíl frá flugvellinum. Okkur þótti það þægilegra þar sem barnabörnin voru með.“ Báturinn og starfsmaður ferða- skrifstofunnar biðu í Wargrave, litlu þorpi í útjaðri London. Starfsmaðurinn sigldi með þeim einn hring á ánni til að kenna þeim á bátinn og kvaddi síðan. í bátnum var káeta með þremur rúmum, sa- lerni með sturtuaðstöðu, eldunar- aðstaða og ísskápur og borðstofa þar sem tveir gátu sofið. Hægt var að draga þakið yfir borðstofunni og stýrishúsinu niður. „Við byrjuðum á því að leita að verslun til að kaupa í matinn. En þorpið er svo lítið að við fundum ekki annað en lítið kaupfélag með litlu vöruúrvali. Við keyptum mjólk og morgunkorn og fátt ann- að,“ segir Arndís, sem greinilega þótti rýrt vöruúrval ekki spilla ferðagleðinni heldur auka á sjar- mann, ef eitthvað var. Síðan var lagt í hann og stefnan tekin á Windsor. Þar er Windsor- kastali, eitt af heimilum Elísabet- ar drottningar, og um hann hafði unga fólkið lesið sér töluvert til, áður en ferðin hófst. „Skyldu Vil- hjálmur og Harry mega spila fót- bolta á grasinu?“ veltu krakkarnir fyrir sér undrandi á öllum herleg- heitunum. Kastalinn og líf þeirra sem þar bjuggu varð sannarlega tilefni heilabrota og fjörugra um- ræðna, rétt eins og flest annað sem á dagana dreif. Aldrei vefja kaðlinum um handlegginn Fjöldinn allur af skipastigum er á ánni. Strax við fyrsta stigann sem varð á leið þeirra, kom til þeirra maður sem kenndi unga Stuttbuxnaveður var alla dagana meðan á ferðalaginu stóð. Amdís yngri er lengst til vinstri, síðan Viktor, Ásgeir, Arndís eldri og Valdimar. • Blakes Floliday Boating Wroxham Norwich NR12 8DH sími: 0044 (0)1603 739300 bréfasími: 0044 (0) 1603 782871 netfang: boats@blak- es.co.uk veffang: http://www.blak- es.co.uk • Big BUS Company. Kynnisferðir um London, svokallaðar hop-on hop-off ferðir, þ.e.a.s. maður getur farið úr rútunni þegar maður vill og komið um borð aftur síðar. Hægt að velja um nokkrar leiðir. Ágætt að kaupa miða sem gildir f sól- arhring, hefja ferð upp úr há- degi og halda svo áfram daginn eftir. Miðarnir eru seldir á upplýsingamiðstöðv- um fyrir ferðamenn. fólkinu réttu handtökin, „m.a. að þau mættu aldrei vefja kaðlinum um handlegginn á sér,“ segir Arn- dís. Frændsystkinin skiptust á, tvö og tvö í einu, að sjá um kaðalinn og strekkja á honum eða slaka eft- ir atvikum, á meðan yfirborð vatnsins í þrepunum hækkaði eða lækkaði. Á meðan var afi þeirra með skipstjórahúfuna og amma gjarnan með myndavélina á lofti. Arndís segir að töfrar ferða- lagsins hafi ekki síst falist f fjöl- breytninni; þau gátu gert stans á litlum stöðum eða í borgum allt eftir því hvað þau langaði hverju sinni. Meðfram ánni var grænt og grösugt landslag, kyrrð og ró, en yfirleitt stutt að fara, ef þau þurftu að sækja þjónustu. Einu sinni sigldu þau fram á nýjan frí- stundagarð (e. Leisure Center), þar sem þau undu sér lengi dags í vatnaparadís með rennibrautum, gosbrunnum og sundlaugum. Þau fylgdust líka með í sjónvarpinu þegar Manchester United varð Evrópumeistari f fótbolta og settu sig inn í stemmninguna sem því fylgdi. „En það var ánægulegt að sjá hvað krökkum þykir gaman að menningu og sögu. Það þarf ekki alltaf að mata þau á afþreyingu og fjöri. Þau undu sér líka vel um borð í bátnum og slöppuðu af og spjölluðu saman á meðan við sigld- um á milli staða.“ Bátsferðinni lauk á sjöunda degi. Þá var haldið til Lundúna þar sem þau höfðu tekið hótelíbúð á leigu. Þar fóru þau í marga könnunarleiðangra m.a. að Kens- ingtonhöll, í dýragarð, þinghúsið, rútuferð um borgina og út að borða í miðborginni á föstudags- kvöldi. „Og við fórum að minnisvarðan- um um Viktoríu drottningu, því langamma krakkanna, sem arf- leiddi okkur að ferðafénu, hét Viktoría." Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaieigubílar fyrir íslendinga. Vikugjald 3ja vikna gjald OpelCorsa dkr. 1.795 dkr. 4.295 OpelAstra dkr. 1.995 dkr. 4.945 Opel Astra station dkr. 2.195 dkr. 5.530 Ford Mondeo dkr. 2.495 dkr. 5.995 . ' * < . ^ ''' ** -ÆLL*■ a 'Í -*■$&» . ^ ,f... „ - S V., 4,^,v>- Það voru níu hundar sem drógu sleðann og eigandinn, Denis Pedersen, segir að yfirleitt séu hundarnir á bilinu 9-11 sem dragi hvern sleða. Morgunblaðið/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Hundarnir þurfa mikla hreyfingu og geta dregið allt að 50 kíló hver. Hundarnir kunnu vel að meta kjass og klapp þessarar níu ára stúlku sem var með í hundasleðaferðinni á Hellisheiði. vöru. „Ég hef verið í samstarfi við vélsleðaleiguna Geysi og við byrjuð- um á að bjóða ferðir á Mýrdalsjökul. Þá bjó ég á jöklinum og tók á móti fólki þegar það kom upp á jökulinn á vélsleðum. Við fórum þaðan í sleða- ferð sem tekur hálftíma til klukku- tíma.“ Dennis ákvað að vera með ferðir frá Hellisheiði í vetur og hann býður upp á stuttar ferðir fyrir fjölskyldu- fólk og aðra áhugasama. „Ég er með aðsetur rétt fyrir ofan Skíðaskálann og hef opið frá miðvikudögum og fram til sunnudags ef veður leyfir þ.e. ef það er nægur snjór. Við erum frá hálftíma og upp í klukkustund og getum tekið fjöguraa • Denis er með heimasíöu þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um sleðaferöirnar. Veffangið er www.dogsled- ge.is. Fyrirtækió heitir DogSt- eam Tours og síminn er 863- 8864 eða 4875412. manna fjölskyldu á einn sleða en við erum með tvo sleða alla jafna. 14 daga ferðir f ramundan En hvað um lengri ferðir? „Já, það er ýmislegt framundan. Við erum að bjóða allt frá klukku- stundar ferðum og upp í nokkurra daga ferðir og allt upp í hálfan mánuð ferðir fyrir áhugasama. Þá gistum við í tjöldum og skálum og förum t.d. um miðhálendið eða á Vatnajökul." En meiða hundarnir sig ekkert? „Nei, ekki ef passað er að leggja ekki of mikið á þá og þá hafa þeir gaman af þessu. Grænlensku hund- arnir eru alltaf úti og þeir eru orku- miklir og þurfa mikla hreyfingu. Hver hundur getur dregið allt að 50 kíló og því geta 9-13 hundar dregið sleða með fjórum fullorðnum eða eftir þyngd farþega og færðinni." Hvað kostar svo fyrir fjölskyldu að fara í hundasleðaferð á Hellisheiði? „Gjaldið fyrir stuttu ferðirnar eru 4.900 krónur fyrir fullorðna og 3.000 krónur fyrir börn." Fáið nánari verðtilboð Til afgreiðslu m.a. á Kastrup- og Billund-flugvelli. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, tryggingar (allt nema bensín). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur Sumarhús og íbúðir Fáið sendan nýjasta verðlistann. Útvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu í orlofs- hverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi, s.s. Lalandia, Dansk folkeferie og Danske Feriecentre. Margar stærðir íbúða. Húsbílar Fáið nánari upplýsingar hjá umboðsmanni okkar. Heimasíða Á heimasíðu má velja sumar- hús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Skoðið: www.fylkir.is International Car Rental ApS. Fylkir Ágústsson, sími 456 3745 Netfang: fylkirag@snerpa.is Heimasíða: www.fylkir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.