Morgunblaðið - 06.02.2000, Side 4
4 C SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALOG
BESTU OG VERSTU
BORGIR HEIMS
Fjórar borgir- Vancouver, Zurich, Vín
og Bern - hafa upp á að bjóöa mestu
lífsgæöi af öllum borgum heimsins
samkvæmt niðurstöðum úr athugun
sem birtar voru í London fyrir
skömmu. Aðrar borgir sem eru með-
al tíu efstu eru Sydney, Genf, Auck-
land, Kaupmannahöfn, Helsinki og
Amsterdam. Athugunin náði til 218
borga ogtekiö vartillittil 39 þátta
sem hafa áhrif á lífsgæði, svo sem
umhverfisþætti, pólitík, efnahags-
mál, öryggi íbúa, heilbrigðismál,
menntun, samgöngur ogfleira.
New York borg í Bandaríkjunum var
notuð til viðmiðunar og var henni gef-
in einkunnin 100. Borgirnarfjórar
sem deildu efsta sætinu fengu 106 í
einkunn en hins vegarfengu borgim-
ar sem voru í fjórum neðstu sætun-
um einkunn á bilinu 23-33. Lökustu
k einkunnina fékk Brazzaville í Kongó
en Bagdad var í þriðja neðsta sæti
ogtekið varfram að glæpatíðni,
samgöngumál og menntamál væru
þeir þættir sem gerðu gæfumuninn.
GRIKKLAND
NÝRSUMAR-
DVALARSTAÐUR
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býðurí
ár nýjan sólarstað á eyjunni Krít f
Miðjarðarhafi í beinu leiguflugi.
Boðið verður
upp ágistingu á
hótelum ogí
íbúðum ítveimur
sólarstrandar-
bæjum á Krít, í
Chania, sem er
önnur stærsta
borgin á Krít og
fyrrverandi höf-
uðstaðureyjar-
innar, með
52.000 íbúa.
Hinn bærinn er
Rethymnon,
sem er miðja vegu milli Chania og
Heraklion, höfuðborgar Krítar.
Feröirnar verða í boði frá 17. apríl til
11. september.
Einnig verður hægt að kaupa ein-
göngu flugfarið en það mun kosta
39.900 kr. og verður í boöi frá og
með 22. maí og út september.
BELGÍA OG HOLLAND
EVRÓPUKEPPNIN
í KNATTSPYRNU
Ervrópukeppnin í knattspyrnu veröur
haldin í Belgíu og Hollandi næsta
sumar. Ferðamálafrömuöirí löndun-
um vonast eftir því að mótið verði til
þess að laða að feröamenn og fá þá
til að heimsækja staði sem ekki
hafa reynst aðdráttarafl fyrirferða-
fólktil þessa. Opnunarleikurinn verð-
ur f Brussel hinn 10. júní og þar verð-
ur einnig leikinn einn af
undanúrslitaleikjunum. Úrslitaleikur-
inn verður leikinn í Rotterdam í Holl-
andi, 2.júlíen aðrirleikirverða leikn-
iríbelgísku
borgunum
Charleroi og
Liege og hol-
lensku bæjun-
um Eindhoven
og Arnhem.
Búist ervið
600.000 fót-
boltaáhuga-
mönnumtil
landannaítil-
efni mótsins og
vonast Belgar
og Hollendingar
eftirað hluti
þeirra eigi eftir
að heimsækja löndin aftur í komandi
framtíð.
í tilefni knattspymuveislunnar er
jafnframt fyrirhugað að bjóða upp á
fjölda uppákoma og skemmtiatriða,
feróamönnum og fótboltaáhuga-
mönnum til frekari dægrastyttingar.
Royal Clipper verður stærsta segl-
skipí heimi.
FRAKKLAND
STÆRSTA SEGLSKIP
HEIMS
Verið er að leggja lokahönd á smíði
stærsta seglskips í heimi, Royal
Clipper, sem notað verðurtil
skemmtisiglinga á Miðjarðarhafinu í
sumar og er gert út frá Cannes. Segl-
in verða reist í febrúar og upp úr þvf
mun skipiö sigla á milli ýmissa hafna
í Evrópu áður en því verður beint til
Cannes.
Næsta vetur mun skipiö sigla um Ka-
ríbahafiö og eiga heimahöfn í Barba-
dos. Seglskipið er endurgerö fyrsta
fimm mastra seglskips veraldar,
Preussen, sem ríkti yfir heimshöfun-
um á árunum 1902-1010. Kostnað-
urinn við smíöi Royal Clipper nam 55
milljónum dala, eða um 4 milljörðum
íslenskra króna. Skipið mun geta
borið 228 farþega og eru káeturnar
96 talsins. Þar af eru fjórtán svítur
ogtværlúxussvfturen kostnaðurinn
við smfði lúxussvítanna var 36 mil-
Ijónir króna hvor.
BANDARÍKIN
LESTARFERÐIR
RAIL America Tours bjóða skipulagð-
ar lestarferöir um áhugaverða staði
víðs vegar um Bandaríkin undir hand-
leiöslu leiðsögumanna. I boði ertólf
daga ferð sem nefnd hefur verið
„Miklugljúfur Norður-Ameríku“ og er
þá fariö frá Chicago til Albuquerque.
„Landshorna á milli“ erfjórtán daga
ferð þvert yfir Bandaríkin, og sex
daga „Cajun“-ferö frá New Orleans til
Baton Rouge.
Rail Travel Center býður einnig fjölda
lestarferða og má finna nánari upp-
lýsingar um þær á slóðinni www.railt-
vl.com. American Orient Express er
sömuleiðis með ýmsarferðir á boð-
stólum og er slóóin www.tra-
velpower.com/aoe
í þó gömlu, góðu daqa...
Aukið frelsi flugfarþega
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
flugfargjaldafrumskóginn.
A undanförnum árum hefur
reglum og skilyrðum fækkað, farþeg-
um til hagsbóta. Oft sér maður ekki
spaugilegu hliðina á hlutunum fyrr
en eftir á. Inger Anna Aikman brosti
þegar hún rakst á brandara þar sem
þeirri spurningu var varpaö fram
hvaða skilyrði flugfélög myndu setja
ef ætlunin væri að kaupa málningu
hjá þeim.
Málningarkaup ■
málningarvöruverslun
Viðskiptavinur: Góðan daginn.
Hvað kostar málningin
hjá þér?
Afgreiðsíumaður: Við
erum með tvo flokka af
plastmálningu. á 820
krónur og 1.050 krónur.
Viðskiptavinur: Ég ætla
að fá fimm lítra af þessari
venjulegu.
Afgreiösiumaður. . Það
gera 4.100 krónur.
Málningarkaup
hjá flugféiagi
Viðskiptavinur. Hvað
kostar málningin hjá þér?
Afgreiðslumaður: Það
fer eftir ýmsu. Það eru
ótal atriði sem hafa áhrif á verðið.
Viðskiptavinur: Heldurðu að þú
getirgefiö mér meðalverð?
Afgreiðslumaður: Það er nú snúið.
Lægsta verðið er 700 krónur á lítra
en svo erum við með 150 mismun-
andi verð alveg upp 114.000 krónur
á lítra.
Viðskiptavinur. Og hver er munur-
inn á þessum málningartegundum?
Afgreiðsiumaður: Það er enginn
munur. Þetta er allt sama málningin.
Viðskiptavinur. Ég ætla að fá fimm
lítra af 700 króna málningunni.
Afgreiðslumaður. Ja, fyrst verð ég
að spyrja þig nokkurra spuminga.
Hvenær ætlarðu aö nota þessa
málningu, til dæmis?
Viðskiptavinur: Eh, ég á frí á morg-
un og ætli ég drífi ekki í að mála þá.
Afgreiðslumaöur. Ja, því miður er
málningin fyrir morgundaginn á
14.000 krónur lítrinn.
Viðskiptavinur. Hvenær yrði ég að
mála til að fá 700 króna málningu?
Afgreiðslumaður Eftir þijár vikur.
Og þú yrðir að lofa því að þú myndir
byrja að mála á föstudegi.
Viðskiptavinur: Þú ert að grínast!
Afgreiðslumaður: Því miður, við
grínumst ekki hér. Svo yrði ég að at-
huga hvort ég á einhverja 700 króna
málningu áður en ég get selt þér
hana.
Viðskiptavinur: Hvað meinaröu?
Þú ert með næga málningu.
Afgreiðslumaður:Jé,iá, en þótt þú
sjáir hana - þá þýðir það ekki endi-
lega að hún sé til. Við seljum bara
ákveðinn lítrafjölda á ákveðnu verði
um hverja helgi. Og núna var verðiö
að hækka í 920 krónur á Iftrann.
Viðskiptavinur Hækk-
aöi verðið meðan töluö-
um saman?
Afgreiöslumaður: Já,
við breytum verði og
reglum oft á dag og þar
sem þú ert ekki kominn
með málninguna f hendur
ákváðum við að breyta
reglunum og hækka verð-
ið í leiðinni. Svo ef þú vilt
ekki lenda í þessu aftur
þá myndi ég flýta mér að
kaupa þá málningu sem
þarf. Hvað þarftu marga
lítra?
Viðskiptavinur: Ég er
ekki alveg viss. Senni-
lega fimm lítra. Ætli ég kaupi ekki
sex lítra bara svona til að vera viss.
Afgreiöslumaður: Neeeeiii, þú
mátt það ekki. Sko, ef þú kaupir
málninguna en notar hana ekki þá er
hægt að sekta þig og jafnvel gera
upptæka þá málningu sem þú hefur
ekki notað.
Viðskiptavinur. En hvað varðar
5rkkur um hvort ég nota málninguna?
Ég er búinn að borga ykkur fyrir hana!
Afgreiðslumaður: Það þjónar eng-
um tilgangi að æsa sig.
Viöskiptavinur: Þetta er bilun! Ég
geri ráð fyrir að það myndi eitthvað
hræðilegt gerast ef það kæmu
óvænt gestir og ég gæti ekki málað
Afgreiðslumaður: Já, ég er hrædd-
urum það.
Viðskiptavinur: Fyrirgefðu, nú er
mér nóg boöið. Ég fer annaö og
kaupi mína málningu.
Afgreiðsiumaður: Það þýðir ekk-
ert. Við erum nefnilega allir með
sömu reglurnar.
Kynntu þér nýja og spennandi möguleika í utanlandsferðum um miðjan feb.
7ERRA NOVA áður Ferðamiðstöð Austurlands varstofnað 1978 og erí dag ein afstærri ferðaskgfstofum landsins. Fyrirtækið
er ísamvinnu við öfluga aðila í Evrópu sem eru flugfélögin LTU í Þýskalandi, Corsair í Frakklandi og ferðaþjónustufyrirtækið Nouvelles
Frontieres í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. NÝR STOR BÆKUNGUR UM MHUAN FEB.
Stangarhyl 3A -110 Reykjavík
Sími: 587 1919 & 567 8545
Fax: 587003& www.terranova.is