Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 1

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 1
+- B L A Ð A L L R A LANDSMANNA l i Atta íslenskir þjálfarar hjá Arsenal 2000 m FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR BLAÐ ÁTTA íslenskir þjálfarar eru staddir hjá enska úr- valsdeildarfélaginu Arsenal til þess að kynna sér stai-f þess. Lúkas Kostic, sem er einn af þeim átta sem eru staddir hjá Arsenal og fararstjúri ferðar- innar, sagði að hópnum, sem hyggst dvelja í Lund- únum fram á sunnudag, hefði verið tekið einstak- lega vel og haim hefði meðal annars fengið að fylgjast með leikjum varaliðsins og æfingum hjá unglingaliði fólagsins. Aðspurður um ástæður þess að hópurinn hélt til Arsenal sagði Lúkas að hópurinn, sem hefði tekið e-stig, eða lokaáfanga, í þjálfun í Þýskalandi síð- astliðinn desember, hefði ákveðið að hittast og fara ferð saman. Lúkas sendi bréf til Arsene Wenger, knattspymustjóra Arsenal, um hvort hópurinn mætti koma og kynna sér starfið hjá fél- aginu og það reyndist auðsótt, að sögn Lúkasar. „Því miður gekk ekki að fá allan hópinn með en við vorum átta sem ákváðum að fara. Við höfum fengið góðar viðtöku hjá félaginu og eiimig var gaman að hitta Boro Primorac, sem er aðstoðai-- maður hjá Wenger, en Primorac lék á móti mér í nnnum fyrsta leik sem atvinnumaður fyrir 20 ár- um í Króatíu." Þjálfaramir sem em hjá Arsenal era auk Lúk- asar Kostic, Jónas Baldursson, Freyr Sverrisson, Ásgeir Eh'asson, Úlfar Hinriksson, Þorlákur Áma- son, Ólafur Jósepsson og Jóhann Gunnarsson. Stjörnumenn höfðu ástæðu til að fagna í Víkinni í gærkvöldi. Þar tryggðu sér rétt til að leika til úr- slita í bikarkeppni HSÍ eftir eiiefu ára bið - unnu Vfkinga 24:22. Stjarnan mætir Fram, sem lagði HK 29:20, í bikarúrslitum laugardaginn 19. febrúar. Hér á myndinni fagna þeir Einar Einarsson þjálfari, sem var bikarmeistari með Stjörnunni 1989, Ingvar Ragnarsson og Arnar Pétursson. Átta félög skuld- laus við HSÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heims- met Trinu ekki gilt ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, viðurkennir ekki heimsmetið sem Trine Hattestad frá Noregi setti í spjótkasti kvenna á síðasta ári. Tri- ne kastaði þá 68,19 metra á móti í Bergen. Lyfjapróf var ekki tekið af henni samdægurs heldur daginn eft- ir. Norska íþróttasambandið leggur blessun sína yfir slíka framkvæmd en samkvæmt reglum IAAF er ekki heimilt að standa þannig að málum. Það er því Mirela Manjani-Tzelili frá Grikklandi sem er handhafi heimsmetsins eins og er en hún kast- aði 67,09 metra á heimsmeistaramót- inu í Sevilla í fyrra. Norska frjáls- íþróttasambandið hefur óskað eftir því að IAAF endurskoði afstöðu sína. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Handknattleikssam- bands íslands, HSÍ, voru átta félög í 1. deild karla skuldlaus við HSI í gær og níunda félagið búið að semja um greiðslu skuldar sinnar. Hins vegar fengust ekki upplýsingar um hvaða félög væru skuldlaus og hver ættu enn eftir að ganga frá sínum málum og hversu mikið þau skuld- uðu. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur blaðið heimildir fyrir því að Fram, KA og UMFA hafi hreint borð. Auk þess höfðu for- svarsmenn FH, HK og ÍBV sam- band við Morgunblaðið í gær og sögðu þeir allir að félög sín skulduðu HSÍ ekki neitt, þvert á móti ættu þau inni ef eitthvað væri og m.a. segjast Eyjamenn eiga inni 250.000 krónur hjá HSÍ samkvæmt yfirliti sem þeir fengu fyrir þremur vikum. Ekki fékkst heldur staðfest hjá HSÍ gær hvort rétt væri að þessi sex félög væru skuldlaus og vildi fjármálastjóri HSÍ, Rósa Hjartar- dóttir, hvorki játa því né neita að svo væri. Síðar í gær sagði starfsmaður HSÍ, Einar Þorvarðarson, að átta félög væru nú skuldlaus og eitt hefði auk þess samið um greiðslu skuldar fyrir lokun skrifstofunnar. Hann vildi ekki gefa upp hvaða félög skulduðu og hver ekki. Þá fékkst heldur ekki uppgefið hversu háa upphæð væri um að ræða sem HSÍ ætti enn útistandandi hjá félögum í 1. deild karla. Einhver félög í 2. deild karla standa einnig í skuld við HSI eftir heimildum Morgunblaðsins og þá er einnig eitthvað um að félög sem ekki taka þátt í íslandsmótinu á þessu keppnistímabili skuldi þátttöku- og dómaragjöld vegna fyrri ára. Eru jafnvel í þeim hópi félög sem eru hætt keppni. Ríkharður í aðgerð á hné RÍKHARÐUR Daðason, lands- liðsmiðherji í knattspymu og leikmaður með Viking Stavanger í Noregi, fer í aðgerð á hné á mánu- daginn kemur. Hann reiknar með því að verða kominn á fulla ferð á ný áður en norska deildakeppnin hefst hinn 9. apríl. „Ég fór í aðgerð á vinstra hné í fyrra þar sem einn þriðji hluti liðþóf- ans var skafinn burt. Það sem eftir var af honum var farið að pirra mig talsvert, hnéð var farið að læsast af og til og við minni átök en áður. Eftir að hafa ráðfært mig við lækni og þjálfarann okkar ákvað ég að fara strax í aðgerðina til að vera kominn í góða æfingu á ný þegar deildakeppn- in byrjar,“ sagði Ríkharður við Morgunblaðið í gær. Aðgerðin, svokölluð speglun, verð- ur framkvæmd á einkastofu í Ósló og fimm dögum síðar, laugardaginn 19. febrúar, fer Ríkharður með Viking í æfingabúðir á La Manga á Spáni. „Við verðum þar í tvær vikur og það er gott tækifæri fyrir mig til að byrja að hlaupa á grasi og koma mér smám saman í gang á ný,“ sagði Rík- harður. Hamburger SV í Þýskalandi hætti við að kaupa Ríkharð í vetur vegna gamalla hnjámeiðsla en hann segir að það hafi ekkert með þetta að gera. „Það voru brjóskskemmdir sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár. Núna vita menn loksins nákvæmlega við hvað er að eiga og ég ætti að gera losnað við þessi óþægindi í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ríkharður Daðason. VALA FLOSADOTTIR FJORÐAISRANGARSTOKKII FRAKKLANDI/B3 H-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.