Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ FÖSTUDAGUR11. FEBRÚAR BLAÐ John Bames vikið frá Celtic JOHN Bames, fyrrverandi leikmaður Liver- pool, var í gær sagt upp starfi knattspymu- stjóra hjáskoska liðinu Celtic. Um Ieið var Terry McDermott, aðstoðarmanni Bames og Eric Black, þjálfara sagt að taka poka sinn. Ástæða uppsagnanna er tap liðsins fyrir 1. deildarliðinu Invemess Caleonian Thistle, 1:3, í 3. umferð bikarkeppninnar á miðvikudagskvöld. Þetta tap er talið eitt það versta í sögu félagins. Celtic, sem er í öðm sæti skosku úrvalsdeild- arinnar, tíu stigum á eftir Rangers, á ekki leng- ur möguleika á að vinna til verðlauna á þessu tímabili. Bames hafði verið átta mánuði í starfi hjá Celtic. Fyrmm félagi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, sem er yfirmaður knattspyrau- mála hjá Celtic og fékk Bames til félagsins, mun sljóma liðinu út tímabilið eða þangað til nýr knattspymustjóri verður ráðinn. Kipketer aðstoðar Anelka HEIMSMETHAFINN og heims- meistarinn í 800 metra hlaupi karla, Daninn Wilson Kipketer, hefur gefið Nicloas Anelka knatt- spymumanni hjá Real Madrid nokkur hollráð um þjálfun og hvemig skuli haga þjálfun eftir meiðsli. Það var iþróttavömframleið- andinn PUMA sem kom Anelka í samband við Kipketer, en báðir íþróttamennirnir em með auglýs- ingasamning við PUMA. Kipketer segist hafa með glöðu geði sett saman æfingaáætlun fyrir Anelka ásamt þjálfara sínum. Slavomír Novak. Þar hafi verið komið inná flest það sem íþróttamaður í fremstu röð þarf að hafa í huga þegar hann hefur æfingar eftir að verða fyrir slæmum meiðslum, eins og Anelka varð fyrir í heims- meistarakeppni félagsliða í Brasil- íu á dögunum. „Kipketer veit hvað það er erf- itt að komast af stað á ný eftir erf- ið meiðsli eða veikindi og ég er honum þakklátur fyrir aðstoðina," segir Anelka. Kipketer veiktist al- varlega af malaríu fyrir rúmum tveimur ámm, en tókst með elju- semi og hörku að komast á topp- inn í sinni íþróttagrein. Reuters Nicolas Anelka, miðherji Real Madrid. John Achterburg, markvörður Tranmere, ver hér skalla frá Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður Smári læt- Morgunblaðið/Paul Heyes ur kné fylgja kviði EiÐI Smára Guðjohnsen er hælt á hvert reipi fyrir framgöngu sína með Bolton á leiktíðinni. Hann hélt uppteknum hætti í vikunni og skoraði eina mark Bolton gegn Port Vale, sem var sagt gull af marki, en hann hefur skorað 15 mörk á leiktíðinni, að því er kem- ur fram í Bolton Evening News. Iblaðinu segir að Eiður Smári, sem er kallaður ísmaðurinn, sé metinn á háa fjárhæð, tæplega 600 millljónir króna, en hann sé greinilega inetinn að verðleikum miðað við frammi- stöðu hans í þessum leik og síðustu leikjum liðsins, en Eiður hefur skor- að í þremur leikjum í röð. Sagi Bur- ton, vamarmaður Port Vale, kveðst hafa hrifist af leik Eiðs Smára og staðhæfir að hann sé besti sóknar- maður 1. deildar. „Ég hafði ekki séð mikið til hans áður en kom að þess- um leik, en það kemur mér ekki á óvart að hann hafi skorað 15 mörk á leiktíðinni. Hann hefur hæfileika, rétt viðhorf, er sterkur og þolinmóð- ur.“ Sam Allardyce, knattspymustjóri Bolton, lét Eið Smára á bekkinn í leik liðsins gegn Cambridge í bikar- keppninni fyrir skömmu. Eiður kom inn á í leiknum og skoraði eitt mark. Aðspurður um ástæður þess að Eið- ur fékk ekki að hefja leikinn sagði Allardyce að leikmaðurinn væri þrátt fyrii- hæfileika ungur að áram og aðeins að leika sitt fyrsta heila keppnistímabil. „Strákurinn er að- eins 21 árs og fólk er fljótt að gleyma að hann lék ekki um skeið vegna meiðsla. Hann hefur nú þegar náð að leika 36 af 38 leikjum liðsins og á þessum tíma hefur honum farið stöð- ugt fram. Eiður hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum en mig lang- ar að sjá hann gera betur og skora tvö mörk í einum leik.“ Bolton, sem er í áttunda sæti, mætir Birmingham, sem er í sjöunda sæti, um helgina en sigur kæmi Bol- ton nær þeim sex liðum sem eiga tök á að berjast um sæti í úrvalsdeild. Lillestrom í S-Afríku LILLESTR0M, sem fjórir ís- lenskir knattspymumenn leika með, vann Válerenga 2:0 í æfingaleik í Suður- Afríku. Lillestram, sem und- irbýr sig fyrir keppni í úr- valsdeildinni í Noregi, sem hefst í apríl, fer til La Manga þar sem liðið æfir í nokkra daga. Með Lillestram leika Rún- ar Kristinsson, Indriði Sig- urðsson, Grétar Hjartarson og Ármann Smári Bjömsson. Heiðar Helgnson Iék með lið- inu á síðasta tímabili en hann er genginn til liðs við Wat- ford í Engiandi. Laudrup gefur ekki kost á sér BO Johansson, landsliðsþjálfari Dana, óskaði eftir því við Brian Laudrup að hann myndi gefa kost á sér i landsliðið í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Laudrup afþakkaði gott boð og sagði að fyrri ákvörðun hans um að hætta með landsliðinu stæði enn. Lau- dmp lék 82 landsleiki fyrir Dan- mörku og skoraði í þeim 21 mark. Hann ákvað að hætta að leika með landsliðinu eftir HM í Frakklandi 1998, en þar féllu Danir út í átta- liða úrslitum eftir tap gegn Brasil- íu. Hann leikur nú með Ajax. GEORGE HAGI LOFAR SIGURGÖNGU HJÁ RÚMENUM/B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.