Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Fj. leikja U T Stig Stig NJARÐViK 16 13 3 1452:1234 26 GRiNDAVÍK 17 13 4 1484:1307 26 HAUKAR 17 12 5 1416:1287 24 TINDAST. 17 12 5 1431:1307 24 KR 16 11 5 1287:1173 22 KEFLAVlk 17 8 9 1563:1393 16 HAMAR 17 8 9 1327:1391 16 KFl 16 6 10 1279:1341 12 SKALLAGR. 17 6 11 1416:1523 12 SNÆFELL 17 5 12 1239:1367 10 ÞÓRAk. 17 5 12 1356:1563 10 ÍA 16 1 15 996:1360 2 KÖRFUKNATTLEIKUR Hamar - Kef lavík 87:88 Hveragerði, Islandsmótíð í körfuknattleik - úrvalsdeild, 17. umferð, fimmtudaginn 10. febrúar 2000. Gangur leiksins: 4:7, 15:14, 22:16, 30:31, 40:37, 50:46, 55:48, 59:53, 68:53, 70:57, 73:65, 71:69, 79:73, 80:79, 80:81, 80:84, 87:88. Stig Hamars: Brandon Titus 33, Pétur Ingvarsson 15, Óiafur Guðmundsson 11, Skarphéðinn Ingason 10, Óli Bardal 9, Óm- ar Sigmarss. 5, Hjalti Pálsson 4. Fráköst: 18 í vörn - 8 í sókn. Stig Keflavíkur: Jason Smith 28, Gunnar Einarsson 19, Hjörtur Harðarson 12, Guð- jón Skúlason 8, Elentínus Margeirsson 8, Halldór Karlsson 7, Fannar Olafsson 2, Magnús Gunnarsson 2, Kristján Guðlaugs- son 1. Fráköst: 19 í vörn -17 í sókn. Villur: Hamar 22 - Keflavík 16. Dömarar: Jón Bender og Eggert Aðal- steinsson, skiluðu sínum leik vel. Áhorfendur: 450. KR-Þór 79:71 íþróttahús KR: Gangur lciksins: 2:0, 7:2, 7:9, 9:13, 13:18, 19:22, 25:26, 33:36, 40:38, 43:40, 46:49, 50:57, 52:60, 59:60, 62:62, 66:67, 72:67, 74:71,79:71. Stig KR: Keith Vassell 26, Jesper Sörensen 14, Ólafur Jón Ormsson 14, Steinar Kaldal 9, Jakob Öm Sigurðarson 5, Amar Snær Kárason 4, Guðmundur Magnússon 3, Ólaf- ur Már Egilsson 3, Hjalti Kristinsson 1. Fráköst: 15 í sókn - 20 í vöm. Stig Þórs: Maurice Spillers 28, Sigurður Sigurðsson 11, Konráð Óskarsson 9, Davíð J. Guðiaugsson 9, Magnús Heigason 8, Hafsteinn Lúðvíksson 6. Fráköst: 4 í sókn - 23 í vöm. Vilhir: KR 18-Þór29. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson vora í heildina góðir. Áhorfendur: Um 160. UMFT - Skallagrímur 81:60 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 8:0,12:2,24:2, 28:8,32:16, 35:22, 41:27, 45:33, 53:43, 58:51, 65:55, 71:59,75:59,81:60. Stig UMFT: Shawn Myers 23, Kristinn Friðriksson 20, Svavar Birgisson 16, Frið- rik Hreinsson 7, ísak Einarsson 6, Suna Hendriksen 4, Valur Ingimundarson 3, Flemming Stie 2. Fráköst: 29 í vöm - 9 í sókn. Stig Skallagríms: Torrey John 18, Hlynur Bæringsson 15, Enrique Charez 12, Birgir Mikaelsson 9, Ari Gunnarsson 5, Sigmar Egiissonl. Fráköst: 11 í vöm - 7 í sókn’. Villur: Tindastóll 14 - UMFS16. Dómarar: Kristján Möller og Sigmundur Már Herbertsson. Áhorfendur: 340. Haukar - Grindavfk 71:60 Iþróttahúsið Strandgötu: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 13:2, 18:4, 24:9, 24:15, 27:19, 34:21, 38:23, 40:23, 45:28, 45:36, 52:39, 57:44, 62:47, 62:58, 64:58, 66:60,71:60. Stig Hauka: Guðmundur Bragason 20, Sta- is Bosemann 17, Marel Guðlaugsson 15, Bragi Magnússon 12, Ingvar Guðjónsson 2, Jón Amar Ingvarsson 5. Fráköst: 17 í sókn - 21 í vöm. Stig Grindvíkinga: Brenton Birmingham 23, Pétur Guð- mundsson 10, Guðlaugur Eyjóifsson 9, Bergur Hinriksson 9, Unndór Sigurðsson 5, Dagur Þórisson 4. Fráköst: 8 í sókn -15 í vöm. Villur: Haukar 14 - Grindavík 21. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Hall- dór Eðvaldsson. Áhorfendur: Um 110. Snæfell - Njarðvfk 77:99 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 8:4, 20:16, 22:23, 27:29, 33:39, 37:45, 41:56, 46:61, 53:73, 62:82, 68:84,75:84,77:89. Stig Snæfells: Kim Lewis 28, Páimi F. Sig- urgeirsson 16, Jón Þór Eyþórsson 14, Adonis Pomonis 9, Baldur Þorleifsson 5, Rúnar F. Sævarsson 5. Fráköst: 20 í vöm -16 í sókn. Stig Njarðvíkinga: Hermann Hauksson 24, Teitur Örlygsson 19, Friðrik Ragnarsson 15, Keith Veney 11, Páli Kristinsson 10, Friðrik Stefánsson 5, Gunnar Örlygsson 3, Logi Gunnarsson 2, Ragnar Ragnarsson 2. Fráköst: 24 í vöm - 9 í sókn. Villur: Snæfell 16 - UMFN17. Dómarar: Leifur Garðarsson og Rúnar B. Gíslason, voru í góðum takti við leikinn. Áhorfendur: 175. 1. deild kvenna: ÍS-KR..........................42:68 NBA-deildin: Boston - Indiana 104:113 Philadelphia - New Jersey 92:90 Atlanta - Houston 116:100 Charlotte - Cleveland 103:95 Detroit - Toronto 115:108 ■ Eftir framlengingu. Miami - Golden State 115:100 Orlando - Washington 107:96 Milwaukee-NewYork 103:109 Dallas - Seattle 106:117 Denver - San Antonio 97:106 Utah - Chicago 113:86 Portland - LA Clippers 107:100 La Lakers - Minnesota 114:81 KNATTSPYRNA Afríkukeppnin Undanúrslit: S-Afrika - Nigería...............0:2 Kamerún - Túnis..................3:0 Frakkland Deildarbikar N ancy - Sochaux.................2:1 ■ Eftir framlengdan leik. Holland Eindhoven - Ajax.................4:0 Roda - Utrecht................. 3:2 Ítalía Bikarkeppni, undanúrslit: Lazio - Feneyjar.................5:0 SKÍÐI Heimsbikarinn Santa Caterína, ítatíu: Bmn kvenna: Isolde Kostner (Ítalíu) 1:25.85 Regina Haeusl (Þýskal.) 1:25.87 Corinne Rey-Bellet (Sviss) 1:25.90 Martina Ertl (Þýskl.) 1:26.02 Michaela Dorfmeister (Austurr.) 1:26.05 Renate Goetsch (Austurr.) 1:26.07 Warwara Zelenskaja (Rússi.) 1:26.08 Regine Cavagnoud (Frakkl.) 1:26.12 Kirsten Clark (Bandar.) 1:26.17 Brigitte Obermoser (Austurr.) 1:26.19 IKVOLP Handknattleikur 1. deild karla: Austurberg: ÍR - VOdngur..........20.30 Valsheimih: Valur - Fylkir........20.30 Vestmannaeyjar: ÍBV-UMFA.............20 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Breiðablik........20 Strandgata: ÍH-ÍRb...................20 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur - KA...........18.30 Körfuknattleikur Úrvalsdcildin: ísafjörður: KFÍ - ÍA.................20 1. deild karla: Borgames: Stafholtstungur - ÍR.......20 Hamakova keppir við Völu PA VLA Hamakova, stangarstökkvari frá Tékklandi, hefiir þeg- ið boð Frjálsíþróttadeildar ÍR um að koma á stórmót félagsins 5. mars og etja þar m.a. kappi við Völu Flosadóttir, íslands- og Norðurlandamethafa. Hamakova hefur tekið miklum framforum síðustu misseri og m.a. bætt sig um 8 sentímetra á yfirstandandi keppnistímabili, stökk hæst 4,43 metra í Wuppertal í Þýskalandi á dögunum. Vala hefur svifið hæst yfir 4,31 metra í vetur, en íslands- og Norðuriandamet hennar frá því í fyrra er 4,45 metrar. Vala og Hamakova er jafngamlar, fæddar 1978. Þær hafa einu sinni mæst á stökkbrautinni í vetur, þá stukku þær sömu hæð, 4,30 metra. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri þekktir stangarstökkv- arar bætist í hóp keppenda og efji kappi við Völu í Laugar- dalshöllinni 5. mars. Njarðvík á sigurbraut NJARÐVÍK hafði góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 91:77, í gærkvöldi. Þar með náði liðið efsta sæti úrvalsdeildarinnar þar sem Grindavík tapaði í heimsókn sinni í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur allan tímann. Hólmararnir voru mun frísk- ari en Njarðvíkingarnir til að byrja með og höfðu frumkvæðið fram í miðjan fyrri hálfieikinn. Þá herti UMFN tökin á leiknum og hafði 8 stiga forskot í hálfleik, 45:37. Iliði Snæfells munaði mest um það að Pálmi F. Sigurgeirsson fékk sína fjórðu villu eftir 12 mínútna leik og hvíldi það sem eftir var hálfleiks. Hrafnkelsson En hann hafði leikið skrífar mjög vel fram að þeim tíma.. í upphafí síðari hálfleiks var leikur Njarðvíkinga skínandi góður en á sama tíma var sóknarleikur Snæfells stirður. Munurinn varð mestur 20 stig á liðunum, upp úr miðjum hálf- leiknum. Eftir það var aldrei vafi um það hvar sigurinn lenti. En á þessum kafla fór Hennann Hauksson á kost- um í liði UMFN. Heimamönnum tókst þó að minnka muninn í 7 stig þegar 2 mínútur voru eftir en lengra komust þeir ekki. Það sem varð Snæfelli helst að falli í leiknum, var að liðið Iét UMFN teyma sig i hrað- an leik, en það hentar Njarðvíking- um afar vel að keyra upp hraðann. Þeir hafa breiddina til þess en Snæ- fell ekki. Fyrir þetta varð leikurinn góð skemmtun. I liði Snæfells lék Kim Lewis vel að vanda, sterkur á öllum sviðum körfuboltans, einn alskemmtilegasti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Þá átti Pálmi F. Sigurgeirsson mjög góðan leik, er liðinu mjög mikilvæg- ur baráttumaður, tók t.a.m. 10 frá- köst, þar af 5 í sókn. Hjá UMFN stóð Teitur Örlygsson upp úr í fyrri hálfleik, alltaf traustur leikmaður. I síðari hálfleik var Her- mann Hauksson sjóðandi heitur um tíma og skoraði 17 stig í hálfleiknum. Páll Kristinsson fór vel af stað í leiknum en dalaði þegar á leið. Fljótafgreitt hjá Tindastóli Tindastóll fagnaði 21 stigs sigri á Skallagrími á heimavelli í gær- kvöldi, lokatölur 81:60. Grunninn að ggggggggggf sigrinum lögðu heimamenn öðrum Bjömsson fremur með mJög skrifar góðum leika í fyrri hálfleik. Við góðri byrjun heimamanna áttu leikmenn Skallagríms engin svör og tókst ekki að ógna gestgjöfum sínum. Ahorfendur á Sauðárkróki hafa ekki áður orðið vitni að eins frábær- um upphafsmínútum í leik Tindast- ólsmanna og nú í leik þeirra gegn Skallagrímsmönnum frá Borgamesi. ísak Einarsson skoraði fallega körfu strax í annarri sókn, en síðan fór Kristinn Friðriksson á kostum og setti niður tvær þriggja stiga körfur í röð, og þegar staðan var 8:0 tóku gestimir leikhlé. En þrátt fyrir það gekk allt á afturfótunum hjá þeim meðan heimamenn léku á als oddi, fimasterk vöm undir forystu Shawn Myers, sem varði fimm skot í röð, stoppaði allar sóknir gestanna og þegar 8 mínútur voru eftir af hálf- leiknum var staðan 24:2 og þar af hafði Kristinn Friðriksson skorað 4 þriggja stiga körfur. I síðari hálfleiknum var Ijóst að Torrey John ætlaði að selja sig dýrar en í þeim fyrri, og nú lék hann vel fyrri hluta hálfleiksins, skoraði 16 stig, en datt þá niður og varnarmenn Tindastóls sáu til þess að hann gerði þeim ekki fleiri skráveifur. í síðari hálfleiknum sýndu heimamenn nokkurt kæmleysi um miðbik leiks- ins og misstu þá forskotið niður í 7 stig, en lengra komust gestimir ekki. í liði Tindastóls átti Shawn Myers stórleik bæði í vörn og sókn. Kristinn Friðriksson sýndi enn einu sinni hvers hann er megnugur og barðist mjög vel., í liði Skallagríms vom Birgir Mikaelsson og Hlynur Bæringsson bestir. KR hrissti af sér slenið Stefán Stefánsson skrífar Þórsarar frá Akm-eyri mættu vígreifir í Vesturbæ Reykjavík- ur í gærkvöldi og gerðu heiðarlega tilraun til að leggja KR-inga að velli. Lengi vel leit út fyr- ir að sú yrði raunin en á endasprettinum hristu heimamenn af sér slenið og skomðu 13 stig á móti fjóram síðustu mínútumar, sem skilaði þeim 79:71- sigri. Gestirnir frá Akureyri réðu ferðinni fram eftir leik en tókst aldrei að stinga Vesturbæingana af. Akureyringurinn Maurice Spillers fór á kostum, hirti fráköst með til- þrifum og raðaði niður körfum án þess að Keith Vassell og félagar hans í KR fengju rönd við reist. Heima- menn gættu þess þó að missa gesti sína aldrei of langt frá sér og þegar Þórsarar slógu aðeins af síðustu mínútur fyrri hálfleiks, minnkaði KR muninn svo þrjú stig skildu liðin í leikhléi. Eftir hlé bættu KR-ingar varnar- leikinn til muna og Ijóst að gestfrnir yrðu að hafa sig alla við. Það gekk eftir þar til rúmar þrjár mínútur vom eftir en þá breyttu KR-ingar stöðunni úr 66:67 í 72:67 sér í hag. „Við áttuðum okkur á því í lokin að við væram að tapa og komumst þá í gang en þetta var alltof tæpt því þeir komu sterkari til leiks en við áttum von á,“ sagði Steinar Kaldal, sem gerði góða hluti fyrir KR undir lokin. Jesper Sörensen var þeirra bestur, meðal annars með 6 stoðsendingar, Keith reyndi sitt besta og tók 13 frá- köst en átti í meiðslum og Ólafur Jón Ormsson kom ferskur inn í síðari hálfleikinn en það var deyfð yfir lið- inu. Bikarmeistararnir lagðir ÆT IStrandgötunni í gærkvöldi áttust við Haukar og nýkrýndir bikar- meistarar Grindavíkur. Endaði leik- urinn með sann_ Fre gjörnum sigri Bjamason heimamanna, 71:60. skrífar Haukarnir mættu grimmir til leiks strax frá fyrstu mínútu leiksins og náðu fljótlega góðri forystu. Eftfr skamman tíma var staðan orðin 11:2 og skelkaðir Grindvíkingar sáu sér þann kost vænstan að taka leikhlé. Það varð þó ekki til þess að kynda upp í þeim baráttuandann, því heimamenn vora alls ekki á þeim buxunum að gefa tommu eftfr. Náðu þeir að halda slökum Grindvíkingum vel fyrir aftan sig allan fyrri hálfleik- inn og var munurinn jafnan tíu til fimmtán stig. Hálfleikstölur, 38:23; og vekur þar athygli ótrúlega lágt stigaskor Grindvíkinga. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleik- inn vel og skoraðu fyrstu körfuna, en skömmu síðar náðu Grindvíkingar ágætum kafla og skoraðu 8 stig í röð og náðu að minnka muninn niður í 9 stig. Lengra komust þeir þó ekki í bili því brátt var munurinn aftur orð- inn hinn sami og áður. Það var ekki fyrr en um 5 mínútum fyrir leikslok að Grindvíkingar tóku við sér. Með mikilli þrautseigju náðu þeir að skora 10 stig í röð og skyndilega var staðan orðin 64:60 og allt gat gerst. En allt kom fyrir ekki. Heimamenn gáfu sitt ekki eftir á lokasprettinum og lokatölurnar, 71:60, staðreynd. „Þetta var fyrst og fremst mikil- vægur sigur,“ sagði Guðmundur Bragason, fyirverandi leikmaður og þjálfari Grindvíkinga, kampakátur að leik loknum. „Við töpuðum fyrir þeim í undanúrslitum bikai’keppn- innar og kom því ekki til greina að tapa fyrir þeim aftur. Okkur hefur gengið vel á móti toppliðunum og gefur þessi sigur okkur byr undir báða vængi. Nú eram við komnfr í toppbaráttuna þar sem við eigum heima,“ sagði Guðmundur sem var traustur á lokakaflanum fyrir Grind- víkinga, einmitt þegar mest á reið. Lið Hauka var jafngott allan leik- inn, en þó má nefna frammistöðu Marels Sigurðssonar sem hitti körf- una vel og gafst aldrei upp. Grindvíkingar vora hins vegar fjarri sínu besta. Naumt í Hveragerði Ekkert var gefið eftfr í Hvera- gerði í sannkölluðum „4ra- stiga“ leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum, Anton lokatölur 88:87 fyrir Tómasson Keflavík. Leikmenn skrífar beggja liða byrjuðu af krafti og hittnin í fyrri hálfleik var í góðu lagi. Hjörtur sýndi sínar bestu hliðar hjá Keflvík- ingum en allt í öllu hjá Hamri var Brandon Titus sem hitti úr nær öll- um skotum í fyrri hálfleik og setti alls 6 3ja stiga í hálfleiknum. Síðustu körfuna skoraði hann á síðustu sek- úndunum og var hann nær miðju en 3ja stiga línunni. Staðan í hálfleik var 55:48 fyrir heimamenn. í seinni hálfleik fóra taugarnar að segja til sín, sem og villurnar sem heimamenn vora öllu duglegri við að safna. Hamarsmenn byrjuðu af krafti og í stöðunni 59:53 stal Skarp- héðinn Ingason boltanum af Keflvík- ingum og tróð. Við það vora Keflvík- ingar ekki sáttir og tæknivilla dæmd og Hamarsmenn héldu boltanum eft- ir 2 víti ofan í. Heimamenn breyttu þarna stöðunni í 68:53 og allt ætlaði um koll að keyra. Seint skal afskrá Keflvíkinga og með mikilli baráttu og pressuvörn náðu þeir að saxa á forskot Hamarsmanna jafnt og þétt. Hér vora Keflvíkingar komnir með skotrétt en heimamenn ekki, auk þess sem meiri breidd var í Keflavík- urliðinu og fleiri leikmenn spiluðu leikinn. Keflvíkingar með Jason Smith undir körfunni hirtu fleiri frá- köst í vörn og sókn. Staðan breyttist úr 73:63 í 74:69 þegar um 3 mínútur vora eftir. Síðustu mínútumar vora hreint út sagt æsispennandi og þeg- ar um 1 mín. og 30 sekúndur vora eftir komust Keflvíkingar yfir 80-81 og stuttu síðar 80:84 en Pétur Ing- vars svaraði jafnharðan með 3ja stiga körfu. Þegar um 20 sekúndur vora eftir og staðan 87:88 lögðu Hamarsmenn í sína síðustu sókn en þeir náðu ekki að brjóta vörn Kefl- víkinga á bak aftur og síðasta skotið rétt geigaði. Keflvíkingar fögnuðu að vonum vel í leikslok en Hamarsmenn sáu enn einu sinni á eftir 2 stigum í jöfnum heimaleik. Hjá Keflavík var Hjörtur Harðar- son áberandi í fyrri hálfleik en yfir heildina var Jason Smith öryggið uppmálað undir körfunni. Brandon Titus varbestur Hamarsmanna eins og svo oft áður og fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Collymore til Leicester FRAMHERJINN Stan Colly- more gekk til liðs við Leicest- er City frá Aston Villa í gær. Hann mun því væntanlega keppa um stöðu í framlínu liðsins við Amar Gunnlaugs- son. Hann skrifaði undir 18 mánaða samning og mun fá um 2000 pund f vikulaun. Jafnvel er búist við að hann leiki gegn Watford á Iaugar- daginn. Fjórir leikmanna Leicester; Neil Lennon, Muzzy Izzet, Robbie Savage og Gerry Taggart mega ekki fá gult spjald gegn Watford ellegar verða þeir í leikbanni í úrslita- leik deildarbikarkeppninnar gegn Tranmere. Collymore má ekki leika úrslitaleikinn þar sem hann lék með Fulham í keppninni fyrr í vetur. Collymore, sem er 29 ára, var á sínum tíma dýrasti leik- maðurinn í ensku knattspym- unni er hann var keyptur til Liverpool fyrir 8,5 milljdnir punda frá Nottingham Forest árið 1995. Hann náði sér ekki á strik hjá Liverpool og var seldur þaðan til Aston Villa 1997 fyrir 7 milljónir punda. Collymore hefur verið til vandræða hjá Aston Villa og því vildi félagið losna við hann. Collymore hefúr ekki fengið tækifæri með Villa á þessu tímabili og skoraði síð- ast í deildinni í nóvember 1998. Ríkharður ekki tilbúinn á La Manga? FORRÁÐAMENN norska úrvalsdeildarfélagsins Vikings frá Stav- anger teija að Ríkharður Daðason, leikmaður liðsins og íslenska landsliðsins, hafi verið látinn leika alltof mikið með íslendingum á Norðurlandamótinu á La Manga á Spáni. Þeir segja að leikmað- urinn hafi ekki haft getu til þess að leika þrjá leiki á fimm dögum og vílja ræða málið við Knattspyrnusamband íslands. W | Stavanger Aftenblad segir að Rík- Morgunblaðið/Kristinn Maurice Spillers frá Þór Akureyri var í miklum ham í Vesturbænum í gærkvöldi en varð að sætta sig við tap. Hér stingur hann sér framhjá KR-ingnum Keith Vassell. harður leiki með Viking gegn Bryne á laugardag en fari í speglun á mánudag. Segir að hann verði frá að minnsta kosti í 14 daga. Hann fari með liðinu til La Manga í mánuðin- um en muni ekki leika með því æf- ingaleiki. í blaðinu er ekki sagt að meiðsli Ríkharðs megi rekja til leikja hans með landsliðinu en Bjame Berntsen, hjá Viking, segist óánægð- ur með að Knattspyrnusamband Is- lands hafi notað leikmanninn í öllum leikjunum þremur gegn Finnum, Norðmönnum og Færeyingum. Rík- harður lék í 79 mínútur gegn Finn- um, í 74 mínútur gegn Norðmönnum og í 80 mínútur gegn Færeyingum. Segir Berntsen að leikmaðurinn hafi ekki verið í stakk búinn að leika svona lengi hvern leik. Hann segir jafnframt að Ríkharður hafi átt að koma skilaboðum Benny Lennarts- son, þjálfara Vikings, áleiðis til ís- lenska liðsins um að hann ætti ekki að spila mikið i þessum leikjum. Berntsen segir að félagið hyggist ræða við KSI og að þjálfari íslenska landsliðsins og Vikings verði að ræða saman um ástand leikmanna áður en kemur að landsleikjum í framtíðinni. Atli Eðvaldsson, þjálfari íslenska landsliðsins, kvaðst ekki vita til þess að Viking hefði haft samband við KSÍ og benti á að norska félagið hefði ekki haft samand á meðan mót- ið stóð yfir. Hann sagði að þess hefði verið gætt að leikmenn ofreyndu sig ekki á La Manga. „Við spurðum Rík- harð, sem er einn af máttarstólpum liðsins, fyrir mótið hvort hann gæti leikið og hann svaraði á móti að hann myndi láta okkur vita ef hann treysti sér ekki til þess að leika. Við létum leikmenn ekki leika ef þeir urðu fyrir einhverjum meiðslum, meðal annars hvíldum við Heiðar Helguson og Auðun Helgason er þeir meiddust lítillega gegn Noregi." Magdeburg steinlá MAGDEBURG steinlá, 27:19, fyrir Lemgo á heimavelli í gærkvöldi íþýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var fyrsta tap Magdeburg á heimavelli á leik- tfðinni. Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar, hefur 28 stig eftir 20 leiki. Flensburg er efst með 32 stig, Lemgo hefur 30 stig, og Kiel er með 29 stig. Öll hafa liðin leikið 20 leiki. Ólafur Stefánsson lék allan leikinn með Magdeburg en skoraði ckki mark. Hann lék ailan leikinn á miðjunni í sókn. Lemgo náði öruggri forystu strax og var sem leikmenn Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, væru annars hugar. Staðan í hálfleik var 15:7, Lemgo í vil. í byrjun síðari hálfleiks lék Magdeburg vörnina framar, náði þannig að minnka muninn í 18:12, en lengra komst liðið ekki. Kostner sterk heima ISOLDE Kostner kunni vel við sig á heimavelli er hún sigraði í bruni kvenna sem fram fór í Santa Cat- erina á ftalíu í gær. Þetta var fjórði sigur hennar í keppninni í vetur. Hún hefur alltaf staðið sig best í mótum á Ítalíu og hefur unnið þar fimm af níu heimsbikar- mótum sínum á ferlinum. Kostner kom í mark á 1.25,85 mín. og var aðeins 0,02 sek. á und- an Reginu Haeusl frá Þýskalandi, sem varð önnur. Corinne Rey- Bellet varð þriðja, aðeins 0,03 sek. á eftir Haeusl. Michaela Dormeistar frá Aust- urríki, sem varð fímmta í gær, heldur forystu í heildarstiga- keppninni. Hún er með 802 stig, sem er 60 stigum meira en Renate Goetschl frá Þýskalandi sem er í öðru sæti. FOLK ■ WALSALL hefur samþykkt að lána Sigurð Ragnar Eyjólfsson til Chester í einn mánuð til viðbótar, en hann hefur verið hjá 3. deildar- liðinu síðan í byrjun árs. Sigurður hefur hins vegar ekki enn lagt blessun sína yfir málið og hyggst ræðaþað við umboðsmann sinn. ■ MONAKÓ verður án tveggja ' sterkra leikmanna um nokkurn tíma, en félagið er í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar. Marcello Gallardo og Marco Simone meidd- ust báðir í leik við Lyon um síðustu helgi, en leikurinn þótti sérlega grófm-. ■ GALLARDO er frá keppni eftir að hafa fengið harkalegt spark frá Sonny Anderson, en fyrir vikið fékk Anderson rautt spjald. ■ SIMONE er markahæsti leik- maður Mónakó á leiktíðinni, hefur skorað sextán mörk. Auk Simone og Gallardo er ljóst að David Trezeguet og Sabri Lamouchi verða ekki í liði Mónakó um næstu helgi vegna meiðsla. ■ ROBERT Schwan, forseti knatt- . spyrnuliðsins Herthu Berlín, sem Eyjólfur Sverrisson leikur með, hefur ráðið sér tvo lífverði eftir að honum hefur ítrekað borist morð- hótanir síðustu vikur. Schwan er 78 ára og ætlar ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu í forsetastóli þegar ný stjóm félagsins verður kjörin í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.