Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1
1 ■ - ■ -------------------------------------- SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG —I--——|—- GARÐAR —-— ----|— FRÉTTIR MARKAÐURINN HYBYLI Sparnaður, öryggi, þægindi Góðar lausnir, vandaðar vörur PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 BLAÐC Húsnæði í Hafnarhvoli Götuhæð Tryggvagötu 11 í Reykja- vík er nú til sölu hjá Eignamiðlun- inni. Húsnæðið er um 387 ferm og er nú nýtt fyrir skrifstofu Islands- pósts. Asett verð er 33 millj. kr., sem talið er sanngjarnt verð fyrir gott húsnæði á götuhæð á þessu svæði, en húsnæðið má nýta á ýms- an hátt. / 3 Þekkt hús í Firðinum Húseignin Strandgata 41 í Hafnar- firði er nú til sölu hjá Hraunhamri. Þetta er timburhús, sem stendur á steyptum kjallara, byggt 1907, en hefur verið rækilega endurnýjað og byggt var ofan á það í fyrra, þannig að húsið er nú á fjórum hæðum. Þetta hús á sér merka sögu í bæjar- lífi Hafnfirðinga. /19 Ú T T E K T ' Búmenn byggjaí Blásölum Nú eru hafnar framkvæmdir við 39 ibúða fjölbýlishús við Blásali 24 í Kópavogi. Þar er að verki húsnæðissamvinnufé- lagið Búmenn. Rétturinn, sem þessar íbúðir veita, er sams konar og búseturéttur félags- manna f Búseta., en miðast við 50 ára og eldri. „Fjármögnun þessara íbúða hefur þegar veriðtryggð með lánsloforðum frá Ibúðalána- sjóði,“ segir Reynir Ingi- bjartsson, framkvæmdastjóri Búmanna í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag, þar sem einnig er rætt við Þorgrím Stefánsson tæknifræðing, sem hefur eftir- lit með húsinu fyrir Búmenn. Talsvert verður í þetta hús lagt. Þannig verður það ein- angrað að utan með steinull og klætt með loftræstri veðrunar- kápu með lituðum álplötum sem yztu vöm. Gluggar verða með állistum, en þeir verða settir í tilbúnir. Tvær lyftur verða í húsinu og allar íbúðir hafa svalir og glugga bæði í suður og vestur. Svalir verða stórar, en þakið verður bámjámsklætt og vandaður frágangur í kringum þakkanta og þakbrúnir. Orri Ámason arkitekt hefur hannað húsið, en byggingarað- ili er byggingafyrirtækið Viðar ehf. Ef áætlanir standast, ættu íbúðimar að geta orðið tilbún- ar í byijun næsta árs. / 22 Ójöfn skipting íbúðar- og atvinnu húsnæðis Skiptingin milli íbúðar- og atvinnu- húsnæðis í Reykjavík er ekki bara ójöfn í heild, heldur er þessi skipting líka mjög ójöfn eftir hverfum, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, sem byggist á upplýsingum úr Árbók Reykjavíkur 1999. Hún er nýkomin út og hefur að geyma marg- vísjegan fróðleik. Ibúðarhúsnæði í borginni er mun meira en atvinnuhúsnæði, sem ekki þarf að koma á óvart. Mest er af at- vinnuhúsnæði í austurbæ en minnst í Breiðholti. Þar er hins vegar mest af íbúðarhúsnæði. Árbær er aftur á móti eina hverfið, þar sem meira er af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Sáralítið atvinnuhúsnæði er í Breiðholti fyrir utan Mjóddina, en þar er myndarlegur verzlunar- og þjónustukjarni. Svipaða sögu má segja um Grafarvogshverfin, sem eru dæmigerð íbúðarhverfi en lítið þar um atvinnuhúsnæði. í Grafarvogs- hverfunum hefur húsnæði fyrir verzlun, þjónustu og iðnaðarstarf- semi ekki verið byggt með sama hraða og íbúðarhúsnæði og oft hefur mátt heyra raddir um, að sækja þurfi margvíslega þjónustu út fyrir hverf- ið. Oft er eins og ný hverfi þurfi að ná vissri stærð til þess að verzlunar- og þjónustustarfsemi nái að búa þar um sig fyrir alvöru. Á síðustu árum hefur mikii upp- bygging á atvinnuhúsnæði átt sér stað á svokallaðri Gylfaflöt í Grafar- vogi, en þar hafa nokkur stór fyrir- tæki haslað sér völl. Svipuðu máli gegnir um Spöngina svonefndu. Það er mjög áberandi þáttur í smíði nýs atvinnuhúsnæðis nú, að það verður æ algengara, að fyrirtæki byggi sérhannað húsnæði yfir starf- semi sína. íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Reykjavík 1.12.1998 Mælt í brúttófermetrum I/ /•/ Vesturbær-; Norðurbær Austurbær r' ,---------jl / - / lr/. Suðurbær }}&' ■J. '*\X fí .*# Grafarvogur ■ | ..x I \ mtlljónir \ ferm. -----11,2 Árbær - íbuðarhúsnæði atvinnuhúsnæði ■ J Breiðholt -?-1 -b,o -óio -<5,8 X § C3 O 5» CC [—1 lí § o ZL sr.r===. JSfr \0,6 >0,5 r0,4' 0,3 0,2 0,1 0,0 d Ég er á leið í greiðslumat Foreldrar vilja gjarnan aðstoða börnin á myndartegan hátt þegar þau stíga sín fyrstu skref út í heim hinna fullorðnu. En það stendur ekki alltaf vel á þegar stóra stundin kemur. Við því er hægt að sjá. Áskrift að verðbréfasjóðum Kaupþings er rétta aðferðin við að byggja upp sjóð og tryggja ávöxtun sem hæfir draumum þínum. Áskrifendur að verðbréfasjóðum Kaupþings njóta 50% afsláttar af gengismun. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármula 13A • Reykjavík s(mi 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.