Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 4
KNATTSPYRNA
Sveinn
fékk heið-
urskross
Morgunblaðið/JGK
Sveinn og Elísabet Guðmundsdóttir, eiginkona hans.
Morgunblaðið/JGK
Stjórn KSÍ. Aftasta röð frá vinstri: Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Einar Friðþjófsson, Jón
Gunnlaugsson, Jóhannes Ólafsson og Lúðvík Georgsson. Miðröð: Bjöm Friðþjófsson, Rafn
Hjaltalín, Þórarinn Gunnarsson, Ástráður Gunnarsson og Guðmundur Ingvason. Fremsta röð:
Ágúst Ingi Jónsson, Anna Vignir, Eggert Magnússon formaður, Halldór B. Jónsson og Eggert
Steingrímsson. Á myndina vantar Jóhann Ólafsson.
FRJALSIÞROTTIR
Fijálsíþróttamenn
koma á styrkleikalista
SVEINN Jónsson, fyrrverandi
formaður Knattspyrnufélags
Reykjavíkur, var sæmdur heið-
urskrossi Knattspyrnusam-
bands íslands, sem er æðsta
heiðursmerki sambandsins,
þegar ársþing KSÍ fór fram í
Reykjavík um sl. helgi.
Sveinn, sem var formaður KR 1975
til 1991, var kunnur knatt-
spyrnumaður á árum áður og lykil-
maður í gullliði KR upp úr 1959, þegar
KR-ingar urðu íslandsmeistarar með
fullu húsi stiga sem frægt var. Sveinn,
sem var einnig fastamaður í landslið-
inu á þessum árum, varð formaður
knattspyrnudeildar KR 1969 og einn-
ig var hann um tíma þjálfari meistara-
flokks KR. Sveinn hefur undanfarin
ár stjórnað árþingum KSÍ með mikilli
röggsemi. KR-ingar voru með prúð-
asta liðið í efstu deild karla og fengu
Drago-styttuna. Fylkir var með prúð-
asta liðið í 1. deild karla og fengu
Fylkismenn einnig Drago-styttu.
Breiðablik fékk kvennabikarinn,
sem KSÍ veitir fyrir vel unnin störf í
kvennaknattspyrnu.
Valtýr Bjöm Valtýsson, íþrótta-
fréttamaður hjá íslenska útvarpsfé-
laginu, var heiðraður og fékk hann
Knattspymupenna KSÍ.
Nýr samn-
ingur við
Heklu
KnaUspyrnusamhand ís-
lands og Hekla hf. undirrit-
uðu um sl. helgi nýjan sam-
starfssamning til tveggja
ára, eða út 2001. Samstarf
Heklu og KSÍ hefur staðið
óslitið frá því í byrjtin árs
1995 og hefur það verið
árangursríkt. Með samn-
ingnum verður Hekla
áfram einn af aðalsam-
starfsaðilum KSÍ. Opinber-
ar bifreiðar KSÍ eru frá
Heklu. Þá er allur æfinga-
fatnaður landsliða merktur
Heklu, auglýsingaspjöld
frá fyrirtaekinu verða á
landslcikjurn og úrslita-
leikjum bikarkeppni KSÍ.
Bifreiðar frá Heklu verða
kynntar á Laugardalsvelli í
tengslum við landsleiki og
KSIog Hekla standa fyrir
happdrætti á landsleikjum.
Atveggja daga fundi stjómar Al-
þjóða frjálsíþróttasambands-
ins, IAAF, í Mónakó um liðna helgi
var ákveðið að taka upp styrkleika-
lista innan íþróttagreinarinnar, líkt
og þekkist t.d. í golfi og tennis. Ekki
var gefið upp eftir hvaða reglum yrði
farið við röðun á listann, en þó kom
fram að hann verði ekki flokkaður
eftir íþróttagreinum og líklega yrði
kynjum blandað saman þannig að úr
yrði einn styrkleikalisti.
Talsmaður IAAF, Giorgio Rein-
eri, sagði eftir fundinn að nánari til-
högun yrði kynnt þegar liði á árið en
stefnt væri að því að skráning hæfist
á þessu ári og fyrsti listinn yrði birt-
ur í árslok. An þess að fara útí eftir
hvaða reglum yrði raðað á listann
sagði Reineri að samkvæmt þeim
vinnureglum sem samþykktar hefðu
verið þá hefði Bandaríkjamaðurinn
Maurice Green orðið efstur á listan-
um ef slíkur listi hefði verið gefinn út
fyrir sl. ár. Greene setti heimsmeti í
100 m hlaupi karla á sl. sumri auk
þess að verða heimsmeistari í 100 og
200 m hlaupi.
Þá sagði Reineri ennfremur að
rætt hefði verið með hvaða móti væri
hægt að stytta keppni í hástökki og
stangarstökki. Sú hugmynd að kepp-
endur yrðu í leik þegar þeir hefðu
alls fellt sex sinnum, hafi komið fram
og hlotið allnokkurn hljómgrunn og
ekki væri ósennilegt að hún yrði
samþykkt þegar fram liðu stundir.
Með þessu móti væri hægt að flýta
verulega keppni í þessum greinum
sem oft vill taka fleiri klukkustundir,
einkum á stórmótum. Nú gilda þær
reglur í þessum tveimur stökkgrein-
um að keppandi er fyrst úr leik þeg-
ar hann hefur fellt sömu hæð þrisvar
sinnum.
■ LOTHAR Mattháus setur eflaust
heimsmet í fjölda landsleikja í
knattspyrnu þegar Þjóðverjar
mæta Hollendingum í vináttu-
landsleik í næstu viku.
■ ERICH Ribbeck, landsliðsþjálf-
ari Þjóðverja valdi í gær landsliðs-
hóp sinn fyiir leikinn og þar á með-
al er Matthaus sem nú hefur leikið
143 landsleiki, jafnmarga og Svíinn
Tomas Ravelli lék iyrir Svía á sinni
tíð.
■ RONALDO er byrjaður að æfa á
ný með Inter Milano eftir að hafa
farið í skurðaðgerð á hné í nóvem-
ber sl. Enn er óvíst hvenær hann
leikur með félagi sínu á nýjan leik.
■ MUZZY Izzet, félagi Arnars
Gunnlaugssonar hjá Leicester
reiknar með að leika sinn fyrsta
landsleik fyrir Tyrkland gegn
Tékklandi í apiíl. Izzet, sem gat
valið að leika með enska landsliðinu
eða því tyrkneska valdi hið síðar-
nefnda á dögunum.
■ IAN Wright hefur yfmgefið her-
búðir Celtic og gert samning við
enska 2. deildarliðið Burnley.
Wright gerði samning við Burnley
til loka leiktíðarinnar í vor.
■ MARK Fish, leikmaður Bolton
tilkynnti að lokinni Afríkukeppn-
inni um helgina að hann ætlaði ekki
að gefa kost á sér í landslið S-Af-
ríku framar. Ástæðan er sú að
hann er ósáttur við stjórnendur
landsins. Fish hefur leikið 58 lands-
leiki fyrir þjóð sína.
■ MARC Overmars hefur gefið það
í skyn að hann hugsi sér til hreyf-
ings frá Arsenal í sumar takist fé-
laginu ekki að tryggja sér sæti í
Meistaradeild Evrópu á næstu leik-
tíð.
■ DENNIS Bergkamp, landi
Overmars, er heldur rólegri og
segist gjarnan vilja vera áfram í
herbúðum Arsenal. Hann á 18
mánuði eftir af samningi sínum við
Arsenal og segist vonast til þess að
forráðamenn liðsins bjóði honum
nýjan samning.
■ DWIGHT Yorke verður ekki með
Manchester United gegn Leeds í
ensku úrvalsdeildinni næsta sunnu-
dag. Yorke er um þessar mundir að
leika með Trínidad og Tobago í
Ameríkukeppni landsliða.
■ DAVID Batty leikur væntanlega
ekki með Leeds í ofangreindum
leik, en vonir hafa staðið til þess að
hann yrði klár í slaginn fyrir leik-
inn. Batty hefur verið fjarri góðu
gamni í þrjá mánuði vegna meiðsla
í hásin og kálfa.
■ WIM Jansen, Hollendingurinn
sem þjálfaði Celtic fyrir tveimur
árum og gerði liðið að meistara í
Skotlandi, segist vera reiðubúinn
að koma til liðsins á ný. Það verði
hins vegar aðeins gert á hans for-
sendum. Jansen var sagt upp starfi
viðþjálfun liðsins nokkrum dögum
eftir að það varð skoskur meistari,
eftir að hann hafði verið upp á kant
við stjóm félagsins meira og minna
alla leiktíðina.
■ JANSEN hefur verið sterklega
orðaður við Celtic allt frá því að
John Barnes var látinn taka þjálf-
arapoka sinn hjá Celtic í síðustu
viku.
■ COLIN Hendry hefur ekki fengið
mörg tækifæri hjá Rangers á síð-
ustu vikum og vill hann nú komast
frá félaginu. Hafa West Ham, Shef-
field Wednesday, Watford, Man-
chester City og Blackburn öll lýst
yfir áhuga á að fá Hendry leigðan
til loka leiktíðarinnar. Ekkert er þó
fast í hendi enn sem komið er.
■ ÞAÐ er löngu orðið uppselt á leik
Bæjara og Real Madrid í
meistaradeild Evrópu, sem fram
fer 8. mars nk. í Miinchen. Það
verður kveðjuleikur Lothar Matt-
haus á heimavelli.