Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 1
EEp
FOSTUDAGUR 18. FEBRUAR 2000
______■ FRISKAR KONUR MEÐ BUTAPEST/2 ■ SALUHJALP A
SKJÁ/3 ■ BERNSKUBREK/4 ■ MEÐ Á NÓTUNUM/6 ■ NAUMHYGGJA,
SNÍÐASNILLD OG ÆVINTÝRAKJÓLAR/7 ■ LESIÐ í MÁLVERK/8 ■
Ólgandi líf í
SKÆRI, froða, vax, litir og blástur. Hressi-
legur blástur. Vorvindar eru nú teknir að
leika um hárgreiðslustóla landsins og eins
og svo oft áður styttast línurnar eftir því
sem sól hækkar á lofti.
„Það er ekkert nýtt að fólk kjósi styttri
línur með vorinu, enda er ekkert nýtt undir
sólinni í hárgreiðslu frekar en öðru,“ segir
Alli í Kompaníinu. „Það sem ber hins vegar
hæst um þessar mundir er viss úrvinnsla úr
þeim straumum sem verið hafa ríkjandi síð-
ustu þijá áratugi eða svo. Ur
þeirri blöndu koma ferskar línur,
en það krefst vissulega talsverðr-
ar kunnáttu hjá fagmanninum að
tvinna ólíkar aðferðir saman svo _________
vel fari.“ Alli nefnir sem dæmi að
í fatatísku gæti nú áhrifa hippastíls 7. ára-
tugarins, en um Ieið örli á pönkáhrifum frá
9. áratugnum. Hið sama eigi við um hártísk-
una. „Nú eru léttar styttur mjög í tísku, en
með því að halda toppnum síðum og ýfa
styttumar er vísað í fyrmefnda strauma."
Annað meginþema hártískunnar um þess-
ar mundir er áhersla á litun, og segir Alli út-
færslu sína á hári Silju vera lýsandi dæmi.
„Þar er dökkur litur undir en léttari litir,
ljóst og brúnt, yfír. Við búum til skugga með
því að ýkja litina, þyngja þá í rótina en lýsa
efri lögin. Þetta helst vel í hendur við fata-
tískuna, bjartir litir og léttar klippingar fara
Framtíðarlínur
með
fortíðarblæ
LOKKUM
vel með ljósum og litríkum fötum sem verða
áberandi í sumar.“
Loks er komið að þriðja þættinum sem
ramrnar inn hártísku vors og sumars ásamt
klippingu og strípum, en það er áferðin. Ef
fólk vill ná réttri áferð á hárið er nauðsyn-
legt að vera vel vopnaður hárvörum.
„Almenningur í dag notar minnst þijár
gerðir hárvara. I fyrsta lagi froðu eða gel
sem sett er í hárið eftir þvott. Þá vax til þess
að stjúka hárið í strimla, og að lokum spray
__________ til þess að halda í horfinu. Nú
dugir sem sagt ekki að hlaupa
út á morgnana með blautt og
slétt hárið,“ segir Alli kankvís-
lega og bendir á að permanent-
ið sem löngum hafí lyft haddi
fólks í hæðir sé enda fjarri góðu gamni. Það
sé ekki í náðinni þessa dagana hjá tísku-
frömuðum og engin teikn á lofti um endur-
komu þess. „I staðinn er það blásarinn sem
gildir - hann er ómissandi til þess að ná sem
mestu út úr klippingunni."
Alli bætir því við að þótt styttri kollar þyki
eftirsóknarverðir, séu ekki síður fjölbreytt-
ar klippingar á boðstólum fyrir sítt hár.
„Sítt hár er ekki lengur bara sítt hár, heldur
gefur það möguleika á styttum, litum og
skemmtilegum útfærslum," segir hann og
minnir um leið á að líhurnar sem hann hafí
hér tæpt á komi beint úr herbúðum Int-
ercoiffure, alþjóðlegra samtaka hár-
greiðslufólks. „Alþjóðlegt teymi hár-
greiðslufólks, ásamt gestaklippurum frá
ólfkum heimshomum, útfærir Iínur Int-
ercoiffure tvisvar á ári í París. Island á fast-
an fulltrúa í hópnum, Elsu Haraldsdóttur, en
samtökin leggja mikið upp úr samvinnu hár-
greiðslufólks á heimsvísu. Þau hafa að
markmiði að auka virðingu hárgreiðslufags-
ins í heiminum og því þarf fagfólk að upp-
fylla ákveðnar kröfur til þess að fá aðild að
samtökunum. Sem stendur em 15 íslenskar
hárgreiðslustofur aðilar að Intercoiffure og
hefur starfsfólk þeirra staðgóða þekkingu á
þeim hárti'skulínum sem að framan hefiir
verið lýst,“ segir Alli sem er listrænn ráð-
unautur fslandsdeildar Intercoiffure.
Síður toppur, styttur og þrenns konar strípur; ljósar, gyllt-
ar og dökkrauðar. Hár Guðrúnar vann Arnar á Salon VEH
í Glæsibæ fyrir Intercoiffure.
Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir
Ójafn toppur, ýfður kollur og dökkur litur í kanti og undir-
lögum á móti björtu efsta lagi. Hár Silju vann Alli í Komp-
anfinu fyrir Intereoiffure.