Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 D 3
Sáluhjálp
á skjánum
Morgunblaðið/Þorkell
Jóhanna Viborg í Frú Bóthildi í frumskógi efna sem „klippt eru niður til þess eins að sauma þau saman aftur“
eins og óinnvígðir komast stundum að orði.
teppi hún var í þann veginn að
fara að sauma. Þetta vakti
ákveðna spennu og á endanum
mikla lukku,“ segir Jóhanna.
Fíklarnir sækja
skammtinn sinn
Af svipuðum toga eru svokölluð
áskriftarteppi sem Jóhanna segir
njóta mikilla vinsælda meðal búta-
saumsfólks um þessar mundir.
„Já, nú er í tísku að vera áskrif-
andi að teppum," segir hún og
hlær að spurnarsvipnum sem kem-
ur á blaðamann. „Þetta gengur
þannig fyrir sig að bútasaumsfíkl-
arnir koma mánaðarlega hingað í
búðina og ná í skammtinn sinn,“
útskýrir hún á léttum nótum, en
„skammturinn" er ákveðinn hluti
af uppskriftinni ásamt tilheyrandi
efni. „Uppskriftin kemur sem sagt
í tólf hlutum þannig að það tekur
heilt ár að klára eitt teppi. Ég er
með þrjá svona klúbba í gangi
núna, tveir þeirra byrjuðu um mitt
síðasta ár og einn nú í ársbyrjun.
Fyrsti klúbburinn sem fór af stað í
janúar 1999 og lauk verkinu í síð-
asta mánuði taldi tæplega fímmtíu
manns, svo dæmi sé tekið. Kostur-
inn við þessi áskriftarteppi er ann-
ars sá að fólk getur byrjað hvenær
sem er og fengið þá pakka númer
eitt, enginn hefur þannig misst af
neinu þótt ákveðnir hópar hafi
byrjað á ákveðnum tímum.“
Og Jóhanna notar vísvitandi orð-
ið „fólk“ því það eru ekki bara kon-
ur sem sinna bútasaumi. „Það er til
að mynda einn karlmaður í klúbbi
hjá mér eins og er - sá er um fer-
tugt en aldursdreifing bútasaums-
fólks er annars nokkuð mikil. Þessi
umræddi karlmaður byrjaði á sín-
um tíma á því að prjóna Facette-
peysur en leiddist svo út í þetta,“
segir Jóhanna, grafalvarleg, enda
ekkert grín að ræða um tómstunda-
mál sem er ólæknandi fíkn og getur
gripið fólk á öllum aldri og af báð-
um kynjum. Enginn er óhultur þeg-
ar bútasaumur er annars vegar og
meðferðarstofnanir hvergi til.
NETIÐ snýst nú ekki _ _
lengur eingöngu um w *
flæði upplýsinga, held-
ur er flæði tilfinninga ^
orðið þar töluvert. f A
Meðal nýjunga í þjón-
ustu á Netinu eru viðtalstímar hjá
sálfræðingum, sálfræðipróf og með-
ferð við andlegri vanlíðan.
Tilraunavefurinn www.-
psychoinside.it var settur upp í
Gregóríska háskólanum í Róm í
haust og svaraði mikilli þörf. Fyrstu
þrjá mánuðina heimsóttu 3000
manns spjallrásir vefjarins, þar sem
(jórir sálfræðingar bregðast við
vandamálum, og á jafnlöngum túna
bárust 500 fyrirspurnir með tölv-
upósti.
Fólkið á línunni er í engu frá-
brugðið því fólki sem finna má á
venjulegri biðstofu sálfræðings, á
eftir unglingi sem er óviss um kyn-
hneigð sína kemur móðir sem þjáist
af kvíðaköstum og þannig mætti
áfram telja. Eitt greinir vefsjúkling-
ana þó frá öðrum og það er tjáning-
armátinn. Þar sem samskiptatækin
eru lyklaborð og skjáir þróa þeir
frumlegar leiðir til þess að koma líð-
an sinni til skila. Sumir beita litum,
aðrir sleppa greinarmerkjum og
enn aðrir bæta brosandi eða dapur-
legum andlitum inn í textann til þess
að tjá líðan sína. í þessi tákn verða
sálfræðingamir að ráða eftir bestu
getu, enda ekki í aðstöðu til þess að
meta þagnir, svipbrigði og hik í frá-
sögnum. Á því kann þó að verða
breyting því í ráði er að bjóða skjól-
stæðingum að komast í „augnsa-
mband" við sálfræðingana með
þjálp netmyndavéla.
tír hópi vefsjúklinganna þijú þús-
und hafa tíu manns
þegar verið valdir til
tilraunameðferðar,
sem fara mun fram í
gegnum Netið. Einnig
hyggjast vefstjóramir
halda fyrstu sálfræðinetráðstefn-
una, en fjöldi sálfræðinga hefur haft
við þá samband í gegnum síðuna til
þess að leita faglegra ráða.
En rómversku netsálfræðingarnir
láta ekki nægja að bjóða tölvutæka
þjónustu, heldur rannsaka þeir at-
ferii netveija af sérstökum áhuga. Á
vefsíðunni leggja þeir spurninga-
lista fyrir gesti þar sem spurt er um
óþol, tilfinningarót, drauma og
spennuföll í tengslum við notkun
Netsins, og í fyrra gerðu þeir skipu-
lega rannsókn á hópi netveija sem
vafra í meira en 50 klst. á viku. f nið-
urstöðum segir að einn af hverjum
tíu slíkra notenda eigi á hættu að
verða eins konar netkleyfhugi; án-
eljast netveröldinni og lenda í
árekstrum við veraleikann með of-
skynjunum og óráði.
„Þegar þetta fólk slekkur á skjá-
um súium hellist yfir það þunglynd-
istilfínning - það upplifir svarthol í
sálinni sem lagast ekki fyrr en móta-
ldið byijar að mala á ný,“ segir Ton-
ino Cantelmi, einn sálfræðinganna á
www.psychoinside.it, en segir erfitt
að úrskurða hvort andlegt ója-
fnvægi sé orsök eða afleiðing óhóf-
legrar netnotkunar. „Netið sem mið-
ill býr yfir sterku ginningarafli og
kann ekki aðeins að afhjúpa geðræn
vandamál heldur einnig að særa þau
fram. I sumum tilfellum stafar sú
hætta af mikilli netnotkun að undir-
liggjandi geðbrigði magnist upp.“
SÞ
Framleitt fyrir framtíðina
- fæst í dag.
BANG & OLUFSEN
Að aftan og framan, frá byrjun til enda. Beovision 1
fæst núna í 6 fallegum litum með einstakri mattri
áferð sem þekur alla fleti.
Beovision 1 - ný upplifun í sjónvarpi.
Beovision 1 með standi frá: 185.400,-
Síðumúli 21. Reykjavík.
Sími. 581 1100