Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 4
4 D FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LÍF -----MÆÐGURNAR----------- Björg Juhlin og Siv Friðleifsdóttir Eins o g Shirley Temple - nema tennurnar Morgunblaðið/Porkell TV /TÁNUÐ fyrir væntanlega fæð- ivl ingu héldu þau Björg Juhlin kennari og Friðleifur Stefánsson tannlæknir frá Berlín tU Óslóar þar sem þau vUdu að bam sitt yrði í heiminn borið. „Við vorum við nám í Berlín, sem þá var enn nöturleg borg eftir hörmungar stríðsins. Ég kaus fremur að upplifa þennan merkisviðburð í vinalegu umhverfí með fjölskyldu minni í Noregi,“ upplýsir Björg, sem ól Siv, núver- andi umhverfisráðherra, þann 10. ágúst 1962. Stúlkan var stór og fógur, 4.250 g og 55 sm og algjört draumabam að sögn Bjargar. „Hún var svo vær og góð að stundum lét ég spegU við vit hennar til þess að fullvissa mig um að hún andaði. Hún hefur alltaf verið í einstaklega góðu jafnvægi og með mikla ábyrgðartilfinningu.“ Þann eðliskost telur Björg tví- mælalaust hafa komið dóttur sinni vel í lífinu. Sjálf viðurkennir hún að hafa notið góðs af og ekki síður þrjú yngri systkini Sivjar, sem fæddust á næstu átta árum. Björg og Friðleifur fluttust tU íslands þegar Siv var aðeins nokkurra mánaða og bjuggu fyrstu árin í Sig- túni í Reykjavík en síðar við Unn- arbraut á Seltjamarnesi. Framandlegir bjúgnaréttir Vegna náms og starfa beggja segir Björg að mikið hafi mætt á elstu dótturinni við að hafa hemil á hópnum. „Skipulagshæfileikar hennar komu snemma í ljós, því hún stjórnaði af mikilli yfirvegun, röggsemi og festu. Enda veitti ekki af því bræðurnir, sem em sex og átta ámm yngri, vom óttalegir vill- ingar. Svo dæmi sé tekið áttu þeir til að stökkva allsberir upp úr bað- inu og út á götu og þá kom til kasta Sivjar að tjónka við þá. Þótt ódælir væru bára þeir mikla virðingu fyr- ir eldri systur sinni. Hún þurfti stundum að elda handa þeim systkinum og þar sem hún var sér- stakur bjúgnaaðdáandi vom fram- andlegir bjúgnaréttir oft á boðstól- um.“ Björg segist geta sagt fullt af prakkarasögum af sonum sínum, en af systmnum Siv og Ingunni, sem fæddist 1964, sé ekki af mörgu að taka. „Þær vom afskaplega prúðar og flippuðu aldrei út eins og sagt er. Siv fékk meira að segja sérstök verðlaun fyrir prúð- mennsku í lok gmnnskólans, sem þá var sjötti bekkur.“ Eins og sönnu draumabami sæmdi gekk Siv einkar vel í skóla, stundaði keppnisíþróttir; badmin- ton, handbolta og skíði með góðum árangri, saumaði og prjónaði af miklu listfengi og byrjaði auk þess að læra á blokkflautu sex ára göm- ul. „Vegna tannanna varð tónlist- arnámið þó endasleppt,“ segir Björg og útskýrir nánar: „Þótt ég segi sjálf frá var Siv einstaklega fallegt barn. Hún var með Ijóst krallað hár og minnti svolítið á Shirley Temple - nema tennurnar. Það var hreinlega eins og guð hefði kastað tönnunum af handahófi upp í blessað barnið. Tannréttingar og spangir urðu því hlutskipti hennar á tólfta og þrettánda árinu og fyrir vikið náði hún ekki hreina tóninum í blæstrinum og lagði þá tónlistar- námið á hilluna." Björg segir að fjaran á Nesinu hafi heillað Siv og þangað hafi hún oft farið til að leika sér. „Eitt sum- arið synti hún stundum í sjónum á góðviðrisdögum, en hætti því þeg- ar hún var hætt komin í þungum straumi. Siv hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja og náttúm- unnandi. Innandyra lék hún sér eins og aðrar stelpur, m.a. með Barbie-dúkkur. Henni þótti brúð- urnar greinilega heldur einsleitar því hún klippti á þeim hárið og gerði ýmislegt til að skapa hverri um sig ákveðinn stfl. Ólíkt mörgum lét Siv sig aldrei dreyma um að verða hin hefðbundna húsmóðir, en lét þó ekki mildð uppi um framtíð- aráformin,“ rifjar Björg upp og víkur talinu að táningnum Siv, sem tók upp á ýmsum kenjum. Kenjar í táningnum „Henni fór að finnast ég vera óskaplega norsk, sveitó og ströng. Sérstaklega fór í taugarnar á henni hve snemma ég vildi að hún skilaði sér heim af skólaböllum. Af með- fæddri samviskusemi hlýddi hún þó og kom sér meira að segja einu sinni í mikið klandur vegna þessa. í stuttu máli fór hún á skólaball og vegna einhverra óláta læstust krakkarnir inni í húsinu. Siv var orðin mjög áhyggjufull að komast ekki heim og tók á endanum til bragðs að brjóta rúðu til að komast út. Hún fékk vitaskuld skömm í hattinn og þurfti að ganga á fund skólastjórans til að útskýra hve stranga mömmu hún ætti.“ Annars segir Björg að þeim mæðgum hafi komið prýðilega saman. Þó hafi Siv verið fremur fá- lát í nokkra daga í kjölfar klipping- ar sem hún bað móður sína um að framkvæma. „Ég átti að klippa toppinn á henni 1 spíss niður eins og á geimveram sem þá vora svo vin- sælar í sjónvarpinu. Þrátt fyrir Sigríður Eyþórsdóttir og Eyþór Arnalds Prófessor og komm- únisti í Arbæjarhverfi Morgunblaðið/Sverrir EG hafði aldrei séð neitt fal- legra,“ segir móðir Eyþórs Arnalds, tónlistarmanns og for- stjóra Islandssíma, um son sinn nýfæddan. Hvort aðrir vom á sama máli er hún ekki viss um og stóð reyndar hjartanlega á sama. „Ný- fæddur var hann mjög smávaxinn, ekki nema 10 merkur og 47 sm. Hann þurfti mikla næringu og því varð samband okkar strax mjög náið. Magakveisa hrjáði krílið um nokkurra mánaða skeið en eftir það braggaðist hann vel.“ Eyþór fæddist 24. nóvember « 1964 og var framburður foreldra sinna, Sigríðar Eyþórsdóttur leik- konu og kennara og Jóns Arnalds lögfræðings. Að sögn Sigríðar var hann afar skapgóður, skemmtileg- ur, félagslyndur og fróðleiksfús krakki. Prófessorinn var hann kall-. aður í Árbæjarhverfinu, þar sem fjölskyldan bjó framan af. Líka kommúnisti ef leikfélögunum sinn- aðist og segir Sigríður síðara viður- nefnið líkast til eiga rætur að rekja til frændseminnar við stjórnmála- manninn Ragnar Amalds. „Eyþór var á stundum svolítið utan við sig, klæddi sig í annan sokkinn yfir hinn og þess háttar. Eins og hálfs árs þekkti hann alla stafina og fimm ára var hann orð- inn fluglæs. Ég hafði ekki undan að svara gáfulegum spurningum hans. Þótt hann léki sér í fótbolta var sparkið ekki hans sterkasta hlið, enda hætti hann alsæll þegar hann áttaði sig á að lífið gekk út á annað og meira en boltann.“ Venjulegur maður eins og pabbi Við tók grúsk og vísindaleið- angrar af ýmsu tagi. Jarðvegs- og pöddusýni vora tekin í haugum úr húsagrannunum í kring og þau skoðuð gaumgæfilega í smásjá. „Hann sagðist ætla að verða stjömufræðingur og vísindamaður þegar hann yrði stór, en „... líka venjulegur maður eins og pabbi minn“, eins og hann bætti jafnan við þegar framtíðaráformin bar á góma. Eyþór olli mér ekki miklum áhyggjum. Helst var ég hrædd um að hann færi sér að voða því hug- dirfskan var oft meiri en getan. Til dæmis æddi hann efst upp á fjall þegar hann sté í fyrsta skipti á skíði og steyptist auðvitað beint á höfuðið í lendingunni. Hann var lengi að komast upp á lag með að hjóla en gafst ekki upp og kom oft blár og marinn heim eftir þrotlaus- ar æfingar.“ Öllu betur farnaðist Eyþóri á tónlistaræfingum. Aðeins fimm ára hóf hann að læra á fiðlu í Tónlistar- skólanum og hélt tónlistamáminu sleitulaust áfram samfara náminu í MH og þar til hann lauk prófi í sellóleik. „Snemma kom í ljós að litli prófessorinn minn hafði mikla leik- og tónlistarhæfileika. Hann lék í ýmsum barnaleikritum, m.a. í Þjóðleikhúsinu, útvarpi og sjón- varpi. Ég var viss um að annað- hvort myndi hann helga sig tónlist- inni eða hasla sér völl sem brautryðjandi á einhverju sviði,“ segir Sigríður og finnst hún hafa verið sannspá í meira lagi. Áræðinn og óttalaus Áræði og óttaleysi telur Sigríður alla tíð hafa verið einkennandi í fari Eyþórs. Því til sönnunar nefnir hún viðbrögð hans við einelti sem hann mátti þola um tólf ára aldur. „Ég komst á snoðir um að krakkahópur í hverfinu gerði sér hvað eftir ann- að að leik að binda son minn elsku- legan við ljósastaur. Mér leist ekki á blikuna, en sjálfur þagði Eyþór um athæfið og virtist kæra sig koll- óttan þegar á hann var gengið. Ég kom að máli við forsprakka hóps- ins, sem svaraði því til að þetta góðan vilja misskildi ég fyrirmælin og útkoman þótti henni með ein- dæmum hallærisleg.“ Meðal annars vegna námsárang- urs, íþróttaiðkunar og virkrar þátt- töku í skólafélagslífinu kveðst Björg ekki hafa haft miklar áhyggjur af að Siv leiddist út á villi- götur. Samt játar hún að sér hafi ekki verið vel við að karlkyns aðdá- endur væra að gera sér dælt við dóttur sína. „Eins og til dæmis þeg- ar sjómaður einhvers staðar úti á dumbshafi var alltaf að hringja í hana, alltof unga að mér fannst,“ segir Björg, sem skarst í leikinn og frábað dóttur sinni frekari upp- hringingar. „Þótt Siv fyndist ég fram úr hófi ströng, held ég að hún sé núna ósköp þakklát fýr- ir agann í uppeldinu." Björg kveðst hafa talið næsta víst að Siv færi í lækna- nám. „Þess í stað íhugaði hún íþróttakennaranám, sem ég ráðlagði henni eindregið frá vegna lágra launa kennara. Ur varð að hún lærði sjúkra- þjálfun eftir stúdentspróf úr MR. Samfara náminu í menntaskóla vann hún m.a. í fiski og við skúringar og hefur sannarlega aldrei verið nein dekurdrós." Þar sem Siv vildi alla jafna vera skvísuleg til fara kom Björgu á óvart að eftir dvöl í enskum heimavistarskóla hafi hún við heimkomuna verið klædd eins og dæmigerð ensk skóla- stúlka. „Sömuleiðis breyttist ásjónan eftir sum dvöl hjá frændfólki í Noregi, en þá varð Siv afar norsk og búsældarleg í öllum hátturn," segir Björg og er á því að framangreint sé lýsandi fyrir einstaka aðlögunarhæfni dóttur væri svo rosalega gaman af því að Eyþór væri aldrei hræddur." Én hræddur var hann samt þeg- ar Sigríður lét Bergljótu, systur hans, þremur árum yngri, sofa í bamavagni úti á svölum. „Hann spui-ði áhyggjufullur hvort ég tæki hana ekki öragglega inn fyrir nóttina. Þeim systkinum kom mjög vel saman, þótt Bergljót segði síðar að hann hefði stundum átt til að klípa hana þegar enginn sá til. En þakklát var hún þegar Ey- þór með snarræði sínu bjargaði henni úr fjós- haugnum," segir Sigríður og bætir við að hann hafi löngum verið úrræðagóð- ur. „Hann var nýbúinn að sjá sjónvarpsmynd sem sýndi hvernig fólki var bjargað úr kviksyndi og gaf systur sinni sömu fyrirmæli og hetjan í myndinni. Náði í spýtu og skipaði systur sinni að vera grafkyrr, halda í spýtuna og bíða þar til hún sykki upp að öxl- um.“ Að sögn Sigríðar var Eyþór ungi einkar málglaður, opinskár og oft spekingslegur í tilsvöram. „Sex ára gamall var hann svo óheppinn að fá spýtu í augað þegar krakk- arnir vora að leik og þurfti í kjöl- farið að fara á sjúkrahús. Augn- læknirinn sagði að ekkert væri eins mikilvægt og sjónin, en sá stutti mótmælti og sagði ákveðinn: „Nei, það er lífið.“ Og þegar frænka hans hafði síðar á orði hve guð væri góð- ur að hlífa auganu svaraði hann að bragði: „Nei, það var hann Hörður, augnlæknirinn minn.““ 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.