Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000 D 5 ^ irstjórinn var ekki hár í loft- u þegar hrekkjusvín bundu nn við ljósastaur. Núverandi íhverfísráðherra braut rúðu kkrum árum eftir að hún tók /ið verðlaunum fyrir prúð- lennsku í grunnskóla. Sem ■ iápatti flóði leikarinn í tárum gar hann tapaði í bridsi fyrir ömmu sinni og þáttagerðar- laðurinn var átta ára þegar n gaf út áróðursrit um skað- ni reykinga og aðra vá og gaf ireldrum sínum í tækifæris- jafír. Um þetta og sitthvað ra komst Yalgerður Þ. Jóns- >ttir á snoðir um hjá þremur nömmum og einum pabba. fela sig fyrir okkur inni í ísskáp. Líklega hefur það orðið þeim til lífs að hillan brotnaði. Annars man ég ekki eftir að óvitaskapur hafi komið Rögnu Söru í koll. Pabbi hennar varð þó eitt sinn hinn vandræðaleg- asti þegar þau feðginin voru stödd inn í fiskbúð og sú stutta hafði orð á skeggvexti afgreiðslukonunnar. En hún var nú bara fjögurra ára þá. Að eðlisfari er hún ekki stríðin og sjálf varð hún aldrei, svo ég viti, fyrir stríðni eða einelti." Þótt handleiðsla stóru systur hafi efah'tið komið Rögnu Söru til góða telur Sigrún að geðprýði, sjálfstæði og seigla hafi jafnan forðað henni frá hvers kyns vandræðum. Páskarjómi „Hún var mikil hláturskella, nostursöm með verkefnin sín og hafði óþrjótandi áhuga á dansi. Þeim systrum linnti vel og þær léku sér mikið saman, stundum í sama Barbie-leiknum í marga daga. „Vonda-Barbie“ var yfirleitt höfð með, en hana átti Ragna Sara og hafði gert dúkkuna hina ófrýni- legustu, klippt af henni hárið og þess háttar. Henni þótti viðeigandi að slík dúkka héti ljótu nafni í sam- ræmi við útlit sitt og innræti. Eftir langa umhugsun valdi hún henni Morgunblaðið/RAX nafnið Páskarjómi. Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna henni þótti þetta undarlega samsetta orð ljótast allra.“ Þegar í heildina er litið segist Sigrún ekki hafa haft ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af Rögnu Söru. Þó segist hún hafa kviðið svolítið fyrir gelgjuskeiði systr- anna. „Ég lét mér í léttu rúmi liggja þegar Ragna Sara vildi ekki lengur klæða sig eins dúllulega og ég helst hefði kosið. Mér þótti út- gangurinn stundum í hæsta máta ósmekklegur, en vissi af reynsl- unni af Evu Maríu að fjas út af slík- um smámunum dygði skammt." Ekki kveðst Sigrún heldur hafa skipt sér af þegar Ragna Sara var fjögurra eða fimm ára og alltaf í sömu ljótu, grænu^ úlpunni með skinnkraganum. „Á þeim tíma gekk hún líka í gúmmístígvélum hvernig sem viðraði við öll tilefni og tækifæri. Hún gætti þess alltaf vandlega að bara önnur buxna- skálmin væri girt ofan í stígvélið en ekki hin,“ rifjar Sigrún upp, verður síðan hugsi og segir: „Hugsa sér lánið að hafa aldrei þurft að hafa meiri áhyggjur af börnum sínum en af klæðaburði þeirra - sem skiptir í rauninni engu máli.“ AF fimm börn- , um hjónanna Vénýjar Viðarsdóttur heitinnar og Gylfa Jónssonar er Halldór, leikari og söngvari hljómsveitarinnar Geirfuglamir, yngstur. Líka stærstur fæddur, rauðhærðastur allra og frakkastur. „Mig minnir að hann hafi bara verið þokkalega laglegt barn,“ segir faðir hans hugsi. „Átján merkur var hann og lang- ur eftir því. Elsta dóttir okkar er sextán árum eldri en Halldór, sem var í heiminn borinn 13. júní 1970, en þá vorum við hjónin komin und- ir fertugt. Trúlega hefur verið erf- itt fyrir hann að vera svona lang- yngstur í stórum systkinahópi, enda mátti hann snemma hafa sig allan við til að eldri systkinin völt- uðu ekki yfir hann. En alla jafna voru þau nú ósköp góð og hann lærði fljótt að bregðast við stríðni þeirra. Ekki kippti Halldór sér heldur upp við það þótt leikfé- lagarnir kölluðu hann rauðhaus eða krulla,“ rifjar Gylfi upp og játar að sjálfum hafi sér stund- um þótt gaman að stríða yngsta syninum pínulítið. Kippir í kynið „En ég var líka fljótur að hugga hann og þetta var allt í góðu,“ flýtir hann sér að bæta við. „Halldór var og er mikill keppnismaður en tapsár með afbrigðum. Að því leytinu kippir honum áreiðanlega í móðurkynið. Hann var ekki nema átta ára þegar þau mæðginin sátu löngum stundum og spiluðu brids. Halldór tapaði alltaf og þegar ég kom heim úr vinnunni var hann stundum há- grenjandi út af ósigri sínum. Þá úr þreytu því strákurinn tók í þótt ekki væri nema fimm ára. Þrátt fyrir sársaukann ískraði í honum af kátínu og hann hvatti mig áfram rétt eins og hann væri á æsispenn- andi knattspymuleik. Þegar búið var að binda um meiðslin, var hann hinn montnasti af umbúðunum og sagði þeim sem heyra vildu söguna af fætinum og pylsupottinum.“ Gaman að baða sig í sviðsljósinu Ekki segir Gylfi að Halldór hafi velkst í vafa um hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. „Leikari, sagði hann alltaf, enda þótti honum snemma gaman að baða sig í sviðsljósinu. Hann varð einkar glaður þegar heimafólkið bað hann að syngja uppáhaldslagið hans Viva Espana fyrir gesti sem gangandi. Hann byrjaði eiginlega að syngja áður en hann lærði al- mennilega að tala og söng hin og þessi lög sem hann heyrði í útvarp- inu á alls konar tungumálum.“ í Vogaskóla fékk Halldór útrás fyrir leikhæfileika sína og var að sögn Gylfa þátttakandi í flestum leikritum og uppákomum í skólan- um. „Mér þótti alltaf merkilegt hvað Halldór var öruggur með sig og rólegur á taugum. Til dæmis er mér minnisstætt einu sinni þegar hann átti að taka þátt í spurninga- keppni í skólanum og kvaðst ætla að leggja sig í korter þegar aðeins hálftími var til stefnu. Svonalagað er mér algjörlega hulin ráðgáta, að minnsta kosti hefur hann þetta ekki frá mér,“ segir Gylfi, sem var stoltur af yngsta syninum þegar hann náði inntökuprófinu í Leik- listarskólann árið 1993 í annarri tilraun. „Því miður entist móður hans ekki aldur til að upplifa þá gleði. Hún lést árinu áður, en við hjónin vorum alltaf sannfærð um að Halldór yrði leikari að atvinnu." -------FEÐGARNIR--------- Gylfi Jónsson og Halldór Gylfason Viva Espana uppáhalds- lag tapsára bridsspilarans ....MÆÐGURNAH Sigrún Ágústsdóttir og Ragna Sara Jónsdóttir I gúmmístígvélum við öll tilefni og tækifæri NÝFÆDD var hún eins og lítil, fíngerð brúða, slétt og falleg,“ segir Sigrún Ágústsdóttir um miðjubamið sitt, Rögnu Söru, þáttagerðarmann hjá Sjónvarpinu. „Hinn 3. mars 1973 var hún aðeins 11 merkur og 48 sm og afar ólík írumburðinum, Evu Maríu, sem fæddist tveimur árum áður, stór, kröftug og fremur krumpin.“ En sú litla dafnaði vel, var ósköp vær, þæg og góð, en þó ljarri því að vera hvers manns hugljúfi. „Hún gerði mikinn mannamun og henni var hreint ekki sama hver var að kjá framan í hana.“ Þremur árum eftir fæðingu Rögnu Söru fæddist Sigrúnu og eiginmanni hennar, Jóni Hörleifs- syni, sonurinn Hjörleifur. Fjöl- skyldan bjó þá í Hlíðunum og fimm ára byrjaði Ragna Sara í æfinga- deild KHI. „Mér fannst hún svo lítil þegar hún bytjaði í skólanum og var dauðhrædd um að krakkamir myndu vaða yfir hana. Þegar ég viðraði þessar áhyggjur við kenn- arann horfði hann á mig eins og ég væri eitt- hvað skrýtin og spurði: „Eram við ekki að tala um hana Rögnu Söru?“ Ég þurfti því ekki að hafa neinar áhyggj- ur.“ Sigr- ún var heimavinnandi þegar bömin voru lítil en vann þó endmm og sinnum í afleysingum á leikskóla og tók Rögnu Söru þá með sér. „ Verndarvængur stóru systur Hún þráði óskaplega heitt að vera í leikskóla, enda félagslynd og rakst vel í hópi. Þegar hún byijaði í skóla losnaði hún svolítið undan vemdarvæng Evu Maríu, sem gekk gott eitt til þótt ábyrgðarkenndin keyrði stundum um þverbak. Ragna Sara varð snemma altalandi, læs fjögurra ára og henni hefur allt- af gengið vel í námi. I skólanum var hún, ásamt nokkrum stöllum sín- um, potturinn og pannan í skemmt- anahaldi; skólaleikritum, söng og dansi. Auk þess var hún í mynd- listarskóla og jazzballett og var einkar áhugasöm um allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún byrjaði snemma í útgáíústarfseminni, og því kemur mér ekki á óvart að hún hefur valið sér það starf sem hún er í,“ segir Sigrún og nefnir bækur, sem Ragna Sara skrifaði aðeins átta ára gömul. Sú fyrsta hét Sykursýki, sem hún gaf pabba sínum í afmælisgjöf, síð- an korhu Mjólkursýki og Reykingar og eiturlyf. „Þetta vora áróðurs- bækur með skilaboðum til okkar, foreldranna. Þá má ekki gleyma blaðinu Páfagauknum, sem hún gaf út í félagi við Hjömýju vinkonu sína, og dreift var til bama í göt- unni.“ Af bamabrekum man Sigrún helst eftir þegar systumar brutu hillu í ísskápnum heima hjá sér. „Þær vora óttalega skömmustuleg- ar greyin, því þær höfðu ætlað að var ekki annað til ráða en taka í spilin - og tapa til þess að snáðinn tæki gleði sína á ný.“ Af prakkarastrikum Halldórs man Gylfi fátt. Þó kom húsvörður úr stórri blokk í nágrenninu einu sinni ævareiður með Halldór fimm ára og dauðskelkaðan í eftirdragi og kvað strákinn hafa verið að gera dyraat. „Ég brást hinn versti við og skammaði húsvörðinn í stað Halldórs, enda fannst mér óþarfi að hræða barnið svona. Annars var hann engin grenjuskóða, blessað- ur, ósköp skemmtilegur, rólegur og ljúfur krakki, sem kom sér sjaldan í klandur. Hann spilaði fót- bolta með Þrótti til þrettán ára aldurs, var geysilega áhugasamur um hestamennsku og einhverju sinni bikai-meistari unglinga í þeirri grein. Hann hafði líka gam- an af veiðiferðum fjölskyldunnar, en fór jafnan í fýlu inn í tjald ef hann fiskaði minna en aðrir. Eftir smástund var ég vanur að kíkja inn til hans, biðja hann í öllum bænum að rífa sig upp úr þunglyndinu og takast, á við fiskana. Eftir smátiltal jafnaði hann sig og hélt áfram þar sem frá var horfið.“ í einni veiðiferðinni vildi svo illa til að Halldór steig ofan í sjóðandi heitt vatn í pylsupotti og brenndist það illa að halda varð í bæinn hið snarasta. „Ég varð að bera hann að bílnum, yfir holt og hæðir, í um klukkustund og var að örmagnast <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.