Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 5
4 D FÖSTUDAGUR17. MARS 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Vista- skipti f SEX ár hefur fyrirtækið Vistaskipti & nám haft millj- göngu um „au-pair“-vist á Is- landi. Að sögn Arnþrúðar Jónsdóttur framkvæmdastjóra sækjast ungar stúlkur í æ rík- ari mæli eftir að fara í vist á heimili í útlöndum. Slík hjálp við heimilishaldið virðist einn- ig eiga upp á pallborðið hjá sí- fellt fleiri íslenskum fjölskyld- um. A siðasta ári komu rúmlega 50 erlendar stúlkur hingað til lands í vist og útlit er fyrir að mun fleiri komi í ár til að leggja íslenskum fjöl- skyldum lið við barnauppeldi og húsverk. Ungmenni sem fara utan og vinna fyrir uppi- haldi með húsverkum og barnagæslu eru nefnd au-pair. Efalítið er misjafnt hvernig þeim hugn- ast vist og viðmót heimilisfólks í framandi landi. Litháensk hjálparhella, sem Bergljót Friðriks- dóttir hitti, bar landanum þó vel söguna. Líka fínnska fyrrverandi hjálparhellan - sem er hér enn. Islensk hjón kváðust ekki geta verið án slíkrar aðstoðar og íslensk hjálparhella, sem fór vestur um haf, varð margs vísari._____________' / Omissandi og þrosk- andi fyrir börnin Gott að þurfa að standa á eigin fótum fór m.a. með fjölskyldunni á skíði til Vail í Col- orado. „Pað var hreint út sagt frábært, segir hún. „Við fórum líka til Flórída og í Disneyland með stelpumar og það var ævintýri út af fyrir sig. Svo fór ég nokkrum sinnum inn í New York með vinkonum mínum úr hverfinu. Ég var mjög hrifin af borginni, en það var samt hálfgert sjokk að koma þangað. Það er svo margt fram- andi í New York. Þá voru viðbrigðin að koma úr rólegheitunum í Easthampton yfir í lætin í borg- inni svo mikil, að yfirleitt var ég orðin dauð- þreytt eftir einn dag. En það var samt gaman að fara þangað." Lærdómsríkt og þroskandi Hún segist hafa haft afskaplega gott af dvöl- inni í Bandaríkjunum. „Þetta var yndislegt ár. Og mér fannst þetta mjög lærdómsríkur og þroskandi tími. Maður hefur svo gott af því að þurfa að standa á eigin fótum og bjarga sér sjálfur, sama hvað kemur upp á. Mér fannst ég að minnsta kosti þroskast við það að þurfa að spjara mig sjálf og hafa ekki tök á því að hlaupa í mömmu. Það á örugglega eftir að koma sér vel þegar ég fer í háskólanám. Ég reikna með að að klára nám á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafn- arfirði um næstu jól og þá langar mig til Dan- merkur í nám í arkitektúr eða iðnhönnun. Ég veit að þar á ég eftir að búa að reynslunni sem ég öðlaðist í vistinni í Bandaríkjunum." Leið strax eins og heima hjá mér Elín Rita segir vel hafa verið tekið á móti sér í Bandaríkjunum og sér hafi strax liðið eins og heima hjá sér. „Ég var rosalega heppin með fjöl- skyldu. Hjónin reyndust yndisleg og okkur samdi strax mjög vel. Maðurinn er lögfræðingur og var hann mikið á ferðalögum en konan er textflhönnuður og var hún með vinnustofu sína heima. Þau höfðu haft tvær au pair-stelpur á undan mér og því var fjölskyldan vön því að hafa útlending á heimilinu. Mitt aðalstíirf var að hugsa um dæturnar, sem voru fimm ára og tveggja og hálfs árs, og kom okkur mjög vel saman. Eldri stelpan var byrjuð í skóla og sá ég um að keyra hana í og úr tíma. Yngri dóttirin byrjaði ekki á leikskóla fyrr en ég var hálfnuð með vistina og því var ég mikið með hana.“ Hún segir að ekki hafi væst um hana í East- hampton, enda hafi aðstaðan verið frábær. „Húsið var stórt og fallegt og garðurinn risa- stór. Ég bjó út af fyrir mig í kjallaranum, með sér bað og eigið sjónvarp. Þetta var þvi eins og best hefði verið á kosið. Ég kynntist mörgum au pair-stelpum frá ýmsum löndum og þá sá ég best hvað ég var rosalega heppin. Sumar stelpn- anna bjuggu þannig að þær gátu aldrei verið út af fyrir sig og margar kvörtuðu undan því að það væri bara litið á þær sem ódýran vinnu- kraft. Stelpa frá Nýja-Sjálandi, sem ég hafði mest samband við, lenti til dæmis í þessu. Fjöl- skyldan hennar gerði ekki neitt til þess að ving- ast við hana, hvorki hjónin né krakkarnir. Hún átti bara að vinna sína vinnu, um annað var ekki beðið. Henni leið auðvitað illa yfir þessu, en hún harkaði af sér og var í ár eins og hún hafði ætlað sér.“ Elín Rita fékk mörg tækifæri til að ferðast og Morgunblaðið/Jim Smart Elín Rita Svein- björnsdóttir var í ársvist í Banda- ríkjunum Morgunblaðið/Golli Jóhannes Felixson bakari og Unnur Helga Gunnarsdóttir hafa haft þrjár erlendar hjálparhellur uðum eftir því að hún færi og hún var alveg sátt við það, hefm- eflaust beðið eftir því að losna.“ í ágúst sl. fengu Jóhannes og Unnur Helga nýja „au pair“-stúlku frá Þýskalandi og segjast þau alsæl með hana. „Mareike er alveg yndis- leg,“ segir Unnur Helga. „Krakkamir tóku strax ástfóstri við hana og það segir manni margt, því börn eru svo næm á fólk. Hún var ótrúlega fljót að komast inn í allt og talar nú frábæra íslensku. Okkur bregður stundum yfir því hvað hún notar fágað mál, svona eins og beint upp úr orðabók." Jákvætt og þroskandi fyrir börnin Þau segja nauðsynlegt að hafa manneskju búandi á heimilinu á annatímum í bakaríinu, eins og til dæmis í kringum jól, fyrir bolludag og páska. „Þá verða vinnudagarnir oft langii- og verkefnin ófyrirsjáanleg og ógerningur að stökkva heim í miðju kafi,“ segir Unnur Helga. „Eins er það ómetanlegt að hafa heimilishjálp í skólafríum, að ég tali nú ekki um þegar börnin verða veik.“ Jóhannes og Unnur Helga segja að það hafi haft jákvæð áhrif á bömin að hafa „au pair“ á heimilinu og ekkert hafi truflað þau þó að stúlkumar hafi í fyrstu ekki kunnað orð í málinu. „Krakkar em svo fljótir að aðlagast, þeim finnst það ekkert mál þó að bamapían tali ekki íslensku til að byrja með,“ segir Unnur Helga. „Og þau em eldfljót að tileinka sér sitt eigið sam- skiptaform, með viðeigandi táknmáli. Með tím- anum hafa þau svo lært orð og orð í ensku og það er bara jákvætt. Okkur finnst þetta beinlínis þroskandi fyrir börnin ef eitthvað er.“ Jóhannes bendir á að honum finnist reyndar ákveðin hefting fylgja því að hafa stúlku í vist á heimilinu, en það sé líka það eina neikvæða. „Manni hættir að finnast maður vera alveg prív- at heima hjá sér og ég átti svolítið erfitt með að venjast því,“ segir hann. „Maður skýst til dæmis ekki lengur ber út úr baðherberginu eftir sturtu. Og á kvöldin þegar okkur hjónin langar til að elda góðan mat og hafa það rómantískt, þá erum við aldrei ein. En þetta eru bara smámunir í sam- anburði við þægindin og öryggið.“ JÓHANNES Felixson bakari og eiginkona hans, Unnur Helga Gunnarsdóttir, hafa haft þijár stúlkur í vist hjá sér. Þau eiga þrjú börn á aldrinum fimm til átta ára og segjast þau vera algjörlega háð heimilishjálp, vinnu sinnar vegna. „Vinnutími bakara er nú ekki alveg eins og gengur og gerist, maður þarf stundum að rífa sig upp fyrir allar aldir, áður en krakkamir fara í skóla og leikskóla og þá er nauðsynlegt að hafa hjálp á heimilinu," segir Jóhannes. „Við er- um bæði mikið í vinnunni og kæmust hreinlega ekki af án þess að vera með au pair,“ bætir Unn- ur Helga við, en hún sér um rekstur fjölskyldu- fyrirtækisins, bakarísins Hjá Jóa Fel. .Auðvitað er alltaf möguleiki á því að verða sér úti um heimilishjálp og fá íslenska konu til að hugsa um heimilið," heldur hún áfram. „Okkur langaði til að prófa að fá „au pair“ og okkur finnst fyrirkomulagið henta okkur öllum mjög vel.“ Kom bara til að skemmta sér Þau segjast fyrst hafa verið með þýska stúlku í eitt ár og hafi það gengið mjög vel. Hún hafi ver- ið jákvæð og dugleg og gott að hafa hana á heim- ili. ,Á eftir þeirri þýsku kom svo dönsk stelpa, á allt öðrum forsendum að því er virtist," segir Unnur Helga. „Hún var voðalegur ærslabelgur," bætir Jóhannes við „og virtist hafa komið hingað í aðeins einum tilgangi, þ.e. til að skemmta sér. Hún kom til dæmis ekkert heim fyrstu helgina. Hún var upptekin af því að djamma og hafði eng- ar áhyggjur af því hvað við vorum að hugsa eða hvort við hefðum áhyggjur. Henni fannst þetta bara í góðu lagi.“ Að sögn Unnar Helgu kom fljótt í ljós að sú danska sagði oft ósatt. „Við settum það til dæmis sem skilyrði þegar við leituðum eftir stúlku að hún reykti ekki. Danska stelpan tók það skfl- merkilega fram í umsókn sinni að hún væri reyk- laus, en svo kom auðvitað í ljós þegar hún var flutt inn á heimilið að það var ekki rétt. Hún laug til um margt annað og auðvitað kunnum við af- skaplega illa við það. Hún var að vísu góð við krakkana, en ekkert þeirra varð hænt að henni. Eftir þrjá mánuði gáfiimst við loks upp. Við ósk- ELÍN Rita Sveinbjörnsdóttir kom heim frá Bandaríkjunum um síð- ustu jól eftir eins árs vist hjá bandarískri fjölskyldu. Hana dreymdi um að fara til útlanda eftir stúdentspróf og ákvað að láta drauminn rætast. „Ég útskrifaðist stúdent vorið 1998 og fór um haustið í Iðnskólann í Hafnarfirði á hönnunarbraut," segir Elín Rita. „Þar kláraði ég eina önn, en ákvað svo að gera það sem mig hafði lengi langað til, þ.e. fara til útlanda og kynnast menningu annarrar þjóðar. Margir af krökkunum sem ég úskrifaðist með úr menntaskólan- um voru á leiðinni utan, ýmist í málaskóla eða í framhaldsnám, svo það má segja að við höfum mörg verið haldið samskonar útþrá.“ Elín Rita ákvað að sækja um au pair-vist í Bandaríkjunum og var svo heppin að komast út strax eftir áramót. „Mér bauðst að fara til fjöl- skyldu í Easthampton á Long Island í New York-ríki og var alveg himinlifandi. Mér var sagt að þetta væri fallegur staður og svo reynd- ist vera tiltölulega stutt þaðan til New York, sem mér fannst verulega spennandi." MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 D 5 GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ óskaplega í taugarnar á mér. í Finnlandi þykir það beinlínis dóna- legt að mæta ekki á réttum tíma og þar fæ ég að heyra það frá vinum og vandamönnum ef ég er of sein. Þá skammast ég mín auðvitað ógurlega. Annað þjóðareinkenni íslendinga er að gefa helst ekki stefnuljós í um- ferðinni, mér finnst það alveg stór- merkilegt fyrirbæri." Mega allt og fá allt Elina segist alltaf jafn undrandi á því hve íslendingar vinni óhemju mikið. „Fólk streðar ekki eins mikið í Finnlandi,“ segir hún. „Það eyðir minni tíma í vinnunni og ásóknin í lífsgæði er ekki sú sama. Mér finnst það líka áberandi að íslenskir krakk- ar virðast mega gera það sem þeim sýnist. Og það er allt keypt sem þeir biðja um. Það er eins og margir for- eldrar séu með þessu að friða sam- viskuna, vegna þess að þeir vinni svo mikið og séu aldrei heima. Mér finnst þetta svo áberandi hér, þó að sjálfsögðu séu margar undantekn- ingar á þessu.“ Elina leggur áherslu Morgunblaðið/Porkell á að þó að þetta kunni að hljóma neikvætt, þá kunni hún vel við ís- lendinga og líði vel hér. „Ég gæti ekki haft það betra. Ég hef spilað blak frá því að ég var krakki og hér fékk ég tækifæri til að æfa blak með meistaraflokki Þróttar, sem ég er auðvitað hæstánægð með. Svo er ég svo ljónheppin að komast af og til á hestbak hjá kunningja mínum. Ég hjálpa honum stundum við að hirða hestana og fóðra þá og fæ í staðinn að skreppa á bak. Ég fæ óskaplega mikið út úr því, íslenski hesturinn er alveg frábær." Elina stefnir á meistaranám í eðl- isfræði við Háskólann í Turku, að loknu námi hér. „Kærastinn minn er alveg til í að koma með mér til Finn- lands. Við höfum samt ekki tekið ákvörðun um í hvoru landinu við ætl- um að búa í framtíðinni. Ég get ekki neitað því að ég sakna Finnlands, foreldra minna, systkina og vina. En kærastinn minn er íslenskur og ef hlutirnir æxlast þannig að við enduni með því að búa á íslandi, þá mun ég ekki hafa neitt á móti því.“ Alltaf of seinir og gefa helst ekki stefnuljós ELINA Lindfors er 21 árs frá Turku í Finnlandi. Hún kom hingað sem „au-pair“ haust- ið 1997, en þegar vistinni lauk ákvað hún að hefja háskólanám á íslandi. „Frændi minn ferðaðist til íslands fyrir um 15 árum og þegar ég sem smástelpa sá ljósmyndir úr ferðinni ákvað ég að fara sjálf til íslands þegar ég yrði stór,“ segir Elina á lýtalausri íslensku. „Eftir stúdentspróf langaði mig til að breyta til og búa tímabundið í öðru landi. Ég hef alltaf haft mjög gaman af börnum svo það lá beinast við að sækja um „au pair“-vist. Og þá kom í mínum huga auðvitað ekk- ert annað land til greina en ísland. Elina dvaldist tæpt ár sem „au pair“ í Reykjavík. Hún segir það hafa verið lærdómsríkan og skemmtilegan tíma og hún hafi verið afar heppin með fjölskyldu. „Okkur kom mjög vel saman, mér og hjón- unum, og drengjunum þremur. Þetta er frábært fólk og ég er enn í góðu sambandi við þau. Hjónin pössuðu alltaf upp á að ég hefði minn frítíma og væri aldrei látin vinna of mikið. Því hafði ég það afskaplega gott. Um sumarið fékk ég svo tækifæri til að ferðast um landið. Fjölskyldan á sumarhús á Bíldudal og þræddum við saman Vestfirðina. Svo komu for- eldrar mínir og bróðir í heimsókn og keyrði ég með þeim hringinn. Ég varð í einu orði sagt stórhrifin af ís- lensku landslagi, enda ekki hægt annað.“ Elina segist ekki hafa átt í miklum tungumálaörðugleikum í byijun. „Fjölskyldan hafði haft „au pair“- stúlku á undan mér og því kunnu eldri strákarnir tveir ensku. Við yngsta strákinn, sem var eins og hálfs árs þegar ég kom, notaði ég sænsku eða bara handahreyfingar ef Elina Lindfors frá Finnlandi fór í nám í HÍ að vist lokinni ekkert annað dugði. Annars var ég frekar fljót að bjarga mér á íslensku og lærði strax ákveðnar setningar sem ég notaði reglulega, eins og til dæmis „ekki stríða bróður þínum“ eða „ekki lemja í borðið“. Ég sótti strax íslenskunámskeið hjá Náms- flokkum Reykavíkur og þar streðaði ég við að læra íslenska málfræði, sem mér þykir reyndar enn hrika- lega erfið. Ánægð með fámennið í HÍ Elina kveðst hafa stefnt að eðlis- fræðinámi í Finnlandi að íslands- dvölinni lokinni og þreytti því inn- tökupróf við Háskólann í Turku áður en hún kom hingað. Hún stóðst próf- ið en þegar vistinni lauk og að því kom að hún skyldi snúa aftur heim til Finnlands, hafði áhugi hennar vaknað á námi við Háskóla íslands. „Mig hafði í raun alltaf langað í jarð- eðlisfræði en það er ekki boðið upp á það nám í Turku,“ segir hún. „Þegar ég komst að því að kennd væri jarð- eðlisfræði við HÍ vaknaði áhugi minn á námi hér, enda langaði mig í raun til að vera hér áfram. Því ákvað ég að prófa nám í jarðeðlisfræði í svona hálft ár til að byrja með. Skömmu áður en ég byrjaði í háskólanum kynntist ég svo kærastanum mínum og það togaði auðvitað í mig. Ég ákvað því að halda áfram. Reyndar skipti ég eftir allt saman fljótlega yf- ir í eðlisfræði og er nú búin með eitt og hálft ár. Aðspurð segist hún vera afar ánægð með námið í Háskóla íslands, eðlis- fræðideildin sé fámenn og það eigi vel við hana. „Við erum ekki nema átta nem- endur í mínum árgangi og því þekkjast allir. í Háskólanum í Turku eru um 70 nemendur í hverj- um árgangi og það segir sig sjálft að kennslan verður ópersónulegri fyrir vikið. Ég er því afar ánægð með þessa ákvörðun. Auðvitað var þetta erfitt fyrst, á meðan ég var ekki orð- in mjög sleip í íslensku og í ofanálag reyndust nokkrar námsbækur vera á íslensku en ekki ensku eins og ég hafði haldið. En einhvern veginn hefur það allt gengið, ég er í fullu námi og stefni að því að klára vorið 2001. Hún segir gott að búa á íslandi og finnst íslendingar reyndar ótrúlega líkir Finnum. „íslendingar eru lok- aðir og það er erfitt að kynnast þeim. Eg veit að útlendingar segja það sama um okkur Finna. Það er margt mjög líkt með okkur, til dæm- is er drykkjumenning okkar afskap- lega áþekk! En það er líka ýmislegt öðruvísi. íslendingar eru til dæmis sér á báti með að vera alltaf of sein- ir, það er nokkuð sem ég kann afar illa við. Það versta er að ég er sjálf farin að vera óstundvís og það fer Bjóst við miklu meiri kulda „Ég er að rembast við að læra ís- lensku og sæki tíma hjá Námsflokk- um Reykjavíkur. Maður getur alltaf bjargað sér hér á ensku, en það er auðvitað betra að kunna eitthvað í íslensku, ekki síst þar sem ég er að passa lítið barn. Ég hef lfka fundið mjög greinilega fyrir því að margir íslendingar eru ekki ýkja hrifnir af útlendingum og ekki bætir úr skák ef þeir kunna ekki íslensku. Ég hef til dæmis hitt stráka á skemmtistöð- um borgarinnar sem hafa litið mig hálfgerðu hornauga af því að ég er útlensk. Og þeir hafa ekki verið neitt sérstaklega þolinmóðir þegar ég hef reynt að segja eitthvað á íslensku.“ Neringa er vön 20 til 25 gráðu frosti að vetrarlagi í Litháen og bjóst við miklu meiri vetrar- hörku á íslandi. „Ég reiknaði með að sama yrði uppi á teningnum hér, enda heitir landið nú einu sinni ís- land. En hér er alls ekki mikið frost, það er miklu frekar að hægt sé að kvarta undan rok- inu. Það er annars einkennandi fyrir íslenskt veður að það er alltaf að breytast. Ég læt það samt ekkert fara í taugarnar á mér. Maður þarf bara að passa að klæða sig rétt og ef veðrið er alveg öm- urlegt fínnst mér bara notalegt að Morgunbiaðið/Þorkeii Vera inni og slappa af.“ Hún hlakkar til næsta sumars, en þá er ætlunin að ferðast með fjöl- skyldunni um landið. „Ég er mjög spennt að skoða ísland enda hef ég séð á ýmsum myndum að það er ótrúlega fallegt. Ég veit að það verða llka viðbrigði að upplifa bjart- ar sumarnætur, það er eitthvað al- veg nýtt. Og kannski kemst ég á hestbak. Mér finnst í raun mjög gott að vera á íslandi og mig langar til að vera hér áfram þegar ráðningartíma mínum lýkur næsta haust. Hér er fallegt og friðsælt og engir glæpir samanborið við Litháen. Því ætla ég að reyna að finna mér vinnu. En fyrst verð ég auðvitað að læra ís- lenskuna betur. Ég er alveg búin að sjá það að það þýðir ekkert að ætla að búa á íslandi nema kunna málið.“ Oþolinmóðir þegar ég reyni að tala íslensku NERINGA Sakalauskaité er 21 árs gömul frá borginni Kaunas í Litháen. Hún hef- ur verið í vist hjá fjölskyldu í Reykjavík síðan í september og seg- ist hafa sótt sérstaklega um að koma til íslands. „Ég kláraði menntaskóla fyrir um ári og var óráðin með fram- tíðina," segir hún. .Ástandið í atvinnumálum er hræðilega slæmt í Litháen og von- laust að fá vinnu, meira að segja fólk með háskólamenntun finnur ekkert við hæfi. Því gerði ég mér satt að segja engar vonir um að fá eitthvað að gera. Það var þá sem mér datt í hug að það gæti verið sniðugt að sækja um „au pair“-vist erlendis. Neringa hafði samband við um- boðsskrifstofu fyrir „au pair“-stúlk- ur og fékk upplýsingar um ýmis lönd s.s. Danmörku, Svíþjóð og Banda- ríkin. „Ég kynnti mér lítillega lífs- hættina í þessum löndum en var ekki nógu spennt, mig langaði til að prófa eitthvað alveg nýtt,“ segir hún. „Þá datt mér ísland í hug. Eg vissi ekkert um landið, annað en að ís- lendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna fullveldi Litháa. Ég fékk upplýsingabæklinga um ísland á umboðsskrifstofunni með frábærum myndum og gat lesið mér svolítið til um landið á Netinu. Mér fannst fá- mennið strax mikill kostur og sömu- leiðis heillaði það mig hve náttúran virtist ósnortin. Svo hreifst ég mjög af myndum af íslenska hestinum. Að öðru leyti vissi ég auðvitað ekkert um ykkur og það má því segja að ég Neringa Sakalaus- kaité f rá Litháen kom hingað af einskærri forvitni hafi komið hingað af hreinni for- vitni.“ Fjölskyldan steinhissa Hún segir fjölskyldu sína hafa rekið upp stór augu þegar hún til- kynnti að hana langaði til íslands. „Það var sérstaklega mamma sem var hissa, hún skildi ekkert í mér að vilja fara þangað, þar sem alltaf væri kalt! En ég var alveg ákveðin, ég heillaðist af Islandi um leið og ég sá myndirnar og í mínum huga kom ekkert annað land til greina." Neringa lætur afar vel af dvölinni og segir vistina hafa verið lærdóms- ríka. „Ég er óskaplega glöð að ég skyldi láta verða af þessu. Ég er mjög heppin með fjölskyldu, hjónin eru voðalega góð við mig og okkur semur vel, mér og Val litla, sem er eins og hálfs árs. Ég hef eignast góða vini og hef mest samband við litháenska stelpu sem er í vist hjá fjölskyldu í Kópavogi. Hún er reynd- ar frá sömu borg og ég en það er al- gjör tilviljun, við þekktumst ekkert áður.“ Neringa kveðst sjá mikinn mun á íslenskum bömum og unglingum annars vegar og litháenskum hins vegar. „Mér finnst áber- andi hve íslenskir krakkar em með litla ábyrgðarkennd. Þeg- ar ég var tíu ára gömul var ég látin passa yngri systur mína, tók þátt í að þrífa húsið og sjá um þvotta auk þess sem ég gat eldað eitt og annað, þegar þess þurfti. íslenskir krakkar þurfa ekki að hugsa um eitt eða neitt. Þeir virðast vera vanir því að allt sé gert fyrir þá. Hvað ung- lingana varðar varð ég fyrir hálf- gerðu áfalli þegar ég sá þá í fyrsta sinn dauðadrukkna niðri í miðbæ. Sömuleiðis finnst mér rosalega mikil drykkja á skemmtistöðunum, ég ætl- aði ekki að trúa því þegar ég sá það fyrst. Sjálf drekk ég ekki áfengi og í byrjun fannst mér óþægilegt að sitja innan um kófdmkkið fólk með mitt vatn, en núna er mér alveg sama. Hún gerir lítið úr íslenskukunn- áttu sinni en segir að það standi þó allt til bóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.