Alþýðublaðið - 10.01.1921, Side 2

Alþýðublaðið - 10.01.1921, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsias er í AlþýðuMsiau við íaagóifsstræti og Hverfisgötu. Sími Auglýsingum sé skiiað þangað eða í Gutenberg f síðasta lagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær eiga sð koma ( blaðið. Áskriftargjald e i la r . á mánuði. / Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eiadáikuð. Utsöluraenu beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársQórðungslega. nafn landsins) var settur frá vöid- um 25. aóv. 1918, af þingi Svart* fellinga, þegar það samþykti að gerast hluti Jugoslavíu. Nikita þótti maður mikill fyrir sér, skáld gott Og herforingi. Dóttir hans önnur er gift Vittorio Emmanuele Ítalíu* konungi, en hin Peter Karageorg- vitsch konungi Jugoslavíu]. Laxdal og steínolíuíélagið. Eins og vænta mátti tekur hin hérienda deild úr Standard Oil, H. í. S, því ekki þegjandi að Verðlagsnefnd hafi skift sér af steinolíuverðinu né að Landsverzl* unin dirfist að flytja inn olíu sem seld verði miklu lægra verði heid- ur en félagið hefir gert. Stjórn félagsins, þeir Jes Zimen, Aug. Flygenring og Eggert Claessen, stuðningsmenn psningalistans hafa ákveðið að nú skuli berja niður Landverzlun og Verðlagsnefnd, einu þröskuldana fyrir einokun fé- lagsins. Hinn þjóðrækni hálaun- aði endurskoðandi reikninga fé- lagsins Jón Laxdal er nú kominn á stúfana í Morgunblaðinu aug- sýnilega i þessum tilgangi, þótt eins og búast var við ekki sé minst beiniínis á blessaða steinolí- una. Afnemið Verðlagsnefndl af- nemið Landsverzlun I gefið okkur alt ,frjálst“, segir hrópandinn í eyðimöikinai. Hve margir menn í þessu landi, skyldu vera endur- skoðandanum samdóma um að betra sé að félagið okri á stein- oliunni, heldur en að þjóðin hafi verzlunina sjálf með höndum? Hvar skyldi ienda fyrir útvegi þessa Íands og Reykvíkingum yfirleitt ef okur félagsins fær að haldast? Skyldi jafnvel Jakob og Litli-Moggi hans þora að mæla móti steinoliulandsverzlun? Það mun ekki þurfa mikinn spámann til þess að segja fyrir að raus Laxdals um afnám landsveizlun- arinuar og algett sjálfræði til handa H. í. S. Sé nú í kosning unum algerlega „mistake", eins og Laxdal segir að Englendingar orði það, sem vonandi er leyfi- legt að þýða með orðinu: mistök. Úlfurinn þekkist í sauðargærunni. Dagbækur. Meðal flestra menningarþjóða er það almennur siður, að mecn haldi dagbækur, og mentaðri stéttirnar Ifta á slíkt sem alveg sjálfsagðan hlut. A Englandi eru börnin þeg- ar á unga aldri vanin á að halda dagbók, og þar koma á hverju hausti á markaðinn ögrynni af dagbókum fyrir komandi ár. Mesta útbreiðslu munu hafa þar í landi dagbækur þær, sem kendar eru við Letts, og aðrar sem kendar eru við Pítman. Hvorartveggju eru af hæfilegri stærð til þess að bera megi þær í vasanum. í þeim er hverjura degi ætlaður sérstakur reitur, og nafn dagsins, ásamt þeim upplýsingum sem um hann eru f aímanakiuu, prentað efst í reitnum. Auk þess er í Pitmaris Diary mikið af öðrum fróðleik, einkum leiðbeiningum sem skrif stofufólk og verzlunarmenn þurfa á að halda. Þessar dagbækur fyrir yfirstandandi ár fást a. ra. k. hjá einum bóksala hér (Ársæli) og þá sennilega hjá fleirum. Þær eru hentugar öllum þeim er halda vilja dagbækur, en það ætti hver mað- ur að gera. Að því er fyrst og fremst ánægja, en auk þess getur það oft og einatt verið stórkost- lega gagnlegt. Það hefir, eins og fleira sem menningarbragur er að, verið alrof mikið vanrækt hér á landi. Diarist. Om d&QÍQn 03 vegimi. Skðmtanin. Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna (Alþýðufl.) hélt fund í gær. Var frarokvæmdarstjórninns fahð að fara á fund landsstjórnar- innar og grenslast eftir hvort lands- stjórnin ætlaði að verða við áskor- un þeirri er borgarfundurinn sam- þykti á sunnudaginn var, um að nema skömtunarreglugerðina úr giidi, þar eð ekki er ástæða til þess að h&lda fleiri borgarafundi ef stjórnin ætlar að verða við til- mæiunum. íslandabankaraálið. Hvernig skyldi því vera varið með listann, sem Vfsir heldur fram (með Magn- úsi Jónssyni efstum). Skyldu menn- irnir á þeim lista hafa sömu skoð- un á íslandsbankamálinu, sem verður helsta mál á næsta þingi, eins og Jabob Möller hefir haldið fram í Vfsi, og búin er að verða honum til svo mikillar hneysu að óhugsandi er að hann hefði kom- ist að, hefði hann verið f kjöri nú. Er Magnús þessi sömu skoð- unar og Jakob? Hræddnr við dagsljðsið. Jón Þorláksson — aðrir eru ekki nefnd- ir i sambandi við A-listann —- sendi stuðningsmönnum sínum hjartnæmt kort um helgina og þakkaði þeim fyrir sýnda auðmýkt og undirgefni og bað þá að koma á fund hjá sér í Nýja Bió í gær. Þar hélt Jón mikia ræðu og mjólk- urkenda, og skoraði á allar hús- freyjur höfuðstaðarins að ganga undir sig og lyfta sér inn í þingiö því þegar hann kæmist þangað kæmi mjólkin sjálfkrafa austan úr sveitum og þyrfti þá engin að kaupa skrælþura Glsxómjólk frá ,Dodda III. ■ Einar Kvaran tók næstur til máls og hafði svo ger- samlega kyngt bannmálinu, &ð hann msntist ekki á það. Aftur á móti höfðu augu hans skyndilega lokist upp fyrir þvf, hve óholt er fyrir aimenning, að búa ( kjallara- holum þeim, sem ýmsir helztu stuðningsmenn hans og J. Þ. eiga og leigja út íyrir okurleigu. Það má nú segja, að mikil sé mann- úðinn — svona um kosningar — hjá Sjálfstjórn sálugul V.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.