Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 4
i C FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Minni hagnaður Sjóvár-Almennra er tilkominn vegna aukinna bifreiðatjóna Líklegt að bifreiðaið- gjöld hækki SIÓVÁ - ALMENNAR NIÐURSTÖÐUR ÚR ÁRSUPPGJÖRi 1999 Rekstrarreikningur mmr Vátryggingarekstur: króna: Breyting 1999 1998 Eigin iðgjöld 3.911 3.400 +15,0% Fjárf.tekjur af vátrygg.rekstri 1.052 598 +75,9% Eigin tjón -4.194 -2.664 +57,4% Hreinn rekstrarkostnaður -880 -727 +21,1% Hagnaður af vátryggingarekstri 134 168 -20,2% Fjármálarekstur: Fjárfestingartekjur 1.504 1.236 +21,7% Fjárfestingargjöld -312 -206 +51,5% Yfirfært á vátryggingarekstur -1.052 -598 +75,9% Hagnaður af fjármálarekstri 286 457 -37,4% Önnur gjöld af reglul. starfsemi -31 -17 +82,4% Skattar -42 -145 -71,0% Hagnaður tímabilsins 346 464 -25,4% Efnahagsreikningur Mm„lr 31. des. 31. des. Eignir:* * krona: 1999 1998 Breyting Eignir samtals: 17.513 15.531 +12,8% Skuldir og eigið fé: Eigið fé 3.077 2.374 +29,6% Skuldir samtals 14.436 13.157 +9,7% Skuldir og eigið fé samtals 17.513 15.531 +12,8% TRYGGINGAFÉLAGIÐ Sjóvá- Almennar hefur birt afkomutölur sínar fyrir árið 1999 þar sem fram kemur að hagnaður félagsins minnkaði um 25% á milli ára. Ástæður minni hagnaðar eru fyrst og fremst raktar til verri afkomu lögboðinna ökutækjatrygginga vegna meiri tjóna. Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri, segir í samtali við Morgunblaðið að afskaplega líklegt sé að til hækkunar á bif- reiðaiðgjöldum þurfi að koma, í ljósi stóraukinna tjóna og auk þess nýrra skaðabótalaga. Hagnaður tryggingafélagsins nam 346 milljónum króna fyrir árið 1999 í heild, en var 464 milljónir árið á undan. Ólafur segir afkomu fyrirtækisins viðunandi í ljósi mik- illa tjóna á árinu 1999 en vissulega hefðu yfirmenn fyrirtækisins óskað eftir betri árangri. Hann segir um- fangsmikla greiningarvinnu standa yfir hjá Sjóvá-Almennum og að fyrirtækið muni taka á stórauknum tjónum, m.a. með því að auka for- varnastarf verulega. >HYllar aðgerð- ir okkar núna miða að því að félag- ið geti skilað góðri afkomu á þessu ári. Hvernig til tekst fer eftir afar mörgum þáttum í þjóðfélaginu og það er svo að við ráðum ekki við þá alla,“ segir Ólafur. Tjónahlutfall yfir 100% Rekstrarkostnaður fyrirtækisins jókst um 21% á milli ára samfara auknum umsvifum og nam um 880 milljónum á árinu. Fjárfestingar Gengisþróun hjá Sjóvá-Almennum frá áramótum 70Gengi 0+ ■ 1—4 I —F I I 6/1 15/1 25/1 4/2 14/2 24/2 5/3 16/3 fyrirtækisins í upplýsingatækni á árinu hafa verið mjög umfangs- miklar, að sögn Ólafs. Einnig var fjárfest í húsnæði að Kringlunni 7. Starfsmönnum fjölgaði og eru þeir nú 145 talsins. Matthías H. Johannessen hjá greiningardeild Kaupþings segir að umræddar fjárfestingar komi væntanlega til með að skila félaginu nokkurri hag- ræðingu á komandi árum. Matthías segir að forsvarsmenn tryggingafé- laganna hafi varað við að þegar góðæri ríki aukist tjón. Tjón hjá Sjóvá hafi aukist um 34% á milli ára. „Ef litið er á þróun tjónahlut- falls, þ.e. hlutfalls á milli eigin tjóna og eigin iðgjalda, kemur í ljós hve slæmt árið 1999 var í raun, því hlutfallið var um 107,2% á árinu 1999 en var 78,4% árið 1998.“ Hlutafé Sjóvár-Almennra var í árslok 585 miHjónir króna. Gengi hlutabréfa félagsins á Opna til- boðsmarkaðnum hefur þróast frá áramótum eins og sjá má á með- íylgjandi mynd. Síðustu viðskipti fóru fram fyrir réttri viku, daginn eftir birtingu afkomutalnanna á genginu 41. Á þessu tímabili fór gengi hlutabréfa Sjóvár-Almennra hæst í 57 um miðjan febrúar en var lægst 30 um miðjan janúar. Sam- kvæmt lokagenginu 41 á Opna til- boðsmarkaðnum 16. mars er mark- aðsvirði fyrirtækisins því um 24 milljarðar króna. Hluthafar í Sjó- vá-Álmennum voru 718 talsins í árslok og átti enginn þeirra yfir 10% í félaginu. Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði 20% arður til hluthafa á árinu 2000. Stefnt er að skráningu hluta- bréfa Sjóvár-Almennra á Verð- bréfaþingi íslands á þessu ári eins og fram hefur komið. Að mati greiningardeildar Kaupþings var hækkun á gengi bréfa félagsins fyrr í vetur fullsterk viðbrögð við fréttum um að félagið hygðist sækja um skráningu á VPÍ. Að mati Matthíasar H. Johannessen hjá Kaupþingi er gengi hlutabréf- ARSFUNDUR 2000 23. mars 2000, kl, 17:15 í Hvammi, Grand Hðtel Reykjavík ______________________Dagskrá:________________________ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjómar. Brynjólfur Bjamason, formaður stjómar. 3. Ársreikningur 1999, tryggingafræðilegt uppgjör og kynning á fjárfestingarstefnu. Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVIB. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum ALVÍB. 5. Erindi: „Hvemig getum við ávaxtað eignir okkar? Hlutabréf eru besti kosturinn." Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB. 6. Önnurmál. Peim sjóðfélögum sem vilja kynna sér tillögur um hreytingar á samþykktum ALVÍB er bent á að hægt er að ndlgast þœr á eftirfaranái hátt 1. Samþykktimar era fáanlegar hjá VÍB, Kirkjusandi. 2. Hægt er að fá samþykktimar sendar. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900 3. Hægt er að fletta upp á samþykktunum á vefnum www.alvib.is Sjöðfélagar eru hvattir til aö rnæta á fundinn. REKSTHARADILI: VefdbtéÍartláFkéður lllandsbmiká h(. KiikjUsondí, !S5 Reykjávfk, Slmi: §60=8900, Véffártg: vlb.is. Netfang: Vib#vib.is anna nú í hærri kantinum en fjár- festing í þeim góður langtímakost- ur. Bókfært verð eignarhluta Sjó- vár-Almennra í félögum á hluta- bréfamarkaði nam um 3.672 millj- ónum króna í í árslok 1999. Á sama tíma var markaðsverð þein-a um 11,8 milljarðar króna. Sjóvá-Al- mennar er stærsti hluthafi í Eimskipafélagi íslands með 12,5% og á auk þess stóra hluti í Granda, Nýherja, Olíufélaginu, SR-mjöli, ÚA, Flugleiðum, Marel, Trygg- ingamiðstöðinni, Kögun o.fl. Akveðið var að veita starfsfólki Sjóvár-Almennra hlutdeild í af- komu félagsins en það er í fimmta skipti sem slíkt er gert. Hver starfsmaður fékk hlutabréf í félag- inu að nafnvirði 2.500 krónur. Jafn- gildir það um 112.000 krónum, mið- að við gengi hlutabréfanna á afhendingardegi, að því er fram kemur á heimasíðu Sjóvár-Al- mennra. Umrætt gengi er um 45. Félagið vill með þessu renna enn sterkari stoðum undir þátttöku starfsmanna í að efla og styrkja fé- lagið í hinni miklu samkeppni sem ríkir á þessum markaði. Geng-is- aðlögun virkar í báðar áttir GENGISAÐLÖGUN sem iðu- lega er gerð á gjaldskrám skipa- félaga getur virkað í báðar áttir, að sögn forsvarsmanna flutn- ingadeilda skipafélaganna. Gengisaðlögun tók gildi hjá Eimskip á þriðjudag og sams konar aðlögun er í skoðun hjá Samskip, eins og grein var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag. Flutningsgjöld í innflutningi eru í mynt þess lands sem flutt er frá. Tilgangur gengisaðlag- ana er sá að jafna sveiflur sem verða á milli einstakra mynta erlendra gjaldmiðla, og gagn- vart íslensku krónunni. Þegar gengi ákveðinnar erlendrar myntar lækkar gagnvart ís- lensku krónunni eða öðrum er- lendum gjaldmiðlum, ætti gjaldskráin í þeirri mynt að hækka, en lækka þegar gengi myntarinnar hækkar. Til að jafna sverflur Aðspurður segir Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, það liggja fyrir að gengisaðlögun virki í báðar áttir. „Þannig hef- ur það verið í framkvæmd. Sumir gjaldmiðlar styrkjast og aðrir veikjast. Gengisaðlögun gengur út á að jafna sveiflur sem hljótast af slíku misgengi gjaldmiðla, þannig að flutnings- gjöld verði minna háð þessum innbyrðis sveiflum myntanna," segir Þórður. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa, segir þess dæmi að Samskip hafi lækkað gjaldskrá í erlendri mynt í kjölfar hækkun- ar á gengi viðkomandi myntar. „Þegar verið er að endurskoða gjaldskrá með tilliti til gengis- aðlögunar höfum við jafnað í báðar áttir, bæði þegar gjaldm- iðlar hafa styrkst og veikst gagnvart íslensku krónunni. Því kemur því vissulega til greina að lækka gjaldskrá í erlendri mynt ef gengi hennar hækkar verulega gagnvart íslensku krónunni, en gengishækkanir eiga sér alltaf talsverðan að- draganda," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.