Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórnarformaður Olíufélagsins hf. segir að félagið muni áfram styrkja stjórnmálaflokka Mikilvægft að styrkja stjórnmála- flokka KRISTJÁN Loftsson, stjórnar- formaður Olíufélagsins hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að 01- íufélagið hf. hefði styrkt og muni áfram styrkja stjórnmálaflokka. „Að gefnu tilefni vill Olíufélag- ið hf. taka fram að það tekur ekki við neinum „direktivum" erlendis frá hvað varðar styrki til stjórn- málaflokka," sagði Kristján. „Lýðræðið er dýrmætasta eign þjóðarinnar. Til þess að stjórn- málaflokkarnir geti starfað á eðli- legum grundvelli þurfa þeir á fjármagni að halda. Það er því mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki styrki starfsemi stjórn- málaflokka á fslandi.“ Jöfnunarkerfi sem pólitísk ákvörðun var tekin um í ræðu sinni á aðalfundinum gerði Kristján umræðu um Flutn- ingsjöfnunarsjóð olíuvara að um- talsefni. „Umræðan um Flutn- ingsjöfnunarsjóð olíuvara hefur skotið upp kollinum eina ferðina enn. Eru þar á ferð þeir „Skelj- ungar“ sem oft áður. Það duldist engum sem til þekkir að Olíufé- lagið hf. gleymdist ekki hjá þeim „Skeljungum" í umfjöllun þeirra nú nýverið," sagði Kristján. Hann sagði að flutningskostn- aður af eldsneyti sem dreift er frá birgðastöðvum á landi væri að óverulegu leyti endurgreiddur úr Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara, og sjónarmið Olíufélagsins hf. væru alveg skýr hvað varðar sjóðinn. „Olíufélagið hf. hefði ekkert við það að athuga ef stjórnvöld ákv- æðu strax í dag að breyta lögum og leggja sjóðinn niður. Að okkar mati er hér um byggðamál að Frá aðalfundi Olíufélagsins hf. sem haldinn var í gær. Morgunblaöiö/Golli ræða, jöfnunarkerfi, sem pólitísk ákvörðun var tekin um að koma á laggirnar á sínum tíma og póli- tisk ákvörðun mun einnig leggja sjóðinn af. Ef svo verður ákveðið þá mun eldsneyti verða selt á mismunandi verði á landinu. Dýrastar yrðu olíuvörumar þar sem flutningskostnaðurinn er mestur, en lægsta verðið yrði á höfuðborgarsvæðinu. Sú hagræðing sem nú þegar hefur náðst með stofnun Olíu- dreifingar ehf. hefur skilað sér til notenda því gjald vegna flutn- ingsjöfnunar hefur lækkað vegna þessarar hagræðingar,“ sagði Kristján. Hann sagði að áfram væri unnið að hagræðingu í dreif- ingu eldsneytis hjá Olíudreifingu ehf., sem er í eigu Olíufélagsins hf. og Olíuverslunar Islands hf., notendum til hagsbótar. „Vegna þessa verð ég að benda vinum mínum hjá Skeljungi hf. á að þeir eru að berja á röngum að- ila. Þeir ættu að beina spjótum sínum að alþingismönnum í stað okkar hér hjá Olíufélaginu hf.,“ sagði Kristján Loftsson. Hlutabréf í deCODE hafa lækkað um 20% HLUTABREF í deCODE genet- ies inc., móðurfélagi Islenskrar erfðagreiningar, hafa lækkað um tæp 20% frá því að fyrirtækið til- kynnti fyrr í þessum mánuði að sótt hefði verið um skráningu á NASDAQ. í Morgunkorni FBA í gær segir að þetta sé þvert á vænt- ingar margra núverandi hluthafa sem vonast hafi eftir því að verð hlutabréfanna færi hækkandi í kjölfar tilkynningarinnar. „Tvennt kemur til greina þegar leitað er ástæðu lækkunar. Fyrst er að ekki virðist sem allir núver- andi hluthafar hafi vitað um að hluthafaskrá fyrirtækisins tekur ekki við nýskráningum í sex mán- uði eftir að viðskipti hefjast á NASDAQ og valið því að selja bréfin nú frekar en að sitja með þau næstu sex mánuðina. Annað gæti verið að frá 6. mars hefur vísi- tala líftæknifyrirtækja í Banda- ríkjunum lækkað um 36% og fyrir- tæki eins og Millenium, Myriad og Incyte lækkað á sama tíma um helming. Þrátt fyrir það er ávöxtun þessara fyrirtækja í plús frá ára- mótum um 10% til 90%,“ segir í Morgunkorni FBA. Viðskipti ekki bönnuð með bréf deCODE Hvað varðar möguleika á sölu hlutabréfa deCODE, í þeim flokki hlutabréfa sem gefinn var út fyrir íslenska markaðinn, segir að það sé ekkert sem hreinlega banni við- skipti með bréfin í sex mánuði frá skráningu á NASDAQ. Aðeins hafi komið fram að hluthafaskrá skrái ekki nýskráningar sem augljóslega geri fjárfestum erfitt fyrir með að eiga viðskipti með hlutabréfin. „Ef til verða áhugasamir kaup- endur og áhugasamir seljendur er ekkert því til fyrirstöðu að aðilar geri með sér bindandi samning um að eiga viðskipti á ákveðnu gengi þegar hluthafaskrá hefur skrán- ingu að nýju. Ef um verður að ræða nægan fjölda aðila sem vilja eiga þess háttar viðskipti er ekki ólíklegt að myndast gæti framvirk- ur markaður, jafnvel með staðlaða samninga, með þátttöku margra markaðsaðila. Gera má ráð fyrir fylgni í verði á Islandi og í Banda- ríkjunum. Margir fjárfestar hafa velt íyrir sér hvemig verð bréfanna muni þróast hér á landi eftir að viðskipti hefjast á NASDAQ. Ekki er hægt annað en að gera ráð fyrir að fylgni verði á gengi bréfanna hér á landi og erlendis fyrstu mánuði eftir skráningu. Ef t.d. verð hlutabréf- anna verður lægra hér á landi býð- ur það upp á að fjárfestar skort- selji hlutabréfin, þ.e. fái lánuð bréf og selji erlendis, en kaupi síðan á lægra gengi hér heima og geri síð- an skortstöðuna upp eftir að sex mánaða tímabilinu lýkur,“ segir í Morgunkomi FBA. OZ.COM hyggst ráða allt að 150 manns á þessu ári Starfsmenn fá umbun fyrir ábendingar OZ.COM gerir ráð fyrir að ríflega tvöfalda starfsmannafjölda fyrir- tækisins á næstu mánuðum og beita við það nokkuð óvenjulegri aðferð. „Við teljum okkur þurfa að bæta við okkur allt að 150 manns á þessu ári en nú eru starfsmenn fyrirtæk- isins rétt um 100 talsins," segir Skúli Valberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóri OZ.COM. Hann segir að þörfina fyrir þessa miklu starfsmannafjölgun megi rekja til hinnar nýju mPres- ence-þjónustu fyrirtækisins sem kynnt var á fjarskiptasýningu í Bandaríkjunum í lok febrúar. Um er að ræða viðbótarlausnir OZ.COM við iPulse-lausnina, sem fyrirtækið hannaði í samstarfi við Ericsson, en mPresence er þjón- usta við fjarskiptafyrirtæki og víð- tæk þjónusta fyrir þráðlaus við- skipti um Netið sem fjarskiptafyrirtæki getá boðið við- skiptavinum sínum. „Viðbrögðin sem við fengum í kjölfarsýningarinnar í Bandaríkj- unum voru góð og við erum þegar komnir í viðræður við nokkur fyr- irtæki sem hafa áhuga á að ganga til samstarfs við.okkur um þessa lausn. Við erum þama að bjóða nýja þjónustu sem krefst þess að við veitum viðskiptavinunum, þ.e. fjarskiptafyrirtækjunum, mikla at- hygli og við munum þurfa að þjón- usta þá bæði markaðslega og tæknilega auk þess sem áfram þarf að byggja tæknina sjálfa upp. Því þurfum við á töluverðum mannafla að halda,“ segir Skúli Valberg. Hann segir að þróunarmiðstöð fyrirtækisins verði áfram á íslandi enda henti íslenski markaðurinn sérlega vel til að prófa ýmsar nýj- ungar og reynslulausnir. Á erlend- um skrifstofum fyrirtækisins, bæði í Stokkhólmi og Boston, verði áherslan meiri á viðskipti og þjón- ustu heldur en á kjarnatæknina sjálfa. „Því verður það fyrst og fremst vel menntað tæknifólk í hugbúnað- argeiranum og fjarskiptageiranum sem við leitum að hérlendis. Það væri mjög æskilegt ef við gætum fengið a.m.k. helming þessara 150 starfsmanna sem við þurfum, hér á íslandi." Við leitina að hæfu starfsfólki hyggst OZ.COM beita nokkuð óvepjulegum aðferðum, þ.e. að greiða fyrir ábendingar sem leiða til ráðningar. „Við lítum á starfsfólkið okkar sem helstu verðmæti fyrirtækisins og í rauninni á hver sá sem færir þessu fyrirtæki verðmæti sína umbun skilið. Því er það þannig hjá okkur að ef starfsmenn kynna til sögunnar nýtt fólk sem síðan er fastráðið, þá er þeim umbunað sér- staklega fyrir það,“ segir Skúli og telur þetta góða leið til að ráða nýtt starfsfólk því að með þessu velji starfsfólkið sér í raun samstarfs- menn. Aðspurður hvort sams konar umbun yrði veitt fólki utan fyrir- tækisins segir Skúli að væntanlega yrðu forsvarsmenn fyrirtækisins til viðræðna um slíkt ef það kæmi upp, enda séu slíkar greiðslur innt- ar af hendi til hinna ýmsu ráðning- arstofa sem standi utan við fyrir- tækið. Samlíf skilar auknum hagnaði ÁRSREIKNINGUR Sameinaða líftrygg- ingarfélagsins hf., Samlífs, fyrir árið 1999 sýnir bestu rekstramiðurstöðu félagsins frá upphafi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Hagnaður af rekstri félagsins nam 82,5 milljónum króna sem er 177% aukning á milli ára. Starfsmenn fá 120.000 króna launauppbót í tilefni góðrar afkomu. Bókfærð iðgjöld félagsins námu 478 milljónum króna sem er 28% aukning frá fyrra ári. Fjárfestingartekjur jukust úr 54 milljónum króna í 171 milljón og tjóna- greiðslur námu 105 milljónum króna sem er 22% aukning. Hreinn rekstrarkostnaður jókst um 38% og nam alls um 160 milljón- um króna. Eigið fé var í árslok 355 milljónir króna og arðsemi eigin fjár var 31,1% en var 12,4% árið á undan. Samlíf festi á haustdögum kaup á helm- ingi þess húss sem íslenskar sjávarafurðir byggðu undir starfsemi sína fyrir nokkrum árum að Sigtúni 42. Samlíf flytur starfsemi sína í Sigtún um miðjan apríl næstkomandi. Stærstu eigendur Samlífs eru Sjóvá-Al- mennar með 25% hlut og Tryggingamið- stöðin, Islandsbanki og Búnaðarbanki ís- lands með 15% hver aðili, auk nokkurra lífeyrissjóða. Áðalfundur félagsins verður haldinn 29. mars nk. ^fUPP BW mÐUR'W' HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Mikil viðskipti urðu á Verðbréfaþingi (slands í seinustu viku og var veltan rúmlega 2.007 milljónir í 1.397 viöskiptum. Hlutabréf 23 félaga á VÞÍ hækkuðu í gengi, 25 lækkuðu og 12 stóðu í stað. Heildar markaðsvirði allra félaga á VÞÍ hækkaði um 3,8% í seinustu viku og endaði í 424,8 milljörðum kr. +*UPP FyrtrtJrtcl v..ð Viðsk. vBuionar F)c (ÞúS. kf.) vlðtk. Nýherji 21,50/16,50 150.231 115 32,7% Isl. hugbúnaðarsj. 14,90/12,50 59.871 73 22,1% Pharmaco 37,00/32,00 60.154 25 14,1% KEAsvf. 2,85/2,52 2.814 8 10,2% Landsbankí Isl. 4,95/4,73 104.492 66 8,8% Fiskiðjusaml. Húsav. 1,37/1,37 603 1 -15,4% Skinnalðnaður 2,40/2,40 240 1 -7,3% Skýrr 28,75/23,00 51.814 57 -6,5% Þorbjöm 6,20/6,00 5.688 3 -6,3% Tangi 1,42/1,37 419 3 -5,5% ^UPP NIÐUR'V' GENGI GJALDMHDLA wna P 18.08.99 25.08.99 +/-% Sænsk króna 8,452 8,501 +0,58 Bandaríkjadalur 73,73 74 +0,37 Kanadadalur 50,33 50,37 +0,08 ■kMI’lJÍr l Japanskt jen 0,6973 0,6915 -0,83 Grísk drakma 0,2134 0,2131 -0,14 Norsk króna 8,739 8,734 -0,06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.