Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 1

Morgunblaðið - 31.03.2000, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ÍSÍ mælir með hnefaleikum FRAMKVÆMDASTJÓRN fþrótta- og Ólympíu- sambands Islands, ISI, mælir með því að fhim- varp um lögleiðingu ólympiskra hnefaleika verði samþykkt. Frumvarpið liggur nú fyrir Al- þingi og fékk framkvæmdastjómin það til um- sagnar á dögunum. Heilbrigðisnefnd ÍSI styður einnig að bann við ólympískum hnefaleikum verði afnumið og telur að þessi tegund hnefa- leika sé ekki skaðlegri en margar aðrar íþróttir. í þessu sambandi vill ÍSÍ benda á að frá því að lög um bann við hnefaleikum var samþykkt 1956 hafi hnefaleikar tekið miklum breytingum og aðskildir hafi verið annarsvegar atvinnu- hnefaleikar og hins vegar ólympískir hnefaleik- ar og að síðamefnda greinin sé viðurkennd af Alþjóða-ólympíunefndinni. Auk þess séu ólymp- ískir hnefaleikar á meðal keppnisgreina á Öl- ympíuleikum. Kristinn sló fýrsta draumahögg árþúsundsins KRISTINN Eymundsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi er hann var við leik ásamt Sveinbimi Kristjánssyni, einnig úr GR, á Mill Ride-vellinum í Ascot á Suður-Englandi. Kristni og Sveinbimi var boðið til þátt- töku á innanfélagsmóti golf- klúbbsins hinn 4. mars sl., á með- an á tíu daga dvöi þeirra stóð. í mótinu fór Kristinn holu í höggi á 8. braut, sem er rúmir 140 metr- ar að lengd. Hann notaði trékylfu nr. 7, en þaraa var örlítili mót- vindur, að sögn Kristins. Þetta er í annað sinn sem Kristinn fer holu í höggi. Hann gerði það fyrst á 12. braut gamla vallarins á Korpúlfsstöðum, þá með 8- járni. „Þetta sannar að fyrra skiptið var ekki glópalán,“ sagði Kristinn og hló. Kristinn er fyrsti íslendingur- inn sem tilkynnir afrek sitt til Einheijakiúbbsins og verður því að teljast sá fyrsti sem fer holu í höggi á nýju árþúsundi. Árangur Kristins í mótinu var sá besti með forgjöf, en þar sem íslendingam- ir tóku þátt sem gestir gátu þeir ekki tekið við verðlaunum. Hins vegar spurðist afrek Kristins fjjótt út. „Það vom ótrúlegustu menn og konur að óska mér til hamingju á meðan ádvölinni stóð,“ sagði Kristinn, en hann og Sveinbjöm gistu í góðu yfirlæti í kiúbbhúsi Mill Ride-golfklúbbs- ins. AlltHM- liðið gegn íslandi April Heinrichs, þjálfari banda- ríska heimsmeistaraliðsins í knattspyrnu kvenna, hefur val- ið gífurlega sterkan þrjátíu manna hóp til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Hópurinn kemur saman á mánudaginn kemur og fyrstu verkefnin eru landsleikirnir tveir gegn íslandi í Charlotte 5. og 8. apríl. w Ihópnum er allt byrjunarliðið sem lék úrslitaleik HM á síðasta ári og níu leikmannanna hafa leikið 100 landsleiki eða fleiri. Kristine Lilly hefur leikið 197 leiki og verður því að öllu óbreyttu fyrsti knattspyrnu- maður heims til að ná 200 leikjum. Mia Hamm, vinsælasti leikmaður liðsins, er með 188 leiki og hefur skorað í þeim 116 mörk. Michelle Akers, sem hefur skorað 104 mörk í 148 leikjum, missir þó sennilega af leikjunum þar sem hún fór úr axlar- lið fyrir skömmu. Eftir leikina gegn íslandi fá bandarísku stúlkurnar einnai- viku frí en síðan fara þær í æfingabúðir í Kalifomíu og dvelja þar fram í júní. Áætlað er að liðið leiki um tuttugu landsleiki fram að Olympíuleikun- um. „Ég stend frammi fyrir skemmti- legu vandamáli því allir leikmenn- imir sem léku á Algarve-mótinu í Portúgal á dögunum spiluðu frábær- lega. Það verður mikil samkeppni um að komast í sjálfan ólympíuhóp- inn,“ sagði April Heinrichs þjálfari. Morgunblaðið/Golli Systkinin sigursælu frá ísafirði, Katrín og Ólafur Ámabörn, sigruðu í 5 km göngu kvenna og 10 km göngu pilta á Skíðalandsmótínu, sem hófst í gær í Skálafelli. Viðtöl við þau eru á C4. Færeyingar til liðs við Val KNATTSPYRNUDEILD Vals hefur samið við færeysku lands- liðsmennina Pól Thorsteinsson og Henning Jamskor. Leikmenn- irnir vom á reynslu hjá félaginu fyrir skömmu og vora Valsmenn ánægðir með frammistöðu þeirra og er gert ráð fyrir að samið verði við þá báða til þriggja ára. PÓI, sem er 26 ára, kemur frá VB í Færeyjum en hann var nýkom- inn til félagsins frá B36. Henn- ing, sem er 27 ára, kemur frá GÍ í Gotu. Valsmenn hafa áður feng- ið tvo erlenda leikmenn fyrir keppnistimabilið í 1. deild: gert þriggja ára samning við banda- ríska markvörðinn John Mills, og Besim Haxhiajdini frá Júgó- slavíu. Keppni í 1. deild karla hefst 19. maí en þá leika Vals- menn á móti Þrótti Reykjavík. Guðjón Valur má ekkert reyna á sig á næstunni Guðjón Valur Sigurðsson, leik- maður KA í handknattleik, leikur ekki meira með liðinu á þessum vetri. Augnlæknir til- kynnti honum í gær að hann mætti ekki reyna á sig næstu vikurnar. Guðjón Valur lenti í samstuði við Egidijus Petkevicius, mark- vörð FH, á miðvikudagskvöldið og skaddaðist á auga við það. Læknar búast fastlega við að hann nái sér að fullu en vilja að hann hvíli sig. Þriðja leik KA og FH í átta liða úrslitum, sem vera átti í gær- kvöldi, var frestað og er fyrirhug- að að leika hann í kvöld. Atli Hilm- arsson, þjálfari KA, var ekki ánægður með þessi málalok. „Þetta kemur sér illa fyrir okkur þvi það eni leikir í þriðja flokki um helgina og eins í yngri flokkum þannig að sumir þjálfarar liðanna komast ekki með þeim,“ sagði Atli. Hann benti einnig á að óvenju- legt væri að leikjum væri frestað svo snemma dags, en leiknum var frestað um miðjan dag í gær. „Þegar við förum suður er alltaf beðið eins lengi og hægt er áður en leik er frestað og ef okkur seinkar lítillega eru leikirnir færð- ir aftur um hálfa klukkustund. FH-ingar ætluðu að koma með íslandsflugi norður, en félagið flaug ekki, en Flugfélagið er búið að fljúga hingað í dag,“ sagði Atli. SNÓKER: KRISTJÁN HELGASON FAGNAÐISIGRI í ABERDEEN/C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.