Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 4
Haukur tekur upp þráð-
inn þar sem frá var hoifið
Systkini frá ísafirði sigursæl
í skíðagöngu í Skálafelli
AKUREYRINGURINN gamalreyndi, Haukur Eiríksson, varði
íslandsmeistaratitil sinn í 15 km göngu karla á fyrsta degi Skíða-
landsmóts íslands í Skálafelli í gær. Þar að auki varð Katrín Árna-
dóttir, tæplega 17 ára stúlka frá ísafirði, hlutskörpust f 5 kíló-
metra göngu kvenna, 17 ára og eldri. Það má segja að hún hafi
gefið tóninn fyrir bróður sinn, Olaf Th. Árnason, sem fagnaði sigri
í 10 kílómetra göngu pilta, 17 til 19 ára, skömmu síðar.
Morgunblaðið/Golli
Haukur Eiríksson brá á leik og tók norsku aðferðina er hann
kom í mark sem sigurvegari i 15 km göngu.
Haukur náði þriðja besta tíman-
um í 15 km göngunni í gær, en
varð eigi að síður Islandsmeistari
annað árið í röð,
þar sem báðir
komu frá Svíþjóð -
Glenn Olson og Marcus Sonnefeldt.
Peir kepptu sem gestir og voru vita-
skuld ekki gjaldgengir í keppnina
um íslandsmeistaratitil.
Haukur sagði að hann hefði ekki
æft jafn stíft fyrir þetta mót eins og
landsmótið í fyrra, þegar hann vann
þrefalt.
„Ég keyrði náttúrulega upp fyrir
þetta landsmót, prófaði að rífa mig
upp og koma mér í æfingu. Það gekk
upp. En ég æfði miklu meira í fyrra
Vegna þess að þá stefndi ég meira á
Vasa:gönguna, en ég fór ekki í hana
í ár. Ég hef haft meira að gera, en ég
bý ennþá að æfingum mínum í fyrra
og er mjög sterkur ennþá.“
Hann sagðist vissulega hafa verið
vongóður um að fagna sigri, en
sagði að hann hefði alls ekki átt sig-
urinn vísan. „Raunar hefur Helgi
Jóhannesson, sem er frá Akureyri
líka og var helsti keppinautur minn í
dag, sýnt ágætis göngur inn á milli
og hefur verið mjög vaxandi. Hann
gat alveg eins unnið í dag, ef hann
hefði hitt á góðan dag.“
Haukur játti því að færið hefði
ekki verið sem best, snjórinn var
blautur og slydda á meðan göngunni
ptóð. „Það var mjög þungt færi í dag
og ég vissi strax og ég lagði af stað
að þetta yrði mjög langur dagur - að
það yrði erfitt að ganga. Færið var
bæði þungt og blautt. Enda kom
líka á daginn, þótt við legðum allir
hratt af stað, að gangan reyndist
þung og erfið. Maður þurfti að beita
sig miklum sjálfsaga og seiglu til að
klára þetta vel.“
Haukur sagði að sænsku göngu-
mennirnir hefðu tekið forystu fljót-
lega, en að jafnræði hefði verið með
íslensku keppendunum fyrst um
sinn. „Svíarnir skriðu framúr fyrst,
en við íslendingarnir vorum á svip-
uðu róli fyrstu þrjá til fjóra kíló-
metrana. Þá fóru hlutirnir að ger-
ast, þá seig ég aðeins framúr og
fylgdi því bara eftir á öðrum á þriðja
hring. Það gekk allt saman upp
sagði Haukur.
„Fyrst reyndi ég að hanga í
Svíunum, þegar þeir komu. Þeir
voru stutt á eftir okkur og þegar
þeir komu og náðu okkur hugsaði ég
um að halda í við þá eins lengi og ég
gat. Það gekk nokkuð vel, en síðan
passaði ég mig á að hugsa ekki
meira um þá, heldur einblína á ís-
lendingana og klára gönguna."
Haukur er 36 ára og hefur verið
lengi að. Hann segist óneitanlega
hafa leitt hugann að því að draga sig
smám saman úr keppni. yÉg fer nú
að hætta þessu bráðum. Ég hef ver-
ið lengi í þessu og mér finnst kom-
inn tími til að huga að öðru. Þetta
hefur verið mjög gaman og ég verð
áfram í þessu meðan ég hef gaman
af því,“ segir Haukur, sem útilokar
ekki að hann endurtaki leikinn frá
því í fyrra og fari einnig með sigur
af hólmi í 30 km göngunni, sem
verður á sunnudaginn. „Það gæti
allt eins orðið. Þetta er líka spurn-
ing um dagsformið, hvernig maður
hittir á taktinn og hvernig færið
verður og annað. Þetta snýst líka
um heppni. Það gæti vel gerst. Ég
stefni að því að taka á þessu þá
líka,“ sagði Haukur Eiríksson,
íslandsmeistari í 15 km skíðagöngu
karla.
Langaði rosalega að vinna
Katrín sagðist vart hafa vitað
hverju hún ætti að búast við fyrir 5
km gönguna, átti von á að hinar
sænsku Johanna Andersson og Lisa
Ericson yrðu í aðalhlutverki. „Ég
vissi ekki einu sinni hvort ég væri
komin í nógu góða æfingu eða ekki.
Ég var rosalega hrædd við Svíana.
Ég keppti ekki á FlS-mótinu á Ak-
ureyri um síðustu helgi, var að
spara mig fyrir þessa göngu. Þá
frétti ég að þær sænsku hefðu verið
svo góðar, eins og Sandra Dís Stein-
þórsdóttir, en við æfum mikið sam-
an. Ég vissi því ekkert um hvernig
úrslitin yrðu. Þetta kom þess vegna
nokkuð á óvart.“
Að hverju stefndirðu þá?
„Ég stefndi að því að vinna, ætlaði
mér alltaf að vinna í þessari göngu.
Mig langaði það rosalega."
Þú talar um áhyggjur af því að
vera ekki komin ínógu góða æfingu.
Hefurðu ekki æft nógu mikið að
undanförnu?
„Jú, jú, ég er búin að æfa alveg á
fullu, sérstaklega í sumar. Ég veit
ekki hvort ég sé komin í bestu æf-
inguna núna, en ég vona það. Það er
ekki seinna vænna. Unglingameist-
aramótið er um næstu helgi.“
Katrín tók þátt í sömu göngu á
Skíðalandsmótinu í fyrra, sem fór
einmitt fram í heimabæ hennar, Isa-
firði, og varð þá önnur á eftir Stellu
Hjaltadóttur, sem er í barnsburðar-
leyfi að þessu sinni. En fann Katrín
ekki fyrir væntingum vegna þessa,
að fólk hafi talið hana sigurstrang-
legri fyrir vikið? „Nei, það er engin
pressa á mér eða neitt slíkt. Ég hef
bara gaman af þessu,“ sagði hún.“
í upphafi vikunnar var ísfirðingur-
inn Olafur Th. Árnason ekki vongóð-
ur um að standa uppi sem sigurveg-
ari í skíðagöngu á landsmótinu í
Skálafelli. Hann fann fyrir lasleika
og kastaði upp á mánudagskvöld auk
þess sem hann var með hita á þriðju-
dag, en tveimur dögum síðar náði
hann bestum tíma \r 10 km göngu
pilta, 17 til 19 ára. „Ég var því ekki
bjartsýnn fyrir þetta mót. Ég var
orðinn sæmilega hress [í fyrradag]
Hún vildi lítið segja um hversu
miklar vonir hún geri sér um að
endurtaka leikinn og fagna sigri í 10
km göngunni, sem verður á sunnu-
dag. „Mér gekk ekkert vel í dag. Ég
og treysti mér til að fara á skíði. Ég
var svolítið þungur þá, en kom til í
dag,“ sagði Ólafur. „Þetta kom
skemmtilega á óvart og var sannar-
lega góð byrjun á þessu móti.“
Hann var hvergi nærri öruggur
um sigur þegar gangan hófst. „Um
tíma hafði ég dottið niður í fjórða
sæti. Það var eftir um þrjá kílómetra.
En ég hafði það, sem betur fer. Þeir
voru svolítið misvísandi, tímamir
sem ég fékk í brautinni. Samkvæmt
held að þetta hafi bara verið
heppni," sagði Katrín og kvaðst ekki
ánægð með gönguna í gær. „Nei,
mér fannst festan undir skíðunum
ekki nógu góð.“
þeim var ég ýmist þrjátíu sekúndum
á undan eða eftir.“ Eigi að síður seg-
ist hann hafa vitað nokkuð vel hvern-
ig staða hans væri gagnvart keppi-
nautum sínum. „Jú, jú, ég kaus bara
að treysta á annan þeirra sem gáfu
okkur upplýsingar. Það vom tveir
Isfirðingar í brautinni.“
Ólafur segist bjartsýnn á fram-
haldið á skíðalandsmótinu, sérstak-
lega þar sem honum gekk vonum
framar í fyrstu grein sinni. „Já, já, ég
Seldir
Wembley-
miðar týrir
29 milljónir
MIKILL áhugi er meðal
stuðningsmanna Stoke City
á úrslitaleik liðsins gegn
Bristol City í bikarkeppni
neðri deildarliða. Fyrstu
þrjá dagana frá því að miða-
sala hófst seldi félagið 12
þúsund aðgöngumiða á leik-
inn, þar af voru níu þúsund
miðar seldir á miðvikudag,
en miðar eru ekki komnir í
almenna dreifingu. Richard
Potts, yfirmaður miðasölu
hjá félaginu, kvartar ekki
og segir að það hafi selt fyr-
ir um 29 milljónir ísl. króna
á fáeinum dögum. Leikur
Stoke City gegn Bristol City
í bikarkeppni neðri deildar
liða fer fram á Wembley 16.
apríl.
FOLK
UÞORVALDUR Örlygsson, þjálf-
ari KA í knattspymunni og fyrrum
landsliðsmaður, hefur fengið leik-
heimild með félaginu og getur byrj-
að að spila með því í deildabikam-
um. Þorvaldur lék síðast á íslandi
með Fram sumarið 1991 en hann
hefur verið atvinnumaður í Eng-
landi frá 1989, síðast með Oldham
en áður með Stoke og Nottingham
Forest.
■ DRAGOSLAV Stojanovic, júgó-
slavneski miðjumaðurinn sem lék
með Stjörnunni í 1. deildinni í
knattspyrnu í fyrra, er genginn til
liðs við 3. deildarlið Þróttar í Nes-
kaupstað. Stojanovic kannast við
sig í Fjarðabyggð því hann lék með
KVA, liði Eskfirðinga og Reyðfirð-
inga, áður en hann fór til Sljöm-
unnar.
U ELLIÐI Vignisson, kynnir á leik
ÍBV og Hauka í úrslitakeppni karla
í handknattleik í Eyjum í fyrra-
kvöld, var „sendur í kælingu" af
dómumm leiksins eftir að hann
sendi þeim tóninn í hátalarakerfi
íþróttahússins. Elliði var í skamm-
arkróknum seinni hluta fyrri hálf-
leiks en hóf störf að nýju eftir hlé
og gætti tungu sinnar eftir það.
■ IVAR Ingimarsson meiddist í
leik Brentford gegn Bristol City í
ensku 2. deildinni í knattspyrnu um
síðustu helgi. Það skýrist ekki fyrr
en á morgun hvort hann getur spil-
að með liðinu gegn Wigan þann
dag.
■ ROBBIE Fowler er víst óðum að
ná sér eftir meiðsl og talið hugsan-
legt að hann geti leikið með Liver-
pool 21. apríl er liðið mætir Ever-
ton í grannaslag í Liverpool.
leyfi mér að vera bjartsýnn miðað við
það sem gerðist í dag. Mér gekk svo
vel. Á sunnudaginn keppi ég í sterk-
ari grein minni, í skautinu. En ef
brautin verður mjúk eins og í dag
hefur tæknin lítið að segja. Ef braut-
in er hörð geta allir farið hratt og
þeir fara hraðar sem eru með góða
tækni, frekar en þegar brautin er
þung,“ sagði Ólafur Th. Árnason,
nýkrýndur Islandsmeistari pilta, 17
til 19 ára, í 10 km göngu.
Kom skemmtilega á óvart