Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Höfðaði til metnaðar inn og sterkar vamir, eins á sást hér í dag,“ bætti Magnús við og taldi meiri líkur á sigri hjá sínum mönnum í oddaleik liðanna. „Næsti leikur verð- ur jafn fram eftir öllu því liðið eru svipuð - ef eitthvað er þá höfum við meiri breidd og það kemur til með að skila sér. Það er því að duga eða drep- ast en það er allt hægt, það hafa Eyja- stúlkur sýnt.“ Morgunblaðið/Jim Smart Bjarki Sigurðsson og samherjar hans hjá Aftureldingu fögnuðu sigri á Haukum og tryggðu sér oddaleik að Varmá í kvöld. Valdimar, Olafur og Róbert tilnefndir ÞAÐ hefur nú verið endanlega ákveðið að svokallaður „Stjömu- leikur" í handknattleik í Þýskalandi fari fram 26. maí. Það er þýska íþróttarásin DSF sem stendur að leiknum og verður hon- um sjónvarpað beint. Nokkrar uppákomur verða samhliða leikn- um, eins og golfkeppni handknattleiksmanna. Þjálfarar liðanna hafa valið í forvali fjóra leikmenn í hveija stöðu fyrir hvort lið. Valdimar Grímsson er tilnefndur í hægra homið fyrir suðaustur- liðið ásamt Róbert Sighvatssyni, sem er tilnefndur á línuna og gæti þeir lent á móti Olafi Stefánssyni hjá Magdeburg sem er til- nefndur hjá norðvesturliðinu. Það em svo lesendur Sport-Bild sem geta endanlega valið úr leikmönnum á Netinu fyrir 15. maí úr þeim hópi sem þjálfaramir hafa tilnefnt. Það em litlar líkur á að Valdimar, Róbert og Ólafur taki þátt í stjörnuleiknum ef þeir verða valdir, þar sem fslenska landsliðið verður á sama tíma í Tókklandi. Okkurvar stillt upp við vegg „ÉG höfðaði til metnaðar leikmanna og lagði fyrir að við ættum að mæta ákveðnir og reiðir til leiks og það gekk eftir enda alltof snemmt fyrir Aftureldingu að fara í frí 9. apríl,“ sagði Skúli Gunn- steinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 24:23 sigur á Haukum í Hafnarfirði á sunnudaginn og þar sem Haukar unnu fyrri viður- eignina verður á þriðjudaginn leikið til þrautar um að komast í úr- slitaleikinn. Afturelding var betra liðið en Haukar geta líka sjálf- um sér um kennt því þeim tókst ekki að nýta sér til fulls að vera tvívegis tveimur fleiri. Stefán Stefánsson skrifar Haukar máttu vita að eftir næstum háðulega meðferð á íslands- meisturunum í fyrri leiknum yrði þessi leikur ekki sami labbitúrinn. Það sýndi sig strax í byrj- un að leikmenn höfðu farið ofan í saumana á veikleikum hjá mótherjunum því þrátt íyrir nokkrar skemmtiiegar fléttur hjá hvoru liði snerist baráttan um hvort liðið var tilbúið að beijast meira íyrir sínum hlut. Harðjaxlamir AJex Troufan hjá Aftureldingu og Petr Baumruk hjá Haukum fengu fyrstir manna gult spjald og Ijóst að hvergi yrði gefið eftir í vöminni. Bæði liði léku svo til flata vöm en stukku út á móti skyttunum, þegar þær komu aðvífandi. Mosfellingar náðu fijótlega forystunni en aldrei að stinga heima- menn af því mjótt var á munum og refsað fyrir hver mistök. Eftir hlé byijaði ballið og harkan jókst eftir því sem leið á leikinn og fór að taka á taugar leikmanna. Þar stóðu gestimir sig betur, sem dæmi var tveimur leikmönnum þeirra vikið af leikvelli og í stað þess að vopnin sner- ust í höndunum á þeim bættu þeir við tveimur mörkum. Reyndar hefði Alex Trufan mátt fjúka aftur út af en það var eins og annars ágætir dómarar legðu ekki í að reka hann út af, nýkominn inn á eftir kælingu. Eftir það var leikurinn lengi vel í jámum en Afturelding alltaf tveimur til þremur mörkum á undan og slök skot gest- anna síðustu mínútumar gerðu út um vonir Hafnfirðinga um framlengingu. Haukar léku alls ekki illa en það em enginn grið gefin þegar svona langt í mótið er komið og að halda í horfinu þýðir nánast það sama og að verða eftir. Vömin var lengst af ágæt með Baumruk sterkan og Magnús Sigmundsson varði vel. í sóknarleikn- um byijaði Halldór Ingólfsson strax að velgja mótherjunum undir uggum og átti góðan leik. Kjetil Ellertsen og Aliaksandr Shamkuts stóðu fyrir sínu og Sigurður Þórðarsson var drjúgur er hann brá sér inn úr hominu. Mosfellingar em of þrautreyndir til Þannig vörðu þeir Magnús Sigmundsson, Iiaukum, 18 (þar af fóra átta aftur til mótherja). 6 (1) langskot, 5 (5) gegnumbrot, 5 (1) úr horni, 2 (1) af línu. Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 25/1 (þar af fóru tíu aft- ur til mótherja). 14 (8) langskot, 3 (3) gegnumbrot, 5 (1) úr horni, 2 af línu, 1 vítakast. að láta taka sig í bólinu tvisvar og mættu reiðubúnir til að fórna sér í leikinn en þar lá einmitt styrkur þeirra. Vömin með Troufan mættan á sinn stað var vel á verði, sem gerði að verkum að Bergsveinn Bergsveins- son markvörður fékk ekki á sig skot IU UJIIIUUI ______ Haukar ekki mark eftir gegnumbrot Fyrir vikið var meiri öryggi í sóknar leiknum en þar var Gintaras Savu kynas í miklum ham. Bjarki Sigurðs son og Gintas Galkauskas vom einnif dijúgir. Heiðmar tók stöðu Valdimars LIÐ Willstatt, sem Gústaf Bjama- son og Magnús Sigurðsson leika með, ætlar að gera fallbai-áttuna spennandi þegar sex umferðir em eftir í deildinni. Nettelstedt sótti Willstatt heim og endaði leikurinn með jafntefli, 22:22, eftir að Nettel- stedt hafði leitt 11:12 í leikhlé. Þar með er Willstatt nú aðeins 2 stigum á eftir Wuppertal í fallsætinu og mæt- ast liðin í Wuppertal í næstu umferð. Gústaf gerði 3 mörk fyrir Willstatt. Wuppertal leiddi lengst af í Wetzl- ar - gegn Sigurði Bjarnasyni og fé- lögum sem léku án tveggja bestu manna sinna, þeirra Lizizic og Rad- onic, en allt kom fyrir ekki, Wetzlar skoraði sigurmarkið 5 sek. fyrir leiks- lok eftir að leikmenn Wuppertal vor- um tveimur færri á vellinum. Wetzlar vann 23:22 og gerði Sigurður Bjama- son 3 mörk liðs síns. Dagur Sigui'ðs- son átti góðan leik og setti 5 mörk, en öllum á óvart hvíldi þjálfari Wupper- tal Valdimar Grímsson allan tímann og lék Heiðmar Felixson í hans stað í horninu, hann setti eitt mark. Ólafur Stefánsson átti stórleik með Magdeburg gegn Frankfurt og skor- aði 8 mörk í jafnmörgum tilraunum, hann átti auk þess mjög góðan dag í vörninni. Magdeburg vann ömggan sigui- 31:25 eftir að hafa leitt í byijun 7:0 og 13:9 í leikhléi. Flensburg og Lemgo gerðu jafn- tefli, 22:22. Þar með tapaði Flens- burg enn einu dýrmætu stigi í topp- baráttunni og er nú Kiel aðeins 1 stigi á eftir Flensburg þegar lokabaráttan hefst og á auk þess eftir heimaleik gegn Flensburg sem gámngamir segja, að Kiel vinni eins og venjulega. Kiel gerði jafntefli gegn Minden á útivelli 25:25 og átti Dusjebajev stór- leik og gerði 13 mörk í öllum regn- bogans litum fyrir Minden. Pemnicic gerði 8 mörk fyrir Kiel. Nordhorn vann Groswallstadt á heimavelli sín- um með 28:22 og setti gamla brýnið Jochen Fraatz 9 mörk fyrir Nord- horn. Gummersbach vann svo léttan sig- ui' gegn fallliði Schutterwald 27:24 þai' sem Kóreumaðurinn Yoon gerði 10 mörk fyrir lið sitt og er þar með markhæstur í deildinni. Það var búið að stilla okkur upp við vegg og við voram alls ekki tál- búnir að hætta keppnistímabilinu því við munum frá því fyrra hvemig til- finningin að sigra er og ætlum að vera með,“ sagði Bergsveinn Bergsveins- son, markvörður Aftureldingar, sem venti sínu kvæði í kross eftir slaka frammistöðu í fyrri leik liðanna og varði nú 25 skot. „Það hjálpaði allt til. Vömin hjálpaði mér og þegar ég ver kemur aftur meira öryggi í varnar- leikinn. Þó að ég freistist stundum til að halda að ég hafi staðið mig ágæt- lega í vetur getur maður klikkað." Bergsveinn segir að mikilvægir leikir í úrslitakeppninni séu ekki eins og aðrir leikir. „Fyrir okkur snerist þessi leikur ekki um taktík eða æfing- una fyrir leikinn heldur stund og stað og ef menn ætluðu sér áfram í mótinu urðu þeir að gefa allt sitt í leikinn. Við spiluðum ekki eins illa og síðast enda eigum við að skammast okkar fyrir þann leik. Við bættum fyrir það núna og mætum grimmir í næsta leik á þriðjudaginn því við vitum hvað er í húfí, höfum oft spilað svona úrslita- leiki og vitum út á hvað þeir ganga. Þessi leikur hér í Hafnarfirði verður einnig vendipunktur fyrir okkur því við emm á leiðinni í úrslitin,“ bætti Bergsveinn við í vígamóð. Vantaði í okkur meira hungur „Við börðumst samt en það vantaði í okkur aðeins meira hungur," sagði Magnús Sigmundsson, markvörður Hauka, eftir leikinn. „Við vomm greinilega ekki alveg eins tilbúnir og fyrir síðasta leik enda vom þeir uppi við vegg eftir sigur okkar í fym leikn- um. Urslit í svona leikjum snúast að- eins um hvort liðið er betra þann dag- SÓKNARNÝTING Annar leikur liðanna í undanúrslltum, leikinn í Hafnarfirði 9. apríl 2000 Haukar Mörk Sóknir % Afturelding Mörk Sóknir % 11 12 23 27 24 51 41 F.h 12 58 S.h 12 50 Alls 24 26 39 24 52 50 46 8 Langskot 8 0 Gegnumbrot 7 1 Hraðaupphlaup 2 7 Horn 1 3 Lína 2 4 Víti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.