Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
KORFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL breidd í liði KR gerði
gæfumuninn þegar það fékk
Grindavík í heimsókn í fjórða
úrslitaleik íslandsmótsins í
KR-húsinu í gærkvöldi. Þrátt
fyrir góðan sprett gestanna i
byrjun tókst þeim ekki að fylgja
honum eftir því Vesturbæingar
gátu skipt ört inná óþreyttum
leikmönnum, sem allir voru
jafn góðir. Útslagið gerði síðan
góð byrjun KR-inga eftir hlé
þegar þeir sneru taflinu við -
skoruðu 14 stig án þess að
Grindvíkingar fengju nokkuð
að gert og úrslitin voru eftir
því, 83:63. Þar með rufu KR-
ingar áratugar einokun Suður-
nesjaliða á Islandsbikarnum.
Tíu sekúndum eftir að leikurinn
hófst fiskaði vörn KR boltann af
gestunum og Keith Vassell skoraði
fyrstu stig leiksins
Stefán við mikinn fógnuð
Stefánsson áhorfenda jafnt sem
skrifar félaga sinna. En bið
varð á frekari tilþrif-
um því Grindvíkingar áttu í fullu tré
við þá í vörninni auk þess að hittni
þeirra var afleit á meðan Grindvík-
ingar komust í 9:20 um miðjan fyrri
hálfleik. Þá fór að rofa til í Vestur-
bænum og heimamenn hófu að saxa
niður forskotið en hittnin brást
Grindvíkingum. Ekki náðu þeir alla
leið að jafna því eftir mikinn darrað-
ardans síðustu mínútu fyrri hálfleiks
náði Alexander Ermonlinski að koma
gestunum í 31:34.
Ský dró síðan alveg frá sólu í upp-
hafi síðari hálfleiks því á fyrstu fimm
mínútunum skoraði KR 14 stig sem
skilaði 45:34 forystu. Grindvíkingar
lögðu samt ekki árar í bát og á meðan
Keith Vassell hvíldi með fjórar villur
á bakinu tókst þeim að minnka mun-
inn í tvö stig, 50:48. Þá kom Keith
inná aftur og þegar Ólafur Jón Orms-
son tók einnig til sinna ráða áttu gest-
imir ekkert svar.
Sem íyrr segir var mikil breidd í
liði KR og svo til allir leikmenn stóðu
rækilega íyrir sínu. Þó Keith virkaði
þungur skilaði hann sínu, tók meðal
annars 18 fráköst, varði tvö skot og
gaf þrjár stoðsendingar. Jónatan var
einnig sterkur og kann svo sannar-
lega sitt fag - körfuknattleik. Jesper
Sörensen var mjög lipur eins og Jón
Amór Stefánsson, Jakob Örn Sigurð-
arson, Steinar Kaldal og Ólafur Jón
fyrirliði.
Brenton, sem tók 9 fráköst og gaf 6
stoðsendingar, og Alexander voru
allt í öllu hjá Grindavík, stundum var
eins og þeir ættu að vinna leikinn
uppá sitt einsdæmi en það er til of
mikils ætlast. Pétur Guðmundsson
og Guðlaugur Eyjólfsson byrjuðu vel.
Úrslitakeppnin
í körf uknattleik 2000
Fjórði leikurirm i úrslltunum,
leikinn i Reykjavik 25. april 2000
KR GRINDAVÍK
83 Skoruðstig 63
14/19 Vítahfttní 7/8
7/21 3ja stiga skot 6/26
24/43 2jastigaskot 19/38
29 Varnarfráköst 20
11 Sóknarfráköst 7
13 Bolta náð 14
19 Bolta tapað 17
12 Stoðsendingar 11
17 Villur 18
Morgunblaðið/Kristinn
Ingi Þór Steinþórsson fagnar íslandsmeistaratitli á fyrsta ári sínu sem þjálfari KR. Martin Hauks-
son liðsstjóri KR er glaðbeittur við hlið þjálfarans.
Jesper
hættir
hjá KR
DANINN Jesper Winter Sor-
ensen, sem leikið hefur með KR
frá því í fyrra, mun ekki leika
með liðinu á næsta tímabili.
Jesper, sem er 23 ára á þessu
ári, er í háskólanámi í stærð-
fræði og hyggst halda því áfram
í Danmörku. Hann hefur í vetur
sinnt fjamámi en telur sig ekki
hafa tök á að halda því áfram
næsta vetur.
Ólafur samdi á ný við KR
Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði
KR, hefur skrifað undir nýjan
tveggja ára samning við liðið. Þá
hafa KR-ingar framlengt samn-
ing sinn við Jónatan James Bow
um eitt ár. Hann gerði í fyrra
tveggja ára samning við liðið en
hefur fallist á að leika eitt ár til
viðbótar með því.
Þriðji íslandsmeistara-
titillinn hjá Bow
Jónatan Bow hefur þrívegis
unnið Islandsmeistaratitil hér á
landi. Hann vann titilinn með
Keflavík 1992 og 1993 og nú með
KR. Bow kom til landsins árið
1989 á vegum KR en var leigður
til Hauka, en KR varð íslands-
meistari árið 1990. Hann fór til
KR tímabilið 1990-91 og varð þá
bikarmeistari með liðinu. Þaðan
lá leiðin til Keflavíkur.
Ingi með titil á fyrsta ári
Ingi Þór Steinþórsson, 27 ára
gamall þjálfari KR, vann
Islandsmeistaratitil á sínu
fyrsta ári sem þjálfari liðsins.
Hann tók við liðinu af Keith
Vassell í sumar en hafði áður
þjálfað yngri flokka hjá félag-
inu. Þá unnu KR-ingar sinn
fyrsta titil í nýju íþróttahúsi fé-
lagsins, en það var tekið í notk-
unífyrra.
Vissi að við værum
með besta liðið
Eg vil að sjálfsögðu vinna öll þau
mót sem ég tek þátt í, en undir
niðri óraði mig ekki fyrir því að
okkur tækist að
Eftir hampa sjálfum
G/s/a Islandsmeistaratitl-
Þorsteinsson inum,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson,
þjálfari KR, aðspurður hvort hann
hefði búist við því í upphafi móts að
liðinu tækist að vinna titilinn. „Ég
vissi að við myndum gera góða hluti
og hafði trú á því sem ég var að
gera, enda búinn að þjálfa í ellefu
tímabil og vinna marga titla með
yngri flokkum. Ég hef tekið þátt í
að búa til sterka leikmenn í yngri
flokkum félagsins og við erum nú að
uppskera eins og við sáðum. Þessi
sigur hefur mikla þýðingu fyrir
mig, sjálfstraustið er mikið um
þessar mundir og stefnan er að
vera áfram á toppnum og áfram í
KR.“
Vissi að Ingi Þór
mundi standa sig
„Það er ólýsanleg tilfinning að ná
að vinna Islandsmeistaratitilinn.
Ég hef einu sinni orðið bikarmeist-
ari í Danmörku en aldrei orðið
landsmeistari fyrr en nú,“ sagði
Jesper Winter Sprensen, leikmaður
KR. Jesper, sem lék einnig með KR
undir lok síðasta tímabils, sagðist
hafa sannfærst um það um leið og
hann kom til Iandsins í haust að KR
væri með besta liðið í deildinni. „í
liðinu eru ungir og efnilegir strákar
sem hafa reynst sigursælir með
yngri flokkum félagsins. Það sem
vantaði upp á hjá KR í fyrra var
einn skotbakvörð til viðbótar og því
var ég fenginn til félagsins. Þá er
mikilvægt að hafa leikmenn eins og
Keith Vassell og Jónatan Bow, sem
er margreyndur leikmaður og hefur
leikið í mörgum úrslitakeppnum."
Jesper bar jafnframt lof á Inga
Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins,
sem hann sagði hafa staðið sig veí
þrátt fyrir ungan aldur. „Ég kynnt-
ist honum [Inga Þór] í fyrra og vissi
að hann hafði unnið gott starf með
yngri flokka og að hann mundi
leggja hart að sér fyrir liðið, eins og
hann hefur alltaf gert fyrir KR.“
Bíðum ekki tíu ár
eftir næsta titli
Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði
KR, sagði að það sem hefði fært lið-
inu íslandsmeistaratitilinn væri
sterkur varnarleikur, góð liðsheild
og samheldni. „Þessir þrír þættir
hafa fleytt okkur Iangt. Við erum
með sterkt lið, enda sýndum við það
í síðari hálfleik, unnum hann með
25 stigum.“
Ólafur Jón sagði að hann væri í
fyrsta skipti íslandsmeistari og að
það væri besta tilfinning sem hann
hefði upplifað í íþróttum. „Við eig-
um þennan titil skilið, enda liðið
búið að leggja hart að sér. Nú er tit-
illinn loksins kominn á höfuðborg-
arsvæðið og ég held að við þurfum
ekki að bíða önnur tíu ár eftir þeim
næsta, enda mikil gróska í yngri
flokkum félagsins,“ sagði Olafur
Jón og vísaði til þess að KR hefði
orðið íslandsmeistari síðast árið
1990 áður en liðið vann titilinn á ný
í gærkvöldi.
Líður dásamlega
„Það er mér mikilvægt að vinna
titil, því ég hef unnið að því hörðum
höndum frá því ég kom hingað til
lands. Við töpuðum fyrir Njarðvík í
úrslitaleikjum fyrir tveimur árum
og ég kenndi sjálfum mér um tapið
og taldi að ég hefði getað leikið bet-
ur. En nú líður mér dásamlega,
enda fékk ég tækifæri til þess að
vinna titilinn á ný og það tókst,“
sagði Keith Vassell, leikmaður KR.
Hann sagði að liðinu hefði vaxið ás-
megin með hverjum leik í úrslita-
keppninni og leikmenn hefðu verið
komnir með gott sjálfstraust fyrir
leikina gegn Grindavík. „Ég er
dauðuppgefinn eftir þennan leik.
Pétur [Guðmundsson] er ákafur
leikmaður og var mér erfiður. Mér
gekk illa að hitta í upphafi en tók
mér tak og lagði meira á mig. Það
skilaði árangri." Aðspurður um
hvort hann hygðist leika með KR á
næsta tímabili sagði Vassell að á
því væru góðar líkur.
Höfðum leikinn í hendi okkar
„Það eru gríðarleg vonbrigði að
tapa leiknum og missa af titlinum.
Við ætluðum að vinna leikinn, enda
þekkjum við ekkert annað, en það
tókst ekki að þessu sinni. Þeir léku
betur en við og verðskulduðu sig-
ur,“ sagði Pétur Guðmundsson, fyr-
irliði Grindvíkinga. Hann sagði að
Grindavík hefði haft leikinn í hendi
sér en afleitur leikur liðsins í upp-
hafi síðari hálfleiks hefði breytt
hlutskipti liðanna. „Á þeim kafla
gekk ekkert í leik okkar en á sama
tíma fengu þeir sjálfstraust. KR-
ingar hafa í höndunum ungt lið og
það spilaði betur en við í dag.“
Gerðum of mikið
af mistökum
„Við gerðum alltof mikið af mis-
tökum og það gengur ekki upp í
svona leikjum. Við byrjuðum af
krafti en misstum kraft og gáfum
leikinn frá okkur,“ sagði Einar Ein-
arsson, þjálfari Grindavíkur. Hann
sagði að upphaf síðari hálfleiks
hefði gert út af við liðið, en þá skor-
uðu KR-ingar 14 stig í röð. „Við
gerðum mikið af mistökum og rétt-
um þeim boltann upp í hendurnar.
Okkur tókst að minnka muninn nið-
ur í tvö stig en þá fór allt í baklás á
ný og KR-ingar náðu yfirhöndinni.
Við gerðum einfaldlega of mikið af
mistökum."