Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.2000, Blaðsíða 8
Eiður Smári undir smá- sjánni EIÐUR Smári Guðjohsen, leikmaður Bolton, er enn á ný orðaður við félög í úr- valsdeild í Englandi. tít- sendarar frá Newcastle og Middlesbrough fylgdust með Eiði Smára í 3:0- sigurleik gegn Hudders- field um síðustu helgi. Þá var Graeme Souness, knattspyrnustjóri Black- burn, á leiknum að skoða leikmanninn, að því er fram kemur í Netmiðlin- um Soccernet. Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur haft auga með Eiði Smára und- anfarin tvö tímabil en Eið- ur Smári lék áður undir stjórn Robsons hjá PSV í Hollandi. Eiður Smári er sagður metinn á tæplega 600 milljónir ísl. króna en Bolton hefur þegar neitað tilboði Derby sem hljóðaði upp á um 470 milljónir króna. Preston uppí 1. deild BJARKI Gunnlaugsson og félagar hans í Preston leika í 1. deild í Eng- landi á næstu leiktíð. Liðið hefur þegar tryggt sér sigur í 2. deild þeg- ar tvær umferðir eru eftir af keppn- istímabibnu. Preston tapaði reyndar fyrir Cambridge 2:0 en sá ósigur kom ekki að sök því Wigan, sem er í öðru sæti, gerði l:l-jafntefli við Lut- on. Bjarki lék allan leikinn með Preston. Hann gerði þriggja ára samning við Preston fyrir skömmu og mun leika með liðinu í 1. deild næsta haust. Fimm íslenskir knatt- spyrnumenn hafa leikið í 1. deild í vetur: Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen í Bolton, Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson og Bjarnólfur Lárusson í Walsall og Lárus Orri Sigurðsson í WB A. Stoke City, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, hefur enn tök á að komast upp í 1. deild. Liðið er í ^sjöunda sæti 2. deildar en ef það kemst í úrslitakeppni liða í 3.-6. sæti getur það tryggt sér þátttökurétt í 1. deild næsta haust. Þrír íslenskir leikmenn leika með Stoke: Bjai'ni Guðjónsson, Brynjar Björn Gunn- arsson og Arnar Gunnlaugsson. Heiðar Helguson liggur eftir viðureign við Patrick Viera. Vieira sagður hafa ráðist á Heiðar GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri Watford, hefur lýst óánægju sinni yfir því að Patrick Vieira, leikmaður Arsenal, verði ekki kærður fyrir að ráðast að Heiðari Helgusyni, leikmanni Watford, í leik lið- anna í úrvalsdeild á sunnudag. Atvikið hefur vakið mikið umtal í fjölmiðlum í Englandi. gult spjald í leiknum, skoraði eitt mark fyrir Watford og átti að fá vítaspyrnu í upphafi leiks er David Seaman, markvörður Arsenal, braut á honum. Hilmar til Fram HILMAR Björnsson knatt- spyrnumaður hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fram og mun leika með liðinu í úr- valsdeildinni í sumar. Hilmar hefur verið hjá sænska úrvals- deildarliðinu Helsingborg í eitt og hálft ár en hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu og fór hann fram á að verða leystur undan samningi. Hilmar lék með Fram á síðustu leiktíð - fór svo aftur til Svíþjóðar í haust og tók þátt í undirbúningi Hels- ingborg fyrir tímabilið en ákvað að snúa heim þegar ljóst var að hann var ekki inni í myndinni hjá þjálfara félagsins. ■ HEIÐAR Helguson gerði eitt mark fyrir Watford, sem tapaði 3:2 fyrir Arsenal í úrvalsdeild. Hann hefur gert fjögur mörk fyrir liðið í vetur. Jóhann B. Guðmundsson lék síðustu mínúturnar fyrir Watford, sem er fallið í 1. deild. ■ HERMANN Hreiðarsson og fé- lagar í Wimbledon eru í fallhættu í úrvalsdeild. Liðið tapaði fyrir Tott- enham um helgina og lék Hermann allan leikinn með Wimbledon. Wimbledon og Bradford eigast við um næstu helgi og það gæti verið úrslitaleikur um hvort félagið fellur í 1. deild. ■ GUÐNI Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku báðir með Bolton, sem vann Huddersfield 3:0 í 1. deiidinni í Englandi. Boiton er í áttunda sæti og á litla möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild. ■ ÍVAR Ingimarsson lék með Brentford sem tapaði 3:2 fyrir Burnley í 2. deildinni. ívar var í byrjunarliðinu en var skipt útaf á 86. mínútu. ■ BJARNI Guðjónsson, Amar Gunnlaugsson og Brynjar Bjöm Gunnarsson léku með Stoke, sem vann Scunthorpe 2:0 í 2. deildinni. ■ STOKE er í 7. sætinu með 76 stig eftir 43 leiki. Millwall og Gilling- ham eru með 79 stig en hafa leikið einum leik fleira en Stoke. Sjötta sætið gefur sæti í aukakeppni um laust sæti í 1. deildinni að ári. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson skoraði mark Geel í 1:1 jafntefli gegn Lommel í belgísku 1. deild- inni. Geel er í 16. sætinu en Lomm- el er í neðsta sæti. Anderlecht innsiglaði 25. meistaratitil sinn með því að leggja Þórð Guðjónsson og félaga í Genk að velli, 4:1. Atvikið í leiknum, sem endaði 3:2 fyrir Arsenal, átti sér stað undir lok leiksins. Vieira er sagður hafa skallað í áttina að Heiðari, sem féll í jörðina. Vieira fékk gult spjald fyrir vikið en allt útlit er fyr- ir að hann komist hjá leikbanni þrátt fyrir að myndbandsupptökur sýni að leikmaðurinn hafi mögulega skallað Heiðar í andlitið. Vieira hafði fyrir leikinn gegn Watford fjórum sinnum farið út af með rautt spjald og var dæmdur í sex leikja bann er upptökuvélar sýndu að hann hrækti á Neil Ruddock, leikmann West Ham. Taylor, knattspyrnustjóri Watford, telur að það verði að útkljá hvort Vieira hafi skallað Heiðar og kveðst undr- andi á því að myndbandsupptökur verði ekki skoðaðar af hálfu enska knattspyrnusambandsins. „Ég get ekki betur séð en að Vieira hafi ætlað sér að nefbrjóta Heiðar," sagði Taylor í samtali við Daily Star. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði að Vieira hefði greinilega komið við Heiðar, en ekki skallað hann. „Vieira brást rangt við, en hann var í uppnámi vegna atviks sem átti sér stað fyrr í leiknum." Netmiðillinn Soccernet greinir frá því að Heiðar hafi lent í átökum við Horacio Carbonari, leikmann Derby, fyrir tveimur vik- um. Heiðar sagði í samtali við Soccernet að hann væri þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fengi með liðinu og því gæfi hann sig all- an í leikinn. „Ég held að ég sé ekki grófur. Ég berst einfaldlega fyrir öllum boltum sem ég kemst í tæri við. Ég væri hreinlega ekki sá sami ef ég hætti því. Það er því mjög mikilvægt fyrir mig að gefa mig allan í leikinn.11 Heiðar, sem fékk Erla skoraði gegn OB ERLA Hendriksdóttir, leikmaður Fredriksberg í Danmörku, skoraði eina mark liðs síns í 1:2 tapi gegn OB, efsta liði deildar- innar, í dönsku úrvalsdeildinni á mánudag. „Við voi-um svekktar að vinna ekki leikinn þar sem við stjórnuðum leiknum al- gjörlega og þá sérstaklega í seinni hálfieik. Þjálfarinn okkar ákvað að breyta um leikkerfi í þessum leik svo ég lék á miðjunni og það gekk ágætlega," sagði Erla en hún er vön því að leika á vinstri kanti eða sem vinstri bakvörður. Erla skoraði eina mark Fredriksberg í fyrri hálfieik með skoti utan úr teig. „Það er allt- af gainan að skora og í mínu tilfelli skemmir það ekki fyrir að gera mark með hægri fæti,“ sagðiErla. Edda Garðarsdóttir, sem einnig leikur með Fredriksberg, lék á hægri kantinum og léku þær stöllur allan leikinn. Fredriks- berg er sem fyrr í fimmta sæti dönsku deildarinnar. Liðið held- ur enn í vonina um að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn sem verður 19. maí nk., en næsta miðvikudag leikur liðið gegn Brondby í undanúrslitum bikarkeppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.