Morgunblaðið - 26.04.2000, Side 5
4 C MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 C 5
HANDKNATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Okkur
hungraði
í sigur
Þetta er alveg rosalega skemmti-
legt,“ sagði Norðmaðurinn
Kjetil Ellertsen, mitt í fögnuðinum
með félögum slnum í leikslok gegn
Fram, en Kjetil flytur á ný til Nor-
egs á næstunni eftir að hafa leikið í
tvö ár með Haukum. „Á fyrstu leik-
tíð minni í Noregi varð ég norskur
meistari og nú þegar ég er að ljúka
mínu síðasta keppnistímabili sem
leikmaður verð ég meistari á Islandi,
það er ekki hægt að hugsa sér það
betra,“ sagði hinn glaðbeitti Norð-
maður.
„Þeir voru kannski ekki margir
sem reiknuðu með að við ynnum, en
trúin var fyrir hendi innan liðsins og
ekki síst innan félagsins. Okkur
hungraði í sigur, hugsunin um tap í
þessu einvígi við Fram kom aldrei
upp í huga okkar.“
Ellertsen segir að fjórði leikurinn
hafi verið erfiðari en önnur og þriðja
viðureignin, lið Fram hafí leikið bet-
ur en áður. „En þetta var skemmti-
legt og sigurinn féll okkar megin,
það er fyrir öllu.“
Ellertsen segir að Haukaliðið hafi
ekki verið tilbúið í fyrsta leikinn, sem
það tapaði. „Eftir leikina gegn Aft-
ureldingu var eins við næðum ekki
að einbeita okkur nógu vel og því fór
sem fór. Kannski var það vegna þess
að við áttum von á að Fram-liðið yrði
auðveldari andstæðingur en raun
varð á. Að minnsta kosti vorum við
ekki klárir í þann slag, en tókum
okkur síðan saman og snerum blað-
inu við. Einbeittum okkur að því að
berjast og leggja okkui- fram í hvern
leik.
Síðan skipti miklu máli að vinna
þriðja leikinn á útivelli.
Síðan vorum við staðráðnir í að
vinna í dag á okkar heimavelli fyrir
framan frábæra stuðningsmenn og
það tókst,“ sagði Kjetil Ellertsen,
markahæsti leikmaður Hauka í síð-
asta leiknum.
Baumruk beið í tíu ár
„Ég hef beðið eftir þessari stund í
tíu ár,“ sagði Petr Baumruk, helsta
driffjöður Hauka í úrslitaleikjunum,
þar sem hann fór oft á kostum í vörn
sem sókn. Baumruk fagnaði innilega
í leikslok, jafnt með samheijum sín-
um sem stuðningsmönnum. Hann
hefur leikið með Haukum í tíu ár og
nú loks stóð hann á efsta þrepi hér á
landi. Á árum áður var hann átta
sinnum meistari í Tékkóslóvakíu og
átta sinnum bikarmeistari með
Dukla Prag.
„Þetta var skemmtilegt og jafn-
fraint mjög erfitt, en að leikslokum
var þetta svo sannarlega þess virði,“
sagði Baumruk sem lék alla leikina
fjóra nær því frá upphafi til enda í
vöm sem sókn, en síðustu ár hefur
Baumruk lagt minni áherslu á sókn-
arleikinn. Hann sýndi hins vegar í
úrslitakeppninni að hann hefur engu
gleymt. „Það hefur verið mjög erfitt
að leika nærri því sextíu mínútur í
hverjum leik, ég er úrvinda og sem
betur fer fyrir mig er komið sumar-
frí,“ sagði Baumruk sem verður 38
ára 25. júlí nk. „Eftir að Óskar Ár-
mannsson meiddist kom hins vegar
ekkert annað til greina en að snúa
sér að sóknarleiknum að fullum
krafti.
Annars er hópurinn góður hjá
okkur sem sýnir sig best í því að eftir
áramót höfum við leikið fimmtán
leiki og aðeins tapað þremur þeirra.
Árangurinn er frábær og allir sem
standa að félaginu leggja sig full-
komlega fram.“
Baumruk segist ekki ætla að
hætta núna. „Ég ætla að leika með
félaginu á næsta ári, eftir það ætla
ég að hætta. Handknattleikur er
bara svo skemmtileg íþrótt að það er
erfitt að hætta, ekki síst þegar mað-
ur stendur uppi sem sigurvegari,“
segir Petr Baumruk.
Bið Hauka
áenda
FIMMTÍU og sjö ára bið Hauka eftir íslandsmeistaratitiinum í
handknattleik karla lauk á sunnudagskvöldið. Þá vann lið félags-
ins Fram þriðja sinni í fjögurra leikja einvígi liðanna um meistara-
titilinn. Lokatölur leiksins voru 24:23. Þegar lokaflautið gall ætl-
aði allt um koll að keyra í gamla íþróttahúsinu við Strandgötu þar
sem bekkurinn var þétt setinn, svo sannarlega ekki í fyrsta sinn
en e.t.v. í síðasta sinn, á handboltaleik. Fögnuður Hauka var
fölskvalaus, yngri félagsmenn jafnt sem þeir eldri, auk leik-
manna féllust í faðma og gleðitárin streymdu niður kinnar. Gleðin
og stemmningin var slík og við lá að dauðir hlutir þessa húss,
sem kalla má Mekka handknattleiksins í Hafnarfirði, fengju líf
um stund og tækju þátt í gleðinni.
Ivar
Benediktsson
skrifar
Hámarkinu var náð er Halldór
Ingólfsson og Petr Baumruk
tóku við íslandsbikarnum úr hendi
formanns Hand-
knattleikssamban-
dsins, Guðmundar
Ingvarssonar, um
leið og sigursöngur
félagsins, „Haukar eru alltaf best-
ir“ hljómaði um salinn, hvorki í
fyrsta sinn né í það síðasta þetta
kvöldið. Nú voru Haukar svo sann-
arlega bestir, verðskuldaðir sigur-
vegarar. Við tók enn meiri dans,
ennþá fleiri faðmlög og kossar,
söngur og þegar út úr íþróttahús-
inu var komið og út í bjart vor-
kvöldið logaði himinninn af ljósum
flugelda sem skotið var upp, sigur-
vegurunum til heiðurs. Já, það
ríkti sannkölluð hátíðarstemmning
í Hafnarfirði að kvöldi annars dags
páska, bið „litla bróðurins" í Firð-
inum var á enda.
Fjörutíu mínútum áður en leik-
urinn hófst var íþróttahúsið við
Strandgötu orðið fullt upp í rjáfur
af áhorfendum og þulur leiksins
bað þá með jöfnu millibili að
þjappa sér saman, fleiri þyrftu að
komast að. Þetta væri gleðistund,
hver sem úrslitin yrðu og því gætu
áhorfendur vel sætt sig við
þrengslin. Þröngt máttu sáttir
sitja og einnig standa. Og salurinn
var rauður og hvítur því stuðn-
ingsmenn heimaliðsins voru í mikl-
um meirihluta og þeir byrjuðu há-
tíðina snemma með trommuslætti
og söng. Mikill minnihluti fylgdi
Fram að málum, sennilega voru
stuðningsmenn félagsins búnir að
gefa vonina upp á bátinn, þrátt
fyrir að langt í frá væru öll sund
lokuð.
Loks hófst leikurinn, hitinn var
orðinn gríðarlegur í salnum og
svitinn bogaði ekki síður af þeim
sem stigu dansinn utanvallar, en
þeim er voru í eldlínunni innan
hans.
Leikmenn Fram urðu að vinna,
annars var vonin um íslandsmeist-
aratitilinn úti. Eftir sigur í fyrsta
leik einvígisins snerust vopnin í
höndum þeirra líkt og gegn Val
fyrir tveimur árum. Nú var þeim
nauðugur sá kostur að leika til sig-
urs. Og þeir tefldu strax fram
leynivopni sínu, 3-3 vörn, eftir að
SOKNARNYTING
ftnnar leikur liðanna í úrslitunum,
leikinn í Hafnarfirði 20. apríl 2000
Haukar Fram
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
13 25 15 24 28 49 52 F.h 11 63 S.h 10 57 Alls 21 25 44 23 43 48 44
10 Langskot 5
3 Gegnumbrot 1
2 Hraðaupphlaup 3
2 Horn 1
6 Lina 5
5 Víti 6
Róbert Gunnarsson hafði skorað
fyrsta mark leiksins af línunni eft-
ir línusendingu Kenneths Ellert-
sens. Sóknarleikur Hauka hikstaði,
vörn Fram kom leikmönnum
Hauka í opna skjöldu. Á þá voru
dæmd skref eftir langa og tafsama
sókn. Töf var dæmd á Fram og
baráttan var í algleymi. Kjetil Ell-
ertsen jafnaði metin en Fram
komst yflr á ný, 2:1, með þrumu-
skoti Gunnars Bergs Viktorssonar,
sem slapp úr gæslu Halldórs Ing-
ólfssonar. Haukar léku sem fyrr
5+1 vörn og „klipptu" Gunnar
Berg út. Leynivopn Fram virkaði
hins vegar ekki sem skyldi og leik-
menn bökkuðu fljótlega aftur í
5+1 og síðar 6-0 vörn með örstutt-
um útúrdúr í byrjun síðari hálf-
leiks. Flata 6-0 vörnin gekk best.
Haukar létu byrjunina ekki slá
sig út af laginu, leikmenn breyttu
stöðunni úr 2:2 í 6:2 og síðar 9:4 og
11:5. Benti margt til að leikmenn
Fram væru ráðþrota líkt og í öðr-
um og þriðja leik einvígisins.
Vörnin og markvarslan batnaði er
á leið og sóknarleikurinn lifnaði
um stund og gestirnir klóruðu í
bakkann fyrir hlé, þá stóð 13:10,
Haukum í vil.
Heimamenn voru líflegri í upp-
hafi síðari hálfleiks, héldu þriggja
marka forskoti, 15:12, en þá komu
fram hættumerki í sókninni sem
tók að hiksta gegn 6-0 vörn Fram.
Sóknarleikur Fram varð einnig
hreyfanlegri og um leið opnuðust
fleiri glufur á vörn Hauka, skyndi-
lega hafði Fram jafnað, 15:15. Eft-
ir það var leikurinn meira og
minna í járnum en frumkvæðið var
þó ævinlega Haukamegin. Leik-
menn Fram þurftu að hafa meira
fyrir hverju marki, tækist þeim að
jafna þá var eins og heilladísirnar
ætluðu þeim ekki að komast yfir.
Sigurviljinn og baráttugleðin
var Haukamegin, Fram-liðið átti á
brattann að sækja og svo fór að
síðasta sókn þess, á síðustu and-
artökum leiksins, rann út í sandinn
og þar með möguleikinn á að jafna
og kría út framlengingu. Það varð
Fram hins vegar endanlega að
falli, en í sjálfu sér þá tapaði liðið
ekki einvíginu í þessum leik, held-
ur fyrr í einvíginu í öðrum og
þriðja leik. Þá hafði Fram frum-
kvæðið en tókst ekki að halda sínu
striki. Vörnin var ekki eins sterk
og áður og sóknarleikurinn oft
óttalegt hnoð í bland við ráðleysi.
Ákveðnar lausnir á vandanum
fundust í síðari hálfleik í fjórða
leiknum, þá var það hins vegar
orðið um seinan.
Sigurviljinn, gleðin og ákveðnin
réð því hvar Islandsmeistarabikar-
inn verður geymdur næsta árið.
Þannig vörðu þeir
Fimmtudaginn 20. apríl,
annar leikur:
Magnús Sigmundsson, Hauk-
um, 18 (þar af 8 til mótherja); 6
langskot, 1(1) eftir gegnumbrot,
2(1) eftir hraðaupphlaup, 4(1) úr
homi 5(5) af línu.
Sebastian Alexandersson,
Fram 3; 2 langskot, 1 úr horni.
Magnús Erlendsson, Fram, 12
(þar af 6 til mótherja); 2(1) lang-
skot, 1(1) eftir gegnumbrot, 1
hraðaupphlaup, 3(1) úr horni, 5(3)
af h'nu.
Laugardaginn 22. apríl,
þriðji leikur:
Sebastian Alexandersson,
Fram, 9/1 (þar af fór eitt aftur til
mótherja); 4 langskot, 2 (1) úr
homi, 1 af línu, 1 hraðaupphlaup,
1 vítakast.
Magnús Erlendsson, Fram, 3
(þar af fóru tvö aftur til mót-
herja); 2 (1) langskot, 1 (1) af línu.
Magnús Sigmundsson, Hauk-
um, 18/1 (þar af fóru átta aftur
til mótherja); 8 (4) langskot, 4 (2)
gegnumbrot, 3 (2) úr horni, 1
hraðaupphlaup, 1 af línu, 1 víta-
kast.
Jónas Stefánsson, Haukum,
1/1.
Mánudaginn 24. apríl,
fjórði leikur:
Magnús Sigmundsson, Hauk-
um, 15/1 (þar af 9 til mótherja);
6(2) langskot, 5(5) eftir gegnum-
brot, 1 hraðaupphlaup, 1(1) úr
horni, 1(1) af línu, 1 vítakast.
Jónas Stefánsson, Haukum, 1
(það fór aftur til mótherja); 1(1)
eftir gegnumbrot.
Sebastian Alexandersson,
Fram, 14 (þaraf 5 til mótherja); 3
langskot, 2(2) eftir gegnumbrot,
1 hraðaupphlaup, 3 úr horni, 5(3)
af línu.
SOKNARNYTING
Þriðji leikur liðanna f úrslitunum,
leikinn í Reykjavík 22. apríl 2000
Fram Haukar
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
12 10 22 24 29 53 50 F.h 11 34 S.h 16 42 Alls 27 25 44 28 57 53 51
4 Langskot 9
6 Gegnumbrot 5
2 Hraðaupphlaup 2
1 Horn 6
4 Lína 3
5 Víti 2
SOKNARNYTING
Fjórðl leikur liðanna í úrslitunum,
leikinn í Hafnartirði 24. apríl 2000
Haukar
Mörk Sóknir %
Fram
Mörk Sóknir %
13 23 11 25 24 48 57 F.h 10 24 42 44 S.h 13 25 52 50 Alls 23 49 47
7 Langskot 5
2 Gegnumbrot 3
4 Hraðaupphlaup 2
2 Horn 3
5 Lína 4
4 Víti 6
Petr Baumruk fór á kostum í úrslitarimmunum við Fram. Hér fagnar hann og fyrirliðinn Halldór Ingólfsson með hinn langþ^jjj^ Smart
Óskar Ármannsson missti af úrslitaleikjunum gegn Fram
Ekkert lið stendur og
fellur með einum manni
ÓSKAR Ármannsson varð að bíta í það súra epli að fylgjast með félögum
sínum af varamannabekknum í leikjunum fjórum gegn Fram, en Óskar
meiddist illa á hné í undanúrslitaviðureigninni gegn Aftureldingu. Margir
töldu að Haukarnir mættu ekki við því að missa Óskar, enda hefur hann
stýrt sókn Haukaliðsins eins og herforingi á tímabilinu og oftar en ekki
verið sá leikmaður í liðinu sem hefur skipt sköpum. Óskar fór því úr hlut-
verki leikmannsins í aðstoðarþjálfarastarfið i leikjunum gegn Fram og
þar lét hann til sín taka.
Það var auðvitað mjög svekkjandi að
missa af þessum leikjum, enda er
ég búinn að fá að spila sæmilegt hlut-
verk í liðinu í allan vet-
ur. Ég reyndi að koma
mér í gang en við sáum
strax að það gekk ekki.
Ég ákvað því að kúpla
mig alveg út úr liðinu og reyna frekar
að hjálpa Guðmundi með stjórnina. Það
er auðvitað mitt hlutverk sem aðstoðar-
þjálfari, en ég hef kannski gert það á
öðrum vettvangi eða inni á vellinum í
vetur.“
Sást þú þetta í spilunum í haust að
þið gætuð farið alla leið?
„Við sáum þetta kannski fyrir tveim-
ur árum. Við ætluðum að koma á seinna
ári og taka titil. Það var markmiðið að
koma á óvart í fyrra, sem við og gerð-
um, en dugði ekki til. Það virtist framan
af ekki vera neinn titill í spilunum en
svo spiluðum við mjög öflugan hand-
bolta alveg frá því í desember. Alltaf
voru menn að tala um að við kæmum á
óvart en það á ekki að gera það hjá
þeim sem hafa séð til okkar. Við höfum
lagt áherslu á að það sé liðsheildin sem
skapar svona árangur. Við vissum að
við værum ekki með neinar stórstjörn-
ur í liðinu og því reyndum við að virkja
sem flesta í hópnum. Það gekk eftir og
það hefur sýnt sig að þetta er hóp-
íþrótt."
Baumruk ætlaði sér
að vinna titilinn
Nú töluðu margir um að þegar þú
meiddist ættu Haukar ekki lengur
möguleika á að vinna titilinn, liðið stæði
ogfélli með þér.
„Það stendur ekkert lið og fellur með
einum leikmanni og þá sérstaklega lið
sem stendur uppi sem íslandsmeistari.
Það lið hlýtur að hafa fleiri góða menn.
Ég hef spilað mikilvægt hlutverk í sókn
en við höfðum menn eins og Kjetil og
Baumruk sem gátu leyst þetta hlut-
verk. Kjetill er leikstjórnandi að upp-
lagi og kann því rulluna og Baumruk
ætlaði sér að vinna titilinn. Hann sá að
þetta var kannski hans síðasti mögu-
leiki og viljinn hjá honum og fleirum í
liðinu fór langt með að vinna þennan
fjórða leik,“ sagði Óskar.
Erum með jafnbesta liðið
„Ef við hefðum spilað annan og
þriðja leikinn af sama krafti og við
gerðum í þessum leik hefði þetta
kannski farið öðruvísi," sagði Sebastian
Alexandersson, fyrirliði og markvörður
Fram.
Hvað gerðist hjá ykkur eftir fyrsta
leikinn. Pað var eins og þið misstuð
sjálfstraustið og liðið virtist á köflum
hálfandlaust?
„Sjálfstraustið var ekki farið og liðið
var ekki andlaust. Liðið er búið að vera
svona í allan vetur. Staðreyndin er sú
að Haukarnir eru bestir í dag og það
sést bara á því að þeir unnu þetta ein-
vígi 3-1. Þrátt fyrir þessi úrslit held ég
að við Framarar getum verið stoltir af
því að vera með jafnbesta Iiðið á ís-
landi. Við urðum bikarmeistarar, áttum
möguleika á deildarmeistaratitlinum
allt þar til þrjár umferðir voru eftir og
vorum svo í úrslitum um íslandsmeist-
aratitilinn. Við mættum bara mjög
frísku liði sem var á toppnum á réttum
tíma en við höfum verið í toppþjálfun í
tíu mánuði.“
Eftir tapið á heimavelli gegn Hauk-
um íþriðja leiknum hlýtur að hafa farið
svolítið um ykkur?
„Við höfðum alltaf trú á að við gætum
unnið þennan fjórða leik og við hefðum
getað stolið framlengingu þarna undir
lokin. Það sem gerir kannski útslagið í
þessum viðureignum er varnarleikur-
inn, sem hefur verið okkar helsti styrk-
leiki í vetur. Oleg Titov er nánast ekk-
ert búinn að æfa í vetur og hann var
orðinn gríðarlega þreyttur. Þar af leið-
andi náði hann ekki að binda vörnina
saman eins og hann hefur gert í vetur.
Þá misstum við Pazoulis úr vörninni,
sem var auðvitað skarð fyrir skildi.“
Margir halda því fram að Peter
Baumruk hafi farið langt með að
tryggja Haukunum sigurinn í þessu
einvígi. Ykkur gekk illa að eiga við
„gamla manninn"?
„Það getur enginn neitað því að hann
Guðmundur Karlsson stýrði Haukalið-
inu til íslandsmeistara í lokaleik sínum
aðum
nnufrið
GUÐMUNDUR Karlsson stjórnaði Haukaliðinu í síðasta sinn á
mánudagskvöldið en tveggja ára samningur hans við Hafnarfjarð-
ariiðið er runninn út. Við starfi Guðmundar tekur Viggó Sigurðsson
en framtíð Guðmundar í þjálfarastarfinu er óráðin. Vitað er að FH og
Stjarnan hafa rætt við Guðmund og eftir þennan frábæra árangur á
leiktíðinni er ekki ósennilegt að fieiri félög líti hýrum augum tii
hans.
kann þetta allt saman. Staðreyndin er
sú að við spiluðum allt of aftarlega á
hann. Við vorum með lágvaxinn mann á
móti honum og hann fékk að koma of
nálægt vörninni. Við vorum að reyna að
treysta á að ég tæki eitthvað af skotun-
um frá honum en ég gerði það ekki og
því fór sem fór. Þetta hefði verið allt
önnur viðureign ef við hefðum haft
Pazouliz því hann hefði þá tekist á við
Baumruk. Það má heldur ekki gleyma
því að Haukarnir lentu í áfalli þegai-
þeir misstu Óskar, en hann spilar ekki
bæði vörn og sókn eins og Pazoulis."
Verða einhverjar breytingar á leik-
mannahópi Fram?
„Ég veit ekki hvernig samningamálin
standa hjá liðinu. Ég held samt að flest-
ir séu með samning. Mér skilst að búið
sé að ganga frá því að Fedukin verði
endurráðinn og ef við höldum sama
mannskap verðum við áfram með jafn-
besta liðið á landinu," sagði Sebastian.
Guðmundur var að vonum í
sjöunda himni þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann skömmu
eftir að hans menn höfðu tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn - fyrsti
þjálfarinn sem færir Haukum titil-
inn í 57 ár. „Mér líður eðlilega
rosalega vel á þessari stundu. Ég
er búinn að vera með frábæran
hóp í höndunum og strákarnir hafa
sýnt mikinn karakter og vilja í að
vinna þennan titil."
Óraði þig fyrir því að þið gætuð
verið í þessum sporum núna?
„Já, ég sagði í samtali við ákveð-
inn mann, sem ég vil ekki nefna
núna, í byrjun febrúar að við yrð-
um Islandsmeistarar í vor. Það var
kannski draumur en ég hafði alltaf
trú á því. Ég skal samt viðurkenna
að eftir að ég missti Óskar út fyrir
úrslitarimmuna missti ég kannski
aðeins trúna í smá tíma eins og
strákarnir en við pökkuðum okkur
saman og kláruðum þetta.“
Þú sagðir í fjölmiðlum í vetur að
þú einblíndir á úrslitakeppnina og
kæmir með þína menn upp á rétt-
um tíma?
„Allt okkar leikskipulag er búið
að slípast og það hefur tekið tíma
að fá menn til að skilja hvaða bolta
við þurfum að spila til að ná ár-
angri. Við erum nánast með
skyttulaust lið en við höfum spilað
taktískt mjög góðan bolta sem hef-
ur tekið tíma að móta og ekki síð-
ur líkamlega formið. Við vorum að
vinna þennan titil á mjög góðri
liðsheild. Við spiluðumsterka vörn,
markvarslan var fín og sóknarleik-
urinn var skynsamur."
Var ekki gríðarlegt áfall að
missa Óskar meiddan út fyrir úr-
slitaleikina?
„Eftir fyrsta leikinn á móti
Fram, þar sem við steinlágum,
varð ég að finna einhverja lausn.
Eina sem ég gerði var að setja
Bamrauk og Kjetil inn í það leik-
skipulag sem hefur verið í gangi
og menn yrðu að njörva sig niður í
það og bíða þolinmóðir eftir sínum
færum. Það var auðvitað draumur
að ná að byggja liðið upp andlega
á tveimur dögum eftir skellinn í
fyrsta leiknum og þar má segja að
karakterinn í hópnum hafi sýnt sig
rækilega. Það er auðvitað varla
hægt að taka einhverja leikmenn
út en ég verð samt að nefna Peter
Baumruk. Hann er að mínu mati
einn besti leikmaðurinn sem hefur
spilað hér á landi og ég vissi að
hann myndi klára þetta fyrir mig.“
Óskar Armannsson
áfram hjá Haukum
ÓSKAR Ármannsson hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ísl-
andsmeistai-a Hauka. Hann mun leika með liðinu á næsta tímabili
og verða Viggó Sigurðssyni innan handar með þjálfunina líkt og
hann var hjá Guðmundi Karlssyni í vetur. Óskar hefur leikið með
Haukum síðustu tvö tímabil en lék á árum áður með FH-ingum. Til
Hauka kom hann frá Þýskalandi þar sem hann var við nám og lék
með Osweil í 3. deildinni.
Hvarflaði aldrei að mér
að segja upp
Hvernig leið þér þegar það
spurðist út að skipta ætti um þjálf-
ara eftir tímabilið?
„Mér leið náttúrlega ekki mjög
vel. Maður veit hins vegar að þessi
þjálfarabransi er þannig upp sett-
ur að þegar samningi er lokið get-
ur maður verið látinn fara. Það var.
hins vegar mjög dapurt hvernig
þetta mál atvikaðist fyrir alla sem
komu að því. Ég var mjög ósáttur
við þetta en það eina sem ég gerði
var að ég gekk frá ákveðnum
skilaboðum til stjórnarinnar
hvernig vinnulag ég vildi hafa og
ég vildi fá vinnufrið. Ég talaði að
sjálfsögðu við leikmenn mína og
þeir stóðu þétt að baki mér. Það
hvarflaði aldrei að mér að segja
upp. Ég ætlaði að klára mitt
tveggja ára verkefni. Stefnan var
að toppa í vor og það tókst mecT“
þessum hætti.“
Það hlýtur að vera gaman að
skila Islandsmeistaratitli til Hauka
og vera fyrstur til að gera það í
heil 57 ár?
„Það er ólýsanlegt. Það sem er
frábært við þetta er að það er fullt
af fólki sem er búið starfa öll þessi
ár og að fórna ótal tíma í sjálf-
boðavinnu. Þó svo að þetta mál
hafi komið upp á milli mín og
stjórnarinnar þá er fullt að frá-
bæru fólki í kringum þetta og það
á stóran hlut í þessum titli. Hauk-
ar eiga frábæra framtíð. Þeir eru
að fá nýtt hús. Það er mikil upp-
byggingarstarfsemi hjá félaginu. 4.
flokkur er íslands- og bikarmeist—
ari í karlaflokki og þeir eru með
fína flokka sem eru að koma upp.
Framtíðin er því mjög björt og
vonandi kveikir þessi titill enn
meira í því,“ sagði Guðmundur
Karlsson.
Upp&ríwr
t tt/tna S$0 2525
TBXtttvorp tú 110-713
RÚV281, 263 02 254
Þrefaldur 1. vinningur
á laugardagfnn I
Jokertólur vQcunnar
4 5 2 3 7
Fyrsti vinningur gekk út
AÐALTÖLOR L-T
1 ) 20) 26)
3^)38) 44)
BÓNUSTÖLUR
__\ Alltafá
”3' 33^ >niöwikutlögum
+