Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 2
2 C LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
_________________KNATTSPYRNA_____
Það þýðir ekk-
ert að kvarta
og kveina
Arnar Gunnlaugsson leikur þessa
dagana sem lánsmaður hjá Islendinga-
liðinu Stoke City í 2. deild ensku knatt-
spyrnunnar og fagnaði á dögunum sigri
með félaginu gegn Bristol City í úr-
slitaleik bikarkeppni neðrideildarlið-
anna á Wembley. Víðir Sigurðsson hitti
Arnar í London fyrir leikinn og ræddi
við hann um stöðu mála hjá honum
um þessar mundir.
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Suðurnesjamótið
Undanúrslit:
Keflavík - Víðir..............3:1
Gunnar Oddsson, Kristján Brooks, Harald-
ur Guðmundsson - Magnús Ólafsson.
Grindavík - FH................8:0
Zoran Dyric, Ray Anthony Jónsson, Goran
Lukic, Paul McShane, Sinisa Kekic, Scott
Ramsey, Sverrir Þór Sverrisson, Páll V.
Bjömsson.
Um 5.-8. sæti:
Reynir S. - GG....................3:1
Þýskaland
1. deild
Frankfurt - Wolfsburg............4:0
Salou 8., Gebhardt 16., Yang Chen 76., 79. -
37.000.
Hertha Berlín - Freiburg.........0:0
45.128.
■ Eyjólfur Sverrisson lék með Herthu.
2. deild
St. Pauli - Hannover.............0:2
Oberhausen - Niimberg............1:0
Bochum - Offenbach...............6:1
England
1. deild:
Manchester City - Birmingham.....1:0
Holland
Úrvalsdeild:
Roda-Twente......................3:2
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin:
Austurdeild, 1. umferð:
Indiana - Milwaukee............91:104
■ Staðan er 1:1.
Vesturdeild, 1. umferð:
LA Lakers - Sacramento.........113:89
■ LA Lakers er 2:0 yfír.
ÍSHOKKÍ
SR-SA.............................5:2
(2:0,2:2,3:0).
■ Staðan er 2:1 fyrir Skautafélag Reykja-
víkur. Fjórði leikurinn af fímm fer fram á
Akureyri á sunnudaginn kl. 19.
SNÓKER
HM í Sheffield
Undanúrslit:
John Higgins - Mark Williams......(8:8)
Matthew Stevens - Joe Swail.....(13:11)
■ Leikjunum lýkur í dag. Sá sem vinnur 17
ramma kemst í úrslitaleikinn.
UM HELGINA
KNATTSPYRNA
Deildarbikarkeppni
Mánudagur 1. maí.
16-Iiða úrslit karla:
Akranes: ÍA-Fylkir.................14
Ásvellir: Dalvik-FH................14
Reykjanesh.: Keflavík-Stjaman......14
Víkin: Víkingur-ÍBV................14
Asvellir: Leiftur - Breiðablik.....16
Laugardalur: KR-KA.................16
Reykjanesh.: UMFG - Skallagrímur...16
Laugardalur: Valur - Tindastóil....18
Deildarbikarkeppni kvenna:
Allir leikir í Reykjaneshöll.
Laugardagur:
ÍBV - Breiðablik...................12
Þór/KA - Stjaman...................14
KR- Valur..........................16
Akranes - FH.......................18
Sunnudagur:
Þór/KA-ÍBV.........................12
PÍLUKAST
íslandsmótið í pflukasti fer fram í Festi í
Grindavík í dag og á morgun. Keppni hefst
kl. 11 báða dagana. I dag verður keppt í
einstaklingskeppni, á morgun í tvímenn-
ingi.
SKÍÐI
Innanfélagsmót skíðadeildar KR verður
haldið í Skálafelli mánudaginn 1. maí.
Skráning verður á mótsstað áður en mótið
sjálft hefst, en keppnin byrjar klukkan 13.
Verðlaun verða veitt í öllum flokkum.
Arnar Gunnlaugsson skipti um
félag í áttunda skipti á jafn-
mörgum árum þegar Guðjón Þórð-
arson, knattspyrnustjóri Stoke
City, fékk hann lánaðan frá Leicest-
er í byrjun mars. Það hafa skipst á
hæðir og lægðir hjá þessum 27 ára
gamla knattspyrnumanni, sem óum-
deilanlega er einn sá hæfileika-
ríkasti sem fram hefur komið hér á
landi á síðari árum þótt hann hafí
ekki enn náð að nýta hæfileika sína
til fulls í atvinnuknattspyrnunni.
Það lítur ekki of vel út á pappírun-
um þegar leikmaður úr úrvalsdeild
er lánaður niður um tvær deildir.
Arnar telur hinsvegar að þetta geti
reynst sér lán í óláni og hjálpað sér
við að byggja upp ferilinn í ensku
knattspyrnunni á nýjan leik.
Leicester keypti Arnar frá 1.
deildarliði Bolton Wanderers í febr-
úar á síðasta ári fyrir 230 milljónir
króna sem þá var tvöfalt met; Arnar
var dýrasti leikmaður Leicester frá
upphafi og um leið dýrasti knatt-
spyrnumaður Islands. Bæði met
hafa reyndar verið slegin síðan.
Honum hefur ekki tekist að festa
sig í sessi hjá Leicester og aðeins
spilað 11 leiki með liðinu í úrvals-
deildinni, auk fjögurra bikarleikja í
vetur. Arnar meiddist undir lok síð-
asta tímabils og var ekki tilbúinn í
slaginn fyrr en komið var fram á
vetur, og tókst ekki að vinna sér fast
sæti í liði Leicester.
Möguleiki á að komast
I betra form hjá Stoke
Arnar sagði við Morgunblaðið að
hann hefði vissulega velt vöngum
yfir sinni stöðu þegar Guðjón falað-
ist eftir honum að láni.
„Ég velti því fyrir mér hvort það
væri of mikið stökk niður á við að
fara úr úrvalsdeildinni niður í 2.
deild. En ég var ekki búinn að spila
neitt af viti hjá Leicester í vetur og
það var ekkert í gangi. Ég var að ná
mér eftir meiðsli og þurfti á því að
halda að fá leiki. Fyrst var talað um
lán í einn mánuð og þá fannst mér
góð lausn að fara til félags þar sem
ég þekkti knattspyrnustjórann og
eitthvað af strákunum og vissi að
það myndi hjálpa mér, auk þess
sem Stoke var í baráttu, átti hörku-
leiki framundan sem skiptu miklu
máli. Þar með ætti ég möguleika á
að komast strax í betra form. Ég
þurfti að taka margt með í reikn-
inginn, ekki síst að það er stutt á
milli Leicester og Stoke og ég er
kominn með lítið barn. Við þurftum
því ekki að flytja og ég keyri á æf-
ingarnar í Stoke því það tekur bara
45 mínútur. Ég ræddi þetta líka við
stjórann hjá Leicester, Martin
O’Neill, og hann ráðlagði mér að
fara aðeins í burtu, komast í form
og öðlast sjálfstraust á ný, og koma
síðan aftur til Leicester og berjast
íýrir sæti mínu.
Leicester hefur að engu að keppa,
það er í sjálfu sér lítið sem ég get
gert þar til vorsins. En Leicester er
að sjálfsögðu mitt félag og ef ég
verð kallaður til baka áður en tíma-
bilið er úti verð ég að hlíta því.“
Auðvelt að aðlagast
hjá ensku liðunum
- Hvernig var að skipta um um-
hverfi og fara yfir til Stoke ?
„Mér líkar mjög vel hjá Stoke og
ef liðið á möguleika á að komast í úr-
slitakeppnina um sæti í 1. deild, þá
vil ég endilega taka þátt í því. Strák-
arnir hafa tekið mér mjög vel, ég
þekkti að sjálfsögðu íslendingana,
og þetta er hálfgert fjölskyldufélag,
eins og ensku félögin eru reyndar
flest. Leicester er þannig og Bolton
líka, það er mjög auðvelt að koma
inn í þessa klúbba, félagslega séð,
allt öðruvísi en á meginlandinu.
Englendingarnir eru svo opnh- og
kammó, það eru engar klíkur í gangi
eins og annars staðar. Félagslega
stemmningin hér í Englandi er
engu lík, leikmenn hittast meira fyr-
ir utan fótboltann en gengur og ger-
ist annars staðar. Þetta hjálpar
mikið til og menn aðlagast nýjum
félögum mikið fyrr en ella.“
Mun berjast fyrir sæti mínu
hjá Leicester
Þú hefur lítið verið inni í mynd-
inni hjá Leicester á þessu tímabili.
Hver er þín staða þar?
„Ég spilaði ekki leik fyrr en í des-
ember, eftir meiðslin, og hef lítið
verið með. í sjálfu sér var ég ekki
ósáttur við það, ég fann að ég var
ekki kominn í líkamlegt ástand til að
spila á fullu í úrvalsdeildinni en ég
tók þó þátt í nokkrum skemmtileg-
um bikarleikjum og var einu sinni í
byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni. En
ég fann að ég átti ekki erindi í þetta
í bili, maður verður að vera í 100
prósent formi til að spila í úrvals-
deildinni. Staða mín hjá Leicester
er sú að ég á tvö ár eftir af samningi
mínum og stefni að því að klára
hann, en ég fæ vonandi að ljúka
þessu tímabili hjá Stoke. Síðan
stefni ég á að eiga gott undirbún-
ingstímabil í sumar og berjast fyrir
sæti í liði Leicester. I úrvalsdeild-
inni vil ég vera, þar eru hlutirnir að
gerast, ekki síst vegna þess að
Leicester tekur þátt í UEFA-bik-
arnum á næsta tímabili vegna sig-
ursins í deildabikarnum í vetur. Eg
ætla að gefa sjálfum mér almenni-
legt tækifæri áður en ég fer að
leggja árar í bát á þessum vígstöðv-
um. Ég er líka orðinn þreyttur á
þessu stöðuga flakki á milli liða á
þessum 7-8 árum sem ég hef verið í
atvinnumennskunni. Mál númer eitt
er að festa sig í sessi hjá Leicester.
Ég hef ekki verið í aðstöðu til þess
að setja mig á háan hest þar og rífa
kjaft, ég hef einfaldlega ekki verið í
standi til þess.“
O’Neill segist ekki búinn
að gefast upp á mér
- Hvernig hafa samskipti þín ver-
ið við knattspymustjóra Leicester,
Martin O’Neill?
„Hann hefur sagt við mig berum
orðum að hann sé ekki búinn að gef-
ast upp á mér. Það er honum tals-
vert hagsmunamál að mér gangi
vel, hann keypti mig fyrir háa upp-
hæð og það er því ekki síst hagur
hans að ég nái mér á strik.
O’Neill er einmitt þekktur fyrir
að sækja leikmenn úr neðri deildun-
um og gera þá betri. Hans kostur er
fyrst og fremst sá hve snjall hann er
að undirbúa menn fyrir leiki, og
hann er að sjálfsögðu algerlega
búinn að byggja upp þetta lið hjá
Leieester, koma því úr 1. deildinni
og festa það í sessi meðal 10 bestu
liða Englands. Hann hefur gert
mjög góð kaup, náð í menn eins og
Neil Lennon frá Crewe og Muzzy
Izzet sem var í varaliði Chelsea.
Steve Guppy var í Port Vale og er
nú kominn í enska landsliðið og
Matt Elliott kom frá Oxford. Félag-
ið hefur styrkst verulega, og hann
sjálfur í leiðinni, og það er erfitt að
gagnrýna knattspyrnustjóra sem
nær slíkum árangri. Eðlilega hefur
hann lítinn tíma fyrir þá leikmenn
sem ekki standa sig og komast ekki
í liðið. Stjórnandi fyrirtækis getur
ekki eytt orku í þá sem gera ekkert
fyrir fyrirtækið. Knattspyrnuheim-
urinn er svona, ég er löngu búinn að
átta mig á því og sætta mig við það.
Árangur og frammistaða eru alfarið
undir manni sjálfum komin og það
þýðir ekkert að vera að kvarta og
kveina þótt maður sé ekki valinn í
lið. Ef maður á það skilið, þá fær
maður tækifæri. Þetta er alltaf
þannig."
Ekki erfið ákvörðun að fara
frá Bolton til Leicester
- Þegar þú fórst frá Bolton til
Leicester fyrir rúmu ári hafðir þú
átt góðu gengi að fagna og skoraðir
mikið af möi-kum fyrir Bolton. Voru
það ekki mistök hjá þér að yfirgefa
félagið á þessum tímapunkti? Hefði
ekki verið betra fyrir þig að ljúka
því tímabili fyrst?
„Alls ekki. Það er að koma í Ijós
núna að Bolton mun ekki ná lengra
en félagið hefur gert. Það var að
Golfklubbur Sandgerðis
Vallarhúsavöllur
Qpna Oldungamót Arnevjar verður f Sandgerði
mánudaginn 1. maí.
Ræst verður út firá kl. 9.00 til 11.00 og 13.20 til 15.20.
Skráning er í síma 423 7802.
Spilað verður höggl.
Flokkar 50-54, 55-69 og 70 og yfir auk opins kvennafiokks
Hámarks forgjöfi Karlar 24. Konur 28.
Verðmæti vinninga 150.000.
Styrktaraðili: Arney KE.
Láttu sjá þig! Öldunganelhd GSG
luni ~_______________________________________
Æ
Arnar Gunnlaugsson á f erð
Ljósmynd/Jason Green
Ferill Amars
Gunnlaugssonar
Amar Gunnlaugsson er fæddur 6. mars
1973. Hann hefur leikið 30 A-landsleiki
fyrir íslands hönd og 26 leiki með yngri
landsliðunum. Ferill Amars er sem hér
segir, ásamt deildaleikjum og deilda-
mörkum með viðkomandi félögum:
ÍA, 1989-1992.........................57 37
Feyenoord, Hollandi, 1992-1994........10 0
Númberg, Þýskalandi, 1994-1995........27 8
ÍA1995 .............................. 7 15
Sochaux, Frakklandi, 1995-1997 ......14 4
ÍA, 1997...............................2 1
Bolton, Englandi, 1997-1999 ........ 32 13
Leicester, Englandi, 1999-2000........11 0
Stoke City, Englandi, 2000 ..........10 1
+