Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ■ÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 C 3 Ljósmynd/David Stevens iinni í bikarúrslitaleiknum við Bristol City á Wembley. Nistelrooy frá í átta mánuði vísu óheppið í bikarkeppninni og á enn veika von um að fara í úrslita- keppnina um úrvalsdeildarsæti, en á næstu árum mun Bolton hraka all- verulega, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til að gera meira. Leicester er aftur á móti komið í hóp bestu liða Englands og það var því stórt stökk hjá mér upp á við að fara þangað, stærra en margir gera sér grein fyrir. Ég var búinn að spila hálft tímabil með Bolton, og það er í raun það eina sem ég hef gert af viti síð- ustu 2-3 árin. En Leieester er bara stærra félag, mér var boðinn samn- ingur hjá Bolton sem var ekki nógu góður og ég greip því tækifærið þegar úrvalsdeildarlið í þessum styrkleikaflokki sýndi mér áhuga. Það var í sjálfu sér ekki erfið ákvörðun. Það hefur gengið á ýmsu hjá mér en ég verð núna að sýna karakter, halda áfram og sanna mig að nýju.“ Gaf Wembley-miðana án þess að velta því fyrir mér - Þú varst fyrir skömmu dæmdur í 2 milljón króna sekt vegna þess að miðar frá þér á úrslitaleik deiida- Grindvíkingar munu sjá á eftir tveimur leikmönnum sem léku með liðinu í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á nýafstöðnu tímabili. Hinn 41 árs gamli Alexander Er- molinskij hefur ákveðið að ljúka löng- um og farsælum ferli og Bjami Magn- ússon hefur hyggju að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra bakmeiðsla. Einar áfram þjálfari Einar Einarsson mun þjálfa Grindavíkurliðið áfram á næstu leik- tíð. Hann tók við liðinu fyrir tímabilið og stýrði því til sigurs í bikarkeppn- inni en hans menn urðu svo undir gegn KR í baráttunni um íslands- meistai’atitilinn. bikarsins í fyrravetur komust í hendur stuðningsmanna Totten- ham. Hver var í raun þinn þáttur í þessu máli? „Það var skandall hvernig knatt- spyrnusambandið tók á þessu. Þetta tók heilt ár og var gert að miklu meira máli en það í rauninni var. Staðreyndin er sú að það voru ekki til neinar fastar reglur og það var ákveðið að dæma þetta svona til að við yrðum að ákveðnu fordæmi fyrir aðra. Ég held að það hafi komið upp sá misskilningur heima að við hefðum verið að selja miða á svörtum mark- aði til að hagnast á því. Þetta gerð- ist einfaldlega þannig að margir sem ég þekki, og jafnvel fólk að heiman sem ég þekkti ekki neitt, báðu mig um miða á leikinn og ég gaf þá án þess að velta þessu eitt- hvað fyrir mér. Síðan kom upp atvik á leiknum, kona var barin og mynd af því birtist í blaði, og það var ekki einu sinni nálægt þeim sætum sem okkar miðar voru stílaðir á. En ég ætla að sætta mig við þennan dóm, það er reyndar áfrýjun í gangi en ég býst ekki við að neitt komi út úr henni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Eyjólfur Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Grindvíkingar hefðu mikinn áhuga á að fá Bandaríkjamanninn Brenton Birmingham aftui- á næsta tímabili en ómögulegt væri að segja á þessari stundu hvort það tækist. „Brenton er reyna að komast að í Evrópu þar sem meiri peningar eru auðvitað í spilinu en vissulega vonum við að hann verði með okkur,“ sagði Eyjólfur. Þá eru Grindvíkingar vongóðir um að Páll Axel Vilbergsson verði með liðinu á næstu leiktíð en hann er kom- inn heim frá Belgíu, þar lék hann með félagi í 2. deildinni. FOLK ■ HENNING Jarnskor, færeyski landsliðsmaðurinn sem gekk til liðs við 1. deildarlið Vals í knattspymu fyrir nokkrum vikum, er hættur hjá Hlíðarendaliðinu og farinn heim. Hann þótti ekki standa undir vænt- ingum, miðað við tilkostnað. ■ PÓL Thorsteinsson, landi Henn- ings, hefur enn ekkert getað leikið með Val vegna meiðsla. Tveir reyndustu menn liðsins, Kristinn Lárusson og Guðmundur Brynj- ólfsson, eru einnig meiddir og ólík- legt að þeir verði tilbúnir fyrir fyi'sta leik Islandsmótsins sem er gegn Þrótti R. hinn 19. maí. ■ BALDUR Þeyr Bragason, vara- markvörður knattspyrnuliðs ÍA, er kominn heim eftir að hafa dvalið í þrjá daga hjá færeyska liðinu B36. Færeyingamir vonuðust eftir því að ná samningum við Baldur og að hann myndi leika með þeim næsta deildaleik á sunnudag, en ekkert varðafþví. ■ B36 fékk Jens Martin Knudsen, markvörð og þjálfara Leifturs, lán- aðan í fyrsta deildaleik sinn á dög- unum og átti einnig í viðræðum við Albert Sævarsson, markvörð Grindavíkur og er nú í miklum vandræðum með markvarðarstöð- una. ■ ÖRLYGUR Helgason skoraði öll þrjú mörk Leiftursmanna þegar þeir sigraðu KA, 3:1, í æfingaleik á KA-vellinum á miðvikudagskvöldið. ■ GUNNAR Einarsson, sem KR- ingar fengu frá Brentford á dögun- um, er kominn með leikheimild og getur spilað með meisturanum gegn KA í 16 liða úrslitum deilda- bikarsins á mánudag. ■ HINN 43 ára gamli knattspyrnu- stjóri hjá Coventry, Gordon Strachan, gæti óvænt tekið fram skóna að nýju í dag en hann er al- varlega að spá í að velja sjálfan sig í leikmannahópinn sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. ■ MIKIL meiðsli eru í leikmanna- hópi Coventry og á Strachan í erfið- leikum með að velja 16 manna hóp. Fari svo að hann komi við sögu í leiknum gegn Newcastle verður hann elsti útileikmaðurinn sem leik- ur í ensku úrvalsdeildinni frá upp- hafi. ■ LES Ferdinand framherji Tott- enham fór undir hnífinn í gær en meiðsli í hásin hafa verið að hrjá leikmanninn. Þetta er önnur að- gerðin sem Ferdinand gengst undir vegna meiðslanna á skömmum tíma en hann hefur aðeins byrjað fimm sinnum inn á í liði Tottenham á leik- tíðinni. ■ FERDINAND, sem er 33 ára gamall, vonast til að verða orðinn góður af meiðslunum fyrir næstu leiktíð og að nálgast sitt fyrra form en þessi öflugi leikmaður var kjör- inn leikmaður ársins árið 1996. ■ IIERBERT Prohaska var í gær vikið úr starfi þjálfara hjá austur- ríska 1. deildarliðinu Austria Vín. Prohaska er níundi þjálfari félags- ins á síðustu átta árum. ■ Á MORGUN verður tilkynnt hvaða leikmaður þykir hafa skarað frammúr í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu í sumar. Flestir spá því að Roy Keane, fyrirliði Manchester United, verði fyrir valinu og einn þeirra sem segist mundi hafa kosið Keane er landsliðsþjálfarinn Kevin Keegan. Harry Kewell leikmaður Leeds er líklegastur til að verða fyrir valinu sem efnilegasti leik- maður deildaiinnar. ■ CHRISTIAN Karembeu, leik- maður Real Madrid og franska landsliðsins gæti verið á föram frá félaginu til Middlesbrough. Rob- sons hitti Karembu á dögunum og mun Frakkinn vera nokkuð já- kvæður. Hann hefur ekki fest sig í sessi hjá Madridar-liðinu á leiktíð- inni. Talið er að Robson verði að reiða af hendi a.m.k. 5. milljónir punda, tæplega 600 milljónir króna, verði af kaupunum. að á ekki af hollenska knatt- spymumanninum Ruud Van Nistelrooy að ganga. Á æfingu hjá PSV í Hollandi í gær meiddist hann aftur á hné og gekkst hann þegar undir aðgerð. Talið er að hann verði frá keppni í allt að átta mánuði sem þýðir að hann verður ekki með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar og ekkert verður af því að hann BARCELONA hefur verið dæmt í eins árs bann í spænsku bikar- keppninni í knattspymu eftir að liðið mætti ekki til leiks á eigin heimavelli í undanúrslitum bikar- keppninnar gegn Atletico Madrid siðasta mánudag. Barcelona vildi fá leiknum frestað vegna mikilla meiðsla þar sem aðeins 10 af leik- mönnum Iiðsins væru leikfærir. Því var hafnað og aðeins leikmenn Atletico mættu til leiks en þeir gangi í raðir Manchester United. At- vikið í gær gerðist aðeins sólarhring eftir að slitnaði upp úr samningsgerð United og PSV um kaup ensku meistaranna á Nistelrooy en hol- lenska liðið meinaði læknaliði Man- chesterliðsins að gera frekari prófun á hægra hné leikmannsins. Félögin höfðu náð samkomulagi um kaupverðið sem átti að hljóða upp á rúma 2 milljarða króna. höfðu 3:0 forskot frá fyrri leik lið- anna. Atletico hefur verið dæmd- ur sigur og mætir Espanyol í úr- slitum bikarsins. Barcelona fær ekki að taka þátt í keppninni næsta vetur og þarf að greiða eina milljón króna í sekt. Félagið hyggst áfrýja þessum úrskurði og ætlar að leita til almennra dóm- stóla ef það fær ekki refsinguna fellda niður hjá spænska knatt- spy rnusambandinu. Enska Ijónið á mbl.is < | Fylgstu daglega með öflugustu úrvalsdeild í heimi á mbl.is l i ^mbl.is -ALLTAf= G!TTH\^AÐ NÝTT~ Ermolinskij og Bjami hætla Meistaraleikur í KR-húsinu ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í körfuknattleik áiið 1990 hafa skorað á nýkrýnda íslandsmeistara í leik sem fram fer i fþrótta- húsi KR á morgun, laugardag. Meistararair frá árinu 1990 munu mæta með fullt lið að því undanskildu að Axel Nikulásson verður ekki með. Ungverjinn Laszlo Nemeth, sem stýrði KR- liðinu til sigurs á Islandsmótinu fyrir 10 árum, mun stjórna „gömlu mönnunum" á ný ásamt Rússanum Anatolij Kovtoun sem lék með KR-liðinu á þessum árum. Nýbakaðir meistarar verða án erlendu leikmannanna Jespers Sörensens og Keith Vassels og það ætti bara að gera leikinn meira spennandi. Okeypis aðgangur er að leiknum sem hefst klukkan 13. Barcelona í árs bann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.