Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 4

Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 4
Keith Vassell segir ekki loku fyrir það skotið að hann komi næsta haust og leiki með KR- ingum á ný. Vildi efma loforðið Þegar Keith Vassell kom hingað til lands til þess að leika með KR fyrir tveimur og hálfu ári segist hann hafa lofað Gísla Georgssyni, formanni körfuknattleiksdeild- arinnar, að félagið yrði Islandsmeistari. „Hann hafði nú ekki mikla trú á orðum mín- um - kannski ekki að undra því ég var ekki í mína besta formi,“ segir Vassell í samtali við Gísla Þorsteinsson. „Mér tókst ekki að efna loforðið fyrstu tvö árin en það var eins og þungu fari væri af mér létt þegar það tókst í þriðju atrennu.“ ASTÆÐUR þess að Keith kom hingað til lands að leika körfu- knattleik má rekja til þess að hann hafði ekki tryggt sér samning hjá félagi veturinn 1997 því að hann hafði ætlað sér að fylgjast með fæð- ingu dóttur sinnar. „Móðir hennar bjó í bænum Thomson í Manitoba og þar var ekki hægt að æfa körfubolta og ég gat því ekki haldið mér í for- mi. Dóttir mín fæddist í október og sg kom hingað til lands um áramótin 1997-98 og ekki í góðri æfíngu. Mér gekk reyndar ekki sérlega vel í fyrstu leikjunum og vissi að þeir voru farnir að hafa efasemdir um getu mína en síðan náði ég mér á strik. Liðið var í níunda sæti þegar ég kom til þess en því gekk betur er á leið veturinn og það endaði í öðru sæti í deildarkeppninni. Jón Sig- urðsson hafði tekið við liðinu skömmu áður en ég kom til þess og hann gerði marga góða hluti þann tíma sem hann þjálfaði liðið. Við mættum Njarðvfk í úrslitum en töp- uðum og mér fannst, er ég hélt af landi brott, að Gísli ætti hönk upp í bakið á mér.“ Þungu fargi af mér létt Keith samþykkti að taka að sér þjálfun liðsins veturinn eftir en hafði Inga Þór [Steinþórsson] með sér til aðstoðar; við þjálfun og til að stjórna liðinu í leikjum. KR hafnaði í fímmta sæti í deildinni en féll úr keppni gegn Grindavík í átta liða úr- slitum. „Það var hrikalegt að tapa gegn Grindavík og ég minntist enn þess sem ég lofaði Gísla. Ég fór um sumarið til Frakklands og reyndi fyrir mér hjá nokkrum liðum en það gekk ekki upp og ég sló því til er ■*KR-ingar höfðu samband við mig á ný og báðu mig um að koma og spila. Það gekk á ýmsu yfir veturinn, við lentum í miklum meiðslum og áttum að brattann að sækja undir lok deildarkeppninnar en að endingu tókst okkur að hampa titlinum. Það var því eins og þungu fargi væri af mér létt þegar ég gat loks uppfyllt loforð mitt.“ Aðspurður hvað hafi orðið þess valdandi að KR-ingum tókst loks að tryggja sér titilinn segir Keith að samheldni leikmanna og heppni hefði ráðið miklu þar um. „Hlutirnir hefðu hæglega getað þróast á sama veg og árið á undan en nú óx liðið við hverja raun. Við áttum erfítt verk- efni fyrir höndum er við mættum Tindastóli í átta liða úrslitum keppninnar en unnum og þá fóru hlutirnir loks að gerast. Við vorum staðráðnir að standa af okkur alla þá erfiðleika sem dundu yfir liðið en við vorum líka heppnir. Við vorum ætíð án heimaleikjaréttar og þurft- um því að vinna að minnsta kosti einn útileik til þess að komast áfram. Við þurftum því ætíð að sanna okkur og ég held að það hafi hjálpað okkur. Það kom í ljós í leikj- unum gegn Grindavík og Njarðvík." Sérstök tilfinning að leika með KR Keith tekur undir að fáir hafi vænst þess að KR mundi hampa titl- inum að lokum en segir að leikmenn hafi ætíð haft trú á að þeir gætu unnið mótið. „Það er sérstök tilfinn- ing að leika með KR. Liðið býr yfir mikilli hefð og er umdeilt, því ann- aðhvort ertu með því eða á móti. Ég er í sérstakri aðstöðu umfram alla erlenda leikmenn sem hingað koma; að komast að hjá liði sem hægt er að líta á sem sitt. Mér þykir vænt um þá hefð og sögu sem fylgir þessu fé- lagi og hef ætíð átt góð samskipti við forráðamenn og tel mig ekki frá- brugðinn öðrum leikmanni í liðinu. Það er engum vafa undirorpið að staðföst trú okkar á eigin getu hafi hjálpað okkur að vinna titilinn." Keith bendir jafnframt á að Ingi Þór hafi gert ótrúlega hluti með KR á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins, en viðurkennir að það hafi reynst sér erfitt í upphafi að hverfa úr starfi þjálfara í að vera leikmaður á ný. „Mér þótti í upphafi erfitt að koma hingað sem leikmaður en Ingi Þór tók framförum sem þjálfari þegar á leið veturinn og traust mitt í hans garð jókst. Ég vissi að hann væri hæfileikaríkur að stjóma og skipuleggja æfingar en spurningin var hversu góður hann væri við að stjórna liðinu í leikjum. Hann varð hins vegar sífellt betri eins og raun ber vitni.“ Stendur á krossgötum Keith, sem er 29 ára og hefur leik- ið undanfarin fjögur ár með aðal- landsliði Kanada, segir að hann hafi reynst farsæll á sínum ferli og áork- að flestu sem hann hafi einsett sér. Hann segir engu að síður ekki ætla að sitja auðum höndum er hann heldur til Kanada því hann þurfi að undirbúa sig fyrir úrtökumót um að komast í landsliðið í lok maí. „Ég hef leikið sem bakvörður með kanad- íska landsliðinu en oftar sem fram- herji með KR og þarf að æfa bak- varðarstöðuna betur áður en kemur að úrtökumótinu. Að vísu hafa meiðsli í hné gert mér erfitt fyrir en ég ætla að freista þess að komast í liðið í stað þess að fara í uppskurð." Keith segir að hann hafi ætíð sett sér háleit markmið sem leikmaður í körfubolta og náð þeim flestum og standi á krossgötum á sínum ferli. Hann segir að eina takmarkið sem hann eigi eftir að áorka_ sé að ná að leika með landsliðinu á Ólympíuleik- um. „Ef ég kemst með liðinu til Sydney er óvíst hvað ég mun gera í framhaldi þvi þá hef ég áorkað öllu sem ég stefndi að. Svo gæti farið að Morgunblaðið/Jim Smart ég muni hætta með landsliðinu og leika aðeins eitt tímabil til viðbótar. Þá yrði KR mér ofarlega í huga. Ég hef mikinn áhuga á að koma hingað aftur og leika með liðinu, en hef einnig metnað til þess að komast að hjá liði í Evrópu. Spánn kæmi sterk- lega til greina. Ég lék þar eitt tíma- bil með Vina Costeira Verin, sem er þriðju deildarlið, áður en ég kom hingað til lands. Mér líkaði lífið á Spáni og liðinu gekk vel á þeim tíma en mér fannst ég geta leikið betur og langar að mörgu leyti að snúa þangað aftur til þess að gera betur. Ég er með kennaramenntun en er ekki viss um hvort ég vilji nýta mér þá menntun strax. Ég hef einsett mér að fá samning hjá liði í síðasta lagi í ágúst og ef það gengur ekki upp mun ég glaður koma aftur til KR.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.