Morgunblaðið - 10.05.2000, Side 3

Morgunblaðið - 10.05.2000, Side 3
rir Sameinaði lífeyrissjóðurinn sítni 510 5000 lifeyrir.is Á árinu 1999 var boðið upp á 5 fjárfestingaleiðir í séreignardeildum Sameinaða lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðn. Tvær leiðir sem byggja að mestu á innlendum verðbréfum og þrjár erlendar hlutabréfaleiðir. Erlendu hlutabréfaleiðirnar eru boðnarí samvinnu við Verðbréfastofuna, löggilt verðbréfafyrirtæki, og bandariska sjóðafyrirtækið Vanguard, sem er annað stærsta fyrir- tækið á þessu sviði í Bandaríkjunum. Á árinu 2000 ætlar Sameinaði b'feyrissjóðurinn að bjóða sjóðfélögum sem leggja inn í séreignardeild upp á þrjár nýjar fjárfestingaleiðir þar sem fjárfest er í hlutabréfasjóðum hjá bandaríska sjóða- fyrirtækinu Janus. Um þessar mundir nýtur Janus mikillar velgengni vestra og sem dæmi má nefna að rúmur helmingur atlra greiðslna í verðbréfasjóði í Bandaríkjunum, sem af er árinu 2000, runnu í sjóði fyrirtækisins. Fjárfestar hafa þvi mikla trú á fyrirtækinu enda hafa sjóðir þess sýnt afburða góða ávöxtun. Janus var stofnað árið 1969 og er staðsett í Denver, Colorado, i Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta ? sjóðum Janus er 2 niillj. og nema heiLdareignir fyrirtækisins 273 billj. dollara. Fjöldi starfsmanna er um 2000. Þrír nýir valkostir í séreignarspamaði — Leið 6 - Twenty Fund Sjóðurinn Leitast við að halda langtíma ávöxtun með fjárfestingum í 20-30 fyrir- tækjum sem mynda einskonar kjarna. Flest fyrirtækin í sjóðnum eru tæknifyrirtæki eða rúm 70%. Þannig eru stærstu eignir sjóðsins hlutir í tæknifyrirtækjum eins og Nokia, America Online Inc. og Cisco Systems Inc. Sjóðurinn er uppbyggður á þann hátt að til skamms tíma getur ávöxtun sveiflast mikið, bæði upp og niður, en líta verður á sjóðinn sem langtíma fjárfestingu. Ávöxtunartölur sjóðsins hafa verið mjög góðar. Má þar nefna að árleg meðaltals ávöxtun sjóðsins sl. 10 ár hefur verið 27.6% á ári en 43.1% sl. 5 ár. Ávöxtun ársins 1999 var 73.1%. — Leið 7 - Global Technology Fund Global Technology Fund er sérhæfður vaxtasjóður sem fjárfestir í hlutabréfum fyrirtækja hvaðan að úr heiminum. Leitast er við að kaupa hluti í fyrirtækjum sem eiga eftir að hagnast á þróun og framförum í tækniiðnaði, til að mynda hugbúnaði, síma-, fjar- skipta- og tölvufyrirtækjum. Ávöxtun sjóðsins fyrir árið 1999 var afburða góð, eða 211.5%, og er til vitnis um sterka stöðu hans. — Leið 8 - Global Llfe Science Fund Global Life Science Fund er sérhæfður vaxtasjóður sem fjárfestir tíkt og Global Technology Fund í htutabréfum fyrirtækja hvaðanæva að úr heiminum. Keypt er í fyrirtækjum með dreifðum hætti, sem tilheyra líftækniiðnaði. Má þar nefna sjúkrahús, rannsókna- fyrirtæki, sjúkraheimiti, fyrirtæki sem framteiða hugbúnað fyrir heiLbrigðisstofnanir og mörg önnur fyrirtæki. Ávöxtun sjóðsins árið 1999 var 61.0%. ALlar framangreindar ávöxtunartölur eru reiknaðar í Bandaríkjadölum. Rétt er að minna á að hægt er aó skipta um fjárfestingarleið hvenær sem er á sparnaðartímanum án aukakostnaðar. Einnig er unnt að nýta sér eina fjárfestingarleið eða fleiri og byggja þannig upp sitt eigið verðbréfasafn. Frekari upplýsingar veita starfsfólk Sameinaða lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðn. LÍFEYRISSJÓÐURINN Lífiðn Sími: 568 1438 www.lifidn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.