Morgunblaðið - 10.05.2000, Side 7

Morgunblaðið - 10.05.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 E 7 netið leyti að framleiðandinn, AVN, er þýskur og ISDN hefur náð verulegri útbreiðslu þarí iandi, ólíkt því sem tíðkast vestan hafs þarsem hver höndin er upp á móti annarri í síma- stöðlum. íslenskan sjálfsögð krafa Þeir sem vilja hafa hönd í bagga með uppsetningunni geta valið flóknari uppsetningu og þannig val- iö inn í vélina hvem pakka fyrir sig, sem er mjög gagnlegt, enda losna menn við þann leiða tvíverknað að hreinsa út óþarfa strax eftir upp- setninguna. Það segir svo sitt um stöðuna I Linux-málum að mér hnykkti viö er kom í Ijós að innsetningarhugbún- aöurinn hefur ekki verið íslenskað- ur. Ástæða ertil að skora á þýðara aö láta hendur standa fram úr erm- um; það ersjálfsögð krafa að hafa sem mest á íslensku og auðveldar enn óvönum að setja stýrikerfið upp, ekki síst ef skipta á harða disknum upp. Eins ogfram hefur komið notar SuSE kjarna 2.2.14 af Linux, sem er nýjasta stöðuga útgáfa hans, en ýmsar viðbæturfylgja, til að mynda stuðningur við yfir 3,5 GB innra minni og ReiserFS skráarkerfiö, en einnig fylgir útgáfa 3.3.6 afXFree86 gluggakerfinu sem styöurflest skjá- kort, þar á meðal GeForce 256 og Voodoo-kortin. Þess má geta að XFree86 4.0 gluggastjórinn fýlgir, en notendur þurfa sjálflr að setja hann upp, þvt að sögn SuSE-manna er útgáfan ekki fullþrófuð. Ég er að safna kjarki t að setja hana upp og einnig Reiser-skráakerfið, en það verður líkastil skráakerfi framtíöar- innart Linux. Meira um þaö síöar. Aukinn USB-stuðningur Stuðningurvið USB-jaðartækja- tengi hefurveriðtakmarkaðurí Lin- ux en þeir SuSE-menn segja að obb- inn af USM-músum, lyklaborðum, skönnum og prenturum ætti aö ganga í 6.4. Með fylgja óteljandi þróunartól ogverkfæri, ritvinnsluforrit, til að mynda WordPerfect 8.0, gagna- grunnar, þar á meöal Sybase og MySQL, myndvinnsluforrit, til að mynda Gimp sem stendur Photo- Shopfyllilega á sporði, fullkominn Apache vefþjónn, Radius-þjónn, eld- veggjarbúnaður, StarOffice hugbún- aöan/öndullinn, spjall- og IRC-þjónn, gluggastjórar, ýmislegur margmiðl- unarhugbúnaöur, meðal annarstil rauntímavinnslu á hreyfimyndum, þrívtddarhugbúnaður, prþntvinnslu- búnaður, hermar, letursmiðir og svo má lengi telja. Að sögn þeirra sem taliö hafa eru ríflega 1.500 forrit í pakkanum. Harla gott fyrir innan við 3.000 kr. Ekki bara til heimabrúks SuSE Linux er ekki bara stýri- kerfi fýrir heimili, heldur hafa þeir SuSE-menn lagt áherslu á að það standi jafnfætis atvinnudreifingum á Linux og í 6.4 er aukinn stuðning- urvið LDAP ogWWW, FTP og Proxy- þjóna, aukinheldursem Logical Vol- ume Managerfylgir, bættareld- veggjarskriftur og eldveggjarforrit frá SuSE og kjarnaviðbótin sec- umod. Öll stýrikerfi hafa eitthvaö til sfns ágætis og ekki er víst að öllum henti að nota Linuxfrekaren þaö hentar ekki öllum að nota Windows, MacOS eða BeOS. Það er þó öllum hollt að líta í kringum sig og þeir sem á annað borð komast upp á lagiö með Linux læra mun betur að skilja tölvuna sína og geta því frekar brugðist við ef eitthvað kemur upp. Windows er einsog .«■ vel heppnað skpef í rétta átt ÞRÁTT FYRIR þær miklu breytingar sem orðið hafa á afkastagetu tölva á síöasta áratug hefur útlit þeirra og aðferðir við aö setja saman tölvur lítið breyst frá því snemma á níunda áratugnum. T.a.m. er oft hægt að notast við fimmtán ára gamlar mýs og lyklaborö við nýjustu tölvur og eru kassamir sem geyma tölvubún- aöinn afar áþekkir því sem tíökaðist þegar IBM framleiddi fýrstu einka- tölvumarfýrirumtuttugu árum. Helstu breytingarnar sem orðið hafa eru þær að umfang tölvanna hefuraukist, skjáireru stærri og kassarnir hafa einnig stækkað því pláss þarf að vera fýrir skjáhraðla, hljóðkort og annan aukabúnað. Ýmsartilraunir hafa verið gerðar til að brjóta upp hönnun einka- tölvunnar, ein sú þekktasta í seinni tíð er Ifklega iMac-tölvan en enn hef- ur þó engin slík hönnun náð aö festa sig í sessi. Gateway sem er meðal stærstu tölvuframieiöenda gaf nýlega út Gateway Profile- tölvuna en Aco, umboðsaðili Gate- way á íslandi hélt Evrópufrumsýn- ingu á vélinni fyrir stuttu. Vélbúnaðinum komið fyrir í skjánum og fætinum Aöal Profile-vélarinnarerað hún er í heild lítið stærri en þunnur skjár með kristalupplausn en slíkirskjáir eru að verða æ algengari sýn, t.d. f bönkum ogá skrifstofum. Þykkt hennar er lauslega reiknað rúmar tvær þumalbreiddir en vélbúnaðin- Eyrópufrum- sýning var hérá landi á nýrri tölvu fráGatewayá dögunum. Gísli Árnason kynnti sér Gateway Profile, en aðal vélarinnarer, að hans matj, það að hún er lítíó Stærri en þunnur kristalsskjár. um er komiö fýrir í skjánum og fæt- inum. DVD- og disklingadrifi er hag- anlega komiö fýrir í hliðunum og hnappar til að ræsa tölvuna og stilla skjáinn eru staðsettir á besta staöfýrir neðan skjáglerið. Aðeins fáeinar mínúturtekur að setja upp og ræsa vélina og greinilegt er að ekki er ætlast til að við hana sé átt eftiruppsetningu. Allter gerttil að sem minnstfari fýrir vélinni ogumbúnaði, spjald aft- an á henni erfjarlægttil aötengja rafmagn, net og annan útbúnað og sett saman í klemmu, þegar spjald- ið er komið aftur á sinn stað stend- uraðeinsútúr henni þétturvöndull af köþlum stað þess að þeirséu á víð og dreif um bak vélarinnar líkt og áflestumtölvum. 550 megariða örgjörvi Gagnslítið væri að eiga vél á borð við Gateway Profile ef hún gæti ekki sinnt öllum hefðbundnum hlutverk- um einkatölvu. Hún er enda búin 550 megariða örgjörva, þrettán gígabæta hörðum diski og 64 megabæta vinnsluminni. Það ætti að reynast nægilegt reikniafl til allra verka en þó heföi mátt vera meira vinnsluminni í henni þar sem hug- búnaður veröur stöðugt þyngri f vöf- um, t.a.m. er ekki æskilegt að keyra Windows 2000-stýrikerfið með minna en 96 megabæta vinnsluminni ef á að ná fullum af- köstum. Innbyggtítölvunnierhljóð- kort, skjákort, mótald ognetkort, auk þess em á henni öll tengi sem þarf til aö tengja utanáliggjandi vél- búnað á borð viö þrentara og auk þeirra fjögur USB tengi. Það sem kemur þó hvað mest á óvart er það hvað skjárinn og skjákortið ráða vel við erfiö verkefni á borð við leiki og að Sþila kvikmyndir af DVD-diskum. Vélin er búin öflugu skjákorti og vandræðalaustgekk að setja uþp og spila reynsluútgáfu Quake III- leiksins sem reynir nokkuð á skjá- kort. Kristalskjáir á fartölvum hafa löngum verið hægir og því hentað illa til leikja en greinilegt er að þeim galla hefurverið útrýmt. Ekki með öllu gallalaus Tölvan er þó ekki með öllu galla- laus, þegar svo smá tölva er smíö- uð verða einhvers staðar að koma til málamiðlanir og þrennt pirraði einkum þegartölvan var reynd. Hátalarar sem fylgja tölvunni hljóma illa, viö fyrstu tilhugsun er það e.t.v. ekki svo mikilvægt en þegartölva er keypt með það að sjónarmiði að lít- ið fari fýrir henni og ekki þurfi auka- búnað við hana skiptir máli að slíkir hlutirséuílagi. Hátalarar rýnis sem fengustfýrirflatbökuverö hljómuðu mun beturvið samanburö. Sérstakan geisladisk frá Gate- way þarf til að setja upp stýrikerfi á tölvuna og hjálpar sá sem fýlgir við uppsetningu Windows ’98 og '95 en viöbúið er að eigendur lendi í vandræðum ef setja á inn annaö stýrikerfi, t.a.m. Windows Me, sem út kemur síðar á árinu, eða Linux. Fóturvélarinnarmætti einnigvera stærri en hann er lítill og vélin létt svo hún er nokkuð völt. Gateway Profile er vænlegur kost- urfýrir þá sem lítið vinnuþláss hafa eða vilja að það líti vel út. Einnig ætti vélin að henta vel fýrirtækjum sem vilja smekklegarogfýrirferðar- litlar tölvur, t.d. á stöðum sem við- skiptavinir sækja, í afgreiöslum, bönkum o.þ.h. Það erí raun merki- legt að í tölvubyltingunni sem orðið hefur á síöustu árum hafi lítiö mark- vert breyst hvað varðar útlits- hönnun þeirra en Gateway Profile er vel heppnað skref í rétta átt aö meöfærilegri og smærri borðtölv- um. wf I jJJ&íreii w © © © ■r, > ■- * i tggM i III, / f bifreið meö fastsoðið húdd og mörgum finnst þaö eflaust gott, en þeireru líka margir sem vilja komast í kramið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.