Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 3
+ MORGUNBLAÐIÐ GOLF FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 C 3 Hermann Malenburg emmtileg blanda af skógar- og vatnavelli Hermann Malenburg Sextíu heils árs bústaðir eru inni á golfvallarsvæðinu - af full- komnustu gerð, með öllum lúxus sem hægt er að nefna. var komið æfingasvæði með góðri aðstöðu. Ég var einn fimm umsækj- enda - og fékk starfið. Þetta var ná- kvæmlega það sem ég var búinn að hugsa mér þegar ég fór af stað. I byrjun sumars 1996 voru níu manns í klúbbnum og ekkert annað að gera en að hefja uppbygginguna. Ég hélt stóra golfsýningu sem var vel auglýst á staðnum og mættu tæplega 400 manns. Fólkið hafði flest lítið vit á golfi, en sá auðvitað að íþróttin snerist um bolta - kylfu og sveiílu. Það fékk smá innsýn í hlut- ina. Ég var hins vegar spurður eftir kynninguna hvers vegna ég hafi ekki látið túlka sænskuna, sem ég talaði. F ólkið hélt sem sé, að þýskan sem ég var að reyna að tala væri sænska. Eftir nokkurra mánaða dvöl í Þýska- landi var ég auðvitað ótalandi á þýsku, en þetta bjargaðist allt sam- an. Kennarabók mín var strax þétt- skrifuð á þynningunni - fólk vildi fá kennslu. I dag eru á fjórða hundrað meðlimir í klúbbnum. Ári síðar voru teknar í notkun níu holur og svo í sumar rættist draumurinn, seinni níu holurnar eru svo gott sem tilbún- ar og við opnum glæsilegan átján holu völl í júní. Ég hef tekið þátt í öllu ferli vallar- ins og unnið náið með arkitektinum David Krause, en hann hannaði til dæmis Valderama-golfvöllinn, sem er einn frægasti völlur Evrópu. Kraus vann áður hjá Robert Jones- fyrirtækinu, sem sá um gerð vallar- ins. Hann er Kanadamaður og afar kröfuharður. Völlurinn er ekki lang- ur, en krefjandi og hefur Kraus skil- ið eftir tré hér og þar sem breytir umgjörð vallarins mikið. Hann hafði stillt teignum á 17. braut, þannig að íyrir framan voru tvö stór tré. Ég fékk hann til að færa teiginn frá trjánum svo hinn venjulegi kylfingur geti líka átt gott teighögg. Það hefur verið draumur að vinna með Krause og mér finnst völlurinn frábærlega vel heppnaður. Það reynir meira á stutta spilið, högglengdin er ekki svo mikilvæg. Mikið brot er í flötunum, en við höfum hér einnig vetrarflatir sem eru uppbyggðar nákvæmlega eins og sumarflatirnar. Því er hægt að spila hér golf allt árið um kring. Völlurinn er skemmtileg blanda af skógar- og vatnavelli." Byggði sér hús við völlinn Arnar Már sagði að fjölskyldan væri alsæl í Haren. „Við byggðum okkur hús hér við völlinn íyrir tveim- ur árum og ég get hjólað í vinnuna á fimm mínútum og er því alltaf í sam- bandi við fjölskylduna. Stelpurnar geta hlaupið til mín og ég kemst heim í mat. Þá hef ég skrifstofuað- stöðu heima og á vellinum er allt til alls til kennslu. Gífurlegar fjárfestingar hafa átt sér stað hér á svæðinu og voru byggðir sextíu heilsárs bústaðir inni íausen + á golfvallarsvæðinu af fullkomnustu gerð - með öllum lúxus sem hægt er að nefna. Fjárfestar hafa til þessa lagt um 400 milljónir króna í upp- bygginguna hérna og hefur til dæm- is hótelið verið endumýjað frá grunni. Þar er nú einnig mjög góð golfverslun og nú er verið að byggja nýtt klúbbhús, svo segja má að hér hafi verið unnið þrekvirki á ótrúlega skömmum tíma.“ fþrótt ríka fólksins Er einhver munur á að kenna jjýskum byrjendum og byrjendum á Islandi? „Já, hann er töluverður. Hér er golfið ennþá íþrótt ríka fólksins. Þegar Þjóðverji kemur í tíma í fyrsta skipti hefur hann kannski aldrei séð golfkylfu. Heima er golfið miklu sýnilegra og er íþrótt fyrir alla. Þjóðverjinn þarf að fá kennslu frá byrjunarreit og uppúr, á meðan íslendingurinn veit hvemig á að sveifla og hvað golf er. En uppgan- gui’ golfíþróttarinnar er gífurlegur í Þýskalandi og hver völlurinn af öðr- um rýkur upp. Ég kem aftur inná það sem ég sagði fyrr, að hér er að- staðan allt önnur. Tveir jafnefnilegir tólf ára strákar - annar í Þýskalandi og hinn á íslandi, æfa ekki við sömu aðstæður. Að hafa afreksmanna- styrki í gangi og horfa um leið fram- hjá aðstöðuþættinum eins freklega og gert er heima, er auðvitað rangt og bitnar bara á árangri okkar ungl- inga.“ Þurfum æfingahús á íslandi „Við þurfum æfingahús eins og er á Norðurlöndum - svo hægt sé að æfa allt árið. Þessi hús hafa haft mikið að segja í Sviþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi - hús sem hreinlega mala gull. Þau eiga einnig að geta gert það á íslandi, þar sem þeirra er enn meira þörf en á hinum Norðurlöndunum. Ef við ætlum áfram að láta unglingana æfa einu sinni í viku uppí Reiðhöll þá verðum við áfram C-þjóð, svo einfalt er það. Árið 1997, þegar Sigurður Péturs- son stofnaði Gull-golf - vom einnig Golfheimar að fara af stað, og kom þá smá vísir að æfingaaðstöðu innan- húss, en lítið hefur gerst eftir það. Viljinn er gífurlegur heima - ein- staklingar eru að skapa sér aðstöðu heima hjá sér í bflskúrnum, en þeir komast bara ákveðið langt við þann- ig aðstæður. Ég efa ekki, að ef komið verður upp fullkominni æfingaað- stöðu innanhúss á íslandi, yrði hún nýtt til fulls.“ Ólöf María og Birgir Leifur hafa æft í Þýskalandi Arnar Már sagði að margir ís- lenskir kylfingar hefðu komið til sín til að fá tækifæri til að æfa við að- stæður eins og þær gerast bestar. „íslandsmeistarinn Ólöf María Jóns- dóttir kom hingað fyrir landsmótið, og dvaldi við æfingar og keppni. Hún er gífurlega metnaðargjörn og æfir ótrúlega agað - var stöðugt við æfingar átta tíma á dag, Hún er dæmi um kylfing sem gæti náð mjög langt ef hún hefði topp-æfingaað- stöðu heima. Ólöf María á vallarmet- ið hér af meistaraflokksteig - þrír undir pari vallarins, reyndar ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni, sem lék það eftir.“ Nú hefur Birgir Leifur dvalið er- lendis og raunar einnig hjá þér við æfingar og keppni. Hver er framtíð hans? „Birgir Leifur og ég vorum ekki sammála um leiðir að marki - það veit hann og þess vegna fór hann héðan. Ég tel hann æfa alltof lítið og sé ekki að hann nái á toppinn með þeim vinnubrögðum sem hann vill beita. Hann er mikið efni, en það er ekki nóg í dag að vera efnilegur. Þegar Tiger Woods er að laga eitt- hvert smáatriði í sveiflunni æfir hann 5-6 tíma á dag - aðeins það smáatriði sem hann vill laga. Tiger Wood og Sergio Garcia eru dæmi um náttúrubörn sem hafa náð upp geysilegu öryggi og byggt upp hæfi- leika sína með gífurlegum viíjastyrk. Raunar segja þjálfarar að Sergio hafi ekki undirbúið sig nógu vel fyrir þetta tímabil og hann sé að súpa seyðið af því í vetur. Hann hefur ekki leikið eins og menn bjuggust við eftir frábært tímabil í fyrra. Maður segir að hann sé að borga lærlings- gjaldið, nú veit hann, að það er ekki nóg að koma bara með hæfileika inn í atvinnumennskuna, sem er harður skóli. Hann hefur til þessa stundað golfið gífurlega vel, en áttaði sig ekki á því að á toppnum þarftu að æfa enn betur en hjá áhugamönnunum. Ólöf María þarf að gera það upp við sig hversu langt hún vill ná. Vill hún helga sig golfinu alfarið getur hún náð mjög langt. Ég veit hversu gífurlega hörð hún er við æfingar þegar hún var hér hjá mér og mér fannst henni fara mikið fram. Hafi hún hins vegar áhuga á einhverju öðru í lífinu þá kemur auðvitað stöðnun og hún snýr sér að öðrum verkefnum.“ Úlfar einhver besti kylfingur sem við höfum átt „Ulfar Jónsson er annað dæmi um járnvilja, kylfingur með allt sem þarf í atvinnumennskuna, einhver besti golfari sem við höfum átt. Hann reyndi við atvinnumennskuna á sín- um tíma en gerði mistök, þegar hann hafði engan þjálfara til að halda utan um sveifluna þegar hann var kominn til Bandaríkjanna. Úlfar æfði og æfði mjög vel eins og alltaf, en var með galla í sveiflunni. í úrtökumót- inu lék hann gífurlega vel fyrsta daginn, en svo komu gallar í ljós sem of seint var að laga og því fór sem fói\ Úlfar, ég og fleiri strákar vorum kylfusveinar þegar Evrópumeistara- mót unglinga var haldið á íslandi á sínum tíma, þá var Úlfar 13 ára og við áttum ekki orð yfir snilld Svíans Magne Person sem þá var aðeins með einn í forgjöf aðeins 16 ára gam- all. „Þegar ég verð sextán ára, verð ég líka kominn með einn í forgjöf,“ sagði Úlfar og blikkaði ekki auga. Við grenjuðum úr hlátri strákarnir og höfðum ekki heyrt neitt fárán- legra lengi. Þegar Úlfar var orðinn 16 ára hafði hann einn í forgjöf. Ég fullyrði að hefði hann haft aðstæður eins og ég var að tala um að eru á Norðurlöndum væri hann á atvinnu- mannahringnum í dag og hvergi annarstaðar. Úlfar gæti enn tekið þá ákvörðun að gerast atvinnumaður, en ég held að hugurinn stefni nú í aðra átt, því miður segi ég þegar maður sér svona snilling sem getur náð langt.“ Sigurður mikill keppnismaður ,Jkinar ekki síðri var Sigurður Pétursson. Hann er í gæðaflokki með Úlfari og var hársbreidd frá at- vinnumennsku á sínum tíma. Hann er eitthvert mesta keppnisdýr sem ég þekki, hefur ótrúlega góðar taug- ar og eflist við hveija raun. Hann keppti á sínum tíma á Spáni og átti góða möguleika á að komast áfram, þegar hann fékk þursabit og allt fór úr skorðum. Auðvitað vantaði strák- ana meiri reynslu, vera lengur er- lendis og keppa meira, þá hefðum við allavega getað átt tvo topp-at- vinnumenn í golfi, það er ekki spum- ing í mínum huga.“ Öm Ævar óslípaður demantur „Kylfingur sem ætlar að ná langt í dag þarf að vinna átta tíma vinnu- dag. Það er ekki bara golf, það er líkamsrækt, kraftæfingar auk æf- inga og keppni. Harkan er svo mikili dag að aðeins þeir sem hafa mikla hæfileika og eru tilbúnir í maraþon- æfingar geta náð árangri. Aðrir sitja eftir. í dag sé ég mestu möguleikana hjá Erni Ævari Hjartarsyni. Hann veit hvemig á að ná toppnum - það er vinna og aftur vinna. Hann er ós- lípaður demantur og kylfan er í hans höndum." Áhugamál númertvö að leika á gftar Hvað með þig sjálfan sem spilara ? „Ég fór utan svo ég gæti þróað mig sem spilari. Ég er nú að rokka frá 0-1 í forgjöf og tók þátt í tíu at- vinnumótum á síðasta ári. Vann tvö og var alltaf í einu af sjö efstu sætun- um. Áður var það svo að atvinnu- kennarar máttu ekki keppa, sem auðvitað var bull. Nú megum við taka þátt í mótum og ég er hjá mjög góðum kennurum - reyni að bæta mitt golf eins og ég get. Ég hef bætt mig mjög mikið, hef miklu betri stjórn í mínum golfleik og líður miklu betur á vellinum en áður þeg- ar ég er að keppa. Hversu mikinn tíma ég get gefið sjálfum mér verður að koma í Ijós, en ég hef fullan hug á að bæta mig enn frekar.“ ' Amari Má er fleira til list lagt en eingöngu golf. Nokkrir íslenskir handknáttleiksmenn, sem leika í Þýskalandi, dvöldu hjá Amari Má yfir helgi fyrir skömmu við golfið- kan. Þá fór Arnar Már á kostum við gítarleik og söng, þegar ómældui’ höggafjöldi var gerður upp á skemmtilegri kvöldvöku. „Það er áhugamál mitt númer tvö að leika á gítar. Það geri ég óspart í frístundum frá golfinu," sagði Amar Már. Eldri kylfingar Fyrsta viðmiðunarmótið til landsliðs karla, 55 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri, verður á Korpu sunnudaginn 14. maí nk. Keppt er í flokkum karla 50-54, 55 ára og eldri, 70 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri Skráning í síma 585 0200. Samherji, Fiskimjöl og lýsi á Húsatóftavelli í Grindavík laugardaginn 13. maf kl. 8.00 18 holur með og án forgjafar. Skráning í síma 426 8720. Glæsileg verðlaun frá Samherja, Fiskimjöli og lýsi. Þátttökugjald kr. 2000. Golfklúbbur Grindavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.