Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 2

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Eru sæti Wupp ertal og Dorm- agen tryggð? Forráðamenn þýska handknatt- leiksliðsins Gummersbach eru afar ósáttir við afgreiðslu þá sem þeir fengu hjá eftirlitsnefnd þýska handknattleikssambandsins, að liði fengi ekki starfsleyfi á næsta keppn- istímabili. Forráðamennirnir full- yrða að öll gögn séu í lagi og þeir muni áfrýja úrskurði nefndarinnar. Blöð í Wuppertal segja að þar með sé sæti Wuppertal í 1. deild tryggt og að Willstatt muni spila annaðhvort við Göppingen eða Hildesheim um tilverurétt í deildinni. Wuppertal er með þannig samning við leikmenn- ina Houlet og Chopkow hjá Gumm- ersbach, að ef liðið fær ekki leyfi munu leikmennirnir ganga til liðs við Wuppertal. Markvörðurinn Stank- owiz er einnig undir smásjá Wupper- tal. Innan tveggja vikna þarf Gumm- ersbach að vera búið að senda ný gögn en eftirlitsnefndin hefur sagt, að Willstatt muni fara í þessa auka- leiki og ljóst að tíminn er að renna út fyrir Gummersbach því aðeins einn leikur er eftir í deildinni á sunnudag - og verði ekki kominn önnur til- kynning frá eftirlitsnefndinni fara væntanlega leikmenn Wuppertal og Dormagen, hvort liðið sem verður þriðja neðst, í sumarfrí. Þá verður erfitt að koma nýjum leikjum á, bjargi Gummersbach sér enn einu sinni fyrir hom. Þess má geta að þegar ein umferð er eftir í 1. deild er Dormagen með eins stigs forskot á Wuppertal, sem er í næst neðsta sæti. Wuppertal á útileik gegn Schutterwals, sem er fallið, en Dormagen leikur heima gegn Nettelstedt. Vormót Hafnarfj arðar í Golfi Fyrsta opna golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Keib verður haldið laugardaginn 20 maí nk. Keppt verður i tveimur flokkum, meistarfiokki karla og kvenna og í opnum flokki karla og kvenna. í meistaraflokki er leikinn höggleikur, en f opnum flokki punktakeppni. Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið f meistaraflokki og 1. 2. 3. 4. og 5. sætið f opnum fiokki. Hámarksgefín forgjöf 18 punktar. Nándarverðlaun á 6. og 16. braut. • Tvenn verðlaun verða dregin úr skorkortum í mótslok Ræst verður út frá kl. 8.00 • Keppnisgjald: 2500 kr. ISkráning er í golfskála í síma 565 3360 * HAFNARFJÖRÐUR Morgunblaðið/Porkell Sinisa Kekic, Grindavík, sækir að marki Stjörnunnar í fyrsta leik efstu deildar - Rúnar Páll Sig- mundsson er til varnar en að baki Kekic eru Ásgeir G. Ásgeirsson og Ragnar Árnason. KR-ingar hefja vöm sína í Laugardalnum KR-INGAR hefja titilvörn sína á íslandsmeistaratitlinum á Laug- ardalsvellinum í kvöld er þeir sækja Fram heim. Það var einmitt í Laugardalnum sem þeir gulltryggðu hinn langþráða meistaratitil sinn í fyrra - í leik gegn Víkingi. Meistaramir leika tvo leiki í röð á Laugardalsvellinum þar sem þeir leika heimaleik sinn gegn Kefla- vík á vellinum á sunnudaginn. Þrír aðrir leikir í efstu deild fara fram í kvöld. Bjarni Jóhannsson fer með lærisveina sina hjá Fylki á kunnug- legar slóðir - til Eyja, þar sem hann þjálfaði ÍBV sl. þrjú ár. Skagamenn BYRJjlR I KVOLD KR-ingar hita upp fyrir leikinn í kvöld á Eiðistorgi milli kl. 17 og 19.30 Sértilboð jl Rauða ' Ljónsins v - í mat og drykk KR-klúbburinn skráir nýja félaga og afhendir gögn til félagsmanna Strætóferðir báðar leiðir KR-INGAR! MUNH) AÐ TAKA MED YKKURFÁNANA taka á móti Leiftri og þarf mark- vörðurinn og þjálfari Ólafsfirðinga, Jens Martin Knudsen, að glíma við fyrrverandi samherja sinn Uni Arge. Annar markvarðahrellir mætir Fram - KR Laugardalsvöllur, 1. umferð, fimmtudaginn 18. maí kl. 20. Dómari: Egill Már Markússon. Aðstoðardómarar: Einar Guð- mundsson og Haukur Ingi Jónsson. Fram: Allir klárir, að sögn Guð- mundar Torfasonar, þjálfara. KR: David Winnie og Þórhallur Örn Hinriksson í leikbanni. Arnar Jón Sigurgeirsson meiddur. Fyrri leikir: Frá því félögin mætt- ust í fyrsta leik íslandsmótsins 1912 hafa þau leikið 121 leik. KR hefur unnið 55, Fram 37, en 29 hafa endað með jafntefli. KR hefur skorað 246 mörk, Fram 189. ■ KR hefur unnið 9 af síðustu 11 leikjum liðanna í efstu deild og 2 hafa endað með jafntefli. Fram vann KR síðast árið 1993,4:1 á KR-vellinum. ■ KR hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum liðanna á Laugardals- vellinum, síðast 2:0 í fyrra með mörkum Arnars Jóns Sigurgeirsson- ar og Guðmundar Benediktssonar. ■ Fram vann hinsvegar KR fimm sinnum í röð á Laugardalsvellinum á árunum 1988 til 1992. ■ KR og Fram skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik íslandsmótsins árið 1912. KR vann síðan hreinan úrslitaleik liðanna um titilinn, 3:2. fyrrverandi samherjum. Kjartan Einarsson hjá Breiðabliki sækir sveitunga sína í Keflavík heim. Hér fyrir neðan eru nánari upp- lýsingar um leiki kvöldsins. Akranesvöllur, 1. umferð, fimmtu- daginn 18. maí kl. 20. Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Aðstoðardómarar: Einar Sigurðs- son, Sigurður Þór Þórsson. fA: Alexander Högnason í banni. Leiftur: Ingi Hrannar Magnússon meiddur. Fyrri leikir: Af 12 viðureignum liðanna í efstu deild hefur í A unnið 5, Leiftur 2, en 5 hafa endað með jafn- tefli. ÍA hefur skorað 19 mörk en Leiftur 9. ■ Leiftur hefur aldrei sigrað í 6 leikjum á Akranesi og ekki skorað mark þar í 360 leikmínútur síðan 1995, þegar tvö mörk á lokamínútun- um tryggðu Ólafsfirðingum 2:2 jafn- tefli. Þrír leikir liðanna þar frá þeim tíma hafa endað 0:0 og ÍA vann 1:0 árið 1998. ■ Leiftur hefur aðeins náð að skora tvö mörk í síðustu sex viður- eignum liðanna. ■ Uni Arge leikur sinn fyrsta deildaleik með ÍA og spilar í fyrsta skipti gegn sínum gömlu félögum í Leiftri sem hann lék með 1997 og 1998. ■ Uni er markahæsti leikmaður Leifturs í efstu deild með 13 mörk ásamt þremur öðrum. ■ Utlit er fyrir að 5 Færeyingar spili á Akranesi, fjórir með Leiftri, og þeir hafa aldrei verið fleiri í leik íslenskra liða. AÐSTOÐARÞJALFARI — KNATTSPYRNA Knattspyrnudeild Breiðabliks vantar aðstoðarþjálfara fyrir 4. og 5. flokk karla, sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sveinbjörnsson, símar 564 1077 eða 892 4919.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.