Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 4
Sigurinn tileinkað
ur öllum TVrkjum
GALATASARAY braut í gær-
kvöldi blað í tyrkneskri knatt-
spyrnusögu þegar það varð
fyrst tyrkneskra liða til þess að
vinna Evrópukeppni í knatt-
spyrnu. Leikmenn Galatasaray
vann Arsenal, 4:1, í vítaspyrn-
ukeppni í leik á Parken í Kaup-
mannahöfn, en markalaust var
eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu. Breytti engu þótt
leikmenn Arsenal væri einum
• fleiri á leikvellinum í 27 mínútur
í f ramlengingunni eftir að
Gheorghe Hagi var rekinn af
leikvelli fyrir að ganga of hart
fram í einvígi við Tony Adams.
Þetta var um leið síðasti leikur
þessa rúmenska knattspyrnu-
manns, sem ákvað fyrir nokkru
að draga saman seglin í iok leik-
tíðar.
Gleði Tyrkja var fölskvalaus í
leikslok, bæði utan vallar sem
innan dönsuðu menn og fögnuðu sem
'rog á götum Istanbúl og fleiri borga í
landinu. Leikmenn liðsins fengu að
launum um 11 milljónir hver í sigur-
laun sem þeim var heitið af tyrk-
neska knattspyrnusambandinu, fé-
laginu og styrktaraðilum þess, en
þessir aðilar slógu saman og hétu á
liðsmenn tækist þeim að leggja Ar-
senal að velli og brjóta blað í sögu
tyrkneskrar knattspyrnu.
Þetta var í annað sinn sem Arsen-
al tapar úrslitaleik í Evrópukeppni í
vítspyrnukeppni, en árið 1980 tapaði
liðið fyrir Valencia, 5:4, í vítaspymu-
keppni í úrslitaleik í Brussel Evróp-
ukeppni bikarhafa. Þá var það fyrir-
liði Arsenal, Graham Rix, sem brást
bogalistin. Að þessu sinni voru það
' Davor Suker og Patrick Viera sem
tókst ekki að skora úr spyrnum sín-
um. Suker tók fyrstu spyrnu Arsen-
al, skaut í stöng en Viera skot Viera
hafnaði í slá en það var þriðja spyma
liðsins.
Gheorghe Popescu innsiglaði sig-
urinn er hann skoraði úr fjórðu
spymu tyrkneska liðsins. Þess má
geta að Popescu lék eitt sinn með
helsta andstæðingi Arsenal í Lund-
únum, Tottenham, en þetta er í ann-
að sinn sem fyrrverandi leikmaður
liðsins skorar sigurmark gegn Ar-
senal í úrslitum Evrópukeppni því
Nayim, sem eitt sinn lék með Totten-
ham gerði sigurmark Real Zaragoza
er það lagði Arsenal, 1:0, í úrslitaleik
Evrópukeppni bikarkhafa 1995.
Arsenal lék betur framan af leik í
gær, en þegar á leið komu leikmenn
Galatasaray meira og meira við sögu
undir stjórn Hagis. Bæði lið fengu
nokkur færi, en leikmenn höfðu ekki
heppnina með sér. Martin Keown
fékk opið færi á vítateig en skaut yfir
og Thierry Henry átti hörkuskalla
að marki af stuttu færi á 107. mínútu
sem Caludio Taffarel varði stór-
glæsilega úti við stöng. Tafarel var
útnefndur maður leiksins í leikslok.
Hinum megin fékk Hagan Sukur
besta færið í síðari er hann komst
einn inn fyrir vörn Arsenal, en skaut
í stöng.
Faith Terim, þjálfari Galatasaray
sagði að leikslokum að hann tileink-
aði öllum Tykjum þennan sigur, ekki
bara liði sinu. „Margir landar okkar
Fögnuður hjá
Helga Jónasi
Reuters
Gríðarlegur fögnuður braust úr á meðal leikmanna Galatasaray þegar Gheorghe Popescu skoraði
úr fjórðu vítaspymu liðsins og innsiglaði þar með sigurinn.
hafa átt og eiga um sárt að binda
vegna jarðskálftana í fyrra og sigur-
inn færir þeim tækifæri til þess að
gleðjast og lýsir um leið lífi þeirra.
Eg og allir leikmenn liðsins erum í
sjöunda himni og gleðjumst, ekki
síst yfir því að geta lífgað upp á lífið
heima í Tyrklandi, þar veit ég að allir
standa að baki okkar, hvaða liði sem
þeir annar fylgja dags daglega. Um
leið tókst okkur að gefa tyrkneskri
knattspyrnu byr undir báða vængi,“
sagði Terim í leikslok.
Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, gagnrýndi í leikslok
að hlutkesti réði því ekki hvorum
megin vallarins vítaspyrnukeppnin
væri haldin, heldur væri það í hönd-
um dómarans að ákveða það. Víta-
spyrnukeppnin fór fram þeim megin
vallarins sem stuðningsmenn Gala-
tasaray voru.
„Það hafði gríðarlega mikið að
segja að vítaspyrnukeppnin var
þeim megin vallarins. Báðar víta-
spyrnur okkar sem fóru í súginn
hittu markstangirnar, það sýnir
hversu litlu getur munað og einnig
að bestu mönnum getur brugðist
bogalistin."
„ÞAÐ er allt öðruvísi að verða
meistari hér í Beigíu en heima á
íslandi, en sælutilfinningin sem
fylgir titli er samt til staðar,“
sagði Helgi Jónas Guðfinnsson í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann varð í fyrrakvöld Belgíu-
meistari með Antwerpen er liðið
vann Oostende 63:61 í fjórða leik
liðanna og sigraði þar með 3:1.
„Það var mikill fógnuður hér
þegar við tryggðum okkur sigur-
inn enda hefur liðið komist í úrslit
síðustutvö ár en ekki náð að
sigra. Ég gæti trúað að það hafi
verið um þrjú þúsund áhorfendur
á leiknum og það var fagnað langt
fram eftir nóttu og þetta var rosa-
lega gaman. Þetta er samt ekki
eins og að verða meistari heima
enda ber maður ekki sömu tilfinn-
ingar til þessa félags og Grinda-
víkurj“ sagði Helgi Jónas sem
varð Islandsmeistari með Grinda-
vík 1996.
„Heima er maður áhugamaður
og í vinnu með en hér í atvinnu-
mennskunni verður gleðin öðru-
vísi. Maður er búinn að puða og
púla til að ná þessu marki og það
er rosalega gaman að það skuli
takast,“ sagði meistarinn sem nú
heldur heim á leið en þarf að vera
kominn til Belgíu í lok júlí til að
hefja æfingar með sínu nýja fé-
lagi, Flvatholon Leper, en félagið
keypti sjö sterkustu leikmenn
Antwerpen á dögunum.
Lokeren
vill fá
Ríkharð
BELGISKA liðið Lokeren
hefur gert Ríkharði Daða-
syni þriggja ára tilboð, sem
hann verður að svara á
laugardaginn. Samningur
Ríkharðs við Viking í Stav-
anger rennur út eftir þetta
keppnistímabil í Noregi.
Norska blaðið Rogalands
Avis segir að Ríkharður fái
góða peningaupphæð að
skrifa undir sainninginn
við Lokeren og síðan laun,
sem eru miklu betri en hjá
Viking.
Ríkharður sagði í viðtali
við blaðið, að hann myndi
ekki svara neinu tilboð fyr-
ir leik Vikings við Váler-
enga á sunnudaginn.
FOLK
■ RÓBERT Sighvatsson, hand-
knattleiksmaður hjá Dormagen
var valinn í úrvalslið fyrir þýsk
handknattleikslið í suðausturhluta
landsins, en það mætir úrvalsliði
norðvesturhlutans í svokölluðum
stjörnuleik sem fram fer í Múnster
26. maí.
■ ÓLAFUR Stefánsson hjá
Magdeburg kom til greina í lið
norð-vesturhlutans en hlaut ekki
nógu mörg atkvæða í vali sem fram
fór á Netinu.
■ GRAEME Souness, knattspyrn-
ustjóri Blackbum, hefur gengið frá
kaupum á norska landsliðsmannin-
um Stig Inge Björnebye frá Liver-
pool. Hann er 30 ára og hefur leikið
70 landsleiki fyrir Noreg.
■ ÞÁ HEFUR Souness tilkynnt að
sóknarleikmaðurinn Nathan Blake
og vamarmaðurinn Darren Pea-
cock fari frá liðinu.
■ VRATISLAV Lokvenc, landslið-
smiðvörður Tékka, sem hefur leik-
ið með Sparta Prag, hefur skrifað
undir fjögurra ára samning við
Kaiserslautem.
■ PATR Gabríel, vamarleikmaður
hjá Sparta, fer einnig til Kaiser-
slautern og þá er miðvallarleik-
maðurinn Miroslav Baranek á leið
til Köln. Allir þessir þrír leikmenn
leika með landsliði Tékklands, sem
mætir ísiandi í undankeppni HM í
haust.
■ GEORGI Nemsadze, fyrirliði
landsliðs Georgíu, hefur skrifað
undir þriggja ára samning við
skoska liðið Dundee. Hann er 28
ára miðvallarspilari, sem hefur
leikið 49 landsleiki.
■ MANCHESTER United er að
reyna að krækja í franska
landsliðsmarkvörðinn Fabien
Barthez og er félagið tilbúið að
greiða 1,1 milljarð króna fyrir leik-
manninn. Forráðamenn United
vonast til að geta gengið frá samn-
ingi við Barthez íyrir helgi eða áð-
ur en hann kemur á móts við
franska landsliðshópinn.
■ TEDDY Sheríngham hefur
ákveðið að framlengja samning
sinn við Manchester United um
eitt ár en vangaveltur hafa verið í
gangi um að þessi 33 ára gamli
framherji sé á fömm frá félaginu.
■ JOSEP Nunez, forseti Barcelona
sl. 22 ár tilkynnti í gær að hann
ætlaði að segja starfi sínu lausu í
sumar, þrátt fyrir að hann eigi enn
tvö ár eftir af kjörtímabili sínu.
Nunez er 68 ára og ætlar að sitja
eitthvað áfram í stjóm félagsins.