Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hvar eru Feneying- arnir og Tyrkirnir? EINU sinni var ég að „gæda“ í safninu í Delfí og var komin að Ökumanninum frá Delfí, einum mesta dýrgrip safnsins. Þá var ég búin að fara í gegnum alla sögu Delfíborgar og ég hélt væri búin að gera hópnum mínum ljóst að við værum að skoða muni frá því fyrir daga Krists, jafnvel allt frá forsögulegum tíma. Eg þóttist hafa útskýrt vel og vandlega að Ökumaðurinn frá Delfí væri eitt frægasta listaverk frá klassíska tímanum í sögu Grikklands, fímmtu öldinni frægu þegar Grikkir vora há- menningarþjóð. Og þama stend ég fyrir framan ökumanninn glæsilega með sín einbeittu brúnu augu úr japis sem mæna fram á veginn þegar ein kona úr hópnum spyr afar sakleysis- lega: „Er þetta Napóleon?" Mér féll allur ketill í eld og hugsaði sem svo að alveg væri þetta dæmigert, enginn að hlusta á það sem „gædinn“ hefur að segja. En ég sýndi fullkomna farar- stjóraþolinmæði og útskýrði bara allt upp á nýtt. Mér dettur þetta atvik í hug, vegna þess að nú kemur það fyr- ir þegar ég er að sýna fólki gömlu borgina í Hania sem Feneyingar byggðu upp á árunum 1204-1650 að ég fæ spumingu eins og; „Hvar em Feneyingamir?" Einfaldasta svarið við þeirri spurningu er að þeir séu heima hjá sér í Feneyjum. Þeir vora hraktir frá Krít eftir að Tyrkir lögðu eyjuna undir sig um miðja 17. öld. En þá kemur bara næsta spuming, hvar era Tyrkimir ? Jú, þeir fóra líka heim til sín eftir mikið japl og jaml og fuð- ur, en ekki fyrr en 1922. Þegar Krít sameinaðist Grikklandi 1. desember 1913 voru Tyrkir ennþá stór hluti íbúa eyjunnar. Grikkir gátu þó aldrei sætt sig við að Tyrkir réðu enn fomri höfuðborg Býsantíska rík- isins Konstantínópel, sem þeir í dag- legu tali kalla „Borgina" og höfðu þess vegna hug á að ná henni aftur á sitt vald. I borginni bjuggu Grikkir alla tíð þrátt íyrir yfírráð Tyrkja og eins í fleiri þorpum og borgum Tyrk- lands. Þar höfðu þeir verið búsettir allt frá dögum Alexanders mikla á 3. öld f. Kr. í kjölfar sameiningar Grikk- lands og Krítar, hófust Balkanstríðin sem vora aðallega átök milli Grikkja og Tyrkja um endanleg landamæri ríkjanna og lauk þeim ekki fyrr en 1922 með samningnum í Lausanne Krítarkort Á Krít blandast allt saman í einn himneskan hrærigraut og svo skín sólin á þetta allt sem aldrei fyrr. Hiín Agnarsdóttir segir þó aðþað er samt sem áður munur á Ökumanninum í Delfí og Napóleon. milli Venizelos forsætisráðherra Grikklands og Ataturk yfírhershöfð; ingja tyrknesku hersveitanna. I samningnum vardeila þjóðanna m.a. leyst með því að hafa þjóðarskipti í löndunum tveim. Grikkir, sem vora yfir ein og hálf milljón talsins í Tyrkl- andi á þessum tíma, fluttu í einum mestu þjóðflutningum aldarinnar yfir til meginlands Grikklands aðallega til Aþenu og Þessaloníku í norðri. Tyrk- ir tóku sig sömuleiðis upp frá bústöð- um sínum í Grikklandi og fluttu bú- ferlum til heimalands síns. Talið er að um 30.000 Tyrkir, sem búsettir vora á Kn't, hafí flutt heim í þessum þjóða- skiptum. Þetta er saga sem ekki er oft rakin, en skýrir m.a. hvers vegna Aþena, sem var í byrjun aldarinnar lítið annað en vanþróað smáþorp, þandist út með ógnarhraða og varð að einni mestu stórborg Evrópu á skömmum tíma. Þeir Grikkir sem settust að í Aþenu byggðu upp heilu hverftn sem þeir nefndu eftir borgum sínum og bæjum í Tyrklandi. Sem dæmi má nefna Nea Smymi eftir borginni Smymi sem heitir upp á tyrknesku Izmir. Nea Philadelp- hia og Ilioupolis era önnur dæmi um þessi borgarhverfi í Aþenu í dag. Þannig að það er ekki margt um Tyrkjahundinn blessaðan á götum úti í Grikklandi eða á Krít á okkar dögum. Hins vegar má fullyrða að þessi þjóðaskipti hafi auðgað grískt samfélag á 20. öld- inni, því stór hluti þeirra Grikkja sem komu yfir Eyjahafið flutti með sér aldalangar hefðir bæði í menning- arlegu tilliti, verslun og viðskiptum. Þeir komu líka með fjármagn, mennt> un og matargerðarlist. Einn af þeim Grikkjum sem fluttu frá Smymu var faðir skipakóngsins Onassis, en fjöl- skylda hans samanstóð af ríkum skipamiðluram. Jæja, nema hvað tyrkneskra áhrifa gætir lítt hér um slóðir, það eina sem minnir á vera Tyrkja er gamlar moskur og minarettur. Tyrkir breyttu gjaman feneysku kirkjunum hér á eyjunni í íslömsk bænahús og byggðu moskur eins og t.d Jannisari- moskuna frá 1645 á Feneysku höfn- inni í Hania, en hún heitir í höfuðið á lífvarðasveit tyrkneska soldánsins í Istanbúl. í Galatas, litlu þorpi ofan við Kalamaki-ströndina þar sem tón- skáldið Þeodórakis ólst upp, má finna veitingahúsið Bigazza. Það er eini tyrkneski veitingastaðurinn á allri Krít. Maðurinn sem rekur það er „apo tin poli“ þ.e. er frá borginni, þeirri einu sönnu. Þar lærði hann búa til tyrkneskan mat, sem er eiginlega grískur í aðra röndina, bara búið að krydda hann aðeins sterkar og með- höndla hráefnið pínulítið öðravísi, marinera þunnar nautakjötssneiðar í oh'u, sítrónulegi og sterkri papriku. Þar vinnur hún Sofia systir hans ManoUs sem er einn af bílstjóranum okkar. Manolis hlær nú bara þegar ég spyr hann hvort hann borði stundum tyrkneskt. Honum fínnst þetta allt hvað öðra líkt, grískt, tyrknest, „ðen pirasi" sem sagt skiptir ekki máli. Það er enginn vandi að ruglast á þessu öllu, sögunni, fólkinu og matn- um. Hér blandast allt saman í einn himneskan hrærigi'aut og svo skín sólin á þetta allt sem aldrei fyiT. En það er samt sem áður munur á Öku- manninum í Delfí og Napóleon. , . p ; ; «J í c | '-Oro DE íe| [ _ R'.ojmsS r i | ' CÓWM£:/ V/Jliy 1 h _ vfU Danir í Bor- deaux og vín frá Washington Vín frá Washington-ríki í Bandaríkjunum, Bor- deaux og Rioja urðu fyrir valinu hjá Steingrími Signrgeirssyni að þessu sinni. MATUR OG VÍN Fyrir skömmu fjallaði ég um nokkur athyghsverð vín frá Washington-ríki sem fáan- leg eru á sérpöntunarHst- anum. Það var þó engan veginn tæm- andi listi því að þau era orðin ansi mörg vínin frá þessu athygHsverða víngerðarsvæði sem prýða sérlistann. Til að mynda mætti nefna vínin frá Hedges, sem er með áhugaverðari framleiðendum norðvesturstrandar Bandaríkjanna. Hedges Columbia Valley Fumé Chardonnay 1998 (1.620 kr.) er eina hvítvínið sem fyrirtækið framleiðir og úr nokkuð óvenjulegri blöndu, Char- donnay (55%) og Sauvignon Blanc (45%). Sauvignon-þrúgan skýst fram í fyrstu, perar, kiwi og græn ber, en í munni verður jafnt eikin sem Char- donnay-þrúgan ágengari. Þrúgurnar spila skemmtilega saman, Chardonn- ay gefur víninu þykkt og fitu en Sauv- ignon stýrir ferðinni upp á ilm og bragð. Hedges Columbia Valley 1998 (1.760 kr.) er hefðbundin Merlot/Ca- bemet-blanda. Ögn grænt í nefi í fyrstu en síðan út í lakkrís í bland við ungan ávöxt. Léttur kryddkeimur er af vminu, það er milliþungt og áferð fremur mjúk. Meiri þungavikt er í Hedges Three Vineyards 1995, sem unnið er úr þragum af ekranum Hedges, Klipsun og Red Mountain. Vínið er þungt og MITSUBISHI CRRI5MR MITSUBISHI demantar í umferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.