Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 19 Guðmundur Pálsson snertir dekk á Krflinu á brekkubrún en hann var eini Akureyringurinn í Swindon. önnur verðlaun í flokki götubíla. Stóð ekki til að Gunnar færi „Það var gaman að vinna,“ sagði Gunnar Egilsson en lengi vel stóð til að hann færi hvergi til Englands. Ákvað þó að skella sér þegar Olgerð- in Egill Skallagrímsson samþykkti að að styrkja hann til fararinnar. Tækifærið notaði hún til að auglýsa bjórtegund sína á bílnum, sem ekki leyfist hér heima. „Nú förum við heim og metum stöðuna með tilliti til framhaldsins en það er mjög kostn- aðarsamt að stunda þessa keppnis- grein,“ bætti Gunnar við. Keflvíkingurinn Gunnar Ásgeirs- son ók kraftmiklum Erninum mjög vel seinni hluta mótsins. Skákaði þó ekki nafna sínum og varð á endanum í öðru sæti með 2080 stig. Fékk sér- stök verðlaun fyrir mestu aksturstil- þrif en hann lauk keppni með risa- stökki upp og yfir brekkukamb með þeim afleiðingum að bíllinn fór helj- arstökk fram yfir sig í loftinu og lenti á hvolfi. Gunnar slapp vel en bíllinn ekki, snaraðist út og veifaði til áhorf- enda sem fögnuðu honum vel. Þriðji varð Kópavogsbúinn Sigurður Þór Jónsson á Toshiba-tröllinu með 2020 stig, fjórði Haraldur Pétursson á Musso með 1990 og fimmti íslands- meistari undanfarinna þriggja ára, Gísli Gunnar Jónsson frá Þorláks- höfn á Heimskautatrukknum, með 1970 stig. Ásgeir vinsælastur Ásgeir Jamil Allansson á Nes- quick-bflnum varð sjötti í mótinu með 1912 stig og með snilldarlegum akstri í tveimur síðustu þrautunum komst hann fram úr Ragnari í götu- bílaflokki og vann sigur þar. Fékk og sérverðlaun fyrir tilþrifamesta brekkuklifrið en bfll hans stóð um stund lóðrétt á afturstuðaranum of- arlega í næstsíðustu brekkunni. Við blasti að stingast aftur fyrir sig niður þrítuga snarbratta brekku. Með fram- og afturdekk í lausu lofti og fátt eða ekkert sér til bjargar prófaði Ásgeir eldsnöggt að setja í bakkgír og gefa bflnum inn. Áhorfendur stóðu á öndinni og tilraunin tókst. Eftir magnþrungið augnablik seig bfllinn fram á við aftur. Snar í snún- ingum rykkti Ásgeir honum í framgír og þrusaði síðasta spölinn upp brekk- una, til óblandinnar ánægju fyrir áhorfendur sem þökkuðu skemmtun- ina með kröftugu klappi. „Þetta hefur verið frábært, fólkið virðist ánægt með okkur og móttök- SJÁSÍÐU 20 Nám til meistara Meistaraskóli fyrir: Bakara Framreiðslumenn Kjötiðnaðarmenn Matreiðslumenn Kennsla hefst 28. ágúst. Innritun á haustönn árið 2000 stendur yfir í Hótel-og matvælaskólanum til 15. júní. Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 15.00. Frekari upplýsingar veitir kennslustjóri. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 544 5530, fax 554 3961. Netfang: mk@ismennt.is. Tombóluverð handa sumarbústaðaeigendum og öðrum unnendum góðra tækja. Við bjóðum í nú í júní ýmsan búnað í bústaðinn á sannkölluðu búhnykksverði. Eða eins og ■ ■ við köllum það: bú - bú - bú. Vandaðar vörur, frábært verð og góð þjónusta. I ækl sem eiga heima hjá þér! Gríptu þessa gæs meðan hún gefst Siemens kæliskápur á sannkölluðu kjallaraverði. KS 28V03 ► 194 I kælir, 54 I frystir Hxbxd=155x55x60 (Þú sparar 15.714 kr.) Ótrúlegt verð! Tvær eldavélar frá Siemens á tilboðsverði sem enginn stenst. HN 26023 ► H x b x d = 85 x 50 x 60 TLD 20 BSKliIíIIHEBH Nei, þig er ekki að dreyma. Við seljum nú 40 slík sjónvarpstæki frá Dantax á þessu undraverði. 28" Black Matrix myndlampi, Nicam Stereo magnari, allar aðgerðir á skjá, íslenskt textavarp, scart-tengi, 100 stöðva minni, tímarofi, fjarstýring. 1 Mikið úrval af úti- og innilömpum. 0g vel á minnst: Notar rafvirkinn þinn ekki ábyggilega Siemens raflagnaefni? Það margborgar sig - öryggisins vegna. SMITH & Umboðsmenn um land allt. NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is HS 24023 ► H x b x d = 85 x 60 x 60 JBSSBESSnSSl Fínn hiti og heitt vatn í sumarbústaðinn. Traustir og margreyndir rafmagnsofnar og hitakútar frá Siemens, Dimplex og Nibe.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.