Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 C 3 KNATTSPYRNA > Þrenn giæsileg nándaruerðlaun þ.á.m. ...utanlandsferð að verðmæti SO.þús Ræst verður út frá kl.00.10 til 02.00, kl.8.00 til 10.00 og fró kl. 13.00 til 15.00 Þátttökugjald kr. 2.5Q0 5 ár síðan Setbergsvöllur opnaði Skráning í síma 565 5690 Opna Kaupþingsmótið á Ekkjufellsvelli Egilsstöðum .. 24. og 25. júní. Höggleikur 36 holur í karla-, kvenna- og unglingaflokki 15 ára og yngri með og án forgjafar. Hámarksvallarforgjöf er 24. Vegleg verðlaun. Skráning í símum 471 1113 og 471 1344. Munið Djasshátíðina 22. - 24. júní í Valaskjálf, Egilsstöðum. GFH m KAUPÞING Frakkar sáttir þrátt fýrír tap Fjölgað I þýsku deildinni S VO virðist sem þýska handknattleikssambandið hafi ákveðið að fjölga liðum í 1. deild karla úr 18 í 19 á næstu leiktíð. Þetta er gert til að forðast eitt allsherjar klúður sem var í uppsigi- ingu. Willstátt og Schutterwald féllu og Hildesheim og Göppingen, léku um réttinn til að Ieika við þriðja neðsta lið 1. deildar, Wuppertal um laust sæti. Hildesheim vann Göppingen og átti því að leika við Wuppertal um lausa sætið. Þá kom í Ijós að Gummersbach var gjald- þrota og átti að falla um deild. Því léku Hildesheim og Willstátt tvo leiki um lausa sætið og þar hafði WillstStt betur. Þvínæst er tilkynnt að Gummersbach yrði áfram (deildinni og þá áttu Hildesheim og Wupper- tal að leika um lausa sætið. Sá leikur átti að vera í gær en var frestað um óákveðinn tíma þar sem fjölga á í deild- inni og þá verða þessi lið bæði f 1. deild en Willstatt, þrátt fyrir að sigra í leikjun- um við Hildesheim, verður látið leika í 2. deiidinni. þeir eru með betra lið núna en þeg- ar þeir urðu meistarar þannig að ég er sérlega ánægður með sigur- inn,“ sagði Frank Rijkaard þjálfari Hollendinga og bætti því við að það hefði ekki komið sér á óvart hversu vel Frakkar léku þrátt fyrir að margir varamenn fengju tækifæri. „Sem knattspyrnumaður vil ég alltaf vinna og því er ég ekki ánægður með tapið. Ég er hins vegar ánægður með hvernig mínir menn léku, þetta var frábær knatt- spyrnuleikur,“ sagði Lemerre þjálfari Frakka. Danir án stiga og marka Danir og Tékkar mættu tiltölu- lega afslappaðir til leiks enda höfðu bæði lið tapað fyrri tveimur leikjum sínum og gátu því leikið án nokkurs þrýstings. Tékkar unnu sanngjarnan sigur og var það Liverpool-maðurinn Vladimir Smicer sem gerði bæði mörkin með stuttu millibili um miðan síðari hálfleik. Danir halda heim á leið í dag eft- ir fremur dapurleg úrslit, þrjú töp þar sem þeim tókst ekki að gera eitt einasta mark en fengu á sig átta, dapurlegur endir á ferli Bo Johansson sem landsliðsþjálfara Dana, en hann lætur nú af störfum sem slíkur eftir fjögurra ára starf. LEIKUR heimsmeistara Frakka og heimamanna í Hollandi var mikil og góð skemmtun þar sem bæði lið léku mjög vel. Hollend- ingar sigruðu, 3:2, og leika því áfram í sínu heimalandi en Frakkar fara yfir til Belgíu og leika þar. í hinum leik D-riðilsins unnu Tékkar 2:0-sigur á Dönum en bæði lið hafa lokið keppni. Magnaður endaspretlur Norðmenn heim eftir slaka frammistöðu, gerðu aðeins eitt mark SPÁNVERJAR áttu einhvern ótrúlegasta endasprett sem um getur í knatt- spyrnusögunni þegar þeir skoruðu tvívegis eftir að venjulegum leiktíma lauk og sigruðu Júgóslavíu, 4:3, í lokaumferð C-riðilsins á EM í gær. Þegar flautað var til loka leiks Noregs og Slóveníu þar sem úrslitin urðu 0:0 þenti allt til þess að Norðmenn færu áfram ásamt Júgóslövum því Spánverjar voru 3:2 undir og þurftu að sigra. Spánverjum tókst hið ómögulega, Gaizka Mandieta jafnaði úr vítaspyrnu og nokkrum andartökum síðar skoraði Alfonso sitt annað mark í leiknum og Spánn hafði sigrað, 4:3. Spánn og Júgóslavía haida áfram keppni en Norðmenn eru úr leik ásamt Slóvenum. Leikur Júgóslavíu og Spánar var einn sá magnaðasti í keppninni til þessa, enda bauð hann upp á sjö mörk, snilldartilþrif á báða bóga, og rautt spjald á Júgóslavann Slavisa Jokan- ovic. Manni færri náðu Júgóslavar for- ystunni í þriðja skipti í leiknum þegar korter var til leiksloka, 3:2, og allt benti til þess að þar með væru Spánverjar á leiðinni heim úr enn einni stórkeppn- inni. En þá kom þessi ótrúlegi enda- sprettur og gleði Spánverja var taum- laus eftir sigurmarkið frá Alfonso. Júgóslavar sátu eftir daprir, en ekki lengi. Þeir uppgötvuðu strax eftir loka- flautið að þeir væra komnir í átta liða úrslitin þrátt fyrir ósigurinn. „Leikurinn var stórbrotinn. Við lögð- um hart að okkur, það voru mörg mörk, margs konar tilfinningar, en uppskeran var vel þess virði. Við höfum glímt við mörg vandamál í keppninni en frá þess- ari stundu vona ég að allt gangi betur. Við leikmennirnir erum stoltir og ég vona að allir Spánverjar séu sáttir. Við verðum að koma okkur niður á jörðina fyrir næsta leik þótt allir séu hátt uppi þessa stundina," sagði hetjan Alfonso. „Við spiluðum frábæra knattspyrnu, sérstaklega í fyrri hálfleik. En það eru mörkin sem skipta máli og hefði leikur- inn endað mínútu fyrr hefði fólk talað um hneyksli. I staðinn er talað um hetjulegan sigur, en við urðum að hafa heppnina á okkar bandi til að knýja hann fram,“ sagði Jose Antonio Cama- cho, þjálfari Spánverja, og kvaðst hafa upplifað ýmislegt í þessum dúr á löng- um ferli sínum sem leikmaður. Sá stríðsdans spænska blaðamannsins Norðmenn hefðu verið öruggir áfram með sigri á Slóveníu en þeir voru aldrei líklegir til að innbyrða hann. Eftir markalaust jafntefli þar sem Slóvenar voru mun betri fögnuðu Norðmenn því þeir töldu sig að vonum örugga áfram. Gleðin breyttist í sorg þegar Spánverj- ar skoruðu tvívegis gegn Júgóslövum en það hefði verið í hæsta máta ósann- gjarnt ef Norðmenn hefðu komist í átta liða úrslitin í stað Spánverja. „Leikmenn okkar urðu fyrir gífur- legum vonbrigðum því þeir héldu að þeir væru komnir áfram. Þegar ég sá spænskan blaðamann dansa stríðsdans skildi ég að þátttöku okkar í keppninni væri lokið,“ sagði Nils Johan Semb, þjálfari Norðmanna. Norsku leikmennirnir vissu upp á sig sökina. „Við erum úr leik og getum sjálfum okkur um kennt, við lékum mjög illa,“ sagði Eric Mykland. „Þetta er áfall en við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Stále Solbakken. Slóvenar báru höfuðið hátt þrátt fyr- ir að vera fallnir úr keppni. Þeir fengu tvö stig, sem gátu allt eins orðið sex, og komu mest á óvart af öllum þátttökulið- um. „Við lékum sóknarleik, skoruðum fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjunum og gátum gert eitt til tvö í dag. Við munum fagna frammistöðu okkar þótt við séum á heimleið,“ sagði Srecko Kat- anec, hinn 37 ára gamli þjálfari Sló- vena. open verður haldið hjá Golfklúbbnum Setbergi laugardaginn 24. júní 2000. Keppnisfyrirkomulag höggleikur með og án forgjafar. Hármarks vallarforgjöf karlar 24 og konur 28 Reuters verja til að fagna í gærkvöldi eftir góðan sigur á Júgóslövum. Hér fagnar ■ tryggði sigurinn, en hann skoraði á síðustu sekúndum leiksins. Heimsmeistararnir og Hollend- ingar léku frábæra knatt- spyrnu og merkilegt nokk, úrslitin henta báðum liðum vel. Hollend- ingar leika áfram í sínu heimalandi og Frakkar verða áfram í höfuð- stöðvum sínum í Belgíu og mæta Spánverjum í Brussel á sunnudag- inn. Þetta var fyrsta tap Frakka í fimmtán síðustu leikjum og í fyrsta sinn síðan 1981 að Hollendingar ná að leggja þá, en þjóðirnar hafa mæst sjö sinnum á þessum árum. Margir telja að leikur þjóðanna hafi verið „generalprufa" fyrir úr- slitaleik þeirra sunnudaginn 2. júlí og sé það rétt er nokkuð víst að Hollendingar þurfa að hafa nokkr- ar áhyggjur þrátt fyrir sigur í gær. Roger Lemerre, þjálfari Frakka, gerði nefnilega níu breytingar á byrjunarliði sínu, Marcel Desailly og Patrick Vieira voru þeir einu sem hófu leikinn sem gera það venjulega. Þrátt fyrir „varaliðið" léku Frakkar mjög vel og hugsanlega er vandamál Hollendinga því smá- munir miðað við vanda franska landsliðsþjálfarans með að stilla upp næsta byrjunarliði sínu. Heimsmeistararnir náðu tvívegis forystu en Hollendingar náðu að jafna og komast yfir þegar 30 mín- útur voru til leiksloka. Heldur dró af leikmönnum eftir þetta og fær- unum fækkaði enda virtust bæði lið nokkuð sátt við niðurstöðuna. „Frakkar eru heimsmeistarar og Glæsileg verðlaun An foraiafar 1. sæti 2. sæti 3. sæti Utanlandsferð að verðmæti kr. 35 þús. Vöruúttekt að verðmæti kr. 20 þús. Vöruúttekt eð verðmæti kr. 15 þús. Með foraiöf 1. sæti 2. sæti 3. sæti Utanlandsferð að verðmæti kr. 35 þús. Vöruúttekt að verðmæti kr. 20 þús. Vöruúttekt að verðmæti kr. 15 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.