Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 4

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 4
Þýsk knattspyma get- ur ekki sokkið dýpra f ÞÝSKALANDI ríkir þjóðarsorg á meðal áhugamanna um knatt- spyrnu eftir afleita frammistöðu þýska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Belgíu og Hollandi, en Þjóðverjar unnu síð- ustu keppni sem fram fór fyrir fjórum árum. Fjölmiðlar og einstakl- ingar gagnrýna landsliðið og þjálfara þess, Eric Ribbeck, mjög harðlega og er sú gagnrýni á tíðum einkar óvægin. Aðrir segja að frammistaðan hafi ekki átt að koma neinum á óvart, landsliðið hafi einfaldlega leikið illa undanfarin tvö ár. í Ijósi þessa laka árangurs gefist nú tími til þess að stokka spilin upp á nýtt og byggja upp sterkt landslið sem geti endurheimt stolt þjóðarinnar. Frá Vggó Sig- urðssyni í Þýskalandi Berti Vogts, fyrrverandi lands- liðsþjálfari og forveri Ribbecks, segir að menn hefðu bet- ur hlustað á sig íyrir tveimur árum þegar hann vildi gera verulega breytingar á leikmannahópnum og um leið breyta leikaðferð þess. Hefði verið farið eftir því stæði landsliðið ekki í þeim sporum sem það stendur í nú. Þess í stað hafl breytingar hans fallið í grýttan jarð- veg og hann verið rakkaður niður sem hafi endað með því að honum var nauðugur sá kostur að segja af sér. Ekki vilja allir skella skuldinni á Ribbeck landsliðsþjálfara, sem reyndar sagði af sér í gærmorgun. Ribbeck hafi ekki haft tækifæri til þess að gera mikla breytingar þar sem hann hafi verið upptekinn af þvi að tryggja landsliðinu rétt til þess að taka þátt í keppninni. Þar af leiðandi hafi honum verið nauð- ugur sá kostur að halda sig við svipað lið og sama skipulag og und- anfarin ár. Eiga ekki betri leikmenn Þrátt fyrir gagnrýni á landsliðið telja flestir að Ribbeck hafi valið þá leikmenn sem sterkastii- eru. Enginn leikmaður hafi verið skilinn 'eftir sem hefði hugsanlega getað hresst upp á liðið. Staðan sé ein- faldlega sú að Þjóðverjar eigi ekki betri knattspyrnumenn en raun ber vitni. Það sé napurleg stað- reynd sem verði að hafa í huga og gera bót á. Þýskir knattspyrnu- menn hafi einfaldlega dregist aftur úr á flestum sviðum, einkanlega hvað knatttækni áhrærir, og því miður séu fáir ungir og efnilegir knattspyrnumenn í sjónmáli. Stöðnun ríki og nú sé lag að huga að grunnuppbyggingu. Sem dæmi má nefna að flestir bestu knatt- spyrnumenn þýsku deildarinnar eru útlendingar, ólíkt því sem var uppi á teningum fyrir tíu árum. Daum eða Trappatoni? Mikið er rætt um hver taki við af Ribbeck og eru nöfn Christophs Daums, þjálfara Bayer Lever- kusen, og Giovannis Trappatonis, fyrrverandi þjálfara Fiorentina og Bayern Munchen, einkum nefnd. Daum á eitt ár eftir af samningi sínum við Leverkusen og verður að öllum líkindum ekki leystur undan honum. Hugsanlegt er talið að þangað til muni Trappatoni og Daum annast landsliðið í samein- ,ingu með það fyrir augum að Daum taki alfarið við eftir ár. Þótt Trappatoni njóti mikillar virðingar í Þýskalandi er afar ósennilegt tal- ið að hann verði einn ráðinn, ein- faldlega af þeim sökum að hann er ítali. Utlendingur hefur aldrei stýrt þýska landsliðinu og á því verði engin breyting nú. Hins veg- ar gæti samvinna hans og Daums orðið ofan á sem tímabundin lausn. Vitað er að Daum hefur áhuga á sæti landsliðsþjálfara og hann hef- ur látið hafa það eftir sér að það yrði mesti heiður sem honum gæti hlotnast að vera boðið starfið. Reiner Calmund, forseti Lever- kusen, segir það ekki koma til greina að leysa Daum undan samn- ingi nú þar sem það sé svo stuttur tími þar til undirbúningur fyrir næstu leiktíð hefjist. Matthaus harðlega gagnrýndur Einn leikmaður fær harðari gagnrýni en aðrir og það er gamla brýnið Lothar Mattháus. Sagt er að hann hafi ekkert erindi átt í keppnina þar sem hann hafi fyrir löngu lifað sitt fegursta sem knatt- spyrnumaður og því hafi ekki verið nokkur ástæða til þess að draga hann á flot á ný eftir að hafa verið utan liðsins árum saman, m.a. þeg- ar keppnin fór fram fyrir fjórum árum. Gerhard Mayer-Vorfelder, for- seti Stuttgart, tekur á næstunni við formennsku í þýska knattspyrnu- sambandinu. Hann sagði í gær að þýsk knattspyrnu gæti ekki sokkið dýpra en hún hefði gert nú og fram undan væri tími uppbyggingar. Jupp Heynckes, einn reyndasti þjálfari Þjóðverja, sagði eftir leik- inn við Portúgal að knatttækni þýska leikmanna væri mjög ábóta- vant. Þeir væru langt á eftir félög- AP Erick Ribbeck ræðir hér við Lothar Matthaus er þeir gengu til seinni hálfleiksins gegn Portúgal. Matthaus lék sinn 150. landsleik - jafnframt þann síðasta - fyrir Þýskaland. um sínum á Spáni, Ítalíu, Portúgal og Frakklandi í þeim efnum. Greinilegt væri að uppbygging knattspyrnumanna hefði algjörlega mishe.ppnast undanfarin ár. Otto Rehhagel, þjálfari Kaiserslautern, lýsti leiknum í sjónvarpi í heima- landi sínu. Sagði hann agaleysi þýska liðsins vera algjört óg á því þyrfti að gera bragarbót. Nefndi hann sem dæmi að leikmenn hefðu verið að gagnrýna hvern annan á opinberum vettvangi á meðan keppnin stóð yfir. Neville blóra- böggull BRESKIR fjölmiðlar skella skuldinni á bakvörð enska landsliðsins Phil Neville eftir tap landsliðsins gegn Rúmeníu, 3:2. Phil braut kiaufalega á Viorel Moldov- an, sóknarmanni Rúmena, í vítateig Englendinga tveimur mínútum fyrir leiksiok. Rúmenar fengu vítaspyrnu, sem Ioan Gan- ea skoraði sigurmarkið úr. Þess má geta að Phil á fast sæti í enska landsliðinu þrátt fyrir að vera vara- maður Man. United, FOLK ■ PAUL Jewell hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Sheff. Wed. Jewell stýrði Bradford á síðustu ieiktíð en lagði fram uppsagnarbréf sitt um nýliðna helgi. ■ RUUD van Nistelrooy er á bata- vegi eftir uppskurð á hné fyrir skömmu. Reiknað er með að hol- lenski markaskorarinn verði kom- inn á fulla ferð á knattspyrnuvellin- um með Eindhoven í kringum áramót. ■ TORE Andre FIo gæti verið á leið til Rangers í Skotlandi frá Chelsea. Reiknað er með að fram- tíð hans skýrist um leið og hann snýr til Lundúna á nýjan leik eftir að Norðmenn hafa lokið keppni á EM. Chelsea setti upp 1,4 milljarða fyrir Flo í vor, en jafnvel er reiknað með að slegið verði eitthvað af þeirri tölu nú. ■ DAVID Ginola, Frakkinn snjalli hjá Tottenham, fer ekki til Aston Villa eins og búist hafði verið við. Ginola náði ekki samningum við forráðamenn Villa en áður höfðu félögin komist að samkomulagi um kaupverðið, 370 milljónir króna. ■ CHELSEA hefur sent Colin Hu- tchinson til ítaliu til að ganga frá sölu á Gianfranco Zola til Napolí og um leið að kaupa króatíska mið- vallarleikmaninn Mario Stanic frá Parma á sex millj. punda. ■ CHARLTON hefur boðið Bolton tvær millj. punda fyrir vamar- manninn Mark Fish. Hugmyndasnauðir ENGLENDINGAR féllu verð- skuldað úr keppni á EM í fyrra- kvöld eftir að hafa leikið hug- myndasnauða og íhaldsama knattspyrnu. Þrátt fyrir að kom- ast yfir í öllum þremur leikjun- um töpuðu þeir verðskuldað bæði gegn Portúgal og Rúmen- íu. Jafntefli dugði gegn Rúmeníu og Englendingarnir voru með pálmann í höndunum í hálfleik, einu marki yfir. Þrátt fyr- ir það töpuðu þeir leiknum á sanngjar- nan hátt og enska þjóðin hefur nú feng- ið nýtt fórnarlamb til að tæta í sig - bakvörðinn Phil Neville sem olli vít- inu á 88. mínútu sem tryggði Rúm- enum sigurinn. IrisB. Eysteinsdóttir skrifar Sigurinn mikilvægi gegn Þjóð- verjum um helgina skiptir nú engu máli. Vantaði jafnvægi í leik liðsins Kevin Keegan sagði slakar send- ingar hafa orsakað slæmt gengi í keppninni. Vandræðagangur Eng- lendinga er þó mun meiri en það. Helsti styrkleiki Keegans er að bæta liðsanda og undirbúa menn andlega fyrir leiki. Leikmenn liðsins lögðu sig vissulega fram í leikjunum en meira þarf til árangurs í svona móti. Liðið var algjörlega hugmynda- snautt í sókninni og eyddi 60 mínút- um hvers leiks í að elta andstæðinga sína. Skipulag liðsins var í molum og miðjumennirnir kraftlausir utan David Beckhams. Jafnvægi liðsins var ekkert þar sem enginn örfættur leikmaður var til staðar til að leika á vinstri kanti og Dennis Wise leitaði alltaf inn á miðjuna. Þar af leiðandi reyndi mest á Beckham hægra meg- in sem var besti maður liðsins í keppninni. Síðari hálfleikur gegn Úkraínu í æfingaleik í síðasta mánuði var góð- ur þar sem enska liðið kom vel út með fimm leikmenn á miðjunni. En þegar verulega á reyndi fór Keegan aftur í gamla leikkerfið 4-4-2 vegna þess að leikmönnunum fannst það þægilegast - ekki eins þægOegt og andstæðingunum þó. Þrátt fyrir að Keegan sé maður fólksins þá spyrja margir sig hvort hann sé rétti maðurinn í starfið. Hann hefur lítinn tíma til að um- breyta liðinu fyiir næsta leik gegn Þýskalandi í undankeppni HM í október og sýna hvers hann er megnugur. Býr meira í liðinu „Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir,“ sagði Keegan á blaðamanna- fundi í gær. „Það býr mun meira í liðinu heldur en við sýndum. Við þurfum að líta til framtíðar því þegar við lítum um öxl þá blasa bara vonbrigði við og það þýðir ekkert að dvelja við þau. Þeir 18 mánuðir sem notaðir voru í undir- búning fyrir keppnina voru ekki auð- veldir. Við spÚuðum marga erfiða æfingaleiki og alltaf var ný pressa á okkur fyrir hvem leik. Við gátum aldrei spilað afslappað. Knattspyrn- an í þessari keppni er allt öðmvisi heldur en sú sem er spiluð í ensku úrvalsdeildinni og við verðum að reyna að laga okkur að því, en það gekk alls ekki í þessari keppni,“ sagði Keegan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.