Morgunblaðið - 24.06.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
3n*v$tutH«feife
B
2000
LAUGARDAGUR 24. JUNI
BLAÐ
■ - ■'■■ ............ i
!
.......
Lewis ætlar að
verða sá fljótasti
BANDARÍKJAMAÐURINN Brian Lewis sigr-
aði í 100 raetra hlaupi á gullmóti aiþjdða
frjálsíþrdttasambandsins sem fram fdr í París
f gærkvöldi. Lewis hljdp á 10,10 sekúndum og
er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem hann
kemur fyrstur í mark á stdrmóti, en hann
gerði það einnig í Finnlandi á dögunum.
„Eg er mjög ánægður með sigurinn og að
hafa náð besta tíma mínum í ár. Það sýnirmér
að ég sé á réttri leið og nú veit ég að ég get
hlaupið hraðar og ég ætla að gera það, verða
sá fljdtasti," sagði Lewis eftir sigurinn, en
hann hefur best hlaupið á 10 sekúndum slett-
um. Hann sagðist tejja að til að komast í Ól-
ympíulið Bandaríkjanna í 100 metra hlaupi
yrði hann að hlaupa á 9,95 eða 9,96 sekúnd-
um.
Gaddafi
ogBen
Johnson
til íslands
SAADI Gaddafi, sonur Moammars Gaddafis Líbýuforseta, er geng-
inn til liðs við Birkirkara, meistara Möltu, sem mæta KR-ingum í
fyrstu umferð meistaradeiidar Evrópu í knattspyrnu í næsta mán-
uði. Hann kemur með liðinu hingað til lands og með í för verður Ben
Johnson, spretthlauparinn gamalkunni, sem er einkaþjálfari
Gaddafis yngri.
Saadi Gaddafi hefur leikið með
A1 Ahli í heimalandi sínu, en
samningar hafa tekist við hann um
að spila með Birkirkara í Evrópu-
keppninni. Hann er sagður afar
sterkur miðjumaður og samkvæmt
fréttum á Möltu hefur Perugia á
Italíu rætt við hann um samning.
Þar er enn fremur sagt að Gaddafi
dreymi um að gerast leikmaður
Internazionale í Milano og leika
þar við hlið vinar síns, Ronaldo.
Þátttaka hans í leikjunum gegn KR
er liður í að koma honum betur á
framfæri í evrópskri knattspyrnu.
metnaðarfullir, þeir eru með 5
fastamenn í landsliðinu og ætla sér
stóra hluti. Þeir segja að Gaddafi sé
geysilega flinkur leikmaður og
þátttaka hans í leiknum gegn okkur
á Möltu þýði að honum verði sjón-
varpað beint um öll arabaríkin. Það
er búist við 8 þúsund manns á völl-
inn og við megum reikna með því að
spila í 35 stiga hita,“ sagði Magnús
Orri Schram sem var fulltrúi KR-
inga við bikardráttinn í Genf í gær.
■ Evrópudráttur/B2
t
Reuters
Brian Lewis fagnar besta tíma sínum á árinu í 100 metra hlaupi, 10,10 sekúndum, sem dugðu til
sigurs í Parfs.
Bæði leikmaður og forseti
knattspyrnusambandsins
Saadi Gaddafi er ekki aðeins
leikmaður, heldur er hann forseti
líbýska knattspyrnusambandsins.
Hann er með einkaþjálfara fyrir út-
haldsþjálfun sem er heldur betur
þekktur en það er enginn annar en
Ben Johnson, fyrrum spretthlaup-
ari frá Kanada, sem varð heims-
þekktur í lok níunda áratugarins,
fyrst fyrir að slá heimsmetið í 100
metra hlaupi og síðan fyrir að vera
sviptur ólympíugulli sínu vegna
lyfjaneyslu.
Saadi Gaddafi hefur þegar verið
gerður að heiðursforseta Birkir-
kara og ljóst er að koma hans til fé-
lagsins þykir mikill viðburður á
Miðjarðarhafseynni sólríku.
„Forráðamenn Birkirkara stað-
festu við mig að Gaddafi yngri væri
kominn í þeirra raðir og hann og
Ben Johnson kæmu báðir til Is-
lands í 130 manna hópi frá félaginu.
Möltubúarnir eru greinilega mjög
Blóðtaka hjá Blikum
EINHVERJAR breytingar verða á leikmannahópum nokkurra
kvennaliða í knattspyrnu áður en keppnistímabilið er úti. Mestar
breytingar verða hjá Breiðabliki því ekki færri en þrír leikmenn hafa
fengið tilboð um skólavist í Bandaríkjunum og munu af þeim sökum
hverfa til Vesturheims í kringum 10. ágúst, en þá hefst skólaárið á
þeim slóðum.
Leikmennirnir sem hér um ræðir
eru þær Þóra B. Helgadóttir,
markvörður, Hjördís Þorsteinsdótt-
ir, vamarmaður og sóknarleikmað-
urinn Eyrún Oddsdóttir. Þóra hefur
þekkst boð Duke háskólans í Norður
Karólínu um að leika með þeim
næstu fjögur árin en Þóra fékk til-
boð frá nokkrum háskólum í kjölfar
frábærs árangurs í landsleik gegn
Bandaríkjunum í apríl sl. Þær Hjör-
dís og Eyrún hafa einnig fengið fjög-
urra ára skólastyrk frá Birmingham
Southern College í Alabama. Til við-
bótar þessu hefur Rakel Ögmunds-
dóttir verið undir smásjá ítalska
stórliðsins Lazio og ákveði hún að
fara til Italíu er ekki víst að hún nái
að ljúka tímabilinu hér heima frekar
en Bandaríkjafararnir þrír.
KR-ingar munu einnig missa leik-
mann en Edda Garðarsdóttir fer til
University of Richmond í Virginiu
um svipað leyti. Á móti kemur að
Ásthildur Helgadóttir mun ná að
ljúka tímabilinu hér heima, en hún
hefur þurft að fara utan um þetta
leyti sl. þrjú ár.
Þá mun markvörður Stjörnunnar
og íslenska landsliðsins, María B.
Ágústsdóttir, einnig hafa fengið
tilboð frá bandarískum háskóla.
María sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær að það
væri ekki víst hvort hún þekkist boð
þeirra. „Þetta veltur fyrst og fremst
á gengi Stjörnunnar hér heima.
Okkur gengur mjög vel núna og ég
er ekki viss um að ég sé tilbúin til að
fórna því. Þá kemur það líka til að ég
kem ekki til með að geta tekið þátt í
þeim landsliðsverkefnum sem eru
fram undan í haust, hvort sem það
er landsliðið eða átján ára liðið, svo
fremi að ég verði valin. Við höfum
aðeins heimild til að vera fjarver-
andi í ákveðið marga landsleiki á
hverju ári og leikir landsliðanna á
þessum tíma eru einfaldlega of
margir. Hins vegar er það einnig
ljóst að ég verð að fara að taka
ákvörðun í þessu máli og ég reikna
með að það muni skýrast á næst-
unni,“ sagði María.
Þá hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því að Valsarinn íris Andrés-
dóttir sé jafnvel á leið til Bandaríkj-
anna.
ÍA OG ÍBV LEIKA EVRÓPULEIKINA í LAUGARDAL/B2