Morgunblaðið - 24.06.2000, Síða 4
Reuters
Frönsku leikmennirnir fagna - Laurent Blanc og Thierry Henry, sem hefur leikið stórvel i fremstu
víglínu Frakka og hrellt markverði með útsjónarsemi sinni.
ÞAÐ hafa vaknað margar spurn-
ingar í Evrópukeppni landsliða-
fyrir leikina í 8-liða úrslitum,
sem fara fram í dag og á morg-
un. Ná Frakkarað fylgja heims-
meistaratitlinum eftir? Þeir eru
með eins öfluga vörn og miðju
og á HM í Frakklandi 1998. Þá
voru þeir ekki með öfluga mið-
herja, en nú geta þeir valið um
fjóra. Rætist draumur Hollend-
inga um að standa uppi sem sig-
urvegarar á heimavelli? Verður
hægt að rjúfa varnarmúr ítala?
Hvað komast skapbráðir Júgó-
slavar langt? Verður Týrkjarán
Niðurlöndum? Springa Spán-
verjar á limminu enn einu sinni?
Tekst galdramanninum Hagi að
galdra fram kraftaverk með
Rúmena? Hvað gera hinir ungu
og léttleikandi Portúgalar þegar
út í alvöruna er komið?
Margir knattspyrnuáhugamenn
muna eftir undanúrslitaleik
Frakka og Portúgala í Evrópu-
keppni landsliða sem
fram fór í Frakk-
EltirSigurð landi árið 1984.
Þófólfsson Frakkar tryggðu sér
3:2 sigur í framleng-
ingu og er leikurinn talinn vera einn
af gullmolum knattspymusögunnar.
Nú er allt útlit fyrir að liðið eigi góða
möguleika til að gera enn betur. Að
margra mati hefur Portúgal aldrei
átt sterkara landslið en það sem þeir
geta stillt upp í dag. Loksins eru til
staðar framherjar sem skora mörk
eftir pöntunum en það hefur aldrei
verið skortur á góðum miðju- eða
varnarleikmönnum í landsliði Portú-
gala. Portúgalar eru taldir mun sig-
urstranglegri í leiknum gegn Tyrkj-
um sem fram fer í Amsterdam í dag.
Stjömur Portúgala, þeir Luis Figo
og Rui Costa, hafa staðið íyllilega
undir þeim væntingum sem til þeirra
vom gerðar fyrir keppnina. Þótti lið-
ið sýna sálrænan styrk gegn Eng-
lendingum og Portúgalar rúlluðu
síðan upp Evrópumeistaraliði Þjóð-
verja í lokaleik sínum í riðlakeppn-
inni.
Tyrkir hafa komið á óvart í keppn-
inni til þessa. Hakan Sukur er
stjama þeirra.
Rúmenar
í vandræðum
Emerchi Jeneai, þjálfari rúm-
enska landsliðsins í knattspyrnu,
getur ekki stillt upp sínu sterkasta
liði gegn ítölum í Bmssel í dag.
Meiðsli og leikbönn setja strik í
reikninginn hjá Rúmenum og útlit
fyrir að miðvörðurinn sterki, Georg-
he Popescu, leiki ekki meira með lið-
inu í keppninni enn hann reif lær-
vöðva í leik liðsins gegn
Englendingum.
Chelsea leikmaðurinn Dan Pet-
rescu og Adrian Ilie, sem leikur með
Valencia á Spáni, fengu báðir sitt
annað gula spjald í keppninni og
taka því út leikbann gegn Ítalíu
ásamt varnarmanninum Cosmin
Contra. Aðdáendur liðsins geta þó
glaðst yfir því að Gheorghe Hagi
kemur inn í liðið að nýju eftir leik-
bann.
Del Piero í byrjunarliði ítala
Dino Zoff, landsliðsþjálfari ítala,
hefur verið gagnrýndur fyrir slakan
sóknarleik liðsins og samkvæmt
fréttum frá Geel í Belgíu verður
stórstjama Juventus Alessandro
Del Piero í byrjunarliðinu gegn
Rúmenum. Tveir miðvallarleikmenn
Itala, þeir Luigi Di Biagio frá Ju-
ventus og Angelo Di Livio frá Fior-
entina, era á sjúkralista þessa dag-
ana en það lítur út fyrir að Di Biagio
verði klár í slaginn á laugardaginn.
Spánverjar hafa aldrei
sigrað Frakka á stórmóti
Spánverjar komust með sigri á
Júgóslövum í sögulegum leik þar
sem Alfonso Perez, leikmaður Real
Betis, skoraði sigurmark leiksins á
elleftu stundu. Spænskir fjölmiðlar
gera mikið úr viðureign Spánverja
gegn nágrönnum sínum og núver-
andi heimsmeistaraliði Frakka á
morgun. „Við eram sannfærðir um
að við vinnum leikinn, við eram með
gott lið sem leikur skemmtilegan fót-
bolta,“ sagði Ivan Helguera, miðvall-
arleikmaður Spánverja. Markmaður
spænska liðsins, Santiago Canizares,
er ekki eins sigurviss. „Franska
landsliðið blandar skemmtilega sam-
an baráttu og gæðum. Þeir era tákn
um nútímaknattspymulið sem er
vænlegt til árangurs."
Bixente Lizarazu, vinstri bakvörð-
ur heimsmeistaranna, segir að
spænska liðið sé óútreiknanlegt.
„Vandamálið er að maður veit aldrei
við hverju má búast frá spænskum
liðum, það vantar stöðugleika í liðin
frá Spáni,“ sagði Lizarazu.
Cruyff gagnrýnir
hollenska landslíðið
Johan Crayff, fyrrum stjarna hol-
lenska landsliðsins, hefur gagnrýnt
landa sína opinberlega og segir að
liðið hafi ekki styrk til að fara alla
leið í Evrópukeppni landsliða.
„Staða liðsins er sannarlega góð eftir
riðlakeppnina, fullt hús stiga, en það
skiptir engu máli í framhaldinu,“
sagði Crayff við blaðamenn. Edgar
Davis fær ekki góða dóma ásamt
framherjum liðsins. „Edgar var góð-
ur í að elta leikmenn Frakka í seinni
hálfleiknum, en ég hef áhyggjur af
því að hann geti ekki haft stjórn á
skapi sínu. Dennis Bergkamp virðist
ekki vera í sínu besta formi og þótt
að Patrick Kluivert hafi skorað gott
mark gerði hann lítið annað leikn-
um.“ Dennis Bergkamp var fljótur
að svara gagnrýni Crayffs. „Talaðu
við okkur en ekki í gegnum fjölmiðl-
ana. Hinir svokölluðu sérfræðingar
era flestir fyrram atvinnumenn og
ættu að sjá sóma sinn í að tala beint
við leikmenn. Kannski ættum við
byrja að leika betur og fá færri stig,
er það betra?“ sagði leikmaður Ars-
enals, Dennis Bergkamp. Frank
Riikjard, þjálfari liðsins, er
bjartsýnn og telur að liðið sé líklegt
til að gera góða hluti í leiknum gegn
Júgóslövum í Rotterdam á morgun.
„Júgóslavar eru með baráttulið og
frábæra einstaklinga.Við þurfum að
vera sérstaklega á varðbergi er þeir
fá hom- og aukaspymur.“
Vujadin Boskov, þjálfari Júgó-
slava, er í vandræðum með að stilla
upp sínu sterkasta liði gegn firna-
sterkum Hollendingum. Varnarmað-
urinn Goran Djorovic er meiddur og
leikur líklega ekki meira með í
keppninni og það sama á við um mið-
vallarleikmanninn Vladimir Jugovic.
Ungi framherjinn Mateja Kezman
tekur út leikbann á móti Hollending-
um en hann afrekaði það að vera vís-
að af leikvelli á 88. mínútu gegn Nor-
egi eftir að hafa verið skipt inná á
þeirri 87. Slavisa Jokanovic er einnig
í leikbanni. Það mun því mæða mikið
á Savo Milosevic, sem er marka-
kóngur keppninnar til þessa, með 4
mörk, og Lazio leikmanninum Sinis-
ia Mihajlovic sem er óumdeildur
aukaspymusérfræðingur Júgóslava.
■ CHRISTOPH Daum og Ottmar
Hitzfeld gætu orðið næstu þjálfar-
ar þýska landsliðsins. Tillaga þess
efnis kom fram í gær og það var
Manfred Schneider, fram-
kvæmdastjóri Bayer lyfjasam-
steypunnar sem kom með hana.
Daum þjálfar Leverkusen, þar
sem Bayer er aðalstyrktaraðilinn
og Hitzfeld er þjálfari Bayern
Miinchen. Þeir félagar vildu ekk-
ert láta hafa eftir sér um þetta í
gær.
■ BENFICA hefur gengið frá
kaupum á hollenska sóknarmann-
inum Pierre van Hooijdonk frá
Vitesse Arnheim fyrir 460 milljón-
ir króna. Þetta er hæsta verð sem
portúgalskt félag hefur greitt fyrir
knattspyrnumann, en þess má um
leið geta að þetta er sama verð og
Chelsea lagði út fyrir kaupunum á
Eið Smára Guðjohnsen á dögun-
um.
■ VITESSE Amheim seldi annan
leikmann í gær, það var sóknar-
maðurinn Martin Reuser og það
voru nýliðarnir í ensku úrvals-
deildinni, Ipswich Town sem
keypti kappan á 72 milljónir króna,
en Reuser var í láni hjá félaginu
síðustu þrjá mánuði síðasta keppn-
istímabils og þótti standa sig ág-
ætlega. Haldi Ipswich sér í deild-
inni þarf félagið að greiða Vitesse
aukalega um 20 milljónir króna
■ CHRIS Hutchings hefur verið
ráðinn knattspyrnustjóri Brad-
ford, en hann var aðstoðarmaður
Paul Jewell, sem er farinn til
Sheff. Wed.
■ TXETXU Roja, nýráðinn þjálf-
ari hjá Athletico Bilbao, verður í
leikbanni í níu fyrstu leikjum liðs-
ins á næsta keppnistímabili. Roja,
sem var þjálfari Real Zaragoza á
síðasta keppnistímabili, var
dæmdur í leikbann fyrir að hafa
ráðist á dómara eftir leik Zara-
goza og Valencia.
■ MEISTARARNIR hjá Man-
chester United eru efstir á blaði
hjá veðbönkum í London, sem
enskir meistarar 2001, með 8-11.
Arsenal kemur næst á blaði með
4-1, þá koma Liverpool 5-1, Chels-
ea 13-2 og Leeds 10-1.
■ BERTIE Vogts, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Þýskalands, er
kominn í umræðurnar sem næsti
landsliðsþjálfari Þjóðveija. Hann
var látinn fara þegar hann ætlaði
að fara að yngja upp þýska liðið
fyrir tveimur árum.
■ JUPP Heynckes, þjálfari Ben-
fica, og fyrrverandi heimsmeistari
með Þýskalandi - 1974, hefur
einnig verið nefndur; svo og Hol-
iendingurinn Louis van Gaal, sem
hætti hjá Barcelona á dögunum.
■ STOKE City tilkynnti formlega í
vikunni að félagið hefði gert
þriggja ára samning við Stefán
Þór Þórðarson frá Akranesi. Það
var þó strax um síðustu mánaða-
mót sem jjóst var að Stefán færi til
enska íslendingaliðsins. Fyrsti
leikur Stefáns með Stoke verður
væntanlega gegn ÍA á Akranesi
þann 14. júlí.
■ STOKE hefur hinsvegar misst af
framherjanum Michael Ricketts
sem félagið ætlaði sér að kaupa af
Walsall. Ricketts, sem er 21 árs,
hefur ákveðið að fara í staðinn til 1.
deildarliðs Bolton, þar sem hann
tekur væntanlega stöðu Eiðs
Smára Guðjohnsens, sem var seld-
ur til Chelsea á dögunum.
■ LEE Westwood, sem varð efstu
evrópubúa á Opna bandaríska
meistaramótinu í golfi á dögunum,
hefur fjögurra högga forystu á
móti í Englandi. Hann lék fyrsta
hringinn á Staley Hall á 68 högg-
um, fjórum undir pari þrátt fyrir
mikinn vind og efiðar aðstæður.