Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 8
Fimmtudagur
Starfsmenn heimsendingarþjónustu íslandspósts.
Hans
Petersen
með llford
• Hans Petersen tók
við llford umboðinu
þann l.júlí síðastlið-
inn. Ilford fyrirtaekið
framleiðir svart-hvítar
Ijósmyndavörur, svo
sem filmur, pappír og
efni, sem eru vel þekkt
hér á landi meöal
áhuga- og atvinnu-
manna í Ijósmyndun.
Ilford framleiöir einnig
litpappír, ásamtfjöl-
breyttu úrvali af bleki
og bleksprautupappír
til stafrænnar Ijós-
myndaprentunar. Ilford
vörur eru nú þegar
seldar í verslun Hans
Petersen á Laugavegi
178. Vigfús Birgisson
Ijósmyndari mun áfram
sjá um sölu og kynn-
ingar á svart-hvítum II-
ford Ijósmyndavörum.
Netverk með
samning
í Portúgal
• Netverk hefur skrif-
að undir endursölu-
samning við portúgal-
ska fyrirtækið 77SAT,
sem er þjónustufyrir-
tæki á sviði rafeinda-
og samskiptabúnað-
ar fyrir sjávarútveg og
fjarskiptaiðnaðinn í
Portúgal.
í endursölusamn-
ingnum felst að
77SAT mun kynna og
selja hugbúnaö Net-
verks, MarStar og
FoneStar, til við-
skiptavina sinna, en í
hópi þeirra má meðal
annarra telja skipafé-
lög og símafyrirtæki.
Íslandssími með nýja
samninga
• ÍSLANDSSÍMI hef-
ur samið vlð líf-
tæknifyrirtækið Urðl
Verðandi Skuld
(UVS) um yfirtöku
allrar fjarskiptaþjón-
ustu fyrlrtækislns.
Þá hefur Ísjandssími
samið við Ölgerðlna
Egll Skallagrímsson
um alhllða viðskipti
um gagnaflutninga.
Samnlngurlnn vlð
Ölgerðina Egll
Skallagrímsson
kveður á um teng-
Ingu við netgátt Is-
landssíma um ATM
net auk þess sem
símstöð fyrirtækisins
er tengd fjarskipta-
kerfl Íslandssíma.
Síminn fær nýja posa
• Síminn hefur tekið í
notkun nýjargreiöslu-
kortavélar (posa) frá
Smartkortum ehf.
sem leysa munu af
hólmi eldri greiðslu-
kortavélar. Vélarnar
eru framleiddar af
franska fyrirtækinu
Ingenico.lngenico-
posarnir eru vottaðir
og viðurkenndir af
VISA-íslandi og Rás-
þjónustunni. Miklar
breytingar standa fyrir
dyrum á greiðslukorta-
markaðinum með til-
komu svonefndra
smartkorta (örgjörva-
korta). Smartkort ehf.
hefur þróað hugbúnaö
í greiðslukortavélarnar
Könnun vegna
póstþjónustu
sem gerir þeim kleift
að eiga samskipti við
Rás-þjónustuna og
Reiknistofu bankanna
um heimildarveitingar
og færsluflutninga fyr-
ir debet- og kreditkort.
Greiðslukortavélarnar
geta lesiðjafnhliða
segulrandar- og smart-
kort, t.d. Klink-kort
þau sem bankar,
sparisjóöir og kortafyr-
irtæki munu kynna fýr-
irlandsmönnum innan
tíðar. Síminn og
Smartkort ehf. munu
á næstunni kynna nýja
gerð GSM-greiöslu-
kortaposa sem eru
nýjungá íslenskum
greiðslukortamarkaöi.
• SAMKVÆMT niðurstööum könnunar sem Gall-
up gerði fyrir Póstinn nýlega, voru 73 prósent að-
spurða mjög ánægö með þá þjónustu Póstsins
að koma pökkum heim til viötakenda og 20
prósent aðspuröra sögðust vera frekar ánægð.
„Við hleyptum heimsendingarþjónustunni af
stokkunum í upphafi árs og síöan þá hefur orðið
gríðarleg aukning í pakkasendingum til einstakl-
inga," segirÁskell Jónsson, framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs, í fréttatilkynningu.
„Þessi aukning helst í hendur við mikinn vöxt í
heimaverslun, meðal annars með tilkomu æ
fleiri netverslana hérá landi," segirÁskell.
Merkir þú breytingar?
2
f
g
Ufll HfHlf!
ÁRMÚLA 7 • 108 REYKJAVfK • SÍMI 550 9000 • www.strengur.is
FÓLK/Þórður Jónasson
Alþjóðavæð-
ing til góða
Morgunblaöið/Amaldur
INNLENDUR skulda-
bréfamarkaður var
mikið í fréttum í maí-
mánuði þegar fjármála-
stofnanir sögðu upp við-
skiptavakt með ríkisbréf og
höfðu menn á orði að skulda-
bréfamarkaðurinn væri
kominn að fótum fram. Með-
al þeirra sem mikið mæddi á
á þessum tíma var Pórður
Jónasson.
Var ekki erfítt að lencla í
aðstæðum sem þessum
strax eftir að þú tókst við
starfínu?
„Jú, að sjálfsögðu, en að
sama skapi þá var þetta
ákveðin eldskírn en með
mikilli og góðri samvinnu
manna á markaðnum tókst
að lenda þessu máli. Það
sem er svo skemmtilegt við
íslenskan fjármagnsmarkað að
það er svo mikið af ungu og vel
menntuðu fólki starfandi á honum.
Það hefur mjög oft menntað sig er-
lendis og þekkir erlenda markaði
og veit hvemig hlutimir eiga að
vera. Og það er ekki tilbúið til þess
að sætta sig við að hlutirnir séu
eitthvað öðravísi á íslandi. Ég tel
að þessi alþjóðavæðing íslensks
fjármagnsmarkaðar sé af hinu
góða.“
Hvað með áhugamái?
„Það er nú oft ekki mikill tími
fyrir annað en vinnuna. Uti í Skot-
landi byijaði ég að spila golf enda
mjög góðar aðstæður til þess þar.
Hins vegar hefur heldið dregið úr
heimsóknum mínum á golfvellina
eftir að við fluttum heim. Bæði
vegna þess að tímabilið hér er mun
styttra auk þess sem það er mun
dýrara og meiri ásókn í vellina hér
en úti.“
Hvemig iíkaði ykkur í Edin-
borg?
„Okkur leið mjög vej þar enda
borgin alveg frábær. Ég held að
það hafi allir gott af því að flytja til
útlanda og víkka út sjóndeildar-
hringinn. Maður kynnist nýju fólki
sem oft er bæði ólíkt vinunum
heima og kemur úr öðra um-
hverfi.“
Hvað með sumarfrí?
► Þórður Jónasson fæddist í
Reykjavík árið 1968. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verslunarskóla
íslands árið 1987, Cand. oecon.
frá HÍ1992 af endurskoð-
unarsviði og mastersprófi í
rekstrarhagfræði frá Edinborg-
arháskóla árið 1998. Þórður er
einnig löggiltur verðbréfamiðl-
ari. Hann hefur starfað hjá
Lánasýslu ríkisins frá árínu
1992. Hann tók við starfi for-
stjóra Lánasýslunnar í byrjun
maí sl. Kona Þórðar er Kolbrún
Kristjánsdóttir Ijósmyndari og
eiga þau eina dóttur, Önnu Lind
átta ára.
„Við fóram norður til Akureyrar
til vina okkar um daginn. Keyrð-
um norður Kjöl og Sprengisand tii
baka. Það var mjög gaman en það
er eitt sem víst er að tjaldvagninn
fer ekki með næst þegar við föram
Sprengisand. Við lentum nefnilega
í því að það sprakk á honum. Vagn-
inn er lúinn og þegar ég tók á
felguboltanum snerust þeir í sund-
ur einir þrír og það var ekki fyrr
en eftir að ég hafði skilið vagninn
eftir hjá góðum bónda til viðgerðar
að ég komst að því að það er stund-
um öfugur skrúfgangur á gömlum
og lúnum tjaldvögnum.“
INNHERJISKRIFAR...
SÖGULEGiR TÍMAR
• ÓHÆTT er að segja að það ríki
enginn sumardoöi í íslensku við-
skipta- og fjármálalífi. Það höfum við
svo sannarlega fengið að upplifa síð-
ustu daga og vikur. Síðast í fyrradag
kom óvænt útspil frá Landsbanka Is-
lands með kaupum hans á fjárfest-
ingarbanka I Bretlandi og lyrstu er-
lendu eignaraðild að íslenskri
bankastofnun. Á sama tíma fýlgdust
íslenskir fjárfestar spenntir með
framgangi deCode á fýrsta skráning-
ardegi þess á Nasdaq-hlutabréfa-
markaðinum bandaríska og degi síö-
ar, þ.e í gær á Easdaq, hinu
evrópska afsprengi hans.
Til lengri tíma litið verður kannski
sögulegasti atburðurinn talinn vera
sá þessa örlagaríku sumarmánuði
þegar gerð var atlaga að íslensku
krónunni undir lok júnímánaðar og í
sfðustu viku þegar spákaupmenn
léku sér með gengisveiflur krónunn-
ar. í bæði skiptin mátti Seölabank-
inn gripa inn í með kaupum á krón;
unni til að verja gjaldmiöilinn falli. f
þessari orrahríð hefur Birgir ísleifur
Gunnarsson verið talsmaður Seðla-
bankans sem formaður bankastjóm-
arinnar ogframganga hans verið slík
að eftir hlýtur að verða tekið.
Aögeröir Seðlabankans hafa auö-
vitað ekki veriö óumdeildar. Hann
hefur verið gagnrýndur fýrir misvís-
andi skilaboötil markaðarins, ann-
ars vegar að hafa brugðist hart við
atlögunni í lok júnf, en haft sig minna
í frammi þegar spákaupmenn freist-
uðu þess að innbyröa gengishagnað
á sveiflum krónunnarí síðustu viku.
Birgirsvaraði þessu skilmerkilega
í sjónvarpsþætti um helgina og benti
á að í fýrra skiptið hefði bankinn ver-
ið að bregðast við aðgerðum eins
eöa fárra aöila f viðleitni þeirra að
knýja gengiö niður í þá stöðu sem
þessir aðilar hefðu sjálfir verið búnir
aðtaka sérfyrirfram. Þaðgæti bank-
inn ekki látiö viögangast. I seinna
skiptið hefði bankinn fyrst og fremst
verið að jafna út sveiflur á markaðin-
um við eölilegri markaðsaðstæður
þóttspákaupmennsku mætti kalla.
En Birgir lét markaöina ekkert eiga
inni hjá sérog kallaöi það mistök af
hálfu markaðarins að hafa stöðvað
viöskiptin með krónuna á milli-
bankamarkaði fyrir viku, þarsemeft-
ir slíku væri tekið hjá erlendum fjár-
málastofnunum sem afturgæti
orðið til að veikja lánshæfismat þjóð-
arinnar. Bjami Armannsson, forstjóri
fslandsbanka FBA, hefur raunartek-
ið undir þessa skoðun að stöðvun
viðskiptanna hafi veriö mistök.
BLAÐRIÐ Á MARKAÐINUM
• Þá lét Birgir ísleifur þau orð einnig
falla í umræddum sjónvarpsþætti að
honum þætti óþarflega mikið blaðr-
að í þeim fréttapunktum sem verð-
bréfafýrirtækin senda frá sér dag-
ERTU
Á ÖRUGGRl
LÍNU
ÚTÍ HEIM?
Síminn býðurskýrt
og öruggt Ijósleiðara-
samband til útlanda
með sæstrengnum
Cantat 3.
lega um markaöina. Innheiji gerir ráð
fýrir að ýmsir gamalreyndir frétta-
menn geti tekið undir þessa skoðun.
Sitthvað sem kastaö er fram í þess-
um fréttapunktum virðist einatt ekki
nægilega vel ígrundað og sett fram
af talsverðum unggæðingshætti, lík-
ast því sem „verðbréfamarkaö-
sstrákamir" séu í keppni sín á milli
að setja fram sem djarfastar ályktan-
ir þegar meiri yfirlega og sjálfsgagn-
rýni væri æskileg. Þó skal engin dul
dregin á að oft eru þessirfrétta-
punktar upplýsandi ogtvímælalaust
skemmtilegt krydd ítilverunni.
TALSMAÐUR MEÐ
ÞUNGAVIGT
• Þaöhefurveriðfróðlegtaðfýlgj-
ast með ferli Birgis Isleifs I starfi
seðlabankastjóra síðasta áratuginn
eða svo og ber með sér að sígandi
lukka er best. Mjög var gagnrýnt þeg-
arhann, „uppgjafapólitíkusinn", var
skipaöur í starfið og hann var lítt
áberandi framan af. En Birgir ísleifur
notaöi greinilega tímann vel, lærði
starfiö og hefur sett sig afar vel inn í
hin margvíslegu ogflóknu málefni
sem koma til kasta bankans. Þegar
við bætist reynslubanki stjómmála-
mannsins, margherturíhinumpóli-
tíska eldi, er augljóst að í Birgi Isleifi
hefurSeðlabankinn eignasttals-
mann með þá þungavigt sem bank-
anum sæmir og er honum nauðsyn-
legur þegaralltkemurtil alls.