Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 B 3 VIÐSKIPTI Stjórnendur fiármálafyrirtækja um fjárfestingu Landsbankans Hefur engin áhrif á mögulega sameiningu Landsbanki íslands í Austurstræti. STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segist telja að kaup Landsbanka íslands á breska fjárfestingarbankanum The Herita- ble and General hafi engin áhrif á mögulega sameiningu íslenskra banka. „Kaupin styrkja Lands- bankann að mínu mati. En ég býst við því að nú í sumar muni ríkis- sjóður, aðaleigandi bankanna, kanna alla möguleika til hlítar.“ Stefán segir að fjárfesting Landsbankans sé sterkur leikur hjá bankanum. Það sé nauðsynlegt fyr- ir íslenska banka að hafa möguleika á því að byggja upp viðskiptastarf- semi erlendis í gegnum banka þar. „Þetta er svipað því sem við höfum verið að gera í samstarfi við erlenda banka í Lúxemborg. Landsbankinn fer þarna aðeins aðra leið og kaupir banka,“ segir Stefán. Brýnt að rikið komi fram með tillögur Bjarni Ármannsson, forstjóri ís- landsbanka-FBA, segist ekki sjá fyrir sér að viðskipti Landsbankans í Bretlandi muni breyta neinu hvað hugsanlega sameiningu íslensku viðskiptabankanna áhrærir. „Ríkis- sjóður, sem meirihlutaeigandi í bönkunum tveimur, hlýtur að fara að koma fram með tillögur og hug- myndir að því hvernig standa eigi að einkavæðingu bankanna, sem er brýnt að gera. Til að mynda kalla nýlegar sviptingar á gjaldeyris- markaðinum á að ríkisstjórnin hraði einkavæðingu, ekki hve síst í fjármálageiranum." Bjami segist óska Landsbankan- um til hamingju með kaupin og bendir á að markaðurinn hafi metið þau jákvætt. „Landsbankinn fylgir þama í kjölfar okkar og annarra í útrásinni og það er jákvætt." Aðspurður kveðst Bjarni fagna því að erlent fjármálafyrirtæki skuli koma að íslenska markaðin- um, en það hljóti að auka dýpt hans og trúverðugleika og sýna að verð- lagning á honum sé eðlileg og í takti við væntingar erlendra sérfræðinga í þessu tilfelli. Frekari tenging fyrirsjáanleg Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, kveðst álíta að kaupin og samstarf við erlenda banka séu í takt við eðlilega þróun á íslenska fjármagnsmarkaðinum. „Þetta er greinilega liður í því að Landsbankinn er að styrkja stöðu sína á erlendri grundu.“ Hann segir erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif kaupin hafi á endur- skipulagningu í bankakerfinu. „Þetta hlýtur allt að tengjast opnun fjármagnsmarkaðarins í heild, bæði á íslandi og erlendis. Það er engin spurning í mínum huga að frekari tenging íslenskra banka við erlenda mun eiga sér stað. Ég tel að það sé mun heppilegra en mikil samþjöpp- un banka hér heima.“ Sameiningarumræðan á villigötum Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að fljótt á litið virðist Landsbankinn hafa fjárfest skynsamlega. „Ég held að þetta geri Landsbankann betur í stakk búinn til að lifa sjálfstæðu lífi og til að hagræða innan bankans. Hann heldur þarna áfram að vera öflugur banki innanlands en verður jafn- framt með starfsemi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ég sé ekki að kaupin hafi nein önnur bein áhrif. Sjálfur hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að sú umræða sem farið hefur fram um sameiningarmál ís- lensku bankanna hafi verið á villi- götum. Það er nauðsynlegt fyrir ís- lenska banka sem vilja vaxa og dafna að hasla sér völl með ein- hverju móti erlendis, eins og er að gerast núna,“ segir Sigurður. Hvað eignaraðild First Union að Landsbankanum varðar segist hann fagna öllum nýjum þátttakendum á íslenskum hlutabréfamarkaði. Mitsubishi afturkallar 500.000 bíla Tdkýd. AFP. JAPANSKI bflaframleið- andinn Mitsubishi hefur ákveðið að biðjast afsökun- ar á því að hafa stungið undir stól um 500.000 kvört- unura frá viðskiptavinum en kvartanirnar komu í Ijós við rannsókn fulltrúa frá jap- anska samgönguráðuneyt- inu. Mitsubishi ætlar að aft- urkalla til sín 514.000 bifreiðar og Hirotoshi Suzuki, aðalframkvæmda- stjóri Mitsubishi, baðst formlega afsökunar á blaða- mannafundi á þriðjudaginn. Hann bætti því við að Mitsu- bishi myndi verja um 46 milljónum dala eða jafnvirði 3,6 milljarða íslenskra króna í að bæta mönnum skaðann. Suzuki sagði að afturkalla þyrfti 514.000 bfla auk þess sem gera þyrfti við 178.000 bfla til viðbótar. Um 150.000 af hin- um gölluðu bflum voru Lancer Sedan sem fram- Leiddir voru á tímabilinu 1995 og þangað til í mars í fyrra. Mitsubishi er fjórði stærsti bflaframleiðandinn í Japan og þykir þetta atvik koma illa við Daimler- Chrysler, sem nýverið keypti 34% í Mitsubishi. Gengi bréfa í Mitsubishi féllu um 13% þegar fréttin spurðist út. Ef þú átt hlutabréf í Landsbankanum... ...skaltu lesa áfram Mánudaginn 30. október 2000, veröa hlutabréf Landsbanka íslands hf. skráö rafrænt hjá Veröbréfaskráningu íslands hf. Þann dag verða viðskipti meö hlutabréf Landsbankans stöövuö. Hér með eru hlutabréf Landsbanka íslands hf. innkölluö í samræmi viö ákvæöi laga um rafræna eignaskráningu veröbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Landsbankans tekin til rafrænnar skráningar og eru þau auðkennd meö raönúmerum nr. 1-7 og 100-11991. Þjónustuver S60 6000 Þann 17. mars s. I. fengu hluthafar yfirlit yfir hlutafjáreign sína og gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum viö hlutaskrá Landsbankans aö Laugavegi 77, 155 Reykjavík eöa í síma 560 6861 og 560 6862. Jafnframt skulu þeirsem eiga takmörkuð réttindi í hlutabréfum Landsbankans koma rétti sínum á framfæri viö sinn viðskiptabanka, sparisjóö eöa verðbréfafyrirtæki sem gert hefur aöildarsamning viö Verðbréfaskráningu íslands hf. Hluthafar Landsbanka íslands hf. munu í lok september fá bréf frá bankanum þar sem þetta verður nánar kynnt. Landsbankinn Bctfi banki Opið fió 3 íit 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.