Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 1

Morgunblaðið - 09.08.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 plorgunMfiítiJ* ■ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST BLAÐ Eyjastúlkur til Búlgaríu ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattlcik kvenna dróg’ust; gegn búlgarska félaginu Pirin Blagoevgrad í fyrstu umferð EHF-keppninnar, en dregið var í gær. Fyrri leikur liðanna fer fram í Búlgaríu helgina 7. og 8. október en sá síðari viku síðar í Eyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið IBV tekur þátt í Evrópukeppni, en liðið var eitt sjö meistaraliða sem ekki fær að fara í forkeppni meistaradeildar- innar, eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum og upp- lýsingar hafa legið fyrir um á heimasíðu Evrópska hand- knattleikssambandsins í u.m.b. einn mánuð. Um leið var dregið í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar karla, þar sem íslandsmeistarar Hauka eru á meðal þátttakenda. Á dögunum þegar dregið var til fyrstu umferðar forkeppninnar drógust Haukar gegn Eynatten frá Belgíu. í gær kom í Ijós að takist Haukum að komast yfir þá hindrun, mætir liðið ABC Braga frá Portúgal í annarri umferð. Onnur umferð fer fram 14. og 15. október og síðari umferðin viku síðar. Tapi Haukar fyrir Eynatt- en í fyrstu umferð kemst liðið í 2. umferð EHF-keppninnar og mætir þar Viborg frá Danmörku. Sturíaugur og Páll í bann Á FUNDI aganefndar KSÍ í gær voru Sturlaugur Haraldsson leikmaður ÍA og Páll Guðmundsson í liði ÍBV úr- skurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sturlaugur mun því missa af leik ÍA gegn Grindavík í átta liða úrslitum bikarkeppninnar þann 14. ágúst og Páll mun ekki leika með IBV gegn Val í sömu keppni þann 13. agúst. Þá verð- ur Guðmundur Orn Guðmun- dsson, Brciðabliki, fjarri góðu gamni þegar Breiðablik mætir KR á KR-vellinum í kvöld þegar liðin mætast í 14. umferð Islan- dsmótsins. Auk leiksins á KR- velli tekur efsta lið deildarinn- ar, Fylkir, á móti Fram, Kefla- vík heimsækir Stjörnuna, Grindavík mætir Leiftri í Grindavík. Allir leikirnir hefjast kl. 19. Morgunblaðið/Hasse Sjögren Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, hefur í þrígang á fjórum dögum hlaupið 400 m grindahlaup á skemmri tíma en 55 sekúndum og bætti eigið íslandsmet um 22/100 úr sekúndu á laugardag. Myndin að ofan er tekin í Malmö á mánudaginn þar sem Guðrún kom fyrst í mark og bætti vallarmetið. Þá vann Guðrún m.a. ólympíumeistarann, Deon Hemmings, og sést hér á fleygif erð upp að hlið Hemmings á síðustu grindinni. Var þetta annar sigur Guðrúnar á Hemmings á þremur dögum. — l „Ég er í skýjunum “/ C4 KR hefur samþykkt tilboð í Andra ENSKA knattspyrnufélagið Portsmouth og rekstrarfélag KR hafa komist að samkomulagi um sölu á framherjanum Andra Sigþórs- syni og er kaupverðið tæpar 45 milljónir króna. Þrátt fyrir sam- komulag félaganna hefur Andri Sigþórsson enn ekki fengið form- legt tilboð hvað varðar hans persónulegu samninga við enska félagið. Samkvæmt frétt á knattspyrnu- vefnum Teamtalk hefur Ports- mouth óskað eftir því að fá Andra fyrst til reynslu um óákveðinn tíma áður en af kaupunum verður, en því hafi forsvarsmenn rekstrarfélags KR hafnað. Samkvæmt sömu heimild er væntanlegt kaupverð á Andra tæpar 45 milljónir króna eða 375.000 pund. „Ég veit í raun ekki hver staðan í þessu máli er, þar sem ekkert tilboð hefur borist til mín frá Portsmouth og ég veit aðeins það sem fram hefur komið í fjölmiðlum," sagði Andri Sig- þórsson er Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Félögin hafa lokið viðræðum sín á milli og komust að samkomulagi um kaupverð en ég hef ekki fengið tilboð frá Ports- mouth. Það er allt útlit fyrir að bið verði á þessu enn um sinn en því er ekki að neita að ég vildi sjá fyrir end- ann á þessu máli fljótlega,“ sagði hann. „Portsmouth gerði rekstrarfélagi KR ákveðið tilboð um sölu á Andra Sigþórssyni og tilboðið var samþykkt af okkar hálfu,“ sagði Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri rekstr- arfélags KR. „Komist Andri að samkomulagi um sína persónulegu samninga við enska félagið verður hann leikmaður Portsmouth. Við vitum af áhuga fleiri félaga á Andra og ef honum líst ekki á að fara til Englands á þessum tíma- punkti þá erum við alveg rólegir yfir því,“ sagði hann. Magnús sagði frétt Teamtalk um beiðni um væntanlegan reynslutíma vera ranga. SKAGAMENN TÖPUÐU MEÐ ÞREMUR MÖRKUM/C2 INTER afsláttur af sportfatnaði VINTERSPORT afsláttur af öllum sundfatnaði VINTERSMRT afsláttur af barnafatnaði VINTERSPORT afsláttur af fitnessfatnaði »V7^ ifsláttur af útsöluskóm VINTERSPORT Þín frfstund - Okkar fag Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is i j 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.