Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 4
Guðrún Arnardóttir hljóp í þriðja sinn á fjórum dögum undir 55 sek. í Linz í gær „Ég er í skýjunum" „ÉG er í skýjunum, þetta fór fram úr þeim vonum sem ég hafði gert mér,“ sagði Guðrún Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, en hún setti glæsilegt íslandsmet í 400 m grindahlaupi á stiga- móti Aiþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lundúnum á laugar- dag, kom í mark á 54,37 sekúndum. Bætti hún tveggja ára gamalt íslandsmet sitt um 22/100 úr sekúndu. Tíminn kemur Guðrúnu í 8. sæti heimsafrekalistans í greininni á yfirstand- andi ári. Auk þessa sigraði Guðrún í sömu grein á alþjóðlegu móti í Malmö á mánudag á 54,89 og setti vallarmet. Síðast en ekki síst hafnaði hún í 2. sæti á alþjóðlegu móti í Linz í Austur- ríki ígærá 54,78. Þár með hefur Guðrún hlaupið < þrisvar 4 fj órum dögum á skemmri tíma en 55 sekúndum, en það erframúrskarandi árangur. Þá "'hljóp hún á 55,02 sekúndum í Gautaborg á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Tími Guðrúnar í Linz í gær er sá þriðji besti sem hún nær á ferlinum og það að hún hleypur með svo suttu millibili fjögur góð hlaup gefur góð fyrirheit um fram- haldið hjá henni, en til þess að kom- ast í úrslit í þessari grein á Ólymp- ' íuleikunum þarf að hlaupa afar vel í þrígang með mjög stuttu millibili. Sandra Cummings-Glover kom fyrst í mark í Linz í gær á 54,08 og Andrea Blackett, Bahamaeyjum, varð þriðja á 54,79. Fór Guðrún fram úr henni með gríðarlegum endaspretti en fáeinir metrar skildu þær að við síðustu grind. „Ég er svo ánægð að ég hef ekk- ert velt fyrir mér þreytu enn þá,“ sagði Guðrún í gær aðspurð hvort ekki væri farið að bera á þreytu eftir mikið álag síðustu daga. „Methlaupið gekk eins og best varð á kosið, svona eins og ég hef óskað að þetta hafi gengið svona vel hundrað sinnum áður,“ segir Guðrún um methlaupið í stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lundúnum á laugardag. „Eftir að ég hljóp á 55,02 í Gautaborg á fimmtudaginn þá fann ég að ég gat gert talsvert betur. A laugardaginn einbeitti ég mér að tækninni, að ná réttum skrefafjölda á milli grind- anna, þá hjálpaði það einnig veru- lega að loksins tókst mér að ná al- mennilegu viðbragði. Hlaupið var tæknilega mjög gott. Auk þess þá langaði mig svo að hlaupa hratt. Þetta fór allt saman og þegar ég kom inn í síðustu beygjuna þá var ég í þriðja sæti. Því var ekkert ann- að að gera en að auka hraðann á lokakaflanum og það tókst,“ sagði Guðrún sem hafnaði í öðru sæti í hlaupinu, næst á undan ólympíu- meistaranum í 400 m grindahlaupi, Deon Hemmings, Jamaíku. Glover varð fyrst á 53,92 og Hemmings fékk tímann 54,69. „Tíminn kom mér á óvart, þótt ég vissi að ég gæti bætt mig þá átti ég ekki von á að ná öðru sæti í þessu sterka hlaupi,“ sagði Guðrún. Guðrún lét ekki þar við sitja heldur vann ólympíumeistarann á ný á alþjóðlegu móti í Malmö á sunnudag, kom í mark á 54,89, Hemming varð önnur á 55,11 og Tany Jarrett, Jamaíku, varð þriðja á 56,36. „Ég er líka mjög ánægð með hlaupið í Malmö, þar vann ég Hemmings á lokasprettinum. Hún tiplaði við síðustu grind og þá vissi ég að möguleiki væri á að vinna hana,“ sagði Guðrún, sem viður- kenndi að það væri uppörvandi að vinna ólympíumeistarann í tvígang með suttu millibili. Fjórtán ára gamalt Norður- landamet Ann-Louise Skoglund, Svíþjóð, í 400 m grindahlaupi er 54,15 og nú vantar Guðrúnu 22/100 upp á að slá það. Guðrún segist ekki velta því mikið fyrir sér. „Ég hef það bak við eyrað,“ svaraði hún aðspurð hvort hún myndi gera at- lögu að Norðurlandametinu áður en keppnistímabilið væri úti. Birgir Leifur sigraði eftir bráða- bana Birgir Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur frá Akranesi, sigraði á Canon-golfmótinu á Keilis- velli í Hafnarfirði á mánudaginn. Þar tóku þátt sterkustu kylfingar lands- ins auk erlendu atvinnumannanna Patrick Sjöland frá Svíþjóð og Eng- lendingsins Barry Lane. Birgir Leifur og Ólafur Már Sig- urðsson voru jafnfr eftir átján holur á 72 höggum, einu höggi yfir pari vallarins, og þurfti því bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. Þar hafði Birgir betur. Aðstæður á Keilisvelli voru mjög góðar en um tíma var nokkuð sterk- ur vindur sem gerði kylfingum erfitt um vik. Völlurinn var í frábæru ásig- komulagi og hrifust Lane og Sjöland mjög að vellinum. Ottó Sigurðsson,Sigurður Péturs- son og Barry Lane léku á 73 högg- um, Sigurjón Amarson, Haraldur H. Heimisson og Patrik Sjöland á 74 og Björgvin Sigurbergsson og Helgi Birkir Þórisson á 75. Öm Ævar Hjartarson lék holurnar átján á 76 höggum, Úlfar Jónsson á 77, Krist- inn Amason og Pétur Ó. Sigurðsson á 78 höggum. Lestina ráku Sigurður Hafsteinsson og Auðunn Einarsson á 79 höggum hvor. Þetta er í annað sinn sem Lane kemur hingað til lands, hann lék sem áhugamaður á golfmóti hér á landi 1979, áður en atvinnumannaferill hans hófst. d fvutt'ww Morgunblaðið/Kristínn Birgir Leifur Hafþórsson tekur eítt upphafshögga sinna á Keilisvellinum á mánudaginn. Færri á lands- móti en áður Sigurjón orð- inn ahuga- maður a ný SIGURJÓN Amarsson, kylf- ingur úr GR, verður meðal keppenda á Landsmóti kylf- inga. Sigurjón reyndi fyrir sér sem atvinnumaður í Bandaríkjunum á árunum 1993-96 en hefur ekkert keppt sem atvinnumaður síðan og fékk í gær áhuga- mannaréttindin á ný og verður því meðal keppenda á Jaðarsveili á Akureyri þar sem meistarafiokkar heQa keppni á fimmtudaginn. Nokkru færri kylfingar skráðu sig til leiks á landsmótinu í golfi sem hefst í dag á Akureyri, Sauðárkróki og Húsavík. Kepp- endur verða 305 talsins en í fyrra voru þeir alls 417. Þetta er í síðasta sinn sem landsmót verður með þessu sniði, það er að segja með flokkaskipt- ingu, því næsta ár verður opinn flokkur þar sem 120 forgjafa- lægstu kylfingar taka þátt og 30 bestu konurnar. Meistaraflokkarnir hefja leik á morgun og ljúka keppni á sunnu- dag en aðrir flokkar Ijúka leik á laugardag. Á Húsavík leikur 2. flokkur karla og 3. flokkur karla á Sauðárkróki en aðrir flokkar á Akureyri. Fækkun hefur orðið mest í lægstu flokkunum og í 3. flokki karla eru aðeins 32 keppendur og 61 í 2. flokki karla, en þetta hafa verið fjölmennustu flokkar síð- ustu árin. Stökk4 metraá Bíldudal VALA Flosadóttir, stang- arstökkvari ur ÍR, stökk 4 metra á alþjóðlegu stökk- móti í tengslum við Ungl- ingalandsmót UMFÍ í Vesturbyggð á laugar- daginn. Keppnin í stang- arstökki fór fram á Bíldu- dal. Sem áður sagði stökk Vala yfir 4 metra og átti ágætar tilraunir við 4,20 metra. Charlotte Carlsson og Marie Redin, Svíþjóð, stukku 3,70 metra. Hol- Ienski methafínn, Mon- Iique de Wilt, felldi byij- unarhæð sína, 3,80 metra. Daninn Marie Rasmussen hætti við keppni. Varð þriðja í Malmö Vala staldraði stutt við á íslandi því á mánudag- inn hafnaði hún í þriðja sæti í stangarstökki á al- þjóðlegu móti í Malmö, varð jöfn heimsmethafan- um og heimsmeistaran- um, Stacy Dragila, Bandaríkjunum, stökk 4,26. Cao Shuying, Kína, Ístökk sömu hæð og sigr- aði og Melissa Muller, Bandaríkjunum varð önn- ur, einnig með 4,26. Þær notuðu hins vegar færri tilraunir. Þórey Edda El- Lísdóttir, FH, varð í 7. sæti, lyfti sér yfir 4,06 metra. mPAULO Wanchope er á leið til Manchester City fyrir hæstu upp- hæð sem félagið hefur nokkum tíma greitt fyrir knattspyrnumann. Forráðamenn City komust að sam- komulagi við forráðamenn West Ham og Wanchope sjálfan um helgina og nemur kaupverðið 3,65 milljónum punda, eða um 440 millj- ónum króna. ■ STEVE McManamann segist ekki hafa uppi nein áform að yfir- gefa raðir Real Madrid þótt ljóst sé að hann eigi á brattann að sækja á næstu leiktíð eftir að Luis Figo var keyptur á dögunum fyrir metfé. ■ UTLITer fyrir að Leeds verði án Harry Kewell og Mark Viduka í sex vikur í upphafi ensku úrvals- deildarinnar en þeir hafa hug á að leika með Áströlum á Ólympíuleik- unum í Sydney. Kewell á við smá- vægileg meiðsl að stríða en hann segist stefna að því að leika fyrsta leik Leeds gegn Everton. ■ DAVID Batty leikur líklega ekk- ert með Leeds á næstu leiktíð, en hann lék síðast með liðinu 27. nóv- ember í fyrra. Batty hefur ekki náð sér góðum af hásinarmeiðslum. ■ EDU, sem Arsenal ætlaði að kaupa, er aftur genginn til liðs við Corinthians en hann var stöðvaður á Heathrow-flugvelli fyrir helgi með falsað vegabréf. Arsenal var búið að komast að samkomulagið við Corinthians um kaupverð sem var 720 milljónir króna og þegar Edu var að semja við enska félagið hélt hann því fram að hann hefði portúgalskt vegabréf og þyrfti því ekki atvinnuleyfi í Bretlandi. Sam- kvæmt brasilískum fjölmiðlum verður ekkert af kaupunum og Edu leikur því ekki með Ársenal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.