Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 C 11
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS 70 ÁRA
Fræðslubæklingur með yfirliti
yfir frædslustarf ársins er
sendur öllum félagsmönnum í
upphafi árs.
Fræðslu-
starf
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN
standa fyi-ir umfangsmiklu
fræðslustarfi. Fræðsla fyrir
almenning um skógrækt og
landgræðslu er eitt af markm-
iðum skógræktarfélaganna.
Búnaðarbanki íslands hefur
styrkt það starf með öflugum
fjárstuðningi undanfarín ár.
Framlag bankans hefur gert
félaginu kleift að vinna að
markvissu fræðslustarfí, sem
hefur að verulegu leyti byggt
á fræðsluerindum, námskeið-
um, opnum húsum, skógar-
dögum og skógargöngum, auk
ýmissa annarra liða.
Útgáfustarf er einnig mikil-
vægur þáttur í fræðslustar-
finu. Sérstök bæklingaröð,
sem nefnist Frækornið, er
gefin út til þess að fræða og
upplýsa áhugafólk. Þar eru
settar fram ræktunarleiðbein-
ingar á hagnýtan og mynd-
rænan hátt. Fyrirtækið Bræð-
urnir Ormsson og Beck’s
umboðið hafa styrkt útgáfuna
og gert hana mögulega.
Opnun heimasíðu er nýjasti
þáttur fræðslustarfsins, en nú
síðar í sumar, á Aðalfundi
Skógræktarfélags íslands,
verður opnaður sérstakur vef-
ur félagsins, þar sem áhuga-
fólk mun geta sótt fræðslu og
leiðbeiningar.
Þekking er eins og tré. Til
að geta vaxið og dafnað þarf
hún sitt rétta umhverfi, sína
næringu, sína rækt.
Að rækta tré - að
rækta skóg - að
rækta þekkingu.
Samnefnari alls
þessa býr að baki
útgáfustarfs
skógræktarfélag-
anna.
Helstu útivistarsvæði skógræktarfélaganna
Skógræktar- félag Helstu útivistarsvæði Skógræktar- félag Helstu útivistarsvæði Skógræktar- félag Helstu útivistarsvæði
A-Húnvetninga Gunnfríðarstaðir Garðabæjar Sandahlíð Patreksfjarðar Drengjaholt
Akranes Garðalundur Hafnarfjarðar Höfðaskógur Rangæinga Skógar
A-Skaftfellinga Haukafell Heiðsynninga Hofsstaðaskógur Reyðarfjarðar Við Reyðarfjörð
Austurlands Eyjólfsstaðaskógur (safjarðar Tunguskógur Reykjavíkur Heiðmörk
Álftaness Almenningsskógur Kjalarness Mógilsá Seyðisfjarðar Hjallar
Árnesinga Snæfoksstaðir Kjósahrepps Fossá Siglufjarðar Skarðdalur
Barðaströnd Krossholt Kópavogs Guðmundarlundur Skagastrandar Spákonufell
Bíldudals Ofan byggðar & v. Hálfdán Kvistur Bragðavellir Skagfirðinga Varmahlíð og Hólar
Björk Barmahlíð Landbót Vopnaf. Ofan byggðar Skáta Við Úlfljótsvatn
Bolungarvíkur Bolungarvík Limgarður Sveinseyri Skilmannahr. Selhagi
Borgarfj. eystri Álfaborg Lurkur Við Bakkagerði Skógfell Háibjalli
Borgfirðinga Daníelslundur Mosfellsbæjar Hamrahlíð Strandasýslu Hermannslundur
Breiðdæla Staðarborg Mýrdælinga Gjögrar Stykkishólms Grensásskógur
Dalasýslu Gröf í Miðdölum Mörk Stjórnarsandur Suðurnesja Sólbrekkur
Djúpavogs Búlandsnes Neskaupstaðar Hjallaskógur Súgandafjarðar Ofan byggðar
Dýrafjarðar Botn f Dýrafirði Nýgræðingur Ofan Stöðvarfj. S-Þingeyinga Fosselsskógur
Eskifjarðar Ofan Eskifjarðar N-Þingeyinga Akurgerði V-Húnvetninga Kirkjuhvammur
Eyfirðinga Kjarnaskógur Landv. u. Jökli Ingjaldshóll Vestmannaeyja Vesmanneyjum
Eyrarsveitar Eiði Ólafsfjarðar Ofan Ólafsfjarðar Önundarfjarðar Klofningsreitur
Fáskrúðsfjarðar Ofan byggðar Ólafsvíkur Við Ólafsvík íslands Vinaskógur
Skarödalur Tunguskpjur^^^ ■ & Botn S Hermanns- Holar* Drengjaholt A - Á[undur „ ‘r Barmahlíð^. Taöf" Varrna!,liö S L. \ \ { . 1 \ \ / 1 Q\ ' A Fossels ‘r skógur Kjarna- skógur r~~-J S ( ) xr7) r* ' J
Grensásskógur^ \M í tyjólfsstaöa- J§#ögur ■ J\ skógur V
. Daníelslundur^ \ «• ✓ . \m* . / ( / '.■V V i
í Heiömörk _/ ýÁv \ y r /\ /f T( 9 \ \ \ v. ^ Haukafell
^ Skógar
Skólabörn á Álftanesi gróðursetja yrkjuplöntur í Breiðdal ofan Undirhlíða,
YRKJUSJÓÐUR 1992 - 2000
Fjöldi grunnskóla
'92 '93 ’94 '95 ’96 ’97 ’98 '99 ’OO
Fjöldi nemenda
9.000
8.000-------------
7.000 -
6.000
Samtals 59.530
5.000 - 4.000- 3.000 -
2.000
1,000
0- -
’92 ’93 '94 '95 '96 ’97 ’98 ’99 '00
Fjöldi plantna Samtals341.594
ÚTI-
VISTAR-,
SVÆÐI
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN hafa
mikinn metnað til þess að skóglendi
þeirra séu sótt heim af sem flest-
um, enda gegna útivistarskógar
orðið mikilvægu hlutverki við þétt-
býlisstaði landsins. Undanfarin ár
hefur verið skipulega unnið að því
að gera þau enn aðgengilegri gest-
um og gangandi. Lagning skógar-
stíga, uppsetning bekkja og borða,*
smíði á grillum og frágangur skilta
til leiðbeiningar eru verkefni sem
félögin eru að fást við. Þessar fram-
kvæmdir eru í mörgum tilvikum
unnar í samvinnu við viðkomandi
sveitarfélög. í þeim tilgangi að
auka samstarf þessara aðila hefur
verið komið á formlegu samstarfi
Sambands íslenska sveitarfélaga og
Skógræktarfélags íslands. M.a. í
þeim tilgangi að fjölga þjónustu-
samningum skógræktar- og sveitar-
félaga en sameiginlegt markmiðið
er að byggja upp góða útivistarað-
stöðu í skóglendunum sem gagnast
íbúum og ferðamönnum.
Skóglendi skógræktarfélaganna
eru mörg hver afar fjölsótt. Kunn^.
svæði í umsjón félaganna eru
Kjarnaskógur og Heiðmörk, svo
dæmi séu nefnd. Á þessi tvö svæði
koma árlega um 350 þúsund gestir
samkvæmt talningum sem gerðar
hafa verið. Þá er ótalinn fjöldi
gesta í öll önnur skóglendi skóg-
ræktarfélaganna um allt land. Var-
lega má ætla að þeir gestir séu
álíka margir þannig að í heild gætu
heimsóknir verið um og yfir 700
þúsund. Eins og áður var minnst á
hefur verið unnið markvisst að upp-
byggingu þessara útivistarsvæða #■
undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða
að stuðningur Umhverfissjóðs
verslunarinnar, sem hefur styrkt
félögin myndarlega, hafi þar skipt
sköpum.
Eitt af því sem dregur fólk í
skóginn eru matsveppir, en sveppa-
tínsla er vaxandi áhugamál margra.
Því er rétt að benda á að um þessar
mundir er sveppatíminn í skóginum
í hámarki og skógarlundir skó-
græktarfélaganna setnir girnilegum
náttúru ávöxtum.
Verið velkomin í
skóginn!
YRKJU-
SJÓÐUR
Á 60 ára afmæli Vigdísar Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta, áttu
nokkrir aðilar frumkvæði að því að
gefa út bók henni til heiðurs. Bókin
nefndist Yrkja og tóku skógræktar-
félögin m.a. mikinn þátt í að selja
bókina. Það var síðan ákvörðun Vig-
dísar að ráðstafa tekjum vegna sölu
á bókinni á þann hátt, að stofnaður
væri sjóður, sem hefði það að
markmiði að styrkja skógrækt
skólabama. Þessi öflugi sjóður er í
vörslu Skógræktarfélags Islands og
eru um 70% af raunávöxtun hvers
árs notuð til þess að kaupa trjáplönt-
ur fyrir grunnskólana. Skógræktar-
félag Islands á því ánægjulegt sam-
starf um Yrkjusjóðsverkefnið við
liðlega helming allra grunnskólanna
í landinu og þúsundir skólabarnajk
taka þátt í gróðursetningu. Með
þessum hætti vex ný kynslóð íslend-
inga úr grasi, kynslóð sem er í snert-
ingu við trjágróður nánast frá
blautu bamsbeini - ræktunarmenn
framtíðarinnar!
Ræktum skóg!