Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 3

Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 3
MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 C 3 FRÉTTASKÝRING Skuldir sj ávar útvegsins hafa vaxið um nærri áttatíu milljarða á fímm árum SKULDIR sjávarútvegsins námu ár- ið 1998 ríflega 160 milljörðum króna og höfðu aukist um tæpa 70 milljarða á fjórum árum. Samkvæmt spám juk- ust skuldir sjávarútvegsins enn á síð- asta ári og nema nú um 175 mflljörð- um króna. Skuldir sjávarútvegsins voru 161 mflljarður króna árið 1998, sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofn- unar, en Kristjón Kolbeins, hjá Seðlabanka íslands, telur að skuld- irnar hafi aukist í yfir 170 milljarða króna á síðasta ári. Það byggir Krist- jón á aukningu skulda við banka og fjárfestingarlánasjóði og segir hann að útlán til greinarinnar virðist einn- ig hafa aukist á þessu ári. Hann segir skuldaaukningu undanfarinna ára meiri en hægt sé að átta sig á í fljótu bragði, sjávarútvegsfyrirtæki hafi skilað lítilsháttar hagnaði auk þess sem fé hafi fengist úr rekstri vegna afskrifta. Fjármunamyndun greinar- innar skýri ekki skuldaaukninguna til hlítar. Þá sé ekki ljóst hversu þungt kvótakaup vegi í þessu samhengi. Kristjón segir að þrír fjórðu hlutar hefldarskulda sjávarútvegsins séu vegna útlána innlánsstofnana, fjar- festingarlánasjóða og lánasjóða ríkis en afgangurinn sé að mestu leyti skuldii' utan lánakerfisins, s.s. inn- byrðis skuldir íyrirtækja í greininni, skuldir við birgja, sveitafélög, ríkis- sjóð, lífeyrissjóði og svo framvegis. Mikil endurnýjun á skipum og búnaði Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að spár um 175 mflljarða hefldarskuldir sjávarútvegins um síðustu ái-amót séu heldur hærri en búist var við fyr- ir ári síðan. Hann bendir á að í upp- hafi tíunda áratugarins hafi skuldir sjávarútvegsins verið taldar rúmir 90 mflljarðar króna. Síðan þá hafi átt sér stað mikil endumýjun á skipum og búnaði á sjó og í landi, ekki síst í fiski- mjölsiðnaðinum. Það skýri hluta skuldaaukningarinnar. Amar vekur einnig athygli á því að framan af síð- asta áratug, allt fram til ársins 1995, hafi skuldaaukning sjávarútvegsins verið fremur lítfl. ,Á sama tíma var meira um að fyrirtæki í sjávarútvegi, einkum þau á verðbréfaþingi, vora að gefa út aukið hlutafé, sem þýddi að skuldimar jukst minna. Eftir árið 1996 á sér stað töluverð skuldaaukn- ing vegna endurnýjunar í mjöl- og lýsisiðnaði. Á allra síðustu áram hafa skipasmíðar aukist og þó skipin séu flest ekki komin til landsins hefur verið stofnað til skulda vegna þeirra.“ Amar bendir auk þess á að á síð- ustu áram hafi sjávarútvegsfyrirtæki sameinast og margir farið út úr greininni. Þeir sem hafi komið inn í greinina í staðinn hafi orðið að taka Skuldir rúmir 170 milljarðar í fyrra Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist um ríflega 70 milljarða á und- anförnum árum og búast má við að skuldirnar aukist enn frekar á þessu ári. Viðmælendur Helga Marar Árnasonar segja skulda- stöðu greinarinnar tilkomna vegna mikilla nýfjárfestinga og tekju- samdráttar á undanförnum árum og að hún sé mikið áhygg;iuefni. Skuldir sjávarútvegs árin 1985 til 1999 Þús. millj. kr. 160 140 120 100 80 60 40 20 0 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999* *Spá Ár Lánskjaravísitala Árlega Meðalta! Vergur hagnaður Fjármuna- myndun 1985 1.351 1.169 1986 1.554 1.457 2.808 5.047 1987 1.900 1.711 2.802 6.392 1988 2.277 2.111 -705 8.297 1989 2.746 2.511 2.632 5.481 1990 2.960 2.853 12.278 4.440 1991 3.197 3.078 5.862 4.324 1992 3.243 3.222 4.446 7.358 1993 3.345 3.298 3.309 3.825 1994 3.385 3.359 11.354 5.901 1995 3.441 3.413 12.653 4.713 1996 3.518 3.480 11.975 9.833 1997 3.585 3.550* 12.727 5.945 1998 3.653 3.619 12.055 9.700 1999 3.824 3.739 9.000 7.600 * Áætlun lán tfl þess. Við það verði skulda- aukning. „Þá era menn að selja rétt- indi sem fylgja skipunum. Eins má segja að breytingar á gengi hafi ein- hver áhrif á skuldastöðuna en það ætti ekki að hafa mikil áhrif á stöðuna síðustu ár. Þá er einnig rétt að benda á að öll þessi ár hefur verið einhver verðbólga, þó að hún sé ekki mikil á síðustu áram.“ Amar segir heildarskuldimar að sínu mati orðnar æði háar í saman- burði við til dæmis útflutningstekjur sjávarafurða. „Það er ákveðið áhyggjuefni hve mikið munur heild- arskulda og útflutningstekna hefur aukist á síðustu áram. Vitanlega era miklar eignir á bak við sjávarútvegs- fyrirtækin, bæði hér heima og er- lendis. Væntanlega er stærsti hluti skuldaaukningar vegna nýsmíða þeg- ar kominn fram sem og kúfurinn af endumýjun búnaðar í landi. Þó gæti verið fram undan endurnýjun í tog- araflotanum, einkum á ísfiskskipun- um,“ segir Amar. Skuldaaukningin áhyggjuefni Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, bendir á að skoða þurfi skuldsetningu greinar- innar í samhengi við eignastöðu. Þannig hafi nýfjárfesting í fiskiskip- um verið töluverð að undanfómu. Engu að síður sé skuldaaukning sjáv- arútvegsins áhyggjuefni. „Fjárfest- ingin hefur verið mikil og það hlýtur að endurspeglast í skuldastöðunni. Eins og horfur era núna er það áhyggjuefni hversu afkoma sjávarút- vegsfyrirtækjanna hefur versnað. Kostnaður við útgerðina hefur vaxið gríðarlega að undanfömu. Olíukostn- aður vegur þungt í rekstrargjöldum útvegsins en olíureikningur útvegs- ins hefur hækkað um tvo og hálfan miHjarð á síðustu tólf mánuðum þó vissulega komi lækkuð hlutaskipti þar á móti. Almennt hækkandi kostn- aðarstig í þjóðfélaginu skilar sér í dýrari aðfongum og þjónustu til út- gerðar. Verðbólga upp á rúm 5% er með öllu óásættanleg íyrir sjávarút- veginn. Þetta verðbólgustig er hærra en í öllum helstu viðskiptalöndum okkar. Það gengur hins vegar ekki að hver bendi á annan. Það þurfa allir að bregðast við verðbólgunni og draga úr tflkostnaði vöra og þjónustu. Þró- un vaxtakostnaðar er eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Ég fæ ekki séð að allt það púð- ur, sem sett hefur verið í uppstokkun á fjármálamarkaðnum hér á landi, hafi skilað sér í betri vaxtakjöram út- lána eða innlána. Aukið frelsi á fjár- málamarkaði síðustu ár hefur leitt til stóraukins framboðs á lánsfjármagni, á kjöram sem fá ekki staðist til lengd- ar. Hinn nýi íjármálamarkaður hefur einkennst um of af skammtíma gróðasjónarmiðum og glannaskap. Eftir stendur að fjármálaþjónusta her á landi er of dýr. Atvinnulífið get- ur ekki til langframa staðið undir þessum kjöram, það eitt er víst.“ Sveinn bendir einnig á að tekjur sjávarútvegsins hafi á ýmsum sviðum dregist saman. Verð á mjöli og lýsi sé enn mjög lágt eftir verðhran á síðasta ári, en það vegi þungt í rekstri margra fyrirtækja, sem hafi fjárfest umtalsverðar fjárhæðir í nýjum verksmiðjum á síðustu áram. Þá hafi rækjuveiði dregist veralega saman á tiltölulega skömmum tíma, sem leitt hafi til mikilla sviptinga í greininni og lokun rækjuverksmiðja. „Almennt hefur framlegð fyrirtækjanna farið minnkandi og þar með sá afgangur sem standa á undir framtíðar fjár- festingum. Á sama tíma má hins veg- ar segja að þeir sem fjárfesta í grein- inni hafi trú á framtíð hennar og telji að fjárfestingin muni skfla sér þegar fram í sækir.“ Sveinn segir að miklar nýfjárfest- ingar í fiskiskipum séu sprottnar úr þeirri bjartsýni, sem ríkt hefur í efna- hagslífinu síðustu ár, en telur að draga fari úr nýsmíðum. „Þegar draga fer úr þessum fjárfestingum hlýtur það að vera meginverkefni næstu ára að koma efnahagslegu um- hverfi greinarinnar í gott horf. Þá skiptir miklu að vextir lækki, olíuverð lækki og allur annar tilkostnaður við veiðamar. Vonandi helst verð á botnfiskafurðum jafn hátt og verið hefur og afurðaverð á uppsjávarfiski verður viðunandi að nýju. Þá skiptir einnig miklu máli að hið opinbera gæti hófs í frekari álögum á greinina. Nægir í því sambandi að nefna að tryggingargjald á laun hefur tvö- faldast á undanfórnum fjórum ár- um,“ segir Sveinn. Nýfjárfestingar skýra ekki alla skuldaaukninguna Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, segir að vöxtur skulda sjávarútvegsins hafi verið það mikill á undanförnum áram að fjárfestingar í framleiðslutækjum útskýri ekki alla skuldasöfnunina. Hann nefnir sem dæmi að árið 1997 hafi eigið fjárhlut- fall heildarefnahagsreiknings sjávar- útvegsins í landinu verið 27%. Árið 1998 hafi þetta hlutfall lækkað niður í 24,6%, þrátt fyrir að á árinu 1998 hafi greinin skflað tæplega fjögurra millj- arða króna hagnaði fyrir tekju- og eignaskatt. „Þarna er því það sem kalla má leki úr greininni. Þar er um að ræða aðila sem selja kvóta og fyr- irtæki fyrir fé sem ekki er endurfjár- fest í greininni, heldur tekið út úr henni. Á móti kemur vissulega nýtt fé inn í greinina en engu að síður er greinilegt að skuldasöfnunin er mikil, eins og tölur Seðlabankans bera með sér.“ Benedikt segist þeÚTar skoðunnar að gera þurfi úttekt á skuldasöfnun í sjávarútvegi og m.a. hafi Fannanna- og fiskimannasamband Islands sent sjávarútvegsráðherra áskorun síð- astliðið haust þar sem skorað vai* á ráðherrann að beita sér fyrir því að slíkt úttekt verði gerð. „Ég tel fulla ástæðu til að farið sé ofan í saumana á málinu. Vaxandi skuldir hafa í for með sér að greinin þarf að axla auk- inn fjármagnskotnað. Það þýðir að þá verður minna svignim til þess að mæta til dæmis kjarakröfum sjó- manna,“ segir Benedikt. Þorskeldi stóriðnaður innan tíu ára I NÚ á tímum umræðu um hnign- f-^i i » . , i • * i _____i andi fiskistofna og ofveiði hefur Skoska fyrirtækið Aquascot þorskeidi 0ft verið nefnt sem vinnur að þróun þorskeldis LTúSe|u5nnnsÍnÞdem frammi fyrir. Skoskt fyrirtæki, Aquascot, er komið hvað lengst í þróun á þorskeldi en fyrir stundar fyrir- tækið eldi á laxi, silungi og sandhverfu. Aquascot ætlar sér að verða fyrsta fyrirtækið til að ala þorsk og það yrði þá í fyrsta skipti sem tegund sem veidd hefur verið í miklu magni af breska fiski- skipaflotanum er alin í stríðeldi. AQUASCOT hefur þegar alið fyrstu þorskana sem ratað hafa á hillur stórmarkaðanna en Marks & Spencer keypti 10 tonn af eldisþorski sem var alinn úr þorskhrognum sem fengin vora úr villtum fiski. Nú er verið að reyna að þróa aðferðir til að ala þorsk og era menn að prófa sig áfram með fóður, ljós og vatnshitastig til að líkja sem best eftir aðstæðum á hrygningartímanum í febrúar til að geta komið upp góðum eldisstofni. Vanda- málið hingað til hefur verið það að frjóvguð egg hafa ekki lifað af og því hafa engin seiði mynd- ast. Og þó að það markmið náist eflaust með tímanum er sigurinn ekki unninn þar sem seiðaeldið er mjög flókið fyrstu fjóra mánuðina þar sem þorskseiðin éta aðeins lifandi fóður öf- ugt við lax sem fer strax á þurrfóður. „Það er mjög auðvelt að venja þorskinn við eldið en við eram enn aðeins á fyrstu þrautinni í röð margra þannig að það er enn langt í land,“ segir Keith Agnew, yfirmaður hjá Aquascot. „Við reiknum með að það verði tíu ár þangað til þetta eldi verður stórt því þetta byggist á allt öðram granni heldur en laxinn.“ Laxeldi er orðinn stóriðnaður í Skotlandi en árlega era framleidd 120 þúsund tonn af laxi þar og skapar sá iðnaður 6.500 manns vinnu, ýmist beint við eldi eða í stoðgreinum, og flest- um úti á landsbyggðinni. Á sama tíma hafa hefðbundnir breskir fiskimenn aðeins skaffað þriðjung af þeim 170 þúsund tonnum af þorski sem markaðurinn þarfnast en hinn hlutinn er fluttur inn. Agnew segir að þegar búið verði að vinna bug á þeim vandamálum sem nú tengjast þorskeldinu geti skoski eldisiðnaðurinn auð- veldlega framleitt um 50 þúsund tonn af þorski árlega. Stóra verslunarkeðjumar ásamt öllum stærri veitingarstöðum fylgjast mjög náið með þróuninni í þorskeldinu enda er þorskur mikil- vægt aðfang fyrir starfsemi þeirra. Agnew telur að hægt verði að ala þorsk í sjókvíum, líkt og laxinn, eftir að hann hafi náð ákveðinni stærð. Mikill hluti mögulegra eldis- staða við Skotland hefur þegar verið tekinn undir laxeldi en Agnew telur að hægt verði að leysa þann vanda með nýjum aðferðum. Hann horfir til þess að hafa kvíar úti á sjó og bendir á að hægt sé að hafa eldi á hafsbotni og skaffa at- vinnulausum sjómönnum vinnu við að annast eldið. Aquascot stefnir á það að ala þorskinn á styttri tíma en tveimur áram sem er styttri tími heldur en í nokkra öðra eldi í Skotlandi. Ósáttir við f iskeldi Umhverfisvemdarsinnar og vísindamenn hafa þó verið ósparir á gagnrýni á fiskeldi víða um heim og er þar er Skotland engin undan- tekning. Óhófleg notkun ýmissa efna, sjúkdóm- ar og sníkjudýr hafa fylgt eldinu víða og þar sem ástandið er verst hefur fiskeldið valdið skaða í lífríkinu í kringum sig. Einnig hafa vís- indamenn bent á að í sumum tilfellum sé fisk- eldi að snúast upp í andstæðu sína og stuðli að ofveiði í stað þess að vinna gegn henni. Rosamond Taylor, hjá Stanfordháskólanum í Kalífomíu, segir að fiskveiðiflotinn sé farinn að veiða tegundir sem notaðar eru í fiskeldisfóður í stað þess að veiða tegundir sem hingað til hafa verið veiddar til manneldis. Milli 1986 og 1997 vora fjórar af fimm mest veiddu tegundunum í heiminum notaðar í framleiðslu á fóðri fyrir fiskeldi og landbúnað. Taylor segir að fiskeldið verði að hætta að treysta á villtan fisk sem mik- ilvægan þátt í fiskeldisfóðri því ef heldur áfram sem horfir komi það til með að hafa alvarleg áhrif bæði fyrir fiskistofna sem og fiskeldi. r. L I o Ftf I eygar-vökvatleygar > SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.