Morgunblaðið - 30.08.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 C 9
4.
Æ fleiri vilja taka þátt í umræðunni um stjórn fískveiða og sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins
UMHVERFISMÁL tengjast fisk-
veiðistjórnun sífellt meira. Alþjóð-
legum reglum um viðskipti með
fiskafurðir fjölgar og fleiri og fleirí
vilja skipta sér af fiskveiðistjórnun.
Margir telja allt of nálægt fiski-
stofnunum gengið en mat fiski-
deildar Landbúnaðar- og matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
FAO, er að 27% fiskistofnanna séu
ofveidd. Verið ræddi þessi mál við
Grím Valdimarsson, forstöðumann
fiskiðnaðarsviðs fiskideildar FAO,
og spurði fyrst um heimsaflann, en
hann jókst á síðasta ári um 6 millj-
ónir tonna að meðtöldu fiskeldi, eft-
ir samdrátt árið áður.
Framboð af fiskmeti
jókst árið 1999
„Nú liggur það fyrir að árið 1998
féll fiskframleiðslan úr veiðum og
eldi niður í 117 milljónir tonna, úr
122 árið áður. Það var einkum
vegna hlýsjávarstraumsins E1 Nino
við Suður-Ameríku, en hann dreg-
ur verulega úr viðgangi fiskistofna
á þeim slóðum. Nú liggur einnig
fyrir fyrsta mat á heildarfiskaflan-
um í heiminum á síðasta ári og lítur
út fyrir að fiskframleiðslan nái sér
á strik á ný og verði um 123 millj-
ónir tonna.
Þessar tölur þarf hins vegar að
skoða í nýju ljósi því fyrir liggur að
í einu landi, það er Kína, er þróunin
svo gjörsamlega úr takti við það,
sem er að gerast annars staðar að
skoða verður Kína annars vegar og
heimsframleiðsluna án Kína hins
vegar. Hlutur Kína í heimsfram-
leiðslu á fiski nú er um 32%. Þar í
landi hefur orðið svo gríðarlegur
vöxtur, einkum vegna fiskeldis, að
framleiðslan hefur um það bil sjö-
faldazt á liðlega einum áratug. Þar
af er fiskeldið orðið meira en helm-
ingur.
Fiskframleiðslan án Kína stend-
ur hins vegar í stað þrátt fyrir auk-
ið fiskeldi, enda hefur framlag
veiða úr sjó og vötnum minnkað úr
83 milljónum tonna árið 1988 niður
í 69 milljónir tonna árið 1999. Á
heimsvísu hefur fiskneysla á mann
vaxið stöðugt á síðustu áratugum
og aldrei verið hærri en nú eða um
16% af allri neyslu dýrapróteina."
37% af öllum fiski
í milliríkjaverslun
Fer ekki mikilvægi viðskipta
með fisk stöðugt vaxandi?
„Það er mikið að gerast í alþjóða-
viðskiptum með fisk og fiskafurðir.
Nú er talið að um 37% af öllum
fiski séu seld milli landa og er hann
því mikilvæg útflutningsvara. Þar
er hlutur þróunarlandanna um það
bil helmingur og skipta þessi við-
skipti þau gríðarlega miklu máli.
Nettótekjur þeirra af þessum
fiskviðskiptum hafa á síðustu 10 ár-
um aukist úr 10 milljörðum dollara
í 17 milljarða.
Tekjur þeirra af útflutningi á
fiski og fiskafurðum eru orðnar
meiri en samanlagðar tekjur af út-
flutningi á kaffi, banönum, tei og
kjöti.
Tæpur helmingur
fiskistofnanna fullnýttur
Hvernig er staða helztu fiski-
stofna?
„FAO fylgist náið með nýtingu
590 fiskistofna víða um heim. Þeir
eru flokkaðir eftir ástandi, en
reyndar er misjafnt hve góðar upp-
lýsingar liggja fyrir um þá.
Staðan nú er metin þannig, að
vannýttir og lítt nýttir stofnar eru
25%, fullnýttir stofnar eru 47%,
oveidd eru 18% stofnanna og 9%
teljast hrunin, en 1% er að byggj-
ast upp eftir að hafa hrunið.“
Er staðan betri eða verri en ver-
ið hefur?
„Fjölda stofna sem eru vannýttir
fer fækkandi en þeim sem eru of-
nýttir fjölgandi. Þá erum við að
tala um þróun á síðustu 25 árum.
Fjöldi fullnýttra stofna hefur hins
vegar verið nokkuð stöðugur og við
50% markið á þessu tímabili.
Markmiðið er að sjálfsögðu að
fullnýta fiskistofnana á sjálfbæran
og ábyrgan hátt.
Margir hafa hins vegar áhyggjur
af því að tækniþróunin er svo ör og
fískimenn svo fljótir að tileinka sér
nýja tækni, að stjórnkerfin til að
Rödd útvegsins
heyrist ekki nógu vel
Morgunblaðið/HG
Grímur Valdimarsson, forstöðumaður fiskiðnaðarsviðs
fískideildar FAO.
Fiskveiðar eru og verða
mikilvægar í fæðuöflun
------ — ?
fyrir heimsbyggðina. A
síðasta ári jókst fram-
boð á físki úr veiðum og
eldi um 6 milljónir tonna
og er öll sú aukning úr
fiskeldi. Hjörtur Gísla-
son ræddi þessi mál við
Grím Valdimarsson,
forstöðumann fískiðn-
aðarsviðs FAO í Róm,
en umræðan um físk-
veiðistjórnun og kröfur
um upprunamerkingar
og aukið heilnæmi
fískafurða verða
æ háværari.
halda veiðunum innan æskilegra
marka, eru þar langt á eftir. Dragi
maður lærdóm af reynslu þeirra
þróuðu landa, sem hafa gengið í
gegnum þetta ferli, þarf enga snilli-
gáfu til að sjá að það er mjög lík-
legt að margar fiskveiðiþjóðir muni
lenda í vandræðum áður en þær ná
stjórn á veiðunum. Menn hafa með
öðrum orðum áhyggjur af því að of
veiddum stofnum muni halda áfram
að fjölga verði ekki gert stórátak í
því að hjálpa þróunarlöndum við að
koma sínum málum í rétt horf.“
Veiðiréttinn þarf
að skilgreina
Hvernig er fiskveiðistjórnun í
heiminum á vegi stödd og hvernig
er stærð fiskiskipaflotans sniðin að
auðlindinni?
„Fyrirkomulag fiskveiðistjórnun-
ar og veiðiréttinda er mikið rædd
um þessar mundir enda víða pottur
brotinn í þeim efnum. Skoðanir
manna á því hverning sé skynsam-
legast að koma þessum málum fyr-
ir er mjög mismunandi eins og við
þekkjum af umræðunni hér heima.
Flestar fiskveiðiþjóðir eru rétt að
byrja á þessari umræðu og ræða
mismunandi leiðir. Meginatriðið er
að veiðirétturinn sé skýrt skil-
greindur í lögum og að fiskveiði-
stjórnun í samræmi við þennan rétt
sé framkvæmanleg. Víðast hvar er
fiskveiðirétturinn illa skilgi-eindur
og aðgangur að fiskimiðunum víða
nánast óheftur. Mikið er óunnið á
þessu sviði og ætlar FAO sér að
leiðbeina löndum um kosti og galla
mismunandi leiða í fiskveiðistjórn-
un. Hins vegar er það alfarið land-
anna sjálfi-a að velja þær leiðir sem
þau telja henta sínum aðstæðum.
Veiðarnar standa
vel undir sér
Upp úr 1990 voru birtar skýrslur
frá FAO um að tekjur af fiskveiði-
flotanum nægðu engan veginn fyrir
útgjöldum hans. Þar var talað um
að 54 milljarða bandaríkjadali vant-
aði upp á að endar næðu saman,
eða 4.300 milljarða íslenzkra króna.
Þetta var tilraun FAO til að meta
heildarstærðir, án þess að skoða af-
komu einstakra útgerða og því ljóst
að stór skekkjumörk yrðu á útkom-
unni.
Á undanförnum árum hefur
þessari vinnu verið fylgt eftir og
staðan verið skoðuð hjá útgerðum
víða um heim. í ljós hefur komið, að
víðast standa þessar veiðar vel
undir sér og afla tekna ekki aðeins
fyrir rekstrarkostnaði, heldur einn-
ig fjárfestingum og endurnýjun.
Þótt merkilegt megi virðast á þetta
jafnvel við um veiði úr ofveiddum
stofnum.
Ymsar skýringar hafa verið gefn-
ar á þessu misræmi t.a.m að í fyrri
könnuninni var reiknað með að öll
skráð skip væru í notkun, einnig að
ríkisstyrkir koma tekjumegin í síð-
ari könnuninni því ekki var unnt að
skilja þá frá.
Nú eru aðrar rannsóknir í gangi
til að meta umfang opinberra
styrkja og þótt niðurstaða liggi ekki
fyrir ennþá bendir margt til þess að
þeir séu mun minni en áður var tal-
ið. Með þessari vinnu er FAO að
reyna að gera grein fyrir helstu
hagstærðum í útgerðinni og þ.á m.
hve stóran flota þarf til að veiðarnar
séu sjálfbærar, en lauslegt mat
bendir til þess að heimsflotinn sé
um það bil þriðjungi of stór.“
Þrætubókarlist
Hvernig eru niðurgreiðslur eða
ríkisstyrkir metnir Telst ókeypis
aðgangur að auðlindinni til dæmis
ríkisstyrkur?
„Þetta er umræða, sem er
kannski gott dæmi um þá þrætu-
bókarlist sem nú er stunduð um
mörg mál sem tengjast sjávarút-
vegi. Er menntun sjómanna styrk-
ur, er uppbygging samgangna og
hafnargerð styrkur, rannsóknir og
svo framvegis. Það heyrist sú skoð-
un að ókeypis aðgangur að auðlind-
inni sér hreinn ríkisstyrkur. Þessi
umræða er að mínu mati á byrjun-
arreit og það mun taka langan tíma
að komast að niðurstöðu. Eg tel
hins vegar að FAO sé rétti vett-
vangurinn til að ná fram sameigin-
legum skilningi á þessum málum því
það er afar mikilvægt í nýju alþjóð-
legu viðskiptaumhverfi."
Mikið um alþjóðlegar
reglugerðir
Alþjóðlegum reglugerðum og lög-
um um viðskipti með fisk fer fjölg-
andi.
Hvað er þar helzt á döfinni?
„Það er mikið að gerast í því al-
þjóðlega regluverki, sem snertir
sjávarútveginn og viðskipti með
fisk og fiskafurðir. Eins og íslend-
ingar þekkja er HCCAP-fram-
leiðslueftirlit orðið skylda við inn
flutning á fiski m.a. til Bandaríkj-
anna og Evrópusambandsins.
Næsta verkefni á þessum vettvangi
er að tengja HÁCCP-eftirlit við
áhættumat, sem er krafist í reglum
sem falla undir Alþjóðaviðskipta-
málastofnunina (WTO).
Ekki er gert ráð fyrir því að
næsta samningalota Alþjóðavið-
skiptamálastofnunarinnar, fjalli um
fisk sérstaklega en nú er hins veg-
ar orðið ljóst að eitt af þemum
þeirra samninga verður sjálbær
þróun og umhverfismál og því lík-
legt að fiskveiðar komi á dag-
skrána.
Fari svo er líklegt að leitað verði
eftir alþjóðlegu samkomulagi, sem
miði að því að minnka eins og
mögulegt er neikvæð áhrif fisk-
veiða á umhverfið og lífríkið í heild
og jafnvel tengja það viðskiptum
með fisk. Og það er stórt mál.
Sókn og vörn
I þessum bardaga má segja að
umhverfisverndarsinnar séu í sókn
og sjávarútvegurinn í vörn.
Sjávarútvegurinn sakar um-
hverfisverndarsinna um að vera
með fullyrðingar, sem ekki fái stað-
izt og séu í bezta falli byggðar á
veikum forsendum og í versta falli
sé hreinlega verið að rangtúlka og
misnota tölulegar upplýsingar.
Þegar á heildina er litið virðist
vörn sjávarútvegsins felast í þögn
og voninni um það að þessum
„truflunum" ljúki og þeir geti
stundað sínar fiskveiðar í friði.
Ég er reyndar orðinn sannfærð-
ur um það að í allri þessari umræðu
á alþjóðavettvangi, þar sem um-
hverfissinnar eru mjög virkir, að
þar vanti meiri og beinskeyttari
þátttöku sjávarútvegsins, ekki síst
útgerðarinnar.
Rödd útvegsins heyrist ekki
nógu vel. Hann verður að vera
miklu sýnilegri en hann er og hafa
sterka talsmenn. Hann verður
einnig að koma sér upp skoðun á
öllum megin ágreiningsefnum, sem
fyrir liggja. Það má líkja þessari
stöðu við það þegar iðnaður í mörg-
um löndum lá undir miklu ámæli
vegna mengunar. Viðbrögð iðnað-
arins hafa í seinni tíð verið að taka
að eigin frumkvæði upp gæða-
stjórnun,og umhverfisstjórnun og
þetta mætti sjávarútvegurinn taka
sér til fyrirmyndar.
Að mínum dómi verður sjávar-
útvegurinn að ræða þessi mál og
komast að niðurstöðu um hvað er
skynsamlegt að gera og hvaða
markmið er raunhæft að setja sér.
Brottkast
Það má taka sem dæmi umræð-
una um brottkast á afla. Ailir, sem
hafa verið á sjó, vita að það er
óraunhæft að henda alls engu. En
hvað er raunhæft í þessu efni? Að
allt eða nær allt eigi að koma að
landi? Hverju á að leyfa að henda?
Hvað til dæmis með skráningu á
afla sem hent er? Það eru lög um
þetta á Islandi, en þau eru ekki
nógu skýr. Annað snýr að „ólögleg-
um“ fiskveiðum og veiðum þar sem
afli er ekki gefinn upp, en um það
vandamál verður sérstök ráðstefna
í Róm í haust. Þar verður fjallað
um það hvernig taka eigi á þessum
veiðum, skipum sem standa utan
svæðisbundinna fiskveiðiráða, en
stunda veiðar á viðkomandi svæði
og hafa í raun leyfi til þess. Hér
verður örugglega kallað eftir við-
brögðum útvegsmanna."
Margt á döfinni
Hvað er framundan hjá fiskideild
FAO?
„Helstu mál sem stjórnarnefndir
FÁO hafa ákveðið að við vinnum að
á næstunni eru: Alþjóðleg áætlun
um hvernig halda megi stærð veiði-
flotanna í skefjum, hver áhrif nið-
urgreiðslna og ríkisstyrkja eru á
fiskveiðar, meta umfang „ólög-
legra“ fiskveiða og áhrif þeirra á
fiskveiðistjórnun, umhverfismerk-
ingar á fiskafurðum eru enn á dag-
skrá og loks líffræðilegur fjöl-
breytileiki og genabreyttar lífverur
í fiskeldi.
Svona í návígi við FAO held ég
þó að menn verði mest varir við
upplýsingakerfin sem fiskideildin
er að þróa.
Stefnt er að því að menn hafi
nánast allar þær upplýsingar sem
þeir vilja um veiðar, vinnslu, heil-
næmi og viðskipti með fisk, fisk-
veiðar einstakra landa, ástand
fiskistofna, fiskveiðistjórnun,
reglur og reglugerðir um fiskafurð-
ir, verðþróun og svo framvegis. Ég
held því að upplýsingabyltingin
verði það, sem menn taka mest eft-
ir hjá FAO á næstu árum.
Fiskideild FAO leggur fiskihlut-
ann til í upplýsingakerfi á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem nefnist
Atlas heimshafanna. Þar mun
verða hægt að finna allt sem snýr
að hafinu og nýtingu þess.
Ég tel því að íslenzkur sjávar-
útvegur muni hafa meira og meira
af upplýsingum að sækja til okkar,“
segir Grímur Valdimarsson.
10 vinsælustu fiskafurðirnar í Bandaríkjunum B"9“mftúipunc/j
1992 punó 1993 pmó 1994 pmó 1995 prnó 1996 punó 1997 punó 1998 pund 1999 punó
1. Túnfiskur 3,50 lúnfiskur 3,50 Túnfiskur 3,30 Túnfiskur 3,40 Túnfiskur 3,20 Túnfiskur 3,10 Túnfiskur 3,40 Túnfiskur 3,50
2. Rækja 2,50 Rækja 2,50 Rækja 2,60 Rækja 2,50 Rækja 2,50 Rækja 2,70 Rækja 2,80 Rækja 3,00
3. Ufsi 1,23 Ufsi 1,20 Ufsi 1,52 Ufsi 1,52 Ufsi 1,62 Ufsi 1,64 Ufsi 1,65 Lax 1,70
4. Þorskur 1,08 Þorskur 1,03 Lax 1,11 Lax 1,19 Lax 1,44 Lax 1,29 Lax 1,38 Ufsi 1,57
5. Leirgedda 0,91 Lax 0,33 Þorskur 0,93 Þorskur 0,98 Þorskur 0,92 Þorskur 1,06 Leirgedda 1,06 Leirgedda 1,16
6. Lax 0,87 Leirgedda 0,98 Leirgedda 0,86 Leirgedda 0,86 Leirgedda 0,89 Leirgedda 1,02 Þorskur 0,97 Þorskur 0,77
7. Smyrslingur 0,62 Flatfiskur 0,62 Smyrsiingur 0,54 Smyrslingur 0,57 Smyrslingur 0,52 Smyrslingur 0,46 Krabbi 0,57 Krabbi 0,54
8. Flatfiskur 0,51 Smyrslingur 0,58 Flatfiskur 0,36 Krabbi 0,32 Flatfiskur 0,38 Krabbi 0,42 Flatfiskur 0,39 Smyrslingur 0,46
9. Krabbi 0,33 Krabbi 0,37 Krabbi 0,31 Flatfiskur 0,30 Krabbi 0,33 Flatfiskur 0,33 Smyrslingur 0,39 Flatfiskur 0,39
10. Hörpudiskur 0,27 Hörpudiskur 0,25 Hörpudiskur 0,29 Hörpudiskur0,24 Hörpudiskur 0,27 Lúöa 0,29 Ostrur 0,23 Hörpudiskur 0,20
(
(