Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 6

Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 6
6 G FÖSTtJDAGUR 15. SEPTEMBER 20Ó0 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frumsýning /Bíóhöllin, Kringlubíó og Bíóborgin frumsýna rómantísku gamanmyndina High Fidelity meö iohn Cusack í aöalhlutverki í leikstjórn Stephen Frears. John Cusack: Eigandi plötubúðar og veit allt um tónlist. High Hdelity: John Cusack og Lili Taylor í hlutverkum sínum. Lífió.. .. er tonlist Lífið er tónlist Leikarar: ROB Gordon (John Cusack) er eig- andi plötubúðar í Chicago sem gengur ekkert alltof vel. Hann selur ekki annað en vínilplötur og er ófor- betranlegur tónlistarfíkill og alaeta á tónlist. Starfsmenn hans eru Dick (Todd Louiso) og Barry (Jack Black). Þessir þrír vita allt um tón- list og tala varla um annað og búa til allskonar leiki í kringum það en tónlistarþekkingin kemur Rob að litlu gagni þegar kærastan hans, Laura (Iben Hjejle), segir skilið við hann. Rob sér að líklega neyðist hann til þess að taka breytingum. Hann er eftir allt kominn á fullorðinsárin. Þannig er söguþráðurinn í róm- antísku gamanmyndinni High Fid- elity sem frumsýnd er í Sambíóun- um með John Cusack í aðalhlutverk en með önnur hlutverk fara Todd Louiso, Jack Black og Iben Hjejle ásamt leikurum eins og Lisa Bonet, Catherine Zeta-Jones, Joan Cus- ack, Tim Robbins og Lili Tayior. Leikstjóri er Bretinn Stephen Frears en handritið gerir Cusack sjálfur ásamt Scott Rosenberg. Það er byggt á vinsælli skáldsögu Nick Hornbys með sama nafni. Það eru sömu mennirnir sem gera þessa mynd og stóðu að baki gamanmyndarinnar Grosse Pointe Blank en þeir eru handritshöfund- arnir og framleiðendumir Cusack, D.V. DeVincentis og Steve Pink. „Saga Nick Hornbys var metsölu- bók og hún varð það vegna þess að hún var ekki aðeins fyndin heldur líka mjög heiðarleg," er haft eftir Cusack. Hann ákvað að verða sér úti um kvikmyndaréttinn og færði sögusviðið frá London til Chicago. „Við töluðum um það við Nick Horn- by,“ segir Cusack, „og hann sagði að sagan hans fjallaði um allt annað og miklu meira en landafræði. Leikstjóranum Stephen Frears var það ekki á móti skapi að kvik- mynda söguna í Chicago enda segir hann handritshöfundana hafa stað- fært söguna af miklu innsæi. „Þeir hafa sett í handritið sinn eigin bakgrunn og uppeldi og þá þekk- ingu sem þeir hafa á borginni og John Cusack, Todd Louiso, Jack Black, Iben Hjejle, Lisa Bonet, Catherine Zeta - Jones, Joan Cusack, Tim Robbins og Lili Taylor. Leikstjóri:____________________ Stephen Frears (Dangerous Liaisons, The Hi-Lo Country, Hero, The Snapper, Mary Reilly, My Beautiful Laundrette). það virkar mjög vel.“ Hann var mjög hrifinn af því að Cusack skildi taka að sér aðalhlutverkið. „Þegar kom fram þessi hugmynd að Cus- ack færi með aðalhlutverkið byrj- uðu þeir að færa sögusviðið til Chicago. Það var mjög ánægjulegt að John skyldi taka hlutverkið að sér. Hann kveikir líf í myndinni á alveg einstæðan hátt.“ Þeir unnu áður saman Cusack og Frears við gerð myndarinnar The Grífters árið 1990 og þekkjast því frá fomu fari. „Ég hef þekkt Frears síðan og verið í sambandi við hann og hann er einn af vinum mínum,“ segir leikarinn. „Við sendum hon- um handritið og bjuggumst við því að hann hafnaði starfinu en hann var mjög jákvæður. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til þess að vinna með eins góðum leikstjóra og hon- um.“ Frumsýning /Regnboginn, Sam bíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku teiknimyndina TitanA.E. Nýjasta teiknimynd Dons Bluth: Jarðarbúar reyna að reisa jörðina úr rúst- um. "tír- imingeimsins Bandaríska teiknimyndin Titan A.E. segir frá því þegar hópur jarðarbúa lifir af eyðileggingu jarðar og leitar um útgeiminn að Titan - vélinni, sem getur hjálpað þeim að endurskapa heimili sitt, jörðina. Hún verður frumsýnd í dag í þremur kvikmyndahúsum bæði á frummálinu og með íslenskri talsetn- ingu. Á frummálinu fara Matt Dam- on, Drew Barrymore og Bill Pullman með helstu hlutverkin en í íslensku talsetningunni eru hlutverkin í hönd- um Hilmis Snæs Guðnassonar, Pálma Gestssonar, Þórunnar Lárus- dóttur, Þórhalls Sigurðssonar (Ladda), Hjálmars Hjálmarssonar, Theódórs Júlíussonar, Egils Ólafs- sonar, Karls Ágústs Úifssonar, Magnúsar Ólafssonar, Valdimars Flygenrings, Stefáns Karls Stefáns- sonar, Ólafs Darra Ólafssonar o.fi. Leikstjórar myndarinnar eru Don Bluth og Gary Goldman. Bluth er gamalreyndur teiknimyndasmiður (Amerícan Tail) og segist ekki alveg Frumsýning /Stjörnubíó og Háskólabíó frumsýna geimtryllinn Battlefield Earth meö John Travolta í aðalhlutverki. Baráttan um Jörðina Leikarar Bandaríski leikarinn John Travolta hefur áður á ferli sínum leikið ill- menni í myndum eins og Face/Off og Broken Arrow en í nýjustu mynd sinni, Battlefíeld Earth, sem frumsýnd er í Háskólabíói og Stjörnubíói, leik- ur hann karakter sem „er eins ná- lægt því að vera hið illa holdi klætt og hægt er að ímynda sér“ að sögn leikar- ans. Hann er yfír- maður öryggis- mála hjá geim- verum sem lagt hafa jörðina undir sig og nota þær fáeinu hræður sem eftir lifa til þess að þræla í námum sínum. Geimverur þessar eru meira en þrír metrar á hæð og ægilegar skepnur. Ungur upp- reisnarmaður úr hópi jarðarbúa (Barry Pepper í einskonar Loga geimgengilsrullu) hverfur frá af- skekktu þorpi sínu og stjórnar á Baráttan um jörðina John Travolta, Barry Pepper, Forrest Whitaker. Leikstjóri:____________________ Roger Christian (Mastermind). endanum liði byltingarmanna sem reynir að endurheimta jörðina frá risunum. Myndin er byggð á einni af vís- indaskáldsögum L. Ron Hubbards sem út kom árið 1982 en Hubbard þessi er stofn- andi Vísinda- kirkjunnar í Bandaríkjunum þar sem Trav- olta mun vera meðlimur. Sagt er að leikarinn hafi verið í ára- tug að reyna að fá myndina gerða en fram- leiðendur í Hollywood hikað við vegna þess að Hubbard átti í hlut. Á endanum gerðist Travolta sjálf- ur einn af framleiðendunum. Forstjóra Franchise Pictures, Elie Samha, tókst á endanum að safna saman þeim 60 milljónum dollara sem myndin kostaði. Trav- olta hefur neitað því að einhver tengsl séu á milli myndarinnar og John Travoita: Ægilegur ásýndum í Battiefield Earth, en hann er einn framleiðenda myndarinnar. Barry Pepper í Battlefield Earth: Ungur uppreisnarforingi sem á í höggi við geimverur á jörðinni. Vísindakirkjunnar og heldur því fram að þátttaka sín í myndinni sé eingöngu byggð á skemmtanagild- inu sem hún hefur. Áður en mynd- in var frumsýnd vestra voru áætl- anir uppi um að gera fram- haldsmynd en óvíst er hvort af því verður. Leikstjóri myndarinnar er Rog- er Christian sem hefur ekki mikla reynslu af gerð leikinna bíómynda en það var enginn annar en Ge- orge Lucas sem mælti með honum í verkefnið. Christian segir inntak myndarinnar vera þetta: „Ef þú horfir framhjá takmörkunum þín- um og lætur þær ekki binda þig geturðu náð hæstu hæðum.“ Travolta sat kyrr í fjóra tíma á degi hverjum meðan verið var að setja hann í gervi stóru geimver- unnar. Höfuðkúpa hans var hækk- uð um eina þrjátíu sentímetra og mikil og há stígvél gerðu hann stóran og ábúðarmikinn. Leikarinn var hinn ánægðasti með gervið. „Ég held að þetta verði vinsælasti Hrekkjavökubún- ingurinn í ár,“ er haft eftir honum. Travolta varð sem kunnugt er fyrst þekktur fyrir söngva- og dansamyndir en eftir gott gengi í byrjun tók ferill hans mikla dýfu og náði sér ekki upp aftur fyrr en Quentin Tarantino setti hann í mynd sína Pulp Fiction. Síðan þá hefur Travolta verið óstöðvandi í Hollywood. hafa vitað hvað hann átti að gera þegar hann fékk verkefnið í hendur. Um er að ræða 65 milljón dollara vís- indaskáldskaparmynd sem höfða á til unga fólksins. Þeir hjá 20th Cent- ury Fox kvikmyndaverinu, sem framleiðir myndina, vora heldur ekki vissir um hvemig þeh’ ættu að snúa sér í málinu. í fyrstu fengu þeir leikstjórann Art Vitello til þess að sjá um teikningarnar en hann var látinn fara þegar kvikmyndaverið ákvað að beita tölvutækninni til þess að gera myndina. Svo var hætt við það þegar Ijóst varð að persónumar vora ekki nógu eðlilegar þegar tölvutæknin var notuð. Þá vora þeir Bluth og Goldman kallaðir til og þeir gerðu myndina þannig að þeir blönduðu saman hefð- bundinni teiknimyndatækni við nýj- ustu tölvuteiknibrellur. Sagt er að myndin sé gerð undir áhrifum frá japönskum teiknimyndum. „Það er eins og einhver hafi fengið sér eitt- hvað sterkt að reykja áður en hann gerði teikningarnar," er haft eftir leikaranum Bill Pullman. Teiknararnir fengu Industrial Light and Magic, tölvubrellufyrir- tæki George Lucas, til þess að hjálpa sér með flóknasta og umfangsmesta myndskeiðið þegar hetjur myndar- innar þjóta í gegnum satúrnískan stjörnuhring úr gríðarlegum, speg- ilgljáandi ískristöllum með óvininn á hælunum. „Þetta er atriði sem eins og fleiri í myndinni er fyrst og fremst mynd- rænt án þess að vera blóðugt," er haft eftir Don Bluth. „Samt er þetta mjög spennandi frásögn. Við sprengjum Jörðina í loft upp á fyrstu fjóram mínútunum.“ Bluth hefur lengi verið einn af fremstu teiknimyndahöfundum Bandaríkjanna og á að baki myndir á borð við American Tail, Svanapríns- essuna og Anastasíu fyrir 20th Cent- ury Fox. Þess má geta að handrits- höfundur myndarinnar er Joss Whedon sem skrifaði handrit Leik- fangasögu og Alien 4 ásamt öðru. Titan A.E. Raddir: Hilmir Snær Guönason, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Hjálmar Hjálmarsson, Theódór Júlíusson, Egill Ólafsson, Karl Ágúst Úlfsson, Magnús Ólafs- son, Valdimar Flygenring, Stef- án Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson o.fl. Leikstjóri:____________________ Don Bluth (American Tail, Svanaprinsessan, Anastasia).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.