Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2000, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þokuljós í framstuðara eru staðalbúnaður í báðum gerðum. Mjög gott er að setjast inn og stíga út úr bílnum, sætin eru í mjög mátulegri hæð og ágætt rými í aftursætum. Farangursrými er ágætlega stórt og hægt er að draga mottu yfir það. Frísklegt yfirbragð er á öllu í mælaborði. Nóg pláss er í framsætum en stuðningur við bakið mætti vera betri. FORD Escape er heldur minni gerð af Ford-jeppa sem umboð- ið, Brimborg, kannar nú hvort settur verður á markað hérlend- is. Bíllinn var sýndur hér nýverið í tengslum við ráðstefnu Ford og var talsvert um fyrirspurnir um bílinn sem Brimborgarmenn telja merki um að hann eigi erindi hingað. Escape er um það bil að koma á markað í Bandaríkjunum og er væntanlegur tii Evrópu um áramót. Verði hann tekinn hing- að sem Ameríku-útgáfa er hugsanlegt að hann verði kominn í sölu hér fyrir áramót en vart fyrr en í febrúar ef hann verður úr Evrópuútgáfunni sem telja verður líklegra. Kruftmiklar vélar Escape er snotur og látlaus bíll í útliti og er dæmigerður jeppi af minni gerðinni. Til samanburðar má nefna að Ford Explorer er 4,57 m langur og stóri jeppinn Expedition er 5,19 m langur. Escape, sem er með sítengdu aldrifi, var kynntur hér með tveimur vélastærðum, tveggja lítra og 130 hestafla vél og sex strokka, þriggja lítra vél sem er 200 hestöfl. Er sú minni með handskiptingu en stærri vélin með sjálfskiptingu og var tekið nokkuð í þá útgáfu. Escape er vel útbúinn bíll á alla kanta. Hann er með vökva- og veltistýri, læsivarða hemla, býr yfir miklum rafdrifnum búnaði og tveimur líknarbelgjum svo að nokkuð sé nefnt. Þessi dýrari útgáfa var einnig með rafdrifinni sóllúgu og stokki í lofti með lesljósum og geymsluhólfi. Óll meðhöndlun á Escape og akstur eru auðvelt viðfangsefni og þægilegt. Mælaborð er vel úr garði gert og fljótlegt er að átta sig á öllum hlutum. Helsti gallinn er sá að gírstöngin er í stýrinu en hún er í sjálfri sér liðug í meðförum. En hér er kannski spurningin fyrst og fremst hverju ökumenn eru vanir. I þéttbýlinu er bfllinn ofursnöggur og léttur enda ekki vandi fyrir sex strokka og 200 hestafla vél að þrýsta 1.500 kg þungum (léttum) bflnum áfram. Stýrið er létt og gott og hemlar kröftug- ir. _ Á þjóðvegi er það sama uppi á teningnum, Escape fer létt með að halda ferðahraða og á nóg eftir fyrir snöggan fram- úrakstur. Hann liggur feiknavel og fer vel í holuraðir þannig að ökumaður finnur sig talsvert öruggan í sessi. Ekkl fróhrindandi verð Áætlað verð á Escape er um 2,6 milljónir króna fyrir þann með minni vélinni en 3,2 milljónir fyrir bflinn með V6-vélinni og sjálfskiptingu. Þetta er ekki fráhrindandi verð, að minnsta kosti ekki á þeim ódýrari, þegar skoðað er hversu mikill bfll er hér í boði þótt hann sé ekki stórjeppi. Dýrari bfllinn er fullstór biti en þess ber þó að gæta að þar er komin V6-vél, sjálfskipting og til viðbótar nokkur búnaður sem ekki er í ódýrari bílnum, svo sem sóllúgan, dráttarkúla og litað gler. VOLVO hyggst færa verulega út kvíamar á næstu misserum með þremur nýjum bflum. Þar er um að ræða fyrsta jeppa fyrirtækisins, lít- inn fjölnotabfl og tveggja dyra sport- bfl. Jeppinn á að koma á markað á fyrrihluta árs 2002 og er ráðgert að ársframleiðslan verði um 50 þúsund bílar. Bfllinn verður smíðaður á grunni V70 XC og verður lúxusjeppi sem á að velgja BMW X5 og Mercedes-Benz M undir uggum. Jeppinn er hannaður af Peter Horb- ury. Hann er fimm dyra og með sömu botnplötu og XC en með öflugra fjöðrunarkerfi og sterkari gírkassa. Þá mun C70 bfllinn ganga í endur- nýjun lífdaga og þykir lfldegt að hann verði tæknilega náskyldur næstu kynslóð Ford Cougar, en eins og kunnugt er á Ford nú meirihluta í Volvo. Volvo mun einnig nýta sér tækni úr Ford Focus til að smíða rót- tækan fjölnotabfl í takt við Renault Scenic 4x4 bflinn. Volvo-jeppinn eins og teiknari sér hann íyrir sér. MORGUNBLAÐIÐ BILAR SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2000 D 3 ---------------------------* TILBOÐ ÓSKAST í Dodge Ram SLT 2500 4x4 árgerð ‘98 1/2 (24 ventla Cummins turbo diesel 5 gíra) langur pallur (ekinn 12.500 mílur) fæst skráð VSK bifreið, Ford Explorer Eddie Bauer árgerð ‘93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 > þriðjudaginn 19. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Arctic Trucks kynnir nýjn gerð nf l|ós- um á jeppa ARCTIC Trucks hefur hafið sölu á ljós- um frá Ástralíu sem hafa verið prófuð við íslenskar aðstæður og þykja lofa góðu. Þessi nýju ljós eru til í stærðunum 240 mm og 170 mm. Það sem gerir þau frá- brugðin öðrum ljósum er hversu öflugar perur eru í þeim en notast er við perur sem eru kallaðar Xenophot og einna helst má líkja við perur sem notaðar eru í slide-sýningarvélar og myndavélaljós. Perurnar í nýju ljósunum eru 100W og skila 108W eða 20% fleiri vöttum en venjulegar 100W halogenperur sem venjulega skila ekki meira en 86W. Ein nýjung við þessi ljós er einnig að þau má stilla úr punktgeisla yfir í dreifð- an geisla á sama hátt og Mag-Light vasa- ljósin frægu. Glærar ljósahlífar eru á öllum ljósun- um og eru þau vel varin fyrir steinkasti. Öllum ljósunum fylgja einnig svartar hlíf- ar. Á minni Ijósin má fá gular ljósahlífar með skornum geisla sem henta mjög vel í skafrenningi og þoku. Nýju ljósin eru létt enda öll úr plasti og geta því ekki ryðgað eða tærst. Festing ljósanna er aftur af miðju per- ustæðinu sem tryggir lágmarks hreyf- ingu perunnar. í Ástralíu hafa þessi ljós verið mikið notuð á stóra flutningabíla með góðum árangri. Hægt er að fá minni gerðina af ljósun- um sem handljós sem stungið er í vind- lingakveikjara VÍSINDAMENN við Hai-vard-háskóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að út- blástur frá bílum sem knúnir eru með jarðgasi sé hættulegri en áður var talið. í útblæstrinum kunni að leynast meira af krabbameinsvaldandi örfínum sótögnum en t.a.m. í dísilreyk. Fullkominn lúxus í innréttingu. Nýi G-jeppinn verður með afimestu dísilvél í fólksbil í heimi. Stærsta dísil- vél I farþegabíl MERCEDES-BENZ segir að end- urnýjaður G-jeppi fyrirtækisins verði með aflmestu dísilvél sem nokkru sinni hafi verið sett i fólks- bíl. Dísilvélin er V8 með tveimur forþjöppum og skilar 250 hestöfl- um. Hún er byggð á dísilvélinni úr S-bflnum og verður fáanleg í G- jeppanum frá og með kynningu á bflasýningunni í París í næsta mánuði. Bíllinn er hins vegar með öllu óbreyttur að utan og verður jafnframt fáanlegur áfram með 3,2 lítra V6 og 5,0 lítra V8 bensínvél- um. Allar breytingar á bílnum eru í innanrýminu. Nýtt mælaborð og áklæði, stýri með fjölmörgum stjórnrofum fyrir t.d. útvarp og geislaspilar*. leiðsögukerfi og síma, verður í bom en sjálfvirkur skynjari stjórnar rúðuþurrkum, kveikir ljós á bíln- um og stýrir stöðu baksýnisspeg- ils. G-jeppinn verður boðinn með fimm þrepa sjálfskiptingu með kúplingslausri snertiskiptingu. Fyrstu fólksbflarnir með tví- brennivélum, þ.e. vélum sem ganga jafnt fyrir metangasi og bensíni, komu til landsins í sum- ar og hafa verið teknir í notk- un. Nú virðist sem notkun jarð- gass sé hættulegri en áður var talið. Flest börn slas- ast í aftursætum ALLS urðu 468 slys á bömum 0-14 ára í fram- og aftursætum í bflum á árunum 1995-1999. Flest urðu slysin 1995, alls 128, en fæst árið eftir, 81. Mun fleiri börn slasast í aftursætum bfla en framsætum. Alls slösuðust 339 börn í aftursætum bíla á þessu tímabili en 129 í framsætum. Fyrstu sjö mánuði ársins slösuðust samtals 55 börn í bflum hér á landi sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Um- ferðarráði, þar af 15 í framsætum og 40 í aftursætum. í langflestum til- vikum er um h'tils háttar meiðsl að ræða og samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði virðist sem aðstand- endur barna hugi almennt vel að ör- yggi þeirra í bílum, jafnvel í mörgum tilfellum betur en sínu eigin. Frá 1. september 1998 skulu nýir barnabíl- stólar vera viðurkenndir og E- merktir. Barn þarf að hafa náð 140 sm hæð og vera a.m.k. 40 kg til þess að mega sitja í sæti ef uppblásanleg- ur öryggispúði er framan við það. Fabia langbakur SKODA ætlar að bjóða langbaks- gerð af smábflnum Fabia frá og með næsta vori. Ráðgert er að bíll- inn verði frumsýndur á bílasýning- unni í París í næsta mánuði. Freelander með 175 hestaf la vél I október LAND Rover Freelander er væntanlegur hingað til lands í október með 2,5 lítra V6 vél og fimm þrepa sjálfskiptingu með handskiptimöguleika, steptronic. Einnig stendur til að bjóða bílinn með nýrri 2ja lítra forþjöppudísilvél frá BMW sem er afl- og tog- meiri en núverandi dísilvél. Land Rover Freelander kom á markað 1997 og er mest seldi jepplingurinn í Evrópu. Þetta er fyrsta breytingin sem gerð er á bílnum. V6 vélin skilar 175 hestöflum við 6.500 snúninga á mínútu, eða nærri 50% meira afli og togi en núverandi 1,8 lítra, fjögurra strokka vél. Steptronic-skiptingin verður staðalbúnaður með V6-vélinni. Dísilvélin er af nýjustu gerð, svonefnd common-rail, sem skilar 110 hestöflum við 4.000 snúninga á mínútu, eða 15% fleiri hestöflum og 24% meira togi. Karl Óskarsson, sölustjóri hjá B&L, umboðsaðila Land Rover, segir að bfllinn muni kosta 3.190.000 krónur. .>■ PR789 Land Rover Freelander kemur með mun öfiugri vél í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.