Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Á FÖSTUDÖGUM Hvað boðar nýárs blessuð sól? 2001: Kvik- leiOangnr STANLEY Kubrick gerði árið 2001 ódauðlegt í kvikmyndasögunni með mynd sinni 2001: A Space Oddyssey. En hvað ber þetta sögu- fræga ár í skauti fyrir kvikmyndirnar, loksins þegar það gengur í garð? Sæbjörn Valdimarsson lagði í leiðangur til að skyggnast inn í framtíðina og sneri aftur nokkuð bjartsýnn á framboðið. Frá Tryllta Max til Frelsishetjunnar NMQ.Í20ér ÁSTRALSKI leikarinn Mel Gibson er nú í hópi eftirsóttustu kvikinyndaleikara samtím- ans og þeirra hæst launuðu, sannkölluð stjarna, en hefur auk vörpulegs útlits ótví- ræða leikhæfileika, bæði til gamans og alvöru. Hann hefur þó einkum orðið þekktur fyrir hasarhetjur, allt frá því hann komst á kortið fyrir leik titilpersónunnar í myndunum um Mad Max. Arnaldur Indriðason veltir fyrir sér tveimur áratugum af verkum Mels Gibsons. ♦ í Kafbáta- mynd ífimm bíóum •Bandaríska stríðsmyndin U-571 verður frumsýnd í fimm bíóum í dag, Bíóhöllinni, Kringlubíói, Bíóborginni, Nýja bíói Akureyri og Nýja bíói Kefla- vík. Hún segirfrá kabátahernaði í síöari heimsstyrjöldinni og því þegar bandamenn komustyfirdulmálslykil Þjóðverja. Meö aðalhlutverkin fara Matthew McConaughey og Bill Paxtonen leikstjóri erJonathan Mostow. Ástríkur og félagar •í dagfrumsýna Bíóhöllin, Kringlu- bíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frönsku gaman- myndina Ástríkurog Steinríkurgegn Sesari en myndin er byggð á vinsæl- um bókaflokki um Ásf/ífcogfélaga. Með aðalhlutverkið fer Gérard Dep- ardieu en myndin er sýnd með ensku ogíslensku tali ogfara meö aðahlut- verk ífsl. talsetningunni m.a. Þór- hallur Sigurðsson (Laddi), Egill Ól- afsson, Bergur Ingólfsson og Arnar Jónsson. Mynd Greenaways bætist við •TIL viöbótarvið þá dagskrá Kvik- myndahátíöar í Reykjavík, sem birtist í sfðustu viku, verða sýningar á mynd Peters Greenaway, 816 kona, sem hér segir: Sunnudaginn 8. október í Háskólabíói kl. 17.30, á sama stað á þriðjudag kl. 22.00 og á fimmtu- dag kl. 17.30, einnig í Háskólabfói. Væntanlegt Glataðar sálir •Laugarásbíó og Háskólabíó frumsýna þann 13. október spennu- myndina Glataðarsálireöa Lost Souis með Winona Ryder og Ben Chaplln í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Janusz Kaminski. Myndin segirfrá ungri konu sem kemst að því að samsæri er í gangi um að gera djöfl- inum kleift að ganga um á meóal manna. Kúrekarí geimnum •Sambíóin Álfabakka, Bíóborgin og Nýja bíó í Keflavík frumsýna þann 27. október myndina Space Cowboys með fjórum rosknum kempum kvikmyndanna, Clint Eastwood, sem jafnframt leikstýrir, James Garner, Donald Sutherland og Tommy Lee Jones. Segirmyndin af fyrrum tilraunaflugmönnum sem aldrei komust út í geim á sínum tfma en draumurinn rætist þegar hóað er í þá áratugum síöar. Moland kemur ekki EINN af gestum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, norski leikstjórinn Hans Petter Moland, sem kynna átti mynd sína, Aber- deen, hér um helg- ina, boðaði forföll í vikunni. Hann mun ekki hafa átt heimangengt af fjöl- skylduástæðum. Sýningar á mynd hans verða engu síður samkvæmt dagskrá, sem birtist í Bíóblaðinu fyr- ir viku. Sturla Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriksson taka höndum saman um kvikmyndun Bjólfskviðu sahWamieiosfarnirpessa VE STUR-íslenski kvikmyndaleik- stjórinn Sturla Gunnarsson og Friðrik Þór Friðriks- son hjá íslensku kvikmyndasam- steypunni, hafa gert samkomulag um gerð stórmyndar, byggðri á Bjólfs- kviðu, sem verður dýrasta íslenska samframleiðslan til þessa. Kostnaðar- áætlun er um 15 milljónir kanadískra dollara eða um 840 milljónir íslenskra króna. Myndin verð- ur öll tekin hérlendis og er gert ráð fyrir að tökur fari fram árið 2002. Þeir Sturla og Friðrik Þór hafa gegnum tíðina leitað að hentugu sam- starfsverkefni, auk þess sem Sturlu hefur langað til að gera mynd í sínu gamla heimalandi, en héðan fluttist hann sjö ára að aldri. „Bjólfs- kviða er engilsaxneskt hetjuljóð en náténgt íslenskum sögnum,“ segir Sturla í samtali við Bíóblað- ið, „og ég sé hana greinilega fyrir mér í íslensku landslagi. Efnis- lega heillar hún mig á ýmsan hátt. Hún er hetjusaga en gefur okkur svigrúm til að leika okkur með hetjuhugmyndina vegna þess að hún hefur svo oft verið sögð og endursögð. Mér finnst einnig spennandi að takast á við það að Bjólfur drep- ur það sem hann skilur ekki og það sem hann þarf ekki að drepa, þar sem er skrímslið Gremlin. í öðru þjóðfélagi og öðru trúkerfi hefði hann ekki gert það. Þar fyr- ir utan er þetta stórkostleg spennusaga, miðaldahasar með blóði, svita og tárum. Myndin á að geta haft viða skírskotun og höfðað til almennra bíógesta auk sérlegra kvikmyndaáhuga- manna.“ Sturla segir að stefnt sé að því að ráða þekktar kvikmyndast- jömm- í aðalhlutverkin. Auk fyr- irtækja Sturlu og Friðriks Þórs tekur stærsta kvikmyndafyrir- tæki Kanada, Alliance Atlantis, þátt í gerð myndarinnar og legg- ur til meginhluta fjármagnsins. Þeir Friðrik Þór og Sturla bund- ust fastmælum um gerð myndar- innar á kvikmyndahátíðinni í Tor- onto nýlega og ræddu hana enn frekar þegar Sturla var gestur yfirstandandi Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Að sögn Frlðrlks Þórs mun handritshöfundur Bjólfskviðu, Andrew Berzins, sem einnig samdi handritið að Scorn, glænýrri mynd Sturlu sem sýnd I er á hátíðinni, koma til íslands í i næsta mánuði. Þar mun hann taka þátt í ráðstefnu um kvik- myndirnar og íslendingasögurnar og ræða við breskan sérfræðing í | Bjólfskviðu, sem einnig sækú þá | ráðstefnu. Friðrik Þór segir að sótt verði um styrk til gerðar myndarinnar í Kvikmyndasjóð, en jafnframt byggt á löggjöfinni J um 12% endurgreiðslu til kvik- myndagerðar og samstarfssamn- , ingi íslands og Kanada um kvik- myndaframleiðslu. Bjólfskviða verður gerð á ensku. Hún verður dýrasta mynd sem I Sturla Gunnarsson hefur gert, auk þess að vera dýrasta íslensk- erlenda samframleiðslan. Innan * fárra daga hefst Sturla handa við tökur næstu myndar sinnar, gam- ■ anmyndarinnar Rare Birds með j William Hurt í aðalhlutverkinu. I ___________________________________I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.