Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 C 7 # M Sæbjörn Valdímarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Bíóin í borginni EKKI MISSA AF Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem nú er haldin í 17. skipti og lýkur á fimmtudag, 12. október. Hátíðin ferfram í Háskólabfói, Bíóborg- inni, Regnboganum, Stjörnubíói og Laugarásbíói. Dagskráin var birt í heild í Bíóblaðinu í sfóustu viku en minna má á forvitnilegar myndir eins og verk Kínverjans Wongs Kar-wai, Angs Lee frá Taív- an, aukfjölda vestrænna leik- stjóra á borð við Wlm Wenders, David Lynch, Atom Egoyan, Roy Andersson og marga fleiri. Mynd Tékkans Jans Hrebejk, Heima er best, hefur og komið á óvart, og svona mætti áfram telja. Fjöl- beytnin er með besta móti, heim- ildamyndir, teiknimyndir, tónlistar- myndir auk úrvals leikinna mynda afýmsu tagi. NÝJAR MYNDIR U-571 Bíóhöllin: kl. 3:50 -6-8- 10:15 - Aukasfning föstudag kl. 12:30. Kringlubíó: kl. 3:45-6-8:15-10:30. Aukasýn- ing föstudag kl. 12. Bíóborgin: kl. 3:45 -6- 8:15 - 10:15 -12:30. Engin sýning kl. 12:30 e. helgi. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ÍSL. TALI Bíóhöllin: kl. 4:15 - 5:45. Aukasýning um helgina kl. 2. Kringlubíó: kl. 3:45 - 6. Aukasfning um helgina kl. 1:30. Stjörnubíó: kl 6. Aukasýning um helgina kl. 4. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ENSKU TALI Bíóhöllln: kl. 8:10 -10:10. Aukasfning fðstudag kl. 12:30. Aukasýning um helgina kl. 1:45. TAXI2 Háskólabíó: kl. 6-8. Aukasýninglaugardagkl. 4. Föstudag og mánudag kl. 10. FORSÝNINGAR WHAT LIES BENEATH Stjörnubíó: Föstudag/laugardag/ sunnudag kl. 10. KVIKMYNDAHÁTHQIN í REYKJAVÍK Sjá miðopnu Bíóblaðsins föstudaginn 29. sept. DANCERIN THE DARK ★★★★ DRAMA Leikstjórí: Lars von Tríer. Aðalhlutverk: Björk Guö- mundsdóttir, Peter Stormare, Catherine Deneu- ve. Túlkun Bjarkarí nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Triers er alveg einstök og heldur uppi brothættum söguþræöi. Háskólabíó: kl. 5:20-8-10:40. ÍSLENSKIDRAUMURINN ★★★★ GAMAN Islensk. 2000 Leikstjóri: Róbert Douglas. Aðatteik- endur: Þórhallur Svemson, Jón Gnari, Hafdís Huld. íslensk gamanmynd, sem er mein- fyndin, hæfilega alvörulaus en þó meö báða fætur í íslenska veruleik- anum, er komin fram. Alveg hreint af- bragðsgóð mynd. Bíóhöllin kl. 4-6-8-10. Aukasfningarlaugar- dag/sunnudagkl. 2. Kringlubíó kl. 8-10. HIGH FIDELITY ★★★ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Stephen Frears. Að- alleikendur: John Cusack, Ibeb Hjejle, Todd Louiso, Jack Black. Skondin og mannleg mynd um sjálfs- vorkunnsamt fórnarlamb í ástarmál- um. Frábærir leikarar. Bíóhöllin: kl. 5:55-8-10:10. Kringlubíó: kl. 8 - 10:10. Laugardag og sunnu- dagkl. 8.. 101 REYKJAVÍK^^ GAMAN íslensk. 2000. Leikstjóm og handrít: Baltasar Kormákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmir Snær Guðnason, Hanna María Karlsdóttir, Balt- asar Kormákur. Svört kynlífskómedía úr hjarta borg- arinnar, nútfmaleg og hress sem skoðar samtímann í frísklegu og fersku Ijósi raunsæis og farsa. Vel leikin, einkum af hinni kynngimögn- uðu Almodóvar-leikkonu Victoriu Abril og er yfir höfuð besta afþrey- ing. Háskólabió: Alla daga kl. 6 - 8. X-MEN ★★★ SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrít: Bryan Singer. Aðalleikendur: Patrick Stewart, lan McKellen, Famke Janssen. Fín afþreying sem kynnir áhorfand- ann fyrir áhugaverðum persónum og furöuveröld stökkbreytta fólksins. Sagan ofureinföld, boðskapurinn sömuleiðis, en stendur fyrir sínu. Aöalkarlarnir eru góðir, bestur Hugh Jackson sem Jarfi. Regnboginn: kl. 8. BIG MOMMA'S HOUSE ★★Vi GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Raja Gosnell. Hand- rit: Darryl Quarles. Aðalleikendur: Martin Lawrence, Nial Long, Paul Giamatti. Grinleikarinn Martin Lawrence bregö- ur sér í gervi roskinnar og hávaða- samrar ömmu í dálaglegu sumargrini fyrir alla fjölskylduna. Ágætis skemmt- un og Martin fer stundum á kostum. Regnboglnn: kl. 8-10 Aukasýningar föstudag/ laugardagkl. 12, laugardag2-4-6-8, sunnu- dag2-4-6. HOLLOW MAN ★★% SPENNA Leikstjórn: Paul Verhoeven. Aðalleikendur: Kevin Bacon, Elizabeth Shue, Josh Brolin, William Dev- ane. Vísindamaöur missir stjórn á sér þeg- ar hann gerist ósýnilegur og viö tekur ásjálegur en heldur dellukenndur spennutryllir. Bíóhöllin: kl. 5:55-8-10:15. Aukasýning föstu- dagkl. 12:30. Stjörnubíó: kL 8-10:10. Laugarásbíó: kl. 8-10:10. SCARY MOVIE ★★% GAMANHROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Keenan Ivory Wayans. Handrit: Shawn ogMarlon Wayans. Aðal- leikendur: Shawn og Marlon Wayans, Shannon El- izabeth, Carmen Electra. Fyndin og fríkuð mynd sem skýtur á hrollvekjur seinustu ára með beittum og grófum húmor. Laugarásbíó: kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstu- dagkl.12. Stjörnubíó: kl. 6 - 8 Aukasýningar laugardag/ sunnudagkl. 4. Regnboginn: kl. 4-6-8-10. Aukasýningar föstudag kl. 12, laugardag kl. 2 og 12, sunnudag kl 2. SHANGHAI NOON ★★% GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Tom Dey. Aðalleik- endur: Jackie Chan, Owen Wilson, LucyLiu. Hressilegur og skemmtilegur gam- anvestri með flottum bardagaatrið- um en stundum lummulegum húm- or. Laugarásbíó: kl. 6. Aukasýningar föstudag/laug- ardag/sunnudag kl. 4. TITAN A.E. ★★^ TEIKNIMYND Bandarlsk. 2000. Leikstjórar: Don Bluth og Gary Goldman. íslensk talsetning: Hilmir Snær Guðna- son, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttiro.fl. Spennandi og skemmtileg geim- fantasía um ungan mann sem hefur það í valdi sfnu að bjarga mannkyn- inufráglötun. Regnboglnn: íslenskt tal kl. 6. Aukasýritngarlaug- ardag/sunnudagkl. 2-4. Bióhöllln: íslenskt tal kl. 3:50. Aukasfning laug- ardag/sunnudagkt. 1:50. Enskttal. 8-10. Auka- sfnlng föstudag kl. 12. TUMITÍGUR - íslenskt tal ★★% TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstiðri: Jun Falkenstein. Handrit: A.A. Milne. Raddir: Laddi, Jóhann Sigurð- arson, Sigurður Sigurjónsson o.fl. Sæmilegasta teiknimynd fyrir yngstu kynslóðina sem segir af ævintýrum Tuma og vinar hans.Góð talsetning. Bíóhöllin: kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl.2. Kringlubíó: kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnu- dagkl.2. UNDER SUSPICION ★★% SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Stephen Hopkins. Aðalleikendur: Gene Hackman, Morgan Freeman. Hackman og Freeman eru í essinu sínu í óvenjulegri spennumynd sem segirfrá lögfræöingi sem grunaður er um morð og lögreglustjóranum sem reynir að fá sannleikann út úr honum. Háskólabíó: kl. 5:30-8. ROADTRIP ★★ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Todd Phillips. Aðal- leikendur: Breckin Meyer, Sean William Scott, Amy Smart. Nokkuð fýndin gamanmynd um fjóra lúða á feröalagi. Hlutverk hins súra Toms Greens mætti vera stærra. Kringlubíó: kl. 4-6-8 :15 - 10. Aukasýningar föstudag kl. 12. Laugarásbíó: kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstu- dag kl 12. BOYS ANDGIRLS ★% GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Robert Iscove. Aðal leikendur: Freddie Prínze, Claire Forlani. Klisjukennd og ófrumleg mynd um vini í háskóla sem eru að farast úr ást hvort á öðru án þess aö vilja viö- urkenna það. Regboglnn: kl. 8. ATH.: Engin sýning laugardag COYOTE UGLY ★^ DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjórí: David McNally. Aðal leikendur: Piper Perabo, Adam Garcia, John Goodman, Maria Bello. Barstúlkur halda uppi fjörinu f ein- staklega klisjukenndri mynd frá Jerry Bruckheimer um ameríska draum inn. Bíóhöllin: kl. 6. STEINALDARMENNIRNIR - THE FLINTSTONES: VIVA ROCK VEGAS ★% FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Brian Levant. Hand- rit: Bruce Cohen. Aðalleikendur: Mark Addy, Step- hen Baldwin. Afskaplega ómerkileg kvikmynd með útþynntri og samhengislausri sögu um ástamál Freds og Barneys, sem varla vekja áhuga barna eða fullorð inna. Háskólabíó: Laugardag og sunnudag kl. 4. POKÉMON/ÍSL. TAL ★ BARNAMYND Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey, Kunohiko Yuyama. Handrit: Norman J. Grossfeld, Takeshi Shudo. Teiknimynd. Ljót, leiöinleg, fær eina stjörnu fyrir að ná til barnanna með einhverjum óskiljanlegum hætti. Bíóhöllln: kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: Alla daga kl. 4-6. Aukasýning laugar- dag/sunnudag kl. 2. í djúpinu með McConaughey Svipmynd Eftir flrnald Indriðason Matthew McConaughey, sem fer með aðal- hlutverkið í kafbátamyndinni U-571, var gulldrengurinn í Hollywood fyrir nokkrum árum. Eftir að hann lék lögfræðinginn knáa í lagatryllinum A Time to Kill árið 1996 varð hann frægur á einni nóttu. Hann var frá Texas og hafði við sig sakleysi sveitapiltsins og svo virtist sem hann stefndi sömu leið og Tom Cruise upp til stjarnanna. Það gerðist ein- hvern veginn ekki. Hann er þrítugur í dag og reynslunni ríkari. „Eg var nýj- asta varan í Hollywood,“ segir hann um tímabilið eftir A Time to Kiil í breska kvikmyndatímaritinu Empire. „Eg hafði á svipstundu breyst úr leikara sem hafði ekkert að gera í leikara sem fékk send til sín öll handrit sem skrifuð voru í draumaverksmiðjunni. Eg hefði þurft 40 stunda sólar- hring til þess að ráða fram úr því öllu saman en hafði aðeins 24 stundir." Þrýstingurinn leiddi til nokkurra mistaka í myndavali. „Ég er þannig gerður að ef þú átt von á því að ég fari til hægri fer ég til vinstri og hoppa svo á milli ef svo ber undir. Þannig er ég. Hvort það er gáfulegt eða ekki hef ég enga hugmynd um en svona hefur þetta alltaf verið.“ McConaughey er fæddur árið 1969 í Uvalde í Texas. Hann ætlaði sér aldrei að verða leikari en hitti vin sinn á bar í Texas og fékk hlutverk í Dazed and Confused árið 1993. Myndirnar sem á eftir komu voru heldur ómerkilegar, The Return of the Texas Chainsaw Massacre var ein. Leikstjórinn Joel Schumacher má segja að hafi upp- götvað hann þegar hann setti hann í stórmyndina A Time to Kill sem byggði á spennusögu eftir John Grlsham (Dauða- sök). Eftir það fékk leikarinn ungi upphringingar frá Steven Spielberg, Robert Zemeckis og Ron Howard. Texasmannin- um til nokkurrar varnar má segja að enginn þessara leik- stjóra hafi verið að gera merkilega hluti um þetta leyti og það er ekki honum að kenna að Amistad, Contact og EdTV eru lélegar og gerðu nákvæmlega ekkert fyrir blessaðan leikarann. „Féll ég í verði?“ segir Matthew í dag. „Já. Fæ ég jafn- mörg handrit send til mín og áður? Nei. Er ég á A-listanum eða hvað þetta er kallað? Nei. Vildi ég vera á þeim lista? Svo sannarlega." Kafbátamyndin U-571 er ein leiðin fyrir leikarann til þess að ná aftur fyrri stöðu. Hún gerist í síðari heimsstyrjöldinni og segir frá því m.a. þegar bandamenn komu höndum yfir dulmálslykil Þjóðverja (Bretar unnu afrekið og urðu talsvert svekktir þegar í ljós kom að í þessari mynd voru það Banda- ríkjamenn). „Ég hef séð myndina og mér líkar hún vel,“ er haft eftir McConaughey. „En ég er líka reynslunni ríkari og geri mér engar gyllivonir. Ég meina, mér fannst EdTV mjög góð líka en það fór enginn að sjá hana.“ Hann segist hafa fengið send til sín mikið af handritum hasarmynda en ekki viljað fara út í þess lags myndir. „Ég hefði getað gert það og það hefði ugglaust gert margt fólk ánægðara með mig en það er í dag en þessar myndir áttu ekki við mig, ég segi það satt. Með kafbátamyndinni fékk ég hins vegar tækifæri til þess að leika alvöru hetju.“ Höfundur myndarinnar, Jonathan Mostow, ætlaði að setja Michael Douglas í hlutverkið en sér ekki eftir að hafa skipt honum út fyrir McConaughey. „Ég heiti því að daginn sem myndin verður frumsýnd breytist álit fólks á Matthew,“ er haft eftir honum. Leikarinn segir að frægðin sé ágæt en að hann eigi aldrei eftir að upplifa hana eins og hann gerði eftir frumsýningu A Time to Kill. Eftir að varð rórra í kringum hann hefur hann kunnað betur að meta stöðu sína. „Sannleikurinn er sá að mér hefur aldrei liðið eins vel og á undanförnum tveimur ár- um.“ Matthew McConaughey gerði stuttmynd með kærustunni sinni, Söndru Bullock, um samlokugerö og heitir myndin einfaldlega Sam- lokugerð. Næstu myndir Matthewveröa The Wedding Planner þar sem hann leikur á móti lennifer Lopez, Dext- erity með AshleyJudd og tryllirinn Síðasta flug hrafnsins eða Last Flight ofthe Raven.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.